Viðskiptaráðuneyti

375/1994

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 594 31. desember 1993 um efnislegar samkeppnisreglur í samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um breytingu á reglugerð nr. 594 31. desember 1993

um efnislegar samkeppnisreglur í samningnum um Evrópska efnahagssvæðið

1. gr.

Við bætist ný grein sem verður 3. gr. og hljóðar svo:

Ákvæði ákvörðunar Sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 7/94 frá 21. mars 1994 um breytingu á bókun 47 og tilteknum viðaukum við EES-samninginn, sem vísað er til í 12. viðauka við ákvörðunina skulu öðlast gildi með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af 12. viðauka við ákvörðunina, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans.

2. gr.

Við bætist ný grein sem verður 4. gr. og hljóðar svo:

Eftirtaldar EB- gerðir öðlast því gildi hér á landi, sbr. 3. gr.:

a. Reglugerð um beitingu 3. mgr. 53. gr. EES-samningsins gagnvart tilteknum flokkum samninga, ákvarðana og samstilltra aðgerða á sviði trygginga nr. 3932/92.

b. Reglugerð um breytingar á reglugerðum (EBE) nr. 417/85, (EBE) nr. 418/85, (EBE) nr. 2349/84 og (EBE) nr. 556/89 um beitingu 3. mgr. 53. gr. EES-samningsins gagnvart tilteknum flokkum samninga um sérhæfingu, rannsóknir og þróun, nytjaleyfissamningum um einkaleyfi og nytjaleyfissamningum um kunnáttu nr. 151/93.

c. Reglugerð um beitingu 3. mgr. 53. gr. EES-samningsins gagnvart tilteknum flokkum samninga, ákvarðana og samstilltra aðgerða varðandi sameiginlega áætlunargerð og samræmda ferðaáætlun, sameiginlegan rekstur, samráð um fargjöld og farmgjöld í áætlunarflugi og um úthlutun afgreiðslutíma á flugvöllum nr. 1617/93.

d. Reglugerð um beitingu 3. mgr. 53. gr. EES-samningsins gagnvart tilteknum flokkum samninga milli fyrirtækja um tölvufarskráningarkerfi fyrir flugrekstur nr. 3652/93.

e. Ákvörðun nr. 3654/91/KSE um breytingu á ákvörðun nr. 25/67/KSE um undanþágu frá fyrirfram veittu leyfi með hliðsjón af framkvæmd 3. mgr. 66. gr. sáttmálans.

3. gr.

Við 3. gr. sem verður 5. gr. bætist ný málsgrein sem verður 2. mgr. svohljóðandi: EB-gerðir sem vísað er til í 3. og 4. gr. eru birtar í EES viðbæti við Stjórnartíðindi EB, sérstakri útgáfu, bók 5, bls. 1-27. Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar sem vísað er til í 3. gr. er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB, nr. 17, 1. árg., 28. júní 1994, á bls. 1.

4. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 48. gr. samkeppnislaga nr. 8/ 1993, öðlast þegar gildi.

Viðskiptaráðuneytið, 30. júní 1994.

F.h.r.

Þorkell Helgason.

Gunnar Viðar.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica