Samgönguráðuneyti

167/1968

Reglugerð um póst- og símaskóla - Brottfallin

1. gr.

Stofnaður skal sérstakur skóli, póst- og símaskóli, til að sjá um menntun starfsmanna pósts og síma með tilliti til þarfa stofnunarinnar um sérhæft starfsfólk.

Námið er verklegt og bóklegt. Þegar verklegi hluti námsins fer fram á vinnustað er skólanum ætlað að hafa yfirumsjón með því og tilheyrandi prófi. Þegar henta þykir, má bóklega námið að meira eða minna leyti fara fram í bréfaskólaformi.

2. gr.

Skólanum stjórnar 5 manna nefnd sérfróðra manna, hvers á sínu sviði, og skal hún skipuð af póst- og símamálastjóra til 3 ára í senn.

Póst- og símamálastjóri ræður skólastjóra, að fengnum tillögum skólanefndar. Skólastjórinn sér um undirbúning og rekstur skólans, kennslu og framkvæmd prófa í samræmi við fyrirmæli skólanefndar.

Skólanefndin ræður kennara og prófdómara, velur kennslubækur og prófverk­efni f samráði við skólastjóra og hlutaðeigandi kennara.

3. gr.

Póst- og símamálastjóri setur nánari reglur um ná mið í hverjum ofannefndra flokka, að fengnum tillögum skólanefndar.

4. gr.

Reglugerð þessi, sem er sett samkvæmt lögum nr. 8/1935, öðlast þegar gildi.

Póst- og símamálaráðherra, 20. maí 1968.

Ingólfur Jónsson.

Gunnlaugur Briem


Þetta vefsvæði byggir á Eplica