Samgönguráðuneyti

187/1969

Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 167 20. maí 1968 um póst- og símaskóla. - Brottfallin

1. gr.

Fyrsta málsgrein 2. gr. reglugerðarinnar orðist þannig: Skólanum stjórnar 7 manna nefnd. Fimm sérfróða menn, hvern á sínu sviði, skipar póst- og símamála­stjóri til 3 ára í senn, en tvo nefndarmenn, sinn frá hvoru félagi, Félagi íslenzkra símamanna og Póstmannafélagi Íslands, skipar póst- og símamálaráðherra til sama tíma.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt lögum nr. 8/1935, öðlast þegar gildi.

Póst- og símamálaráðherra, 5. júní 1969.

Ingólfur Jónsson.

Bragi Kristjánsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica