Samgönguráðuneyti

216/1974

Reglugerð um starfskjör á póst- og símastöðvum. - Brottfallin

1. gr.

Stöðvarstjórar, sem ekki fylgja ákvæðum í kjarasamningum opinberra starfs­manna, fá mánaðarþóknun vegna starfa við póst og síma á eftirtöldum stöðvum, sem hér segir, sbr, þó 3. gr.:

kr. 50363.00      Póst- og símastöð:

                          Borgarfjörður, Eiðar, Staðarhóll.

                          Símastöð:

                          Breiðamýri.

- 47 980.00        Póst- og símastöð:

                          Ásar í Gnúpverjahreppi, Eyrarkot, Fosshóll, Skarðshlið, Skógar, Skútustaðir.

- 45 428.00        Póst- og símastöð:

                          Gerðar, Grenivík, Eyrarbakki, Hrísey, Minni-Borg, Súðavík; Tálkna­fjörður, Stokkseyri.

                          Símastöð:

                          Galtafell, Hvanneyri, Mælifell.

- 42 878.00        Póst- og símastöð:

                          Hallormsstaður, Vogar- Bakkafjörður, Bólstaðarhlíð, Fossvellir, Neðri-Brunná, Síðumúli, Drangsnes, Stóru-Akrar, Þykkvibær.

- 40 734.00        Póst- og símastöð:

                          Ásgarður í Dalasýslu, Kirkjuból í Nauteyrarhreppi, Staðarfell, Hjalt­eyri, Varmahlið í Rang., Finnbogastaðir.

                          Símastöð:

                          Ásgarður i Grímsnesi, Munkaþverá, Víðigerði, Arnarstapi í Mýras., Bægisá, Gaulverjabær, Hjarðarfell, Borgarkot.

- 39 019.00        Póst- og símastöð:

                          Seljaland, Skarð í Lundarreykjadalshr., Flaga, Bifröst, Fagurhóls­mýri, Hblar, Lindarbreklca.

                          Símastöð:

                          Ás í A.-Hún., Eyrarland, Haganesvík, Hnausar, Varmalækur, Vill­ingaholt, Hjaltastaður, Furubrekka, Skálavík, Saurbær.

- 27 431.00        Póststöð: Haganesvík, Laugar.

- 19 982.00        Póst- og símastöð:

                          Brekka í Mjóaf., Flatey á Breiðaf., Hafnir, Litli-Bakki.

Starfsþóknunin greiðist frá 1, janúar 1974 samkvæmt gildandi kaupgreiðsluvísi­tölu á hverjum tíma, og felur f sér greiðslu fyrir aðstoð vegna forfalla. Auk þess skal greiða orlofsfé samkvæmt orlofslögum.

A þessum stöðvum má setja það sem skilyrði, að stöðvarstjóri sjái fyrir húsnæði, ljósi, hita og ræstingu, gegn hæfilegri greiðslu. Náist ekki samkomulag, um greiðsl­una, Beta aðilar skotið málinu til næsta skattstjóra og síðan áfram til ríkisskatta­nefndar.

Ef viðskiptamagn stöðvar er meira en sem svarar fullu starfi eins manns; getur póst- og símamálastjórn ákveðið sérstaka greiðslu fyrir aðstoð.

 

2. gr.

Þóknun fyrir rekstur stöðvar, þar sem þjónustutími er 4 klst. á virkum dög­um er, sem hér segir, sbr. þó 3. gr.

  1. Föst mánaðarþóknun kr. 10 000.00 fyrir stöðvar þar sem þjónustutími er 4 klst. á virkum dögum og hafa 10 símnotendur og fleiri, en kr. 8 000.00 fyrir stöðvar þar sem þjónustutími er 4 klst, á virkum dögum og hafa færri en 10 símnotendur.
  2. Greiða skal kr. 13.00 fyrir hverja útfarna mínútu í símtölum og kr. 39.00 fyrir hvert útfarið símskeyti og eru þjónustusímtöl, þjónustuskeyti og veðurskeyti þá ekki meðtalin.

Við ofannefnda heildarþóknun, sem greiðist frá 1. janúar 1974 samkv. gildandi kaupgreiðsluvísitölu á hverjum tíma, bætist orlofsfé, samkvæmt orlofslögum. Í þóknuninni er innifalin greiðsla fyrir húsnæði, ljós, hita og ræstingu, svo og for­föll.

 

3. gr.

Þóknun samkvæmt 1. og 2. gr. skal hækka samsvarandi þeim grunnkaupshækk­unum er verða hjá opinberum starfsmönnum.

Greiða skal verðlagsuppbót á alla þóknun samkvæmt reglugerð þessari eftir kaup­greiðsluvísitölu er kauplagsnefnd reiknar. Við setningu reglugerðarinnar er mið­að við kaupgreiðsluvísitölu 159.16 stig.

 

4. gr.

Póst- og símamálastjórnin setur nánari ákvæði um rekstur ofannefndra stöðva, eftir því sem nauðsynlegt þykir.

 

5. gr.

Reglugerð þessa skal endurskoða annað hvort ár.

Verði verulegar breytingar á starfsskilyrðum einhverra nefndra stöðva eða um aðrar svipaðar stöðvar verði að ræða, áður en næsta heildarendurskoðun reglugerð­arinnar fer fram, ákveður Póst- og símamálastjórn til bráðabirgða fyrirkomulag ­og rekstrarþóknun slíkra stöðva.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt 8. gr. laga nr. 8 9. janúar 1935, um stjórn og starfrækslu póst- og símámála, til þess að öðlast þegar gildir og birtist til eftir­breytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli.

Jafnframt er úr gildi numin fyrri reglugerð, nr. 206 22. október 1971, um sama efni.

 

Samgönguráðuneytið, 10. júlí 1974.

Magnús T. Ólafsson.

Brynjólfur Ingólfsson.

 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica