Samgönguráðuneyti

462/1998

Reglugerð um aðgang að starfsgrein farmflytjenda og farþegaflytjenda á landi og um gagnkvæma viðurkenningu á prófskírteinum og öðrum vitnisb - Brottfallin

1. gr.

Gildissvið.

Reglugerð þessi gildir um aðgang að starfsgrein farmflytjenda á landi með ökutækjum sem mega taka meira en 3,5 tonn eða með heildarþunga yfir sex tonn og aðila sem stunda farþegaflutninga á landi með ökutækjum sem taka níu farþega eða fleiri að ökumanni meðtöldum.

Undanþegnir frá ákvæðum reglugerðar þessarar eru aðilar sem annast flutning starfsfólks að og frá vinnustað á kostnað vinnuveitanda með eigin bifreiðum hans og akstur skólabarna í og úr skóla.

2. gr.

Starfsgrein farmflytjenda á landi gegn gjaldi merkir starfsemi fyrirtækis sem flytur vörur gegn þóknun eða gjaldi með vagnlest.

Starfsgrein aðila sem stundar farþegaflutninga á landi gegn gjaldi, merkir starfsemi fyrirtækis sem notar vélknúin ökutæki sem eru byggð og útbúin til að flytja fleiri en níu farþega að meðtöldum ökumanni.

3. gr.

Þeir einir sem fullnægja eftirtöldum skilyrðum mega starfa sem flutningsaðilar á landi:

1. Hafa fullnægjandi fjárhagsstöðu, sbr. 5. gr.

2. Hafa fullnægjandi starfshæfni, sbr. 6. gr.

Þrátt fyrir ákvæði 2. tl. 1. mgr. getur samgönguráðuneytið heimilað umsækjanda að starfa sem flutningsaðili á landi að því tilskildu að hann tilkynni um tilnefningu annars aðila sem fullnægir kröfum 1. og 2. tl. 1. mgr. enda sjái hinn síðarnefndi um daglegan rekstur fyrirtækisins.

Ef umsækjandi er lögaðili verður framkvæmdastjóri fyrirtækisins að uppfylla ákvæði 2. tl. 1. mgr. 3. gr. og 4. gr.

4. gr.

Enginn telst hæfur til að starfa sem flutningsaðili á landi sem:

1.             Hefur ítrekað verið dæmdur fyrir alvarlega refsiverða háttsemi, þ.m.t. auðgunarbrot.

2.             Hefur verið sviptur réttindum til að starfa sem flutningsaðili á vegum skv. gildandi lögum.

3.             Hefur verið dæmdur fyrir alvarleg ítrekuð brot gegn:

a.             Umferðarlögum.

b.             Reglum um aksturs- og hvíldartíma ökumanna.

c.             Reglum um stærð og þyngd ökutækja.

Ef meira en fimm ár eru liðin frá uppkvaðningu dómsins og dómurinn hefur ekki kveðið á um lengri en 4 mánaða fangelsis- eða varðhaldsvist telst brotið fyrnt nema um sé að ræða skírlífisbrot eða að viðkomandi hafi verið dæmdur fyrir kynferðislegt ofbeldi. Brotið telst þó ætíð fyrnt ef viðkomandi hefur fengið uppreisn æru.

5. gr.

Fullnægjandi fjárhagsstaða.

Fullnægjandi fjárhagsstaða merkir að hafa aðgang að nægilegu fjármagni til að stofna fyrirtæki og tryggja öruggan rekstur þess.

Fyrirtæki verður að hafa eigið fé og sjóði umfram eignir sem eru a.m.k. 240.000 kr. eða sem samsvarar 3000 evrópskum mynteiningum á hvert ökutæki;

12.000 kr. eða sem samsvarar 150 evrópskum mynteiningum á hvert tonn af leyfilegri hámarksþyngd ökutækjanna sem fyrirtækið notar til farmflutninga;

12.000 kr. eða sem samsvarar 150 evrópskum mynteiningum á hvert sæti í ökutækjum sem fyrirtækið notar til farþegaflutninga.

Krefjast skal þeirrar upphæðar sem gefur lægstu niðurstöðu.

Til að meta fjárhagsstöðu skal samgönguráðuneytið taka mið af:

a.             Ársreikningum fyrirtækisins eða skattframtali;

b.             láns- og yfirdráttarheimildum;

c.             öllum eignum, þar með talið eignum sem hægt er að veðsetja fyrir fyrirtækið;

d.             kostnaði, þar með talið kostnaði vegna kaups eða fyrstu greiðslu af ökutæki og     húsnæði eða öðrum búnaði ásamt hreinu veltufé.

Samgönguráðuneytinu er heimilt að taka gilda staðfestingu löggilts endurskoðanda, banka eða annarrar viðurkenndrar stofnunar til sönnunar á fjárhagsstöðu. Heimilt er að veita slíka staðfestingu í formi bankaábyrgðar eða annarrar samsvarandi tryggingar.

6. gr.

Starfshæfni.

Til að uppfylla skilyrðið um starfshæfni skal viðkomandi gangast undir skriflegt próf, í þeim greinum sem kveðið er á um í viðauka I, sem getur t.d. verið krossapróf.

Heimilt er að veita undanþágu frá ákvæðum 1. mgr. í sérstökum tilvikum enda geti umsækjandi sýnt fram á að hafa a.m.k. fimm ára starfsreynslu á sviði framkvæmdarstjórnar flutningafyrirtækis.

Geti umsækjandi sýnt fram á að hann hafi þegar lokið prófi í einhverri þeirra greina sem getið er um í viðauka I, er heimilt að veita undanþágu frá próftöku í þeirri grein enda sé um handhöfn lokaprófs frá viðurkenndum framhaldsskóla að ræða.

7. gr.

Látist sá sem uppfyllir skilyrði 3. gr. eða verði svo líkamlega eða andlega vanhæfur að hann geti ekki lengur gegnt starfinu, er heimilt að reka flutningafyrirtæki tímabundið, að hámarki í eitt ár, með möguleika á framlengingu í sex mánuði hið mesta enda séu til þess góð rök.

8. gr.

Viðurlög.

Ef skilyrði 3. gr. reglugerðar þessarar eru ekki lengur uppfyllt skal afturkalla leyfi til aksturs.

Brot gegn reglugerð þessari varðar sektum skv. 11. gr. l. nr. 53/1987 um skipulag á fólksflutningum með langferðabifreiðum og 6. gr. l. nr. nr. 47/1994 um vöruflutninga á landi.

9. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er skv. lögum nr. 53/1987 um skipulag á fólksflutningum með langferðabifreiðum og lögum nr. 47/1994 um vöruflutninga á landi og með hliðsjón af tilskipun nr. 96/26/EC frá 29. apríl 1996, staðfestist hér með til að öðlast þegar gildi. Jafnframt fellur úr gildi b-liður 11. gr. og viðauki II-IV í reglugerð nr. 274/1995.

Ákvæði til bráðabirgða.

Þeir sem hafa leyfi til aksturs að núgildandi lögum skulu halda þeim réttindum sínum að fullu samkvæmt þessari reglugerð.

Samgönguráðuneytinu, 7. júlí 1998.

Halldór Blöndal.

Ólöf Nordal.

 

I. VIÐAUKI

Skrá yfir greinar sem um getur í 4. mgr. 3. gr.

Kunnáttan, sem taka ber tillit til við opinbera viðurkenningu á starfshæfni, verður að minnsta kosti að taka til þeirra greina sem taldar eru upp hér á eftir. Þeim verður að lýsa í smáatriðum og þær verða að vera skilgreindar eða viðurkenndar af lögbærum yfirvöldum í viðkomandi ríki. Námsefnið verður að vera þess eðlis að það sé á færi þeirra sem lokið hafa skólaskyldu eða hafa sambærilega menntun.

A. Greinar sem flutningsaðilar á vegum, er hyggjast einungis starfa í flutningum innanlands, þurfa að kunna skila á:

Lög.

Undirstöðuatriði einkamálaréttar og löggjafar á sviði verslunar, félagsmála og skattamála sem kunna þarf skil á til þess að stunda starfið, með sérstakri áherslu á:

-               Almenna samninga;

-               flutningssamninga, með sérstakri skírskotun til ábyrgðar flutningsaðila (eðli og mörk);

-               verslunarfélög;

-               höfuðbækur;

-               vinnulöggjöf og félagslegt öryggi;

-               skattakerfi.

1.             Farmflytjendur á vegum.

a)            Viðskipta- og fjárhagsstjórnun fyrirtækis.

-               Greiðsluaðferðir og fjármögnun;

-               kostnaðarútreikningar;

-               verðlagning og flutningsskilmálar;

-               viðskiptareikningar;

-               tryggingar;

-               gerð reikninga;

-               flutningsumboð;

-               stjórnunaraðferðir;

-               markaðssetning.

b)            Aðgangur að markaði.

-               Ákvæði um aðgang að og iðkun starfsgreinarinnar;

-               flutningsskjöl.

c)            Tæknileg þekking og tæknilegar hliðar flutnings.

-               Þyngd og mál ökutækis;

-               val ökutækis;

-               gerðarviðurkenning og skráning;

-               meginreglur um viðhald ökutækis;

-               hleðsla og afhleðsla ökutækis;

-               flutningur á hættulegum vörum;

-               flutningur á matvælum;

-               gildandi meginreglur um umhverfisvernd er varða notkun og viðhald vélknúinna ökutækja.

d)            Öryggi á vegum.

-               Lög og stjórnsýslufyrirmæli er varða umferð;

-               umferðaröryggi;

-               forvarnir gegn slysum og viðbrögð við slysum.

2.             Aðilar sem stunda farþegaflutninga á vegum.

a)            Viðskipta- og fjárhagsstjórnun fyrirtækis.

-               Greiðsluaðferðir og fjármögnun;

-               kostnaðarútreikningar;

-               verðlagning og flutningsskilmálar;

-               viðskiptareikningar;

-               tryggingar;

-               gerð reikninga;

-               flutningsumboð;

-               stjórnunaraðferðir;

-               markaðssetning.

b)            Reglugerð um farþegaflutninga.

-               Stofnsetning flutningsþjónustu og gerð flutningsáætlana;

-               skilmálar um farþegaþjónustu;

-               ákvæði um aðgang að og iðkun starfsgreinarinnar;

-               flutningsskjöl.

c)            Tæknileg atriði, einnig varðandi rekstur.

-               Val ökutækis;

-               gerðarviðurkenning og skráning;

-               meginreglur um viðhald ökutækis;

-               gildandi meginreglur um umhverfisvernd er varða notkun og viðhald vélknúinna ökutækja.

d)            Öryggi á vegum.

-               Lög og stjórnsýslufyrirmæli er varða umferð;

-               umferðaröryggi;

-               landfræðileg þekking á leiðum;

-               forvarnir gegn slysum og viðbrögð við slysum.

B. Greinar sem flutningsaðilar, sem ætla sér að starfa að millilandaflutningum,

þurfa að kunna skil á:

Lög.

-               Greinar sem taldar eru upp í A, eftir því sem við á,

-               ákvæði um vöru- eða farþegaflutninga á vegum, eftir því sem við á, milli aðildarríkja og milli bandalagsins og landa utan bandalagsins sem tilkomin eru vegna innlendra laga, staðla bandalagsins, alþjóðasamninga og -samþykkta,

-               starfsvenjur og formsatriði þegar farið er yfir landamæri,

-               helstu umferðarlagaákvæði í aðildarríkjunum.

II. VIÐAUKI

A-HLUTI.

Tilskipanir úr gildi fallnar

(sem um getur í 14. gr.):

-               Tilskipun 74/561/EBE.

-               Tilskipun 74/562/EBE.

-               Tilskipun 77/796/EBE.

og síðari breytingar á þeim:

-               Tilskipun 80/1178/EBE.

-               Tilskipun 80/1179/EBE.

-               Tilskipun 80/1180/EBE.

-               Tilskipun 85/578/EBE.

-               Tilskipun 85/579/EBE.

-               Tilskipun 89/438/EBE.

-               Reglugerð (EBE) nr. 3572/90: Einungis 1. og 2. gr.

 

                B-HLUTI.

Tilskipun

Tímamörk vegna framkvæmdar

 

eða beitingar

74/561/EBE (Stjtíð. EB nr. L 308, 19.11.1974, bls. 18)

1. janúar 1977

 

1. janúar 1978

 

 

80/1178/EBE (Stjtíð. EB nr. L 350, 23.12.1980, bls. 41)

1. janúar 1981

85/578/EBE (Stjtíð. EB nr. L 372, 31.12.1985, bls. 34)

1. janúar 1986

89/438/EBE (Stjtíð. EB nr. L 212, 22.7.1989, bls. 101)

1. janúar 1990

74/562/EBE (Stjtíð. EB nr. L 308, 19.11.1974, bls. 23)

1. janúar 1977

 

1. janúar 1978

 

 

80/1179/EBE (Stjtíð. EB nr. L 350, 23.12.1980, bls. 42)

1. janúar 1981

85/579/EBE (Stjtíð. EB nr. L 372, 31.12.1985, bls. 35)

1. janúar 1986

89/438/EBE (Stjtíð. EB nr. L 212, 22.7.1989, bls. 101)

1. janúar 1990

77/796/EBE (Stjtíð. EB nr. L 334, 24.12.1977, bls. 37)

1. janúar 1979

80/1180/EBE (Stjtíð. EB nr. L 350, 23.12.1980, bls. 43)

1. janúar 1981

89/438/EBE (Stjtíð. EB nr. L 212, 22.7.1989, bls. 101)

1. janúar 1990

III. VIÐAUKI

SAMANBURÐARTAFLA

Tilskipun

Tilskipun

Tilskipun

Tilskipun

Þessi tilskipun

74/561/EBE

74/562/EBE

89/438/EBE

77/796/EBE

 

1. mgr. 1. gr.

1. mgr. 1. gr.

 

 

1. mgr. 1. gr.

1. undirl. 2. mgr. 1. gr.

---

 

 

1. undirl. 2. mgr. 1. gr.

---

1. undirl. 2. mgr. 1. gr.

 

 

2.undirl. 2. mgr. 1.gr.

2. undirl. 2. mgr. 1. gr.

2. undirl. 2. mgr. 1. gr.

 

 

3. undirl. 2. mgr. 1.gr.

1. og 2. mgr. 2. gr.

---

 

 

1. og 2. mgr. 2. gr.

---

3. mgr. 1. gr.

 

 

3. mgr. 2. gr.

3. gr.

2. gr.

 

 

3. gr.

4. gr.

3. gr.

 

 

4. gr.

5. gr.

4. gr.

 

 

5. gr.

6. gr.

5. gr.

 

 

6. gr.

6. gr. a

5. gr. a

 

 

7. gr.

7. gr.

6. gr.

 

 

---

 

 

 

1. mgr. 1. gr.

1. mgr. 8. gr.

 

 

 

3. gr.

2. mgr. 8. gr.

 

 

 

4. gr.

9. gr.

 

 

 

1. mgr. 5. gr.

1. mgr. 10. gr.

 

 

 

2. mgr. 5. gr.

2. mgr. 10. gr.

---

---

4. gr.

 

3. mgr. 10. gr.

 

 

 

6. gr.

11. gr.

 

 

 

2. mgr. 1. gr.

12. gr.

---

---

5. gr.

 

13. gr.

---

---

 

 

14. gr.

8. gr.

7. gr.

 

 

15. gr.

1.liður í A-hlutaviðaukans

1.liður í A-hlutaviðaukans

 

 

A-hluti (Lög) í I. viðauka

2., 3., 4. og 5. liður í A-

---

 

 

a-, b-, c- og d-liður í 1.

hluta viðaukans

 

 

 

lið A-hluta I. viðauka a-,

---

2., 3., 4. og 5. liður í A-

 

 

b-, c- og d-liður í 2. lið

 

hluta viðaukans

 

 

A-hluta I. viðauka

B-hluti viðaukans

B-hluti viðaukans

 

 

B-hluti I. viðauka

 

 

 

 

 

---

---

---

---

A-hluti II. viðauka

 

 

 

 

 

---

---

---

---

B-hluti II. viðauka

 

 

 

 

 

---

---

---

---

III. viðauki

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica