Viðskiptaráðuneyti

284/2001

Reglugerð um breytingu á reglugerð um efnislegar samkeppnisreglur í samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 594/1993, með síðari breytingum. - Brottfallin

284/2001

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð um efnislegar samkeppnisreglur í samningnum
um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 594/1993, með síðari breytingum.

1. gr.

Á eftir 2. gr. j. bætist við ný grein, 2. gr. k., sem orðast svo:

Á grundvelli ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 49/2000 frá 31. maí 2000 skal eftirtalin EB-gerð öðlast gildi hér á landi, með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XIV. viðauka við EES-samninginn um samkeppni, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum samningsins:

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 823/2000 frá 19. apríl 2000 um beitingu 3. mgr. 81. gr. sáttmálans gagnvart tilteknum flokkum samninga, ákvarðana og samstilltra aðgerða milli áætlunarskipafélaga (skipafélagasamtaka).


2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 48. gr. samkeppnislaga nr. 8/1993, öðlast þegar gildi.

Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar og EB-gerðin, sem fela í sér breytingu á XIV. viðauka við EES-samninginn og snerta beitingu 3. mgr. 53. gr. samningsins, eru birtar í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB. EB-gerðin er jafnframt birt sem fylgiskjal með reglugerð þessari.

Skv. 30. tölul. inngangsákvæða EB-gerðarinnar kemur gerð 823/2000 í stað gerðar 870/95 sem tekin var upp í íslenskan rétt með reglugerð nr. 226/1996, sbr. EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB, nr. 22/1996, bls. 54-62, þar sem viðkomandi ákvörðun og gerð voru birtar.


Viðskiptaráðuneytinu, 16. mars 2001.

Valgerður Sverrisdóttir.
Jón Ögmundur Þormóðsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica