Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

66/2007

Reglugerð um stjórnsýsluumdæmi sýslumanna og lögregluumdæmi lögreglustjóra. - Brottfallin

1. gr.

Landinu er skipt í 25 stjórnsýsluumdæmi. Eiga sveitarfélög undir hvert þeirra, sem hér segir:

 1. Umdæmi sýslumannsins í Reykjavík:
  Reykjavíkurborg, Seltjarnarneskaupstaður, Mosfellsbær og Kjósarhreppur.
 2. Umdæmi sýslumannsins á Akranesi:
  Akranes.
 3. Umdæmi sýslumannsins í Borgarnesi:
  Hvalfjarðarsveit, Skorradalshreppur og Borgarbyggð.
 4. Umdæmi sýslumanns Snæfellinga í Stykkishólmi:
  Eyja- og Miklaholtshreppur, Snæfellsbær, Grundarfjarðarbær, Helgafellssveit og Stykkishólmsbær.
 5. Umdæmi sýslumannsins í Búðardal:
  Dalabyggð.
 6. Umdæmi sýslumannsins á Patreksfirði:
  Reykhólahreppur, Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppur.
 7. Umdæmi sýslumannsins í Bolungarvík:
  Bolungarvíkurkaupstaður.
 8. Umdæmi sýslumannsins á Ísafirði:
  Ísafjarðarbær og Súðavíkurhreppur.
 9. Umdæmi sýslumannsins á Hólmavík:
  Árneshreppur, Kaldrananeshreppur, Strandabyggð og Bæjarhreppur.
 10. Umdæmi sýslumannsins á Blönduósi:
  Húnaþing vestra, Húnavatnshreppur, Blönduósbær, Höfðahreppur og Skagabyggð.
 11. Umdæmi sýslumannsins á Sauðárkróki:
  Sveitarfélagið Skagafjörður og Akrahreppur.
 12. Umdæmi sýslumannsins á Siglufirði:
  Fjallabyggð.
 13. Umdæmi sýslumannsins á Akureyri:
  Grímseyjarhreppur, Dalvíkurbyggð, Arnarneshreppur, Hörgárbyggð, Akureyrar­kaupstaður, Eyjafjarðarsveit, Svalbarðsstrandarhreppur og Grýtubakkahreppur.
 14. Umdæmi sýslumannsins á Húsavík:
  Þingeyjarsveit, Skútustaðahreppur, Aðaldælahreppur, Norðurþing, Tjörnes­hreppur, Svalbarðshreppur og Langanesbyggð.
 15. Umdæmi sýslumannsins á Seyðisfirði:
  Vopnafjarðarhreppur, Fljótsdalshreppur, Fljótsdalshérað, Borgarfjarðarhreppur og Seyðisfjarðarkaupstaður.
 16. Umdæmi sýslumannsins á Eskifirði:
  Fjarðabyggð, Breiðdalshreppur og Djúpavogshreppur.
 17. Umdæmi sýslumannsins á Höfn:
  Sveitarfélagið Hornafjörður.
 18. Umdæmi sýslumannsins í Vík:
  Skaftárhreppur og Mýrdalshreppur.
 19. Umdæmi sýslumannsins á Hvolsvelli:
  Rangárþing eystra, Rangárþing ytra og Ásahreppur.
 20. Umdæmi sýslumannsins í Vestmannaeyjum:
  Vestmannaeyjabær.
 21. Umdæmi sýslumannsins á Selfossi:
  Sveitarfélagið Árborg, Flóahreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Hrunamanna­hreppur, Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hveragerðisbær og Sveitar­félagið Ölfus.
 22. Umdæmi sýslumannsins í Keflavík í Reykjanesbæ:
  Grindavíkurbær, Sandgerðisbær, Sveitarfélagið Garður, Reykjanesbær og Sveit­arfélagið Vogar, þó ekki svæði sem falla undir lið 23.
 23. Umdæmi sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli:
  Svæði á Suðurnesjum sem sýnd eru á uppdráttum er fylgja reglugerð þessari.
 24. Umdæmi sýslumannsins í Hafnarfirði:
  Hafnarfjarðarkaupstaður, Garðabær og Sveitarfélagið Álftanes.
 25. Umdæmi sýslumannsins í Kópavogi:
  Kópavogsbær.

2. gr.

Þar sem mörk milli stjórnsýsluumdæma eru óskýr, svo sem á hálendinu, ákveður dóms­mála­ráðherra í hvaða umdæmi mál komi til úrlausnar.

Á sama hátt ákveður dómsmálaráðherra í hvaða umdæmi mál komi til úrlausnar ef það getur af einhverjum ástæðum átt undir fleiri en einn sýslumann.

3. gr.

Á eftirgreindum stöðum skulu vera útibú frá sýslumannsembættum:

 1. Ólafsvík.
 2. Ólafsfirði.
 3. Dalvík.
 4. Vopnafirði.
 5. Egilsstöðum.
 6. Neskaupstað.
 7. Grindavík.

Með útibúi skv. 1. mgr. er átt við skrifstofu þar sem veitt er þjónusta frá sýslumanns­embættum.

4. gr.

Á aðalskrifstofu sýslumanns ber að færa aðalbókhald vegna fjárgreiðslna sem eru mótteknar eða inntar af hendi í útibúum. Í útibúum ber þó að halda sjóðbók og skal upp­gjör við aðalskrifstofu sýslumanns fara fram daglega.

Skjöl yfir afgreidd mál ber að varðveita á aðalskrifstofu.

5. gr.

Landinu er skipt í 15 lögregluumdæmi. Þau eru sem hér segir:

 1. Umdæmi lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu nær yfir:
  Umdæmi sýslumannanna í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði, sbr. 1., 25. og 26. tölul. 1. gr.
 2. Umdæmi lögreglustjórans á Akranesi nær yfir:
  Umdæmi sýslumannsins á Akranesi, sbr. 2. tölul. 1. gr.
 3. Umdæmi lögreglustjórans í Borgarnesi nær yfir:
  Umdæmi sýslumannsins í Borgarnesi auk umdæmis sýslumannsins í Búðardal, sbr. 3. og 5. tölul. 1. gr.
 4. Umdæmi lögreglustjórans á Snæfellsnesi í Stykkishólmi nær yfir:
  Umdæmi sýslumanns Snæfellinga í Stykkishólmi, sbr. 4. tölul. 1. gr.
 5. Umdæmi lögreglustjórans á Vestfjörðum á Ísafirði nær yfir:
  Umdæmi sýslumannsins á Ísafirði auk umdæma sýslumannanna í Bolungarvík, á Hólmavík og Patreksfirði, sbr. 6., 7., 8. og 9. tölul. 1. gr.
 6. Umdæmi lögreglustjórans á Blönduósi nær yfir:
  Umdæmi sýslumannsins á Blönduósi, sbr. 10. tölul. 1. gr.
 7. Umdæmi lögreglustjórans á Sauðárkróki nær yfir:
  Umdæmi sýslumannsins á Sauðárkróki, sbr. 11. tölul. 1. gr.
 8. Umdæmi lögreglustjórans á Akureyri nær yfir:
  Umdæmi sýslumannsins á Akureyri auk umdæmis sýslumannsins á Siglufirði, sbr. 12. og 13. tölul. 1. gr.
 9. Umdæmi lögreglustjórans á Húsavík nær yfir:
  Umdæmi sýslumannsins á Húsavík, sbr. 14. tölul. 1. gr.
 10. Umdæmi lögreglustjórans á Seyðisfirði nær yfir:
  Umdæmi sýslumannsins á Seyðisfirði, sbr. 15. tölul. 1. gr.
 11. Umdæmi lögreglustjórans á Eskifirði nær yfir:
  Umdæmi sýslumannsins á Eskifirði auk umdæmis sýslumannsins á Höfn, sbr. 16. og 17. tölul. 1. gr.
 12. Umdæmi lögreglustjórans á Hvolsvelli nær yfir:
  Umdæmi sýslumannsins á Hvolsvelli auk umdæmis sýslumannsins í Vík, sbr. 18. og 19. tölul. 1. gr.
 13. Umdæmi lögreglustjórans í Vestmannaeyjum nær yfir:
  Umdæmi sýslumannsins í Vestmannaeyjum, sbr. 20. tölul. 1. gr.
 14. Umdæmi lögreglustjórans á Selfossi nær yfir:
  Umdæmi sýslumannsins á Selfossi, sbr. 21. tölul. 1. gr.
 15. Umdæmi lögreglustjórans á Suðurnesjum nær yfir:
  Umdæmi sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli og sýslumannsins í Keflavík í Reykja­nes­bæ, sbr. 22. og 23. tölul. 1. gr.

6. gr.

Á eftirgreindum stöðum skulu vera varðstofur lögreglu:

 1. Ólafsvík.
 2. Grundarfirði.
 3. Búðardal.
 4. Patreksfirði.
 5. Bolungarvík.
 6. Hólmavík.
 7. Siglufirði.
 8. Ólafsfirði.
 9. Dalvík.
 10. Raufarhöfn.
 11. Þórshöfn.
 12. Vopnafirði.
 13. Egilsstöðum.
 14. Neskaupstað.
 15. Fáskrúðsfirði.
 16. Höfn.
 17. Kirkjubæjarklaustri.
 18. Vík í Mýrdal.
 19. Grindavík.
 20. Sandgerði.
 21. Garði.
 22. Vogum.

Með varðstofu lögreglu er átt við lögregluvarðstofu utan aðalstöðvar lögreglu.

7. gr.

Í umdæmi lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu skulu vera lögregluvarðstofur samkvæmt ákvörðun dómsmálaráðherra hverju sinni eftir tillögu lögreglustjóra.

8. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt ákvæðum 3. mgr. 6. gr. lögreglulaga, nr. 90/1996, sbr. 2. gr. laga nr. 46/2006 og 1. mgr. 2. gr. laga um framkvæmdarvald ríkisins í héraði, nr. 92/1989, sbr. 7. gr. laga nr. 46/2006, öðlast þegar gildi.

Jafnframt fellur úr gildi reglugerð nr. 57/1992 með síðari breytingum.

Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 2. febrúar 2007.

Björn Bjarnason.

Dís Sigurgeirsdóttir.

Fylgiskjal.
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica