Viðskiptaráðuneyti

312/2002

Reglugerð um breytingu á reglugerð um efnislegar samkeppnisreglur í samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 594/1993, með síðari breytingum. - Brottfallin

312/2002

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð um efnislegar samkeppnisreglur í samningnum
um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 594/1993, með síðari breytingum.

1. gr.

Á eftir 2. gr. m bætist við ný grein, 2. gr. n, sem orðast svo:
Á grundvelli ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 87/1999 frá 25. júní 1999 skal eftirtalin EB-gerð öðlast gildi hér á landi, með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XIV. viðauka við EES-samninginn um samkeppni, bókun I um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum samningsins:
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1083/1999 frá 26. maí 1999 um breytingu á reglugerð (EBE) nr. 1617/93 um beitingu 3. mgr. 85. gr. sáttmálans gagnvart tilteknum flokkum samninga, ákvarðana og samstilltra aðgerða varðandi sameiginlega áætlunargerð og samræmda ferðaáætlun, sameiginlegan rekstur, samráð um fargjöld og farmgjöld í áætlunarflugi og um úthlutun afgreiðslutíma á flugvöllum.


2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 48. gr. samkeppnislaga nr. 8/1993, öðlast þegar gildi.

Framangreind EB-gerð felur í sér breytingu á nokkrum greinum í reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1617/93, sbr. reglugerðir nr. 375/1994 og 693/1996 í B-deild Stjórnartíðinda.

Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar og EB-gerðin, sem fela í sér breytingu á 11. lið b í XIV. viðauka við EES-samninginn og snerta beitingu 3. mgr. 53. gr. samningsins, eru birtar í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB (tölublað nr. 54/2000, bls. 268-270). EB-gerðin er jafnframt birt sem fylgiskjal með reglugerð þessari.


Viðskiptaráðuneytinu, 16. apríl 2002.

Valgerður Sverrisdóttir.
Jón Ögmundur Þormóðsson.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica