Umhverfisráðuneyti

150/1999

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 236/1990, um flokkun, merkingu og meðferð eiturefna, hættulegra efna og vörutegunda sem innihalda slík efni, ásamt síðari breytingum. - Brottfallin

1. gr.

Eftirtaldar brytingar verða á 2. gr. reglugerðarinnar:

a. Við bæstast tvær nýjar málsgreinar, 2. mgr. og 3. mgr., sem orðast svo:

2.2. Með efni er í reglugerð þessari átt við frumefni og efnasambönd þeirra, náttúruleg eða framleidd, þar með talin öll aukaefni sem nauðsynleg eru til að viðhalda stöðugleika efnanna svo og óhreinindi sem stafa af vinnslu efnisins. Leysiefni sem hægt er að skilja frá, án þess að það hafi áhrif á stöðugleika efnisins eða breyti samsetningu þess, telst ekki hluti af efninu.

2.3. Með efnablöndu er í reglugerð þessari átt við blöndur eða lausnir sem samsettar eru úr tveimur eða fleiri efnum.

b. 2. mgr. verður 4. mgr.

c. 3. mgr. verður 5. mgr.

2. gr.

Við 4. gr. bætast tvær nýjar málsgreinar, 2. mgr. og 3. mgr. sem orðast svo:

4.2. Rannsóknir á þeim áhrifum og eiginleikum efna sem reglugerð þessi fjallar um skulu að öllu jöfnu framkvæmdar samkvæmt þeim prófunaraðferðum sem vísað er til í fylgiskjali 8.

4.3. Ef til eru niðurstöður úr rannsóknum sem framkvæmdar hafa verið samkvæmt öðrum aðferðum skal í hverju tilviki fyrir sig meta þörfina á að endurtaka þær rannsóknir. Leitast skal við að takamrka tilraunir á hryggdýrum. Rannsóknir skulu framkvæmdar samkvæmt reglugerð um góðar starfsvenjur við rannsóknir.

3. gr.

Eftirtaldar breytingar verða á 9. gr. reglugerðarinnar:

a. Við bæstist ný málsgrein sem orðast svo:

9.3. Umbúðir skulu hvorki þannig myndskreyttar né svo lagðar að líklegt sé að þær veki forvitni barna.

b. 3. mgr. verður 4. mgr.

4. gr.

Eftirtaldar breytingar verða á 12. mgr. reglugerðarinnar:

a. 2. tl. 1. mgr. orðast svo:

2. Nafn, heimilisfang og sími framleiðanda, innflytjanda eða umboðsaðila á Evrópska efnahagssvæðinu.

b. 3. tl. 1. mgr. orðast svo:

3. Magn efnavöru (þyngd eða rúmmál) ef hún er ætluð á almennan markað.

c. Við 1. mgr. bætist nýr töluliður, 10. tl., sem orðast svo:

10. Á umbúðum efna, sbr. 2. mgr. 2. gr., skal standa EB-númer efnisins, ef það liggur fyrir, sbr. fylgiskjal 1. Umbúðir efna skulu einnig merktar með áletruninni "EB-merkimiði".

d. Við bætist ný málsgrein, 2. mgr., sem orðast svo:

12.2. Á umbúðum eiturefna og hættlulegra efna og vörutegunda sem innihalda slík efni er óheimilt að nota orðalag sem gefur til kynna að varna skaði ekki heilsu eða umhverfi, t.a.m. orðin hættulaust, vistvænt, umhverfisvænt o.s.frv.

5. gr.

17. gr. orðist svo:

17.1. Þær upplýsingar sem eiga að koma fram, sbr. 12. gr., skulu á umbúðum sjálfum eða á merkimiða sem er tryggilega festur á umbúðirnar. texti skal vera með greinilegu letri, á áberandi stað, auðlesinn og aðskilinn frá örðum upplýsingum eða myndskreytingum á umbúðum. Litur og hönnun merkimiða og umbúða skulu vera þannig að varnaðarmerki og appelsínugulur bakgrunnur þess skeri sig greinilega úr.

17.2. Upplýsingum sem krafa er gerð um í 12. gr., skal ætla a.m.k. eftirfarandi rými á merkimiða eða á umbúðunum sjálfum:

Rými

Umbúðastærð

52 x 74 mm (A8)

3 lítrar eða minna

74 x 105 mm (A7)

stærri en 3 lítrar og minni eða jöfn 50 lítrum

105 x 148 mm (A6)

stærri en 50 lítrar og minni eða jöfn 500 lítrum

148 x 210 mm (A5)

stærri en 500 lítrar

Rými þetta má einungis nota fyrir upplýsingar sem gerð er krafa um í 12. gr., og ef þörf er á, aðrar nauðsynlegar öryggisupplýsingar að undanskildum notkunarleiðbeiningum.

17.3. Ákvæði 1. og 2. mgr. gilda bæði um merkingu ytri og innri umbúða, sbr. þó 24. gr.

Allur merkimiðinn verður að vera festur á umbúðir vörunnar og þannig að hægt sé að lesa textann lárétt þegar þær eru settar niður á eðlilegan hátt.

6. gr.

Við 20. gr. bætist ný málsgrein, 2. mgr., sem orðast svo:

20.2 Óheimilt er að auglýsa eða kynna eiturefni og hættuleg efni, sbr. 2. mgr. 2. gr., nema hættuflokkun efnis sé tilgreind.

7. gr.

Við erglugerðina bætist nýtt fylgiskjal, fylgiskjal 8, Prófunaraðferðir, sem birt er í I. viðauka við reglugerð þessa.

8. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í lögum nr. 52/1988, um eiturefni og hætuleg efni, ásamt síðari breytingum, sbr. einnig lög nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir.

Einnig er höfð hliðsjón af ákvæðum 1. og 10. tl., XV. kafla, II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (tilskipun 67/548/EBE um samræmingu ákvæða í lögum og stjórnsýslufyrirmælum um flokkun, pökkun og merkingu hættulegra efna, eins og henni var breytt með tilskipunum 92/32/EBE, 92/69/EBE og 96/56/EB, svo og tilskipun 88/379/EBE um samræmingu á ákvæðum í lögum og stjórnsýslufyrirmælum aðildarríkjanna varðandi flokkun, pökkun og merkingu á hættulegum efnablöndum).

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Ákvæði til bráðabirgða.

Fyrir umbúðir sem þegar eru í notkun er veittur frestur til 1. janúar 2001 til að uppfylla kröfur a., b. og c. 4. gr. reglugerðar þessarar.

Umhverfisráðuneytinu, 5. mars 1999.

Guðmundur Bjarnason.

Magnús Jóhannesson.

 

I. VIÐAUKI.

Fylgiskjal 8.

Prófunaraðferðir.

Þar sem í reglugerð þessari er vísað til rannsókna á þeim áhrifum og eiginleikum efna sem reglugerðin fjallar um skal nota þær prófunaraðferðir sem tilgreindur er í V. viðauka við tilskipun 67/548/EBE um samræmingu ákvæða í lögum og stjórnsýslufyrirmælum um flokkun, pökkun og merkingu hættulegra efna, eins og henni var breytt með tilskipun 92/69/EBE1) og 1. gr. 4. tl. tilskipunar 93/21/EBE2).


Þetta vefsvæði byggir á Eplica