Umhverfisráðuneyti

639/1998

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 236/1990, um flokkun, merkingu og meðferð eiturefna, hættulegra efna og vörutegunda, sem innihalda slík efni, ásamt síðari breytingum. - Brottfallin

1. gr.

Í stað flokkunarinnar „Varúð hættulegt (Xn)" í 1. mgr. 5. gr. kemur flokkunin: Hættulegt heilsu (Xn).

2. gr.

Í stað orðanna „Varúð hættulegt (Xn)" í 1. tl. 12 gr. reglugerðarinnar, kemur: Hættulegt heilsu (Xn).

3. gr.

Í stað orðanna „Xn (varúð hættulegt)" í 18 gr. reglugerðarinnar, kemur: Xn (hættulegt heilsu).

4. gr.

Í stað textans í skýringum í inngangi að efnalista í fylgiskjali 1, kemur texti sem birtur er í I. viðauka við reglugerð þessa.

5. gr.

Við lista í fylgiskjali 1 bætist við efni sem birt eru í II. viðauka við reglugerð þessa.

6. gr.

Í stað varnaðarmerkisins „Xn (VARÚÐ HÆTTULEGT)" í fylgiskjali 2 kemur varnaðarmerkið: Xn (HÆTTULEGT HEILSU), sem birt er í III. viðauka við reglugerð þessa.

7. gr.

Í stað orðanna _varúð hættulegt" í fylgiskjölum reglugerðarinnar kemur: hættulegt heilsu.

8. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 1. mgr. 29. gr. laga nr. 52/1988, um eiturefni og hættuleg efni, ásamt síðari breytingum, sbr. og heimild í 5. gr. laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir. Einnig er höfð hliðsjón af ákvæðum 1. tl., XV. kafla, II. viðauka samningsins um Evrópskt efnahagssvæði (tilskipun 67/548/EBE um samræmingu ákvæða í lögum og stjórnsýslufyrirmælum um flokkun, pökkun og merkingu hættulegra efna, eins og henni var breytt með tilskipun 92/37/EBE og tilskipun 93/101/EBE).

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Ákvæði til bráðabirgða.

Fyrir umbúðir sem þegar eru í notkun er veittur frestur til 1. janúar 2002 til að uppfylla ákvæði 6. gr. reglugerðar þessarar.

Umhverfisráðuneytinu, 30. október 1998.

Guðmundur Bjarnason.

______________________

Magnús Jóhannesson.

 

I. VIÐAUKI

Listi yfir eiturefni og hættuleg efni.

Skýringar.

1. dálkur Heiti efna.

2. dálkur Varnaðarmerki í samræmi við flokkun efnisins, sjá fylgiskjal 2.

3. dálkur Tilheyrandi hættusetningar, sjá fylgiskjal 3. Bandstrik (-) aðskilur sjálfstæðar hættusetningar, en skástrik (/) er notað til að mynda samtengdar setningar.

4. dálkur Tilheyrandi varnaðarsetningar, sjá fylgiskjal 4. Bandstrik (-) aðskilur sjálfstæðar hættusetningar, en skástrik (/) er notað til að mynda samtengdar setningar.

Þegar varnaðarsetningar V1 og V2 eru í sviga má sleppa þeim á merkingu efna sem eingöngu eru seld til iðnaðarnota.

5. dálkur CAS-nr.: Chemical Abstracts Service Registry Number - Alþjóðleg númer efna og efnasambanda.1), 2)

6. dálkur EB-nr.: Númer sem gefin eru öllum efnum sem skráð eru á Evrópska efnahagssvæðinu. Númerin eru sjö stafa talnaraðir, xxx-xxx-x og eru þau birt í annarri af eftirtöldum skrám: 1), 2)

- EINECS: European Inventory of Existing Commercial Chemical Substances - Evrópuskrá yfir markaðssett efni.

- ELINCS: European List of Notified Chemical Substances - Evrópuskrá yfir tilkynnt efni.

7. dálkur Raðnúmer: Númer sem efninu er gefið þegar það er tekið inn í Evrópulista yfir hættuleg efni (Viðauki I við tilskipun 67/548/EBE um samræmingu ákvæða í lögum og stjórnsýslufyrirmælum um flokkun, pökkun og merkingu hættulegra efna).

Númerið er talnaröð af gerðinni ABC-RST-VW-Y, þar sem:

- ABC er annað hvort sætistala þess frumefnis sem er mest einkennandi fyrir eiginleika efnisins (með einu eða tveimur núllum fyrir framan til uppfyllingar) eða flokksnúmer lífrænna efna,

- RST er raðtala efnisins í röðinni ABC,

- VW gefur til kynna á hvaða formi efnið er framleitt eða markaðssett,

- Y er vartala í samræmi við ISBN (International Standard Book Number).

8. dálkur Athugasemdir.

A: Samkvæmt 1. mgr. 12. gr. reglugerðarinnar ber að tilgreina heiti efnis á merkimiða eins og það er birt í fylgiskjali 1. Í fylgiskjali 1 eru stundum skráð safnheiti á borð við _-sambönd" eða _-sölt". Hér ber að tilgreina EINECS/ELINCS-heiti eða annað viðurkennt alþjóðlegt efnaheiti (s.s. IUPAC3) eða ISO4)) á merkimiða, t.d. beryllíumklóríð fyrir BeCl2.

D: Sum efni hafa tilhneigingu til sjálfkrafa fjölliðunar eða niðurbrots en eru þó venjulega seld í stöðugu formi Á þessu formi koma þau fram á listanum. Séu efnin hins vegar á óstöðugu formi skal þess getið á merkimiðanum, t.d. metakrýlat (óstöðugt).

E: Athugasemdin á við um efni sem flokkast sem krabbameinsvaldandi, stökkbreytivaldandi eða hafa skaðleg áhrif á æxlun, flokkur 1 eða flokkur 2, og sem einnig eru flokkuð sem mjög eitruð (Tx), eitruð (T) eða hættuleg heilsu (Xn). Fyrir efni sem fá athugasemd E bætist orðið _einnig" við setningar H20, H21, H22, H23, H24, H25, H26, H27, H28, H39, H40, H48 og samtengingar þeirra, t.d. H45-23 _Getur valdið krabbameini. Einnig eitrað við innöndun", H46-27/28 _Getur valdið arfgengum skaða. Einnig mjög eitrað í snertingu við húð og við inntöku".

H: Athugasemdin á við um efni sem ekki hafa verið flokkuð með tilliti til allra áhættuþátta. Hættuflokkun og varnaðarsetningar sem tilgreindar eru í efnalistanum eiga eingöngu við um þá áhættuþætti sem þar eru tilteknir. Eftir sem áður ber framleiðanda, innflytjanda eða umboðsaðila að flokka efnið með tilliti til annarra áhættuþátta og merkja efnið í samræmi við það.*

J: Flokkun efnisins sem krabbameinsvaldandi á ekki við ef sýnt er fram á að efnið inniheldur minna en 0,1%5) af benzeni (CAS-nr. 71-43-2).*

M: Flokkun efnisins sem krabbameinsvaldandi á ekki við ef sýnt er fram á að efnið inniheldur minna en 0,005% af benzo[a]pýreni (CAS-nr. 50-32-8).*

Ú: Notkun og sala á efninu í úðunarílátum er óheimil nema aðrar reglugerðir heimili það sérstaklega.

1: Miðað er við styrk málmsins (frumefnisins) sem er reiknaður á grundvelli heildarþyngdar efnablöndunnar. Styrkurinn er tilgreindur sem hundraðshluti miðað við þyngd.

*Athugasemdir H, J og M eiga eingöngu við um tilteknar olíu- og kolaafurðir í fylgiskjali 1.

 

Fylgiskjal 2.

 

III. VIÐAUKI

Varnaðarmerki.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica