Samgönguráðuneyti

83/1986

Reglugerð um leynd og vernd fjarskipta - Brottfallin

I. KAFLI

Gildissvið.

1. gr.

Reglugerð þessi nær til allra starfsmanna fjarskiptavirkja hvort heldur þeir eru starfsmenn ríkisins eða starfsmenn þeirra aðila sem fengið hafa réttindi til uppsetningar og tengingar notendabúnaðar skv. 3. gr. laga um fjarskipti, og reglum settum skv. henni.

Starfsmenn fjarskiptavirkja, sem fengið hafa leyfisbréf samkvæmt 6. gr. laga um fjarskipti, um skyldu til þess að hafa fjarskiptabúnað í farartækjum, falla ennfremur undir ákvæði reglugerðar þessarar.

II. KAFLI

Um leynd fjarskipta.

2. gr.

Öllum þeim, sem reglugerð þessi nær til, er skylt að halda leyndu fyrir öllum út í frá efni skeyta; að þau hafi verið send eða móttekin, svo og hver hafi sent þau eða móttekið.

3. gr.

Öllum þeim, er reglugerð þessi nær til, er skylt að halda leyndu fyrir öllum út í frá efni samtala um fjarskiptavirki ríkisins, um að þau hafi farið fram og/eða hverjir átt hafi tal saman.

4. gr.

Samskonar leyndarskylda hvílir á þeim, er reglugerð þessi nær til, varðandi efni samtala í formi mynda, merkja, gagnaflutnings o.þ.h. og ekki eru ætluð almenningi.

5. gr.

Óheimilt er án undangengis dómsúrskurðar að veita óviðkomandi mönnum aðgang að því að sjá skeyti eða önnur starfræksluskjöl, sem almenningi er ekki ætlað að sjá, hlusta á fjarskiptasamtöl, hljóðrita fjarskiptasamtöl eða afrita á nokkurn hátt táknræn, stafræn eða tölræn fjarskipti.

6. gr.

Bannað er að notfæra sér á nokkurn hátt persónulega eða láta öðrum í té innihald framangreindra skeyta, samtala, mynda, merkja eða starfræksluskjala.

7. gr.

Óheimilt er að falsa, ónýta, aflaga eða skjóta undan skeytum, myndum eða öðrum merkjum, sem afhent eru til flutnings um fjarskiptavirki eða liðsinna öðrum við þess konar athæfi.

8. gr.

Leyndarskyldan gildir án tillits til þess hver á fjarskiptavirkin eða starfrækir þau.

III. KAFLI

Um þagnarskyldu.

9. gr.

Hver sá sem ráðinn er til starfa við fjarskiptavirki ríkisins skal við ráðningu undirrita þagnarheit.

Jafnframt skal sá sem fengið hefur leyfi samkvæmt 3. og 6. gr. laga um fjarskipti undirrita yfirlýsingu um að honum séu kunnar gildandi reglur um leyndarskyldu starfsmanna fjarskiptavirkja. Yfirlýsing þessi skal jafnframt fela í sér heft um að leyfishafi og starfsmenn hans gæti umræddra reglna við reksturinn.

10. gr.

Þeim starfsmönnum, sem 9. gr. mer til er skylt að gæta þagmælsku um öll atriði, er þeir fá vitneskju um í störfum sínum og leynt skulu fara skv. lögum, fyrirmælum yfirboðara eða eðli máls.

11. gr.

Þagnarskyldan helst þótt látið sé of starfi.

IV. KAFLI

Um vernd fjarskipta.

12. gr.

Óviðkomandi aðilum er stranglega bannaður aðgangur að fjarskiptavirkjum.

Ekki skulu aðrir hafa aðgang að fjarskiptakerfum Póst- og símamálastofnunar en starfsmenn og aðrir sem yfirmenn hennar kalla til vegna sérstakra verkefna.

Ekki skulu aðrir hafa aðgang að fjarskiptakerfum fyrirtækja en starfsmenn og aðrir sem yfirmenn þeirra kalla til vegna sérstakra verkefna.

Öll fjarskiptavirki skulu varin með öruggum læsingum eða innsiglun tækjasala, herbergja, skápa, tengikassa og tengidósa eftir því sem við á.

13. gr.

Þegar aðrir aðilar en Póst- og símamálastofnun setja upp og tengja notendabúnað er þeim heimilt að leggja þann hluta línukerfisins sem ekki er sameiginlegur fyrir aðra notendur, allt að inntakskassa. Starfsmenn Póst- og símamálastofnunar annast tengingu inn á hið opinbera fjarskiptakerfi. Inntakskassar og greinikassar (í fjölbýlishúsum) skulu vera innsiglaðar.

14. gr.

Teikningu of fyrirkomulagi fjarskiptalagna innan starfsstöðvar skal leggja fram til samþykktar hjá Póst- og símamálastofnun áður en framkvæmdir hefjast. Á lama hátt skal leggja fram teikningu of fyrirhuguðum breytingum á eldri lögnum.

Teikningar skulu unnar í samræmi við "Almenna skilmála um símalagnir" sem Póst- og símamálastofnun gefur út.

Póst- og símamálastofnun er heimilt að fela Rafmagnseftirliti ríkisins afgreiðslu erinda samkvæmt 1. mgr.

V. KAFLI

Viðurlög.

15. gr.

Brot gegn ákvæðum reglugerðar þessarar varða viðurlögum samkvæmt 23. gr. laga um fjarskipti.

16. gr.

Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt 15. gr. laga nr. 73, 28. maí 1954 um fjarskipti staðfestist hér með til að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.

Samgöngurúðuneytið, 31. janúar 1986.

Matthías Bjarnason.

Halldór S. Kristjánsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica