Efnisyfirlit:
Bls.
Reglugerðin
I. Kafli: Gildissvið og skilgreiningar 568
II. Kafli: Flokkun 569-570
III. Kafli: Umbúðir 570
IV. Kafli: Merking 570-573
V. Kafli: Dreifing og sala 573
VI. Kafli: Flutningur og geymsla 573-574
VII. Kafli: Eftirlit 574
VIII. Kafli: Fræðsla og upplýsingaskylda 574
IX. Kafli: Viðurlög 574-575
X. Kafli: Gildistaka 575
Ákvæði til bráðabirgða 575
Fylgiskjöl
Fylgiskjal 1: Listi yfir eiturefni og hættuleg efni 576-637
Fylgiskjal 2: Varnaðarmerki 638
Fylgiskjal 3: H-setningar, hættusetningar 639-640
Fylgiskjal 4: V-setningar, varnaðarsetningar 641-642
Fylgiskjal 5: Helstu forsendur hættuflokkunar 643-645
Fylgiskjal 6: Val á hættu- og varnaðarsetningum 646
Fylgiskjal 7: Flokkun og merking efnavöru. Dæmi 647
I. KAFLI
Gildissvið og skilgreiningar.
1. gr.
1.1 Ákvæði reglugerðar þessarar ná til flokkunar, merkingar og meðferðar eiturefna, hættulegra efna og vörutegunda sem innihalda slík efni, og ætlaðar eru til dreifingar á almennum markaði í smásölueiningum. Ákvæði II. kafla um flokkun, IV. kafla um merkingu og VII. kafla um eftirlit gilda þó einnig um efni og vörutegundir, sem ætlaðar eru til notkunar á vinnustöðum. Um slík efni fer að öðru leyti samkvæmt lögum nr. 46/ 1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum og reglum settum samkvæmt þeim.
2. gr
2.1 Með eiturefnum og hættulegum efnum er átt við efni, sem skráð eru á lista yfir eiturefni og hættuleg efni (fylgiskjal 1), sbr. 1. og 2. gr. laga nr. 52/1988 um eiturefni og hættuleg efni og gilda ákvæði reglugerðarinnar jafnt um innflutning, framleiðslu, dreifingu og aðra meðferð eiturefna, hættulegra efna og vörutegunda sem innihalda slík efni.
2.2 Reglugerð þessi nær ekki til notkunar eiturefna og hættulegra efna í landbúnaði og garðyrkju og til útrýmingar meindýra, en með þau mál fer samkvæmt reglugerð nr. 50/ 1984, með síðari breytingum. Reglugerð þessi nær enn fremur ekki til aflífunarefna, fúavarnarefna og sótthreinsiefna, sem innihalda önnur efnasambönd en þau, sem tilgreind eru í fylgiskjali 1.
2.3 Um förgun eiturefna og hættulegra efna fer samkvæmt mengunarvarnareglugerð nr. 386/1989.
II. KAFLI
Flokkun.
3. gr.
3.1 Innlendur framleiðandi, innflytjandi og umboðsaðili eiturefna, hættulegra efna eða vörutegunda sem innihalda slík efni, skal afla sér upplýsinga um áhrif og eiginleika efnanna og flokkun þeirra samkvæmt íslenskum reglum, áður en þeim er dreift til sölu.
3.2 Hafi ofangreindir aðilar í hyggju að dreifa eiturefnum, hættulegum efnum eða vörum sem innihalda slík efni og ekki eru á lista yfir eiturefni og hættuleg efni, ber þeim að óska eftir bráðabirgðaflokkun efnanna, sbr. 7. gr. Um umbúðamerkingar gilda í slíkum tilvikum ákvæði í grein 13.2.
4. gr.
4.1 Eiturefnanefnd gerir tillögur um flokkun eiturefna og hættulegra efna í samræmi við skaðleg áhrif og notkunarsvið þeirra. Skulu flokkun, merki og varnaðarorð vera í samræmi við forsendur hættuflokkunar eins og kostur er, sbr. 5. gr. þessarar reglugerðar og fylgiskjal 5.
5. gr.
5.1 Eiturefni og hættuleg efni skulu flokkuð í einn eða fleiri af eftirtöldum flokkum með tilheyrandi varnaðarmerkjum, samanber fylgiskjal 2 með reglugerð þessari.
Flokkur Varnaðarmerki
Eiturefni: Sterkt eitur (Tx) Hauskúpa á krosslögðum leggjum
Eitur (T) Hauskúpa á krosslögðum leggjum
Hættuleg efni: Varúð hættulegt (Xn) X
Ætandi (C) Tilraunaglös með ætandi vökva
Ertandi (Xi) X
Sprengifimt (E) Sprenging
Mjög eldfimt (Fx) Eldur
Eldfimt (F) Eldur
Eldnærandi (O) Eldur yfir hring
5.2 Viðeigandi hættusetningar (H-setningar) og varnaðarsetningar (V-setningar) skal ákvarða fyrir hvert eiturefni og hættulegt efni í ofangreindum flokkum, samanber fylgiskjöl 3 og 4.
6. gr.
6.1 Eiturefni og hættuleg efni sem flokkuð hafa verið samkvæmt ákvæðum 4. og 5. gr. skulu birt í lista yfir eiturefni og hættuleg efni, sbr. fylgiskjal 1. Skal listinn vera í stafrófsröð og þar skal jafnframt koma fram hvernig umbúðir skulu merktar.
7. gr.
7.1 Eiturefnanefnd er heimilt, að höfðu samráði við Hollustuvernd ríkisins, eða eftir atvikum Vinnueftirlit ríkisins, að flokka eiturefni og hættuleg efni samkvæmt 4. og 5. gr. til bráðabirgða og skal það auglýst í Lögbirtingablaðinu.
8. gr.
8.1 Annað hvert ár skal heilbrigðisráðuneytið gefa út endurskoðaðan flokkunarlista, samkvæmt tillögum eiturefnanefndar, sbr. 4. gr.
8.2 Flokkunarlistann skal birta með auglýsingu í Stjórnartíðindum og skal það gert fyrir 1. febrúar það ár, sem nýr listi tekur gildi, en listinn öðlast gildi 1. ágúst sama ár.
8.3 Endanleg afstaða til bráðabirgðaflokkunar skv. 7. grein skal tekin þegar gefinn er út endurskoðaður flokkunarlisti.
8.4 Heilbrigðisráðherra getur, á gildistíma flokkunarlistans, breytt flokkun eiturefna og hættulegra efna ásamt tilheyrandi varnaðarmerkjum, hættu- og varnaðarsetningum. Skal í slíkum tilvikum leita álits eiturefnanefndar.
III. KAFLI
Umbúðir.
9. gr.
9.1 Með umbúðum er átt við allar umbúðir, sem umlykja vöruna að einhverju eða öllu leyti, þegar hún er boðin til sölu eða notkunar.
9.2 Umbúðir skulu þannig gerðar að ekki verði villst á neysluvörum og eiturefnum, hættulegum efnum eða vörum sem innihalda slík efni.
9.3 Umbúðir sem eru sérhannaðar fyrir eiturefni og hættuleg efni, má ekki nota í öðrum tilgangi.
10. gr.
10.1 Eiturefni, hættuleg efni og vörutegundir sem innihalda slík efni má einungis selja í umbúðum sem uppfylla eftirfarandi skilyrði:
1. Umbúðir skulu vera þéttar og vel luktar.
2. Umbúðir skulu vera úr efni sem leysist ekki upp af innihaldinu eða gengur í samband við það, þannig að hættuleg efni eða efnasambönd geti myndast.
3. Umbúðir skulu að öllu leyti vera svo vandaðar og sterkar að þær þoli tilætlaða meðferð.
4. Lok, tappar o.þ.h. skulu vera þétt og umbúðir þannig gerðar að auðvelt og hættulaust sé að opna þær og tæma. Þetta á einnig við þegar um endurtekna notkun er að ræða.
11. gr.
11.1 Hollustuvernd ríkisins getur, að höfðu samráði við eiturefnanefnd, gert frekari kröfur um gerð umbúða tiltekinna eiturefna og hættulegra efna eða vara sem innihalda slík efni, svo sem um form þeirra, lit, lok o.fl. Skulu slíkar kröfur birtar í Lögbirtingablaðinu og koma fram í lista yfir eiturefni og hættuleg efni næst þegar hann birtist.
IV. KAFLI
Merking.
12. gr.
12.1 Umbúðir skulu merktar á íslensku með eftirfarandi upplýsingum:
1. Heiti eiturefna og hættulegra efna, sem varan inniheldur. Tilgreina skal heiti efnanna eins og það kemur fram í flokkunarlista, sbr. fylgiskjal 1. Efni í flokkunum E, Fx, F og O, og efni með hættusetningu H10 (eldfimt) skal ætíð tilgreina. Efni í flokkunum Tx, T, C, Xn og Xi skal tilgreina svo fremi magn þeirra sé meira en:
Sterkt eitur (Tx) 0,2%
Eitur (T) 0,2%
Varúð hættulegt (Xn) 4%
Ætandi (C) 1%
Ertandi (Xi) 5%
Efni með hættusetningar
H39, H40, H45, H46, H47,H48 0,1%
Efni með hættusetningar
H42, H43 1%
2. Nafn og heimilisfang innlends framleiðanda, innflytjanda eða umboðsaðila.
3. Notkunarreglur og aðrar nauðsynlegar upplýsingar.
4. Ef um er að ræða vöru sem merkt er með varnaðarmerki C (ætandi), skal tilgreina hvað gera skuli, ef slys ber að höndum.
5. Varnaðarmerki, sbr. fylgiskjal 2.
6. Hættusetningar, sbr. fylgiskjal 3.
7. Varnaðarsetningar, sbr. fylgiskjal 4.
8. Eftirfarandi varnaðarsetning (V 2) skal koma fram á umbúðum allra vörutegunda sem falla undir ákvæði þessarar reglugerðar og dreift er í smásölueiningum. "GEYMIST ÞAR SEM BÖRN NÁ EKKI TIL". Skal þessi varnaðarsetning vera með letri sem er greinilegra en á öðrum varnaðar- eða hættusetningum.
13. gr.
13.1 Umbúðir skal merkja með því varnaðarmerki og þeim varnaðar- eða hættusetningum sem getið er um fyrir viðkomandi eiturefni eða hættuleg efni í flokkunarlista, sbr. fylgiskjal 1.
13.2 Ef um er að ræða efni, sem ekki koma fram í flokkunarlista, skal eftir atvikum Hollustuvernd ríkisins eða Vinnueftirlit ríkisins, segja fyrir um hvernig umbúðir skulu merktar. Skal í slíkum tilvikum haft samráð við eiturefnanefnd vegna bráðabirgðaflokkunar efnanna, sbr. gr. 3.2 og 7.1.
14. gr.
14.1 Fyrir vörutegundir, sem vegna samsetningar ætti að merkja með fleiri en einu varnaðarmerki, skulu umbúðir merktar samkvæmt eftirfarandi reglum:
1. Varnaðarmerki:
1.1 Ef um er að ræða varnaðarmerki fyrir flokkana Tx, T, C, Xn og Xi, nægir að merkj a umbúðir með einu varnaðarmerki og skal þá nota merki þess flokks sem fyrst kemur fyrir í upptalningunni hér að ofan (T vegur meira en C, C vegur meira en Xn o.s.frv.).
1.2 Ef um er að ræða varnaðarmerki fyrir flokkana E, Fx, F og O, gilda sömu reglur og fyrir tölulið 1.
1.3 Ef um er að ræða varnaðarmerki fyrir flokka sem óæði koma fyrir í tölulið 1 og tölulið 2, skal velja það varnaðarmerki sem á við fyrir flokkana Tx, T, C, Xn og Xi og einnig það merki sem á við fyrir flokkana E, Fx, F og O (umbúðir skulu þá merktar með tveimur varnaðarmerkjum, t.d. fyrir flokkana T og F).
2. Hættu- og varnaðarsetningar:
2.1 Ávallt skal nota viðeigandi hættu- og varnaðarsetningar, sbr. fylgiskjal 6, sem tilgreindar eru fyrir viðkomandi efni, þó svo merking umbúða með varnaðarmerki sé undanskilin samkvæmt lið 1.1-1.3. Dæmi um þetta er sýnt í fylgiskjali 7.
15.1 Hollustuvernd ríkisins getur, að höfðu samráði við eiturefnanefnd, heimilað merkingu umbúða með varnaðarmerki G með áletruninni "VARÚÐ - LESIÐ VARNAÐARORÐ" (sbr. fylgiskjal 2), ef ofangreindir aðilar telja að önnur varnaðarmerki eigi ekki við. Einnig er heimilt, t.d. fyrir mjög ætandi efni, að krefjast þess að umbúðir verði merktar með varnaðarmerki G auk annarra varnaðarmerkja, ef sérstök ástæða er talin til að vekja athygli á varnaðarorðum á umbúðum.
15.2 Þegar texti varnaðarorða er stuttur (t.d. H10 = eldfimt), er heimilt að setja varnaðarorðin í varnaðarmerki G í stað áletrunarinnar "VARÚÐ - LESIÐ VARNAÐARORÐ".
16. gr.
16.1 Varnaðarmerki skal vera svart á appelsínugulum grunni og heiti flokksins ritað með svörtu letri á hvítum grunni fyrir neðan merkið. Textron "Lesið varnaðarorð", í varnaðarmerki G, skal þó vera á appelsínugulum grunni. Útlit varnaðarmerkja skal vera í samræmi við fylgiskjal 2 og stærð hvers merkis ekki undir 1/10 hluta þess rýmis sem ætlað er fyrir merkingu, sbr. 17. gr.
17. gr.
17.1 Þær upplýsingar, sem eiga að koma fram sbr. 12. gr., skulu vera á umbúðunum sjálfum eða á merkimiða sem er tryggilega festur á umbúðirnar. Texti skal vera með greinilegu letri, á áberandi stað, auðlesinn og aðskilinn frá öðrum upplýsingum eða myndskreytingum á umbúðum.
17.2 Fyrir þær upplýsingar sem gerð er krafa um í 12. grein, að undanskildum tölulið 3, skal ætla a.m.k. eftirfarandi rými á merkimiða eða umbúðunum sjálfum:
Rými Umbúðastærð
52 x 74 mm (A8) 3 lítrar eða minni
74 x 105 mm (A7) stærri en 3 lítrar og minni eða jöfn 50 lítrum
105 x 148 mm (A6) stærri en 50 lítrar og minni eða jöfn 500 lítrum
148 x 210 mm (AS) stærri en 500 lítrar
Rými þetta má einungis nota fyrir þær upplýsingar, sem gerð er krafa um í 12. gr., að undanskildum notkunarreglum, sbr. 3. tl.
17.3 Ofangreind ákvæði gilda óæði um merkingu ytri og innri umbúða, sbr. þó ákvæði 24.gr.
18. gr.
18.1 Ef umbúðir eru 125 ml eða minni er ekki gerð krafa um merkingu með H- og Vsetningum fyrir efni sem flokkuð eru sem ertandi, eldfim og eldnærandi. Það sama gildir fyrir flokk Xn (varúð hættulegt) ef um er að ræða vörur sem ekki eru seldar almenningi. Þrátt fyrir ákvæði þetta skal merkja umbúðir með varnaðarsetningu V 2 (GEYMIST ÞAR SEM BÖRN NÁ EKKI TIL) sbr. 8. tl. 12. gr. og hættusetningunum H 42 og H 43 þar sem það á við fyrir hættuleg efni í flokki Xn.
19. gr.
19.1 Umbúðir, þar sem rými til merkingar er minna en 52 x 74 mm, skal merkja með límmiða eða á annan hátt, sé hægt að gera það greinilega. Varnaðarmerki má þá ekki vera minna en 1 cm2.
19.2 Heimilt er að merkja með sérstökum fylgiseðli, þegar umbúðir eru svo litlar, að rými til merkingar er minna en 52 x 74 mm og ekki er mögulegt að merkja umbúðir með greinilegum texta. Sama gildir, ef umbúðir eru þannig hannaðar, að erfitt er að merkja þær á greinilegan hátt. Merking á fylgiseðli skal vera í samræmi við ákvæði þessarar reglugerðar og fylgja hverri sölueiningu.
20. gr.
20.1 Innlendur framleiðandi, innflytjandi eða umboðsaðili er ábyrgur fyrir því að umbúðir fyrir eiturefni, hættuleg efni eða vörur sem innihalda slík efni séu merktar í samræmi við ákvæði þessarar reglugerðar, áður en vörunni er dreift til sölu eða notkunar. Þá er söluaðila óheimilt að selja ofangreindar vörutegundir, ef umbúðir eru vanmerktar.
21. gr.
21.1 Vinnueftirlit ríkisins getur sett nánari reglur um merkingu umbúða fyrir efni og vörutegundir, sem einungis eru ætlaðar til notkunar á vinnustöðum. Ennfremur getur Vinnueftirlit ríkisins vent undanþágu frá ákvæðum um merkingu fyrir slíkar vörur, þegar sérstakar aðstæður eru fyrir hendi.
V. KAFLI
Dreifing og sala.
22. gr.
22.1 Eiturefni (Tx og T) mega þeir einir afhenda og selja, er um ræðir í 1. -5. tölulið 1. mgr. 5. gr. laga um eiturefni og hættuleg efni nr. 52/1988, sbr. einnig 7. og 8. gr. laganna. Nánari fyrirmæli um sölu og afhendingu eiturefna eru í reglugerð nr. 39/1984 um útgáfu og afgreiðslu eiturbeiðna og annarra tilsvarandi leyfa. Um sérstakar takmarkanir á sölu og notkun hættulegra efna fer samkvæmt reglugerðum þeim er við eiga og í gildi eru hverju sinni.
23. gr.
23.1 Rjúfi seljandi, innflytjandi eða umboðsaðili upphaflegar umbúðir framleiðanda, er hann ábyrgur fyrir því að nýjar umbúðir séu í samræmi við ákvæði III. og IV. kafla um umbúðir og merkingu. Hljótist tjón af, vegna brota á þessu ákvæði, ber sá aðili bótaábyrgð, sem rýfur upphaflegar umbúðir.
23.2 Ef kaupandi biður seljanda að setja eiturefni, hættuleg efni eða vörur sem innihalda slík efni í umbúðir, sem kaupandi hefur með sér og framvísar, ber seljandi ábyrgð á því að þessar umbúðir séu réttrar gerðar og rétt merktar skv. ákvæðum reglugerðar þessarar. Verði tjón vegna brota á þessu ákvæði ber seljandi bótaábyrgð.
VI. KAFLI
Flutningur og geymsla.
24. gr.
24.1 Í flutningum innanlands skulu vera viðeigandi varnaðarmerki og umbúðamerkingar á ystu umbúðum um eiturefni og hættuleg efni. Ef innri umbúðir eru merktar í samræmi við ákvæði þessarar reglugerðar, nægir að merkja ytri umbúðir samkvæmt viðurkenndum alþjóðareglum eða íslenskum reglum um flutning á eiturefnum og hættulegum efnum.
25. gr.
25.1 Leitast skal við að varðveita eiturefni, hættuleg efni og vörur sem innihalda slík efni í upprunalegum umbúðum framleiðanda og á þann hátt, að ekki verði villst á þeim og umbúðum undir matvæli, fóðurvörur, lyf, snyrtiefni eða annan óskyldan varning (sbr. einnig ákvæði 10. gr. laga nr. 52/1988 um eiturefni og hættuleg efni).
26. gr.
26.1 Eiturefni, hættuleg efni og vörur sem innihalda slík efni skal ætíð geyma á tryggan og öruggan hátt, þar sem börn ná ekki til og ekki nálægt matvælum, fóðurvörum, lyfjum eða öðrum slíkum vörutegundum.
VII. KAFLI
Eftirlit.
27. gr.
27.1 Lyfjaeftirlit ríkisins hefur eftirlit með eiturefnum, hættulegum efnum og vörutegundum, sem innihalda slík efni, vegna lyfjagerðar.
28. gr.
28.1 Vinnueftirlit ríkisins hefur eftirlit með meðferð eiturefna, hættulegra efna og vörutegundum sem innihalda slík efni á vinnustöðum.
29. gr.
29.1 Heilbrigðisnefndir, undir yfirumsjón Hollustuverndar ríkisins, hafa eftirlit með sölu vörutegunda á almennum markaði, sem innihalda efni sem falla undir ákvæði reglugerðar þessarar.
30. gr.
30.1 Heilbrigðisráðherra setur reglur um eftirlit með innflutningi á eiturefnum, hættulegum efnum og vörum sem innihalda slík efni, að fengnum tillögum frá framangreindum eftirlitsaðilum og að höfðu samráði við félagsmálaráðuneytið vegna eftirlits Vinnueftirlits ríkisins. Skulu reglurnar birtar í B-deild Stjórnartíðinda.
31. gr.
31.1. Um valdsvið og þvingunarúrræði eftirlitsaðila fer samkvæmt þeim lögum sem þeir starfa eftir, sbr. lög nr. 81/1988 um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit, lög nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustu og öryggi á vinnustöðum og lyfjalög nr. 108/1984.
VIII. KAFLI
Fræðsla og upplýsingaskylda.
32. gr.
32.1 Hollustuvernd ríkisins skal sjá um fræðslu og útgáfu á fræðsluefni um merkingu umbúða fyrir vörur sem innihalda eiturefni eða hættuleg efni og dreift er á almennan markað.
33. gr.
33.1 Vinnueftirlit ríkisins skal sjá um fræðslu og útgáfu fræðsluefnis um merkingu og meðferð á eiturefnum, hættulegum efnum og vörutegundum sem innihalda slík efni á vinnustöðum.
IX. KAFLI
Viðurlög.
34. gr.
34.1 Með mál, sem rísa vegna brota á reglugerð þessari, skal fara að hætti opinberra mála.
35. gr.
35.1 Fyrir brot á reglugerð þessari skal refsa með sektum, nema þyngri refsing liggi við samkvæmt lögum. Nú er brot ítrekað eða stórfellt og getur refsing þá orðið varðhald eða fangelsi, allt að 2 árum.
X. KAFLI
Gildistaka.
36. gr.
36.1 Reglugerð þessi sem sett er með stoð í lögum nr. 52/1988 um eiturefni og hættuleg efni, sbr. einnig lög nr. 81/1988 um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit og að höfðu samráði við félagsmálaráðuneytið hvað varðar starfsemi Vinnueftirlits ríkisins, sbr. lög nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum öðlast gildi við birtingu.
36.2 Við gildistöku þessarar reglugerðar fellur úr gildi reglugerð um flokkun eiturefna og hættulegra efna nr. 445/1978, reglugerð nr. 479/1977 um gerð íláta, merkingu og varnaðarmerki varðandi sölu og varðveislu hættulegra efna, reglugerð nr. 77/1983 um gerð íláta, merkingu og varnaðarmerki varðandi sölu og varðveislu eiturefna og auglýsing nr. 147/1985 um merkingu nauðsynjavara, sem innihalda eiturefni, hættuleg efni eða önnur efni sem geta verið skaðleg heilbrigði manna.
Ákvæði til bráðabirgða
Ákvæði reglugerðar þessarar um umbúðamerkingar, sbr. IV. kafla, skulu koma til framkvæmda eigi síðar en 1. júlí 1991.
Heimilt er Lyfjaeftirliti ríkisins, Vinnueftirliti ríkisins og Hollustuvernd ríkisins, sbr. VII. kafla um eftirlit, að veita aðilum frest allt til 1. júlí 1991, til að uppfylla önnur ákvæði þessarar reglugerðar og skal í umsókn tiltaka um hvaða ákvæði er að ræða.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 23. febrúar 1990.
Guðmundur Bjarnason
Páll Sigurðsson
Fylgiskjöl með reglugerð um flokkun, merkingu og meðferð eiturefna, hættulegra efna og vörutegunda sem innihalda slík efni:
Fylgiskjal 1 Listi yfir eiturefni og hættuleg efni
Fylgiskjal 2 Varnaðarmerki
Fylgiskjal 3 H-setningar, hættusetningar
Fylgiskjal 4 V-setningar, varnaðarsetningar
Fylgiskjal 5 Helstu forsendur hættuflokkunar
Fylgiskjal 6 Val á hættu- og varnaðarsetningum
Fylgiskjal 7 Flokkun og merking efnavöru. Dæmi
Fylgiskjal 1
Listi yfir eiturefni og hættuleg efni
Skýringar.
1. dálkur Heiti efna
2. dálkur Varnaðarmerki í samræmi við flokkun efnisins, sjá fylgiskjal 2
3. dálkur Tilheyrandi hættusetningar, sjá fylgiskjal 3. Bandstrik (-) aðskilur sjálfstæðar hættusetningar, en skástrik (/) er notað til að mynda samtengdar setningar
4. dálkur Tilheyrandi varnaðarsetningar, sjá fylgiskjal 4. Varnaðarsetning V2, þ.e.: "GEYMIST ÞAR SEM BÖRN NÁ EKKI TIL", er yfirleitt ekki talin á listanum, en þrátt fyrir það skal hún sett á umbúðir aura vörutegunda sem falla undir ákvæði þessarar reglugerðar og dreift er í smásölueiningum. Skal þessi varnaðarsetning vera með letri, sem er greinilegra en letur á öðrum varnaðareða hættusetningum. Bandstrik (-) aðskilur sjálfstæðar varnaðarsetningar, en skástrik (/) er notað til að mynda samtengdar setningar
5. dálkur Athugasemdir
D: Sum efni hafa tilhneigingu til sjálfkrafa fjölliðunar eða niðurbrots en eru þó venjulega seld í stöðugu formi. Á þessu formi koma þau fram á listanum. Séu efnin hins vegar á óstöðugu formi skal þess getið á merkimiðanum, t.d. metakrýlat (óstöðugt).
E: Þau efni sem hafa hættusetninguna H45: Getur valdið krabbameini - og auk þess eina eða fleiri hættusetningu á bilinu H20-H28, skulu hafa orðið "einnig" með þeim setningum, t.d. H23: Einnig eitrað við innöndun. H27/28: Einnig sterkt eitur í snertingu við húð og við inntöku.
Ú: Notkun og sala á efninu í úðunarílátum óheimil, nema aðrar reglugerðir heimili það sérstaklega.