Viðskiptaráðuneyti

594/1993

Reglugerð um efnislegar samkeppnisreglur í samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. - Brottfallin

Felld brott með:

Breytingareglugerðir:

1. gr.

Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, sem vísað er til í 1.-11. tölul. og 14. og 15. tölul. XIV. viðauka, skulu öðlast gildi með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XIV. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans.

2. gr.

Eftirtaldar EB-gerðir öðlast því gildi hér á landi, sbr. 1. gr.:

a. Reglugerð um eftirlit með samfylkingum fyrirtækja nr. 4064/89/EBE, með síðari breytingum.

b. Reglugerð um beitingu 3. mgr. 53. gr. EES-samningsins gagnvart flokkum samninga um einkadreifingu nr. 1983/83/EBE, með síðari breytingum.

c. Reglugerð um beitingu 3. mgr. 53. gr. EES-samningsins gagnvart flokkum samninga um einkakaup nr. 1984/83/EBE, með síðari breytingum.

d. Reglugerð um beitingu 3. mgr. 53. gr. EES-samningsins gagnvart tilteknum flokkum samninga um sölu og viðhaldsþjónustu ökutækja nr.123/85/EBE, með síðari breytingum.

e. Reglugerð um beitingu 3. mgr. 53. gr. EES-samningsins gagnvart tilteknum flokkum nytjaleyfissamninga vegna einkaleyfa nr. 2349/84/EBE, með síðari breytingum.

f. Reglugerð um beitingu 3. mgr. 53. gr. EES-samningsins gagnvart flokkum samninga um sérhæfingu nr. 417/85/EBE, með síðari breytingum.

g. Reglugerð um beitingu 3. mgr. 53. gr. EES- samningsins gagnvart flokkum samninga um rannsóknir og þróun nr. 418/85/EBE, með síðari breytingum.

h. Reglugerð um beitingu 3. mgr. 53. gr. EES-samningsins gagnvart tilteknum flokkum umboðssamninga nr. 4087/88/EBE.

i. Reglugerð um beitingu 3. mgr. 53. gr. EES-samningsins gagnvart tilteknum flokkum nytjaleyfissamninga um kunnáttu nr. 556/89/EBE.

j. Reglugerð um að beita samkeppnisreglum gagnvart flutningum á járnbrautum, vegum og skipgengum vatnaleiðum nr. 1017/68/EBE.

k. Reglugerð sem setur nákvæmar reglur um um beitingu 85. og 86. gr. Rómarsáttmálans gagnvart flutningum á sjó nr. 4056/86/EBE.

1. Ákvörðun nr. 24/54 varðandi reglugerð um framkvæmd 1. mgr. 66. gr. sáttmálans um yfirráð í fyrirtæki.

m. Ákvörðun nr. 25/67 varðandi reglugerð um framkvæmd 3. mgr. 66. gr. sáttmálans um undanþágu frá fyrirfram veittu leyfi, með síðari breytingum.

3. gr.

EB-gerðir sem vísað er til í 1. og 2. gr. eru birtar í sérriti, sbr. auglýsingu í C-deild Stjórnartíðinda nr. 31/1993.

Samkeppnisstofnun mun gefa út í sérstakri handbók reglugerðir EES á sviði samkeppnismála.

4. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 48. gr. samkeppnislaga nr. 8/1993, öðlast gildi um leið og samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið öðlast gildi að því er Ísland varðar.

Viðskiptaráðuneytið, 31. desember 1993.

Sighvatur Björgvinsson.

Þorkell Helgason.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica