Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

57/1992

Reglugerð um stjórnsýsluumdæmi sýslumanna - Brottfallin

1 . gr.

Landinu er skipt í 27 stjórnsýsluumdæmi. Eiga sveitarfélög undir hvert þeirra, sem hér segir:

1. Umdæmi sýslumannsins, lögreglustjórans og tollstjórans í Reykjavík:

Reykjavík, Seltjarnarnes, Mosfellsbær, Kjalarneshreppur og Kjósarhreppur.

2. Umdæmi sýslumannsins á Akranesi:

Akranes.

3. Umdæmi sýslumannsins í Borgarnesi:

Hvalfjarðarstrandarhreppur, Skilmannahreppur, Innri-Akraneshreppur, Leirár- og Melahreppur, Andakílshreppur, Skorradalshreppur, Lundarreykjadalshreppur, Reykholtsdalshreppur, Hálsahreppur, Hvítársíðuhreppur, Þverárhlíðarhreppur, Norðurárdalshreppur, Stafholtstungnahreppur, Borgarhreppur, Borgarnes, Álftaneshreppur og Hraunhreppur.

4. Umdæmi sýslumannsins í Stykkishólms:

Kolbeinsstaðahreppur, Eyjarhreppur, Miklaholtshreppur, Staðarsveit, Breiðuvíkurhreppur, Neshreppur, Ólafsvík, Eyrarsveit, Helgafellssveit, Stykkishólmur og Skógarstrandahreppur.

5. Umdæmi sýslumannsins í Búðardal:

Suðurdalahreppur, Haukadalshreppur, Laxárdalshreppur, Hvammshreppur, Fellsstrandarhreppur, Skarðshreppur og Saurbæjarhreppur.

6. Umdæmi sýslumannsins á Patreksfirði:

Reykhólahreppur, Barðastrandarhreppur, Rauðasandshreppur, Patrekshreppur, Tálknafjarðarhreppur og Bíldudalshreppur.

7. Umdæmi sýslumannsins í Bolungarvík:

Bolungarvík.

8. Umdæmi sýslumannsins á Ísafirði:

Þingeyrarhreppur, Mýrahreppur, Mosvallahreppur, Flateyrarhreppur, Suðureyrarhreppur, Ísafjörður, Súðavíkurhreppur, Ögurhreppur, Reykjarfjarðarhreppur, Nauteyrarhreppur, Sléttuhreppur og Snæfjallahreppur.

9. Umdæmi sýslumannsins á Hólmavík:

Árneshreppur, Kaldrananeshreppur, Hólmavíkurhreppur, Kirkjubólshreppur, Broddaneshreppur og Bæjarhreppur.

10 Umdæmi sýslumannsins á Blönduósi:

Staðarhreppur, Fremri-Torfustaðahreppur, Ytri-Torfustaðahreppur, Hvammstangahreppur, Kirkjuhvammshreppur, Þverárhreppur, Þorkelshólshreppur, Áshreppur, Sveinsstaðahreppur, Torfalækjarhreppur, Blönduós, Svínavatnshreppur, Bólstaðarhlíðarhreppur, Engihlíðarhreppur, Vindhælishreppur, Höfðahreppur og Skagahreppur.

11. Umdæmi sýslumannsins á Sauðárkróki:

Skefilsstaðahreppur, Skarðshreppur, Sauðárkrókur, Staðarhreppur, Seyluhreppur, Lýtingsstaðahreppur, Akrahreppur, Rípurhreppur, Viðvíkurhreppur, Hólahreppur, Hofshreppur og Fljótahreppur.

12. Umdæmi sýslumannsins á Siglufirði:

Siglufjörður.

13. Umdæmi sýslumannsins á Ólafsfirði:

Ólafsfjörður.

14. Umdæmi sýslumannsins á Akureyri:

Grímseyjarhreppur, Dalvík, Svarfaðardalshreppur, Hríseyjarhreppur, Árskógshreppur, Arnarneshreppur, Skriðuhreppur, Öxnadalshreppur, Glæsibæjarhreppur, Akureyri, Eyjafjarðarsveit, Svalbarðsstrandarhreppur og Grýtubakkahreppur.

15. Umdæmi sýslumannsins á Húsavík:

Hálshreppur, Ljósavatnshreppur, Bárðdælahreppur, Skútustaðahreppur, Reykdælahreppur, Aðaldælahreppur, Reykjahreppur, Húsavík, Tjörneshreppur, Kelduneshreppur, Öxarfjarðarhreppur, Fjallahreppur, Raufarhafnarhreppur, Svalbarðshreppur, Þórshafnarhreppur og Sauðaneshreppur.

16. Umdæmi sýslumannsins á Seyðisfirði:

Skeggjastaðahreppur, Vopnafjarðarhreppur, Hlíðarhreppur, Jökuldalshreppur, Fljótsdalshreppur, Skriðdalshreppur, Vallahreppur, Egilsstaðir, Fellahreppur, Tunguhreppur, Eiðahreppur, Hjaltastaðahreppur, Borgarfjarðarhreppur og Seyðisfjörður.

17. Umdæmi sýslumannsins í Neskaupstað:

Neskaupstaður og Norðfjarðarhreppur.

18. Umdæmi sýslumannsins á Eskifirði:

Eskifjörður, Reyðarfjarðarhreppur, Mjóafjarðarhreppur, Fáskrúðsfjarðarhreppur, Búðahreppur, Stöðvarhreppur, Breiðdalshreppur, Beruneshreppur, Búlandshreppur og Geithellnahreppur.

19. Umdæmi sýslumannsins á Höfn:

Bæjarhreppur, Nesjahreppur, Höfn, Mýrahreppur, Borgarhafnarhreppur og Hofshreppur.

20. Umdæmi sýslumannsins í Vík:

Skaftárhreppur og Mýrdalshreppur.

21. Umdæmi sýslumannsins á Hvolsvelli:

Austur-Eyjafjallahreppur, Vestur-Eyjafjallahreppur, Austur-Landeyjahreppur, Vestur Landeyjahreppur, Fljótshlíðarhreppur, Hvolhreppur, Rangárvallahreppur, Landmannahreppur, Holtahreppur, Ásahreppur og Djúpárhreppur.

22. Umdæmi sýslumannsins í Vestmannaeyjum:

Vestmannaeyjar.

23. Umdæmi sýslumannsins á Selfossi:

Gaulverjabæjarhreppur, Stokkseyrarhreppur, Eyrarbakkahreppur, Sandvíkurhreppur, Selfoss, Hraungerðishreppur, Villingaholtshreppur, Skeiðahreppur, Gnúpverjahreppur, Hrunamannahreppur, Biskupstungnahreppur, Laugardalshreppur, Grímsneshreppur, Þingvallahreppur, Grafningshreppur, Hveragerði og Ölfushreppur.

24. Umdæmi sýslumannsins í Keflavík:

Grindavík, Hafnahreppur, Sandgerði, Gerðahreppur, Keflavík, Njarðvík og Vatnsleysustrandarhreppur, þó ekki svæði sem falla undir lið 25.

25. Umdæmi sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli:

Svæði á Suðurnesjum sem eru varnarsvæði og varnarsamningur Íslands og Bandaríkjanna frá 5. maí 1951 tekur til og sýnd eru á uppdrætti er fylgir reglugerð þessari.

26. Umdæmi sýslumannsins í Hafnarfirði:

Hafnarfjörður, Garðabær og Bessastaðahreppur.

27. Umdæmi sýslumannsins í Kópavogi:

Kópavogur.

2. gr.

Þar sem mörk milli stjórnsýsluumdæma eru óskýr, svo sem á hálendinu, ákveður dómsmálaráðherra í hvaða umdæmi mál komi til úrlausnar.

Á sama hátt ákveður dómsmálaráðherra í hvaða umdæmi mál komi til úrlausnar ef það getur af einhverjum ástæðum átt undir fleiri en einn sýslumann (lögreglustjóra, tollstjóra í Reykjavík).

3. gr.

Á eftirgreindum stöðum skulu vera útibú frá sýslumannsembættum:

1. Ólafsvík.

2. Dalvík.

3. Vopnafirði.

4. Egilsstöðum.

5. Grindavík.

6. Garðabæ.

Með útibúi skv. 1. mgr. er átt við skrifstofu þar sem veitt er þjónusta frá sýslumannsembættum og skrifstofutími er a.m.k. fjórar klukkustundir að jafnaði virka daga.

4. gr.

Á eftirgreindum stöðum skulu vera útibú lögreglu:

1. Ólafsvík.

2. Grundarfirði.

3. Dalvík.

4. Raufarhöfn.

5. Þórshöfn.

6. Vopnafirði.

7. Egilsstöðum.

8. Fáskrúðsfirði.

9. Grindavík.

Með útibúi lögreglu er átt við lögregluvarðstofu utan aðalstöðvar lögreglu þar sem starfar a.m.k. einn lögreglumaður.

5. gr.

Í umdæmi lögreglustjórans í Reykjavík skulu vera lögregluvarðstofur samkvæmt ákvörðun dómsmálaráðherra hverju sinni eftir tillögu lögreglustjóra.

6. gr.

Dómsmálaráðherra ákveður, að fengnum tillögum sýslumanns, hvaða þjónusta er veitt í útibúum.

7. gr.

Á aðalskrifstofu sýslumanns ber að færa aðalbókhald vegna fjárgreiðslna sem eru mótteknar eða inntar af hendi í útibúum. Í útibúum ber þó að halda sjóðbók og skal uppgjör við aðalskrifstofu sýslumanns fara fram daglega.

Á aðalskrifstofu sýslumanns ber að halda skrá yfir mál sem afgreidd eru í útibúum. Skjöl yfir afgreidd mál ber að varðveita á aðalskrifstofu.

Beiðnir um fullnustugerðir ber að afhenda á aðalskrifstofu sýslumanns.

8. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt ákvæðum í 11. og 13. gr. laga um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði nr. 92 1. júní 1989, öðlast gildi 1. júlí 1992.

Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 5. febrúar 1992.

Þorsteinn Pálsson.

Þorleifur Pálsson.

 

Fylgiskjal:

Umdæmi sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli.

Varnarsvæði á Suðurnesjum samkvæmt varnarsamningi Íslands og

Bandaríkjanna frá 5. maí 1951.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica