Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti

1405/2021

Reglugerð um brottfall reglugerða á sviði samgangna og póstmál og fjarskipta. - Brottfallin

1. gr.

Eftirfarandi reglugerðir skulu falla brott:

  1. Reglugerð um stjórn, rekstur og eftirlit fjarskiptamála, nr. 70/1942.
  2. Reglugerð um póst- og símamálaskóla, nr. 167/1968, með síðari breytingum.
  3. Reglugerð um starfskjör á póst- og símastöðvum, nr. 216/1974.
  4. Reglugerð um eftirgjöf á hinu fasta ársfjórðungsgjaldi fyrir venjulegan síma hjá elli- og örorkulífeyrisþegum, nr. 99/1985.
  5. Reglugerð um leynd og vernd fjarskipta, nr. 83/1986.
  6. Reglugerð um póstþjónustu, nr. 161/1990, með síðari breytingum.
  7. Reglugerð um skilyrði fyrir leyfum til að veita fjarskiptaþjónustu, nr. 382/1994.
  8. Reglugerð um aðgang að almennum fjarskiptanetum, nr. 383/1994.
  9. Reglugerð um stöðlun á sviði upplýsingatækni og fjarskipta, nr. 35/1995.
  10. Reglugerð um Póst- og símamálastofnun, skipulag og verkefni, nr. 98/1995.
  11. Reglugerð um vöruflutninga á vegum innan EES, nr. 276/1995.
  12. Reglugerð um Siglingamálastofnun ríkisins, skipulag, starfshætti og verkefni, nr. 209/1995.
  13. Reglugerð um Starfsmannaráð Póst- og símamálastofnunarinnar, nr. 356/1995.
  14. Reglugerð um aðgang að leigulínum á almenna fjarskiptanetinu, nr. 608/1996.
  15. Reglugerð um umferðarráð nr. 86/1997, með síðari breytingum.
  16. Reglugerð um aðgang að starfsgrein farmflytjanda og farþegaflytjanda á landi og um gagn­kvæma viðurkenningu á prófskírteinum og öðrum vitnisburði um formlega menntun í innan­lands- og millilandaflutningum, nr. 462/1998.
  17. Reglugerð um flugskóla, nr. 692/1999, með síðari breytingum.
  18. Reglugerð um framkvæmd rafrænnar farskráningar í loftflutningum, nr. 317/2000, með síðari breytingum.
  19. Reglugerð um innleiðingu reglugerða um flugvernd, nr. 125/2006.
  20. Reglugerð um fjarskiptaráð, nr. 464/2006.
  21. Reglugerð um flugráð, nr. 1290/2007.
  22. Reglugerð um flokkun loftfara og lofhæfivottorða, nr. 202/2007, með síðari breytingum.
  23. Reglugerð um ákvarðanir varðandi framkvæmd flugverndar sem leynt skulu fara, nr. 835/2009.

 

2. gr.

Reglugerð þessi öðlast þegar gildi.

 

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 24. nóvember 2021.

 

Sigurður Ingi Jóhannsson.

Ragnhildur Hjaltadóttir.

Reglugerðir sem falla brott:


Þetta vefsvæði byggir á Eplica