Umhverfisráðuneyti

1269/2007

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 236/1990, um flokkun, merkingu og meðferð eiturefna, hættulegra efna og vörutegunda sem innihalda slík efni, ásamt síðari breytingum. - Brottfallin

1. gr.

Við 36. gr. bætist ný málsgrein svohljóðandi:

Eftirfarandi ákvæði tilskipunar 2004/73/EB um tuttugustu og níundu aðlögun að tækniframförum á tilskipun ráðsins 67/548/EBE um samræmingu ákvæða í lögum og stjórnsýslufyrirmælum um flokkun, pökkun og merkingu hættulegra efna, sem vísað er til í 1. tl. í XV. kafla, II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðunum sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 164/2004, þann 4. desember 2004, skulu öðlast gildi hér á landi, sbr. ennfremur fylgiskjal 8:

a.

2. tl. 1. gr., sbr. viðauka 2 (A, B, C, D, E, F, G, H og I) tilskipunar 2004/73/EB sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB, nr. 54, 15. nóvember 2007, bls. 83-224.2. gr.

Eftirfarandi breytingar eru gerðar á fylgiskjali 5:

a)

Í stað töflu 6 í lið 1.6.b., B-hluta, "Samsettar efnavörur - reikniaðferðir", kafla I, "Áhrif á heilsu", kemur ný tafla sem birt er í viðauka I við reglugerð þessa.

b)

Í stað töflu 12 í lið 1.8.6.b., B-hluta, "Samsettar efnavörur - reikniaðferðir", kafla I, "Áhrif á heilsu", kemur ný tafla sem birt er í viðauka II við reglugerð þessa.

c)

Í stað töflu 1 í lið 3.1.1.b., A-hluta, "Hrein efni", kafla III, "Umhverfisáhrif", koma tvær töflur, 1a og 1b, og meðfylgjandi skýringartexti, sem birtar eru í viðauka III við reglugerð þessa.

d)

Í stað töflu 2 í lið 3.1.4.b., A-hluta, "Hrein efni", kafla III, "Umhverfisáhrif", kemur ný tafla ásamt skýringartexta sem birt er í viðauka IV við reglugerð þessa.

e)

Í stað liðar 3.2.2.b., Ósonlagið, og undirliða 3.2.2.1.b. og 3.2.2.2.b., í A-hluta, "Hrein efni", kafla III, "Umhverfisáhrif", kemur nýr liður, 3.2.2.b., Ósonlagið, sem birtur er í viðauka V við reglugerð þessa.3. gr.

Í stað kaflans "Sérákvæði um merkingar" í fylgiskjali 6, kemur nýr kafli með sama heiti sem birtur er í viðauka VI við reglugerð þessa.

4. gr.

Við fylgiskjal 8, "Prófunaraðferðir", bætist nýr töluliður nr. 8 sem orðast svo:

8.

tilskipun 2004/73/EB13, 2. tl. 1. gr., sbr. viðauka 2 (A og B), sem breytir A-hluta V. viðauka tilskipunar 67/548/EBE, 2. tl. 1. gr., sbr. viðauka 2 (C, D, E, F, G og H), sem breytir B-hluta V. viðauka tilskipunar 67/548/EBE og 2. tl. 1. gr., sbr. viðauka 2I, sem breytir C-hluta V. viðauka tilskipunar 67/548/EBE._________
13 Sjá EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB, nr. 54, 15.11.2007, bls. 83-224.

5. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í lögum nr. 52/1988, um eiturefni og hættuleg efni, sbr. einnig lög nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir.

Reglugerðin er sett til innleiðingar á tilteknum ákvæðum tilskipunar 2004/73 um tuttugustu og níundu aðlögun að tækniframförum á tilskipun ráðsins 67/548/EBE um samræmingu ákvæða í lögum og stjórnsýslufyrirmælum um flokkun, pökkun og merkingu hættulegra efna, sem vísað er til í 1. tl. í XV. kafla, II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðunum sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 164/2004, þann 4. desember 2004, og ákvæðum tilskipunar 2006/8/EB um tæknilega aðlögun á II., III. og V. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 1999/45/EB, um samræmingu ákvæða í lögum og stjórnsýslufyrirmælum aðildarríkjanna um flokkun, pökkun og merkingu hættulegra efnablandna, sem vísað er til í tl. 12r í XV. kafla, II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 107/2007, þann 29. september 2007.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Umhverfisráðuneytinu, 27. desember 2007.

F. h. r.

Sigríður Auður Arnardóttir.

Sigurbjörg Sæmundsdóttir.

VIÐAUKI
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica