Umhverfisráðuneyti

548/1999

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 236/1990, um flokkun, merkingu og meðferð eiturefna, hættulegra efna og vörutegunda sem innihalda slík efni, ásamt síðari breytingum - Brottfallin

1. gr.

Við fylgiskjal 1, Listi yfir eiturefni og hættuleg efni, skýringar, bætist eftirfarandi athugasemd við 5. dálk:

2: Styrkur ísósýanata sem hér er tiltekinn, er hundraðshlutfall óbundinnar einliðu miðað við heildarþyngd efnablöndu.

2. gr.

Flokkun tiltekinna efna í fylgiskjali 1, Listi yfir eiturefni og hættuleg efni, breytist til samræmis við flokkun í I. viðauka við reglugerð þessa.

3. gr.

Við fylgiskjal 1, Listi yfir eiturefni og hættuleg efni, bætast efni sem birt eru í II. viðauka við reglugerð þessa.

4. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í lögum nr. 52/1988, um eiturefni og hættuleg efni, ásamt síðari breytingum. Höfð er hliðsjón af ákvæðum 1. tl., XV. kafla, II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (tilskipun 67/548/EBE um samræmingu ákvæða í lögum og stjórnsýslufyrirmælum um flokkun, pökkun og merkingu hættulegra efna, eins og henni var breytt með tilskipun 93/072/EBE).

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Ákvæði til bráðabirgða.

Fyrir efni merkt * í I. viðauka er veittur frestur til 1. júlí 2000 til að uppfylla ákvæði varðandi umhverfisflokkun.

Fyrir efni merkt ** í I. viðauka er heimilt að dreifa vörum merktum samkvæmt eldri reglum til 1. júlí 2000.

Umhverfisráðuneytinu, 4. ágúst 1999.

Siv Friðleifsdóttir.

Ingimar Jónsson.

 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica