Umhverfisráðuneyti

748/2003

Reglugerð um snyrtivörur. - Brottfallin

Gildissvið og skilgreiningar.
1. gr.

Ákvæði reglugerðar þessarar taka til framleiðslu, innflutnings, dreifingar, notkunar, innihalds og merkinga snyrtivara ásamt kynningu þeirra. Ákvæði reglugerðar þessarar taka ekki til vöru sem fellur undir lyfjalög nr. 93/1994.


2. gr.

Snyrtivörur eru efni eða efnablöndur sem ætlaðar eru til notkunar á mannslíkamann s.s. hörund, hár, neglur, varir, ytri kynfæri, tennur eða slímhimnu í munni.

Snyrtivörum er einkum ætlað að hreinsa, breyta útliti, veita ilm, bæta líkamsþef eða vernda og halda líkamshlutum í góðu ástandi.

Í 1. viðauka við reglugerð þessa er leiðbeinandi listi yfir flokka snyrtivara.


Takmarkanir.
3. gr.

Snyrtivörur mega ekki, við eðlilega notkun, vera skaðlegar heilsu manna.

Snyrtivörur sem innihalda eiturefni í það miklu magni að þær flokkist sem eitur, skv. reglugerð um flokkun, merkingu og meðferð eiturefna, hættulegra efna og vörutegunda, sem innihalda slík efni, mega ekki vera á markaði til almenningsnota, nema það sé sérstaklega heimilað annars staðar í þessari reglugerð.


4. gr.

Óheimilt er að framleiða, flytja inn, selja eða dreifa snyrtivörum sem innihalda:

a) Efni sem talin eru upp í 2. viðauka. Þó eru leyfar af efnum í 2. viðauka heimilar í snyrtivörum ef tæknilega er ókleift að komast hjá efnaleyfum þrátt fyrir góða framleiðsluhætti.
b) Efni sem talin eru upp í 3. viðauka ef þau eru notuð utan þeirra marka eða án þeirra skilyrða sem þar er kveðið á um.
c) Litarefni önnur en þau sem tilgreind eru í 4. viðauka. Litarefnin ber að nota innan þeirra marka og með þeim skilyrðum sem þar er kveðið á um. Snyrtivörur sem eingöngu eru ætlaðar til hárlitunar eru undanþegnar þessu ákvæði.
d) Rotvarnarefni önnur en þau sem tilgreind eru í 5. viðauka. Rotvarnarefnin ber að nota innan þeirra marka og með þeim skilyrðum sem þar er kveðið á um. Heimilt er í sérstökum tilgangi að nota efni sem merkt eru með (x) í 5. viðauka í öðrum styrk en mælt er fyrir um, ef tilgangurinn kemur greinilega fram í kynningu vörunnar.
e) Efni til síunar útfjólublárra geisla önnur en þau sem tilgreind eru í 6. viðauka. Efnin sem ætluð eru til síunar útfjólublárra geisla ber að nota innan þeirra marka og með þeim skilyrðum sem þar er kveðið á um.
f) Efni eða efnablöndur sem prófuð hafa verið á dýrum eftir 30. júní 2002, nema í þeim tilvikum þar sem ekki hafa komið fram aðrar nothæfar aðferðir fyrir samsvarandi prófanir.


Merkingar.
5. gr.

Við merkingu og kynningu snyrtivara skal hafa til hliðsjónar að þær mega ekki, við eðlilega notkun, vera skaðlegar heilsu manna. Þess skal einnig gætt að ekki sé notað orðalag, heiti, ímyndir eða önnur tákn, sem gefa til kynna eiginleika sem snyrtivörur hafa ekki.


6. gr.

Ílát og umbúðir snyrtivara skulu merktar með óafmáanlegu, auðlæsilegu og greinilegu letri. Merkingar skulu vera á íslensku, ensku eða Norðurlandamáli öðru en finnsku. Þó skulu notkunarreglur og varnaðarorð sem skylt er að prenta á umbúðir, skv. 3., 5. og 6. viðauka, vera á íslensku nema ef eingöngu er um að ræða upptalningu á innihaldsefnum þá er heimilt að hafa áletrunina á Norðurlandamáli öðru en finnsku.

Snyrtivörur á úðabrúsum skulu vera merktar í samræmi við sérákvæði um merkingar í reglugerð um flokkun, merkingu og meðferð eiturefna og hættulegra efna og vörutegunda, sem innihalda slík efni.


7. gr.

Eftirfarandi upplýsingar skulu koma fram á íláti og umbúðum fyrir snyrtivörur:

a) Nafn og heimilisfang framleiðanda, innflytjanda eða umboðsaðila á Evrópska efnahagssvæðinu.
b) Nettómagn vörunnar við pökkun hennar gefið upp í einingum metrakerfisins (kg, g, l, ml) nema innihaldið sé minna en 5 g eða 5 ml. Umbúðir ókeypis sýna eða innri umbúðir utan um einstaka skammta eru undanþegin þessum kröfum.
c) Fyrningardagsetning, fyrir vörur með minna geymsluþol en 30 mánuði. Geymsluþol skal merkjast sem "best fyrir" þar sem fram kemur dagsetning eða getið er um hvar dagsetninguna er að finna á umbúðunum. Fyrningardagsetning er gefin upp sem mánuður og ár.
d) Sérstakar varúðarráðstafanir sem viðhafa skal við notkun sem tilgreindar eru í dálkinum "notkunarreglur og varnaðarorð sem skylt er að prenta á umbúðir" í 3., 5., og 6. viðauka skulu prentaðar á umbúðir, sbr. 6. gr. Ef framangreindum áletrunum verður ekki við komið skulu þær koma fram á fylgiseðli, merkimiða, límmiða eða korti sem fylgir íláti og umbúðum og skal það gefið til kynna á umbúðum og íláti annaðhvort með styttum upplýsingum eða tákni, sbr. 8. viðauka.
e) Númer framleiðslulotu eða framleiðslunúmer. Ef vörur eru í smáum ílátum er nægjanlegt að þessar upplýsingar komi fram á ytri umbúðum.
f) Tilætluð notkun vörunnar, nema það komi skýrt fram í kynningu hennar.
g) Innihaldsefni snyrtivara við framleiðslu í röð eftir minnkandi magni, sbr. 8., 9. og 10. gr. Listinn yfir efnin beri yfirskriftina "innihaldsefni" (ingredients).
Ef þessu verður ekki við komið skal innihald vörunnar tilgreint á fylgiseðli, merkimiða, límmiða eða korti sem fylgir íláti og umbúðum og skal það gefið til kynna á umbúðum og íláti annaðhvort með styttum upplýsingum eða tákni, sbr. 8. viðauka.


8. gr.

Heimilt er að tilgreina innihaldsefni að styrkleika undir 1% á íláti og umbúðum í hvaða röð sem er á eftir efnum sem eru yfir 1% að styrkleika.

Heimilt er að tilgreina litarefni í hvaða röð sem er á eftir öðrum innihaldsefnum.

Eftirfarandi efni eru ekki talin til innihaldsefna:

a) Óhreinindi í hráefnum sem notuð eru.
b) Tæknileg hjálparefni sem eru notuð við framleiðslu en eru ekki í fullunninni vöru.
c) Efni sem eru aðeins notuð í takmörkuðu magni sem leysar eða burðarefni fyrir efnablöndur sem gefa ilm eða angan.


9. gr.

Innihaldsefni sem skráð eru á ílát og umbúðir skal tilgreina með heiti í samræmi við nafnakerfi fyrir innihaldsefni snyrtivara INCI1. Ef slíkt heiti er ekki til skal nota efnaheiti, CTFA2-heiti, heiti í Evrópsku lyfjaskránni, heiti samkvæmt tilmælum WHO3, EINECS4-, IUPAC5-, CAS6- eða CI7-númer (litaskrárnúmer).

Fyrir efnablöndur sem gefa ilm og angan og þau hráefni sem þær eru unnar úr skal nota orðin "ilmefni" eða "lyktarefni" ("perfume" eða "flavour").

Fyrir snyrtivörur sem framleiddar eru í mörgum litbrigðum er heimilt að skrá öll litarefni á merkimiðann, að því tilskildu að orðunum "getur innihaldið" ("may contain") sé bætt við fyrir framan.

1 INCI: International Nomenclature Cosmetic Ingredient.
2 CTFA: Cosmetic, Toiletry and Fragrance Association in USA.
3 WHO: World Health Organization – Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin.
4 EINECS: European Inventory of Existing Commercial Chemical Substances – Evrópuskrá yfir markaðssett efni.
5 IUPAC: International Union of Pure and Applied Chemistry.
6 CAS: Chemical Abstract Service.
7 CI: Color-Index – Litaskrá, sbr. Rowe Index, 3. útgáfa, Society of Dyers and Colourists, Bradford, England 1979.


10. gr.

Þar sem því verður ekki við komið að birta upplýsingarnar sem um getur í g-lið 7. gr. á íláti, umbúðum, fylgiseðli, merkimiða, límmiða eða korti, vegna stærðar, gerðar eða lögunar vörunnar, t.d. þegar um er að ræða sápu, baðkúlur og aðrar smávörur, skal birta þær í tilkynningu við ílátið þar sem viðkomandi snyrtivara er til sýnis og sölu.


Undanþágur frá merkingum.
11. gr.

Þegar snyrtivara er markaðssett á Íslandi og um er að ræða fyrstu markaðssetningu hennar á Evrópska efnahagssvæðinu er framleiðanda, innflytjanda eða umboðsmanni heimilt vegna viðskiptaleyndar að sækja um undanþágu frá ákvæðum um merkingu með upplýsingum um ákveðin innihaldsefni, sbr. g-lið 7. gr. Sækja skal um undanþáguna áður en varan er sett á markað og skal umsóknin send Umhverfisstofnun.


12. gr.

Umsókn um undanþágu frá innihaldsmerkingum, skv. 11. gr., skulu fylgja eftirfarandi upplýsingar:

a) Nafn umsækjanda og/eða heiti fyrirtækis.
b) Heimilisfang umsækjanda.
c) Nákvæmar upplýsingar um innihaldsefni sem undanþágan á að ná til, þar með talið:
1) CAS-, EINECS- og CI-númer, almennt efnaheiti, IUPAC-heiti, INCI-heiti, heiti í Evrópsku lyfjaskránni og heiti samkvæmt tilmælum WHO,
2) ELINCS8-heiti og númer sem efninu er úthlutað ef tilkynnt hefur verið um það í samræmi við tilskipun ráðsins 67/548/EBE9, ásamt upplýsingum um samþykki eða synjun umsóknar um undanþágu samkvæmt 19. gr. þeirrar tilskipunar.
Ef heiti eða númer sem um getur í 1. og 2. tölul. hér að framan eru ekki til, t.d. þegar um er að ræða náttúruleg innihaldsefni, skal getið um heiti undirstöðuefnis, heiti plöntu- eða dýrahlutans sem efnið er unnið úr svo og heiti hjálpar- og burðarefna, t.d. leysiefna.
d) Mat á öryggi fullunninnar vöru með tilliti til heilsu manna. Taka skal mið af efnafræðilegri byggingu og áhrifum innihaldsefna á heilsu ásamt notkunarsviði vörunnar.
e) Fyrirhuguð notkun efnisins, einkum upplýsingar um vöruflokka sem það er ætlað í.
f) Ítarleg greinargerð um ástæður fyrir því að sótt er um undanþágu.
g) Heiti allra vörutegunda sem nota á efnið eða efnin í, séu þau þekkt, ásamt nákvæmum upplýsingum um sérhvert vöruheiti. Ef varan hefur ekki fengið nafn má tilkynna það síðar, þó eigi síðar en 15 dögum áður en hún er sett á markað. Ef efnið er notað í margar vörutegundir er nægilegt að leggja fram eina umsókn, að því tilskildu að Umhverfisstofnun fái skýrar upplýsingar um hverja vörutegund fyrir sig.
h) Yfirlýsing þar sem fram kemur hvort sams konar umsókn vegna viðkomandi efnis hefur verið send lögbæru yfirvaldi í öðru ríki á Evrópska efnahagssvæðinu ásamt upplýsingum um niðurstöðu þeirrar umsóknar.

8

ELINCS: European List of Notified Chemical Substances – Evrópuskrá yfir tilkynnt efni.
9 Stjtíð. EB nr. L 196, 16. 8. 1967, bls. 1.


13. gr.

Umhverfisstofnun skal taka umsókn um undanþágu til umfjöllunar og tilkynna umsækjanda ákvörðunina skriflega innan fjögurra mánaða frá því umsókn berst. Við sérstakar aðstæður er heimilt að lengja umfjöllun um umsókn um allt að tvo mánuði en skal þá tilkynna umsækjanda það skriflega og hvenær ákvörðun muni liggja fyrir.

Ef umsókn er samþykkt skal senda umsækjanda skráningartölu sem vörunni er úthlutað. Skráningartalan skal koma fram í innihaldslýsingu í stað innihaldsefnis vörunnar sem um ræðir, sbr. g-lið 7. gr.

Sé umsækjanda synjað um undanþágu skal það rökstutt og skulu umsækjanda látnar í té upplýsingar um áfrýjunarleiðir og áfrýjunarfrest.


14. gr.

Allar breytingar á upplýsingum, sem lagðar hafa verið fram skv. 12. gr., skulu sendar svo skjótt sem verða má til Umhverfisstofnunar.

Verði breytingar gerðar á heitum snyrtivara með umræddu efni skal tilkynna það Umhverfisstofnun eigi síðar en 15 dögum áður en vörurnar eru markaðssettar undir nýju heiti.

Umhverfisstofnun er heimilt að fella undanþágu úr gildi með hliðsjón af breytingunum sem um getur í 1. mgr. eða ef þörf krefur vegna nýrra upplýsinga, einkum ef þær varða heilsu manna. Slík ákvörðun skal tilkynnt umsækjanda innan þess frests og í samræmi við þá málsmeðferð sem um getur í 13. gr.


15. gr.

Veitt undanþága gildir í 5 ár. Ef aðili sem fengið hefur undanþágu telur að sérstakar ástæður séu til þess að lengja gildistíma undanþágunnar getur hann lagt fram rökstudda umsókn um slíka beiðni til Umhverfisstofnunar.

Úrskurða skal um umsókn um framlengingu gildistímans innan sama frests og með sömu skilyrðum og um getur í 13. gr.

Gildistíma undanþágu má ekki framlengja lengur en þrjú ár.


Tilkynningaskylda, starfsleyfi, eftirlit og rannsóknir.
16. gr.

Þegar snyrtivara er markaðssett á Íslandi og um er að ræða fyrstu markaðssetningu á Evrópska efnahagssvæðinu skal framleiðandi, innflytjandi eða umboðsmaður tilkynna Umhverfisstofnun um heimilisfang framleiðanda snyrtivörunnar eða heimilisfang þess aðila sem annast innflutning hennar áður en hún er sett á markað.


17. gr.

Fyrirtæki sem framleiðir snyrtivörur skal hafa starfsleyfi í gildi frá viðkomandi heilbrigðisnefnd, sbr. ákvæði í reglugerð um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun.

Verslun með snyrtivörur, bæði heildsala og smásala, skal hafa starfsleyfi í gildi frá viðkomandi heilbrigðisnefnd, sbr. ákvæði í reglugerð um hollustuhætti.


18. gr.

Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga, undir yfirumsjón Umhverfisstofnunar, hefur eftirlit með því að ákvæðum reglugerðar þessarar sé framfylgt.


19. gr.

Framleiðandi, innflytjandi eða umboðsmaður snyrtivara skal hafa eftirfarandi upplýsingar tiltækar fyrir eftirlitsaðila:

a) Efnasamsetningu vörunnar. Þegar um er að ræða ilmvötn eða ilmgefandi blöndur skal einnig koma fram heiti og flokkunarnúmer ilmefnablöndu ásamt upplýsingum um birgja.
b) Eðlisefna- og örverufræðilegar tækniforskriftir hráefna og fullunninna vara, hreinleika efnanna og vottorð um örverufræðilegt eftirlit sem gilda fyrir viðkomandi snyrtivörur.
c) Framleiðsluaðferð í samræmi við góða framleiðsluhætti.
d) Mat á öryggi fullunninnar vöru með tilliti til heilsu manna. Taka skal mið af efnafræðilegri byggingu og áhrifum innihaldsefna á heilsu ásamt notkunarsviði vörunnar.
e) Nafn og heimilisfang eins eða fleiri einstaklinga sem annast matið, sbr. d-lið.
f) Fyrirliggjandi upplýsingar um óæskileg áhrif á heilsu manna vegna notkunar viðkomandi snyrtivöru.
g) Gögn er staðfesta verkun sem viðkomandi vara er sögð hafa ef eðli vörunnar eða áhrifanna gefa tilefni til.


20. gr.

Rannsóknir á efnainnihaldi snyrtivara skulu framkvæmdar samkvæmt ákvæðum tilskipana um greiningaraðferðir til eftirlits með samsetningu snyrtivara, sbr. 7. viðauka.


21. gr.

Umhverfisstofnun skal ef svo ber undir annast rannsóknir vegna opinbers eftirlits með snyrtivörum. Stofnunin getur þó falið öðrum viðurkenndum rannsóknastofnunum, innlendum eða erlendum, að annast slíkar rannsóknir. Farið skal með niðurstöður rannsókna sem trúnaðarmál.


22. gr.

Hafi eftirlitsaðili rökstudda ástæðu til að ætla að tilteknar snyrtivörur, þrátt fyrir að uppfylla skilyrði reglugerðar þessarar, geti skaðað heilsu manna, þá er honum heimilt að stöðva sölu eða takmarka dreifingu vörunnar tímabundið á meðan rannsókn, sem ekki skal taka lengri tíma en fjórar vikur, fer fram. Þó er heimilt að framlengja þennan frest um allt að fjórar vikur ef sérstakar ástæður vegna rannsóknarinnar krefjast að stöðvun sölu eða takmörkun á dreifingu vöru verði framlengd.

Telji eftirlitsaðili eftir rannsókn á snyrtivöru þeirri sem sala hefur verið stöðvuð á eða dreifing hennar takmörkuð, að hún sé skaðleg heilsu manna þá er honum heimilt með rökstuðningi að stöðva sölu og dreifingu vörunnar. Framleiðandi eða innflytjandi ber kostnað vegna þeirra sýnishorna sem send eru til rannsóknar svo og allan kostnað af afturköllun vöru. Framleiðandi eða innflytjandi ber allan kostnað af tilkynningu um hættulega vöru sem beint er til almennings, svo sem kostnað við tilkynningu í fjölmiðlum.


Ýmis ákvæði og gildistaka.
23. gr.

Innlendur framleiðandi eða innflytjandi er ábyrgur fyrir því að snyrtivörur hér á markaði séu í samræmi við ákvæði þessarar reglugerðar.


24. gr.

Með brot gegn ákvæðum reglugerðar þessarar skal farið samkvæmt 26. gr. laga nr. 52/1988, um eiturefni og hættuleg efni, nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum.


25. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 17. gr. A laga nr. 52/1988, um eiturefni og hættuleg efni, með síðari breytingum.

Einnig er höfð hliðsjón af ákvæðum 1. til 8. tölul. XVI. kafla II. viðauka samningsins um Evrópskt efnahagssvæði, tilskipun 76/768/EBE um samræmingu laga aðildarríkjanna um snyrtivörur, ásamt breytingum í tilskipunum 79/661/EBE, 82/147/EBE, 82/368/EBE, 83/191/EBE, 83/341/EBE, 83/496/EBE, 83/574/EBE, 84/415/EBE, 85/391/EBE, 86/179/EBE, 86/199/EBE, 87/137/EBE, 88/233/EBE, 88/667/EBE, 89/174/EBE, 89/679/EBE, 90/121/EBE, 91/184/EBE, 92/8/EBE, 92/86/EBE, 93/35/EBE, 93/47/EBE, 94/32/EB, 95/17/EB, 95/34/EB, 96/41/EB, 97/1/EB, 97/18/EB, 97/45/EB, 98/16/EB og 98/62/EB, 2000/6/EB, 2000/11/EB, 2000/41/EB, 2002/34/EB, 2003/1/EB og 2003/16/EB svo og tilskipun 80/1335/EBE um samræmingu laga aðildarríkjanna varðandi nauðsynlegar greiningaraðferðir til eftirlits með samsetningu snyrtivara, ásamt breytingum í tilskipunum 87/143/EBE, 82/434/EBE, 90/207/EBE, 83/514/EBE, 85/490/EBE, 93/73/EBE, 95/32/EB og 96/45/EB.

Reglugerðin öðlast gildi við birtingu. Frá sama tíma fellur úr gildi reglugerð nr. 776/1998, um snyrtivörur, með síðari breytingum.


Ákvæði til bráðabirgða.

Snyrtivörur sem uppfylla kröfur samkvæmt eldri reglugerð um snyrtivörur nr. 776/1998, með síðari breytingum, en uppfylla ekki nýjar kröfur í 2., 3. og 6. viðauka reglugerðar þessarar, mega vera á markaði til 15. apríl 2004.


Umhverfisráðuneytinu, 29. september 2003.

Siv Friðleifsdóttir.
Magnús Jóhannesson.1. VIÐAUKI
Leiðbeinandi listi yfir flokka snyrtivara.

1. Krem, fleyti, húðmjólk, hlaup og olíur fyrir húð (hendur, andlit, fætur o.s.frv.).
2. Andlitsmaskar.
3. Lituð dagkrem (fljótandi, pasti, púður).
4. Förðunarpúður, baðpúður, hreinlætispúður o.s.frv.
5. Handsápa, ilmsápa o.s.frv.
6. Ilmvatn, snyrtivatn og kölnarvatn.
7. Bað- og steypibaðsvörur (sölt, froða, olía, hlaup o.s.frv.).
8. Háreyðingarvörur.
9. Lyktareyðir, svitalyktareyðir.
10. Hársnyrtivörur;
hárlitunar- og aflitunarvörur,
hárliðunar- og afliðunarvörur, festir,
hárlagningarvörur,
hárhreinsivörur (vökvi, hárhreinsiduft, hárþvottalögur),
hárnæringarvörur (vökvi, krem, olía),
hárgreiðsluvörur (vökvi, hárlakk, hárgljái).
11. Rakstursvörur (sápa, froða, vökvi o.s.frv.).
12. Andlits- og augnförðunarvörur og viðeigandi hreinsiefni.
13. Varaáburður.
14. Vörur til tann- og munnhirðu.
15. Naglasnyrtivörur og naglalakk.
16. Vörur fyrir viðkvæm þrif útvortis.
17. Sólbaðsvörur.
18. Brúnkukrem án sólar.
19. Efni til að lýsa húð.
20. Efni sem vinna gegn hrukkum.2. VIÐAUKI
Listi yfir efni sem óheimilt er að nota í snyrtivörur.

Dálkur a; efnum raðað í stafrófsröð eftir heitum.

Dálkur b;

CAS-númer efnanna þar sem það á við (CAS = Chemical Abstract Service).

Dálkur c;

birting efnanna í viðauka II við tilskipun 76/768/EBE, með síðari breytingum, ef annað er ekki tekið fram.Efni
CAS-nr.
EB
tilvísunar-númer
a
b
c
Aconitum napellus L.; blöð, rætur og útdráttur úr jurtinni
84603-50-9
11
Adonis vernalis L. og útdráttur úr jurtinni
84649-73-0
13
adrenalín (epinefrín)
51-43-4
14
akónítín og sölt þess
302-27-2
12
alanrótarolía, ef notað sem ilmefni (Inula helenium)
97676-35-2
423
alkalípentasýanónítrósýlferrat(II)
255
O-alkýldíþíókarbónsýrusölt
336
alkýnalkóhól, esterar þeirra og sölt
16
allóklamíð og sölt þess
5486-77-1
19
allýlísóþíósýanat (sinnepsolía)
57-06-7
18
2-(4-allýl-2-metoxýfenoxý)-N,N-díetýl-asetamíð og sölt þess (estíl)
305-13-5
224
ambenómíumklóríð og önnur sölt þess
([oxalýlbis(imínóetýlen)]-bis(2-klórbensýl)-díetýlammóníumsölt)
7648-98-8
132
amfetamín, sölt þess og afleiður ásamt söltum afleiðanna
300-62-9
21
amín sem virka á miðtaugakerfið ("sympathicomimetic amines"); öll efni sem upp eru talin á fyrsta lista yfir lyfseðilsskyld lyf og sem vitnað er til í ákvörðun Evrópuráðsins AP (69) 2
21
4-amínóbensósýruesterar með óbundinn amínóhóp að undanskildu 2,3-díhýdroxýprópýl-4-amínóbensóati
167
2-amínó-1,2-bis(4-metoxýfenýl)etanól og sölt þess
530-34-7
29
amínókaprónsýra og sölt hennar
60-32-2
7
2-amínó-4-nítrófenól
99-57-0
383
2-amínó-5-nítrófenól
121-88-0
384
4-amínó-2-nítrófenól
119-34-6
412
4-amínósalisýlsýra og sölt hennar
65-49-6
31
amítriptýlín og sölt þess
50-48-6
146
Ammi majus og útdráttur úr jurtinni t. d.
ammidín
90320-46-0
35
amýdríkaín og sölt þess (1,1-bis(dímetýl-amínómetýl)própýlbensóat og sölt þess)
302-70-5
143
amýl-4-dímetýlamínóbensóat, blanda af ísómerum (padimat A)
14779-78-3
381
amýlenklóríð (2,3-díklór-2-metýlbútan)
507-45-9
36
amýlnítrítsambönd
110-46-3
247
amýlókaín og sölt þess (1-dímetýlamínómetýl-1-metýlprópýlbensóat og sölt þess)
644-26-8
50
Anamirta cocculus L.; ávöxtur
124-87-8
106
andrógensambönd og öll efni með karlhormónsvirkni
37
anilín, sölt þess ásamt halógen- og súlfóafleiðum
62-53-3
22
antiandrógen sterar
390
antimon og sambönd þess
7440-36-0
40
antrasenolía
120-12-7
38
Apocynum cannabinum L. og útdráttur úr jurtinni
84603-51-0
41
apómorfín og sölt þess
58-00-4
42
aprónalíð (2-ísóprópýlpent-4-enóýlþvagefni)
528-92-7
216
arekólín
63-75-2
238
aristólokíasýra og sölt hennar,
Aristolochia spp og afurðir hennar
313-67-7
365
arsen og sambönd þess
7440-38-2
43
asametóníumbrómíð og önnur sölt þess
306-53-6
121
asasýklónól og sölt þess
115-46-8
286
asenókúmaról
152-72-7
254
6-asetoxý-2,4-dímetýl-1,3-díoxan (dímetoxan) (2,6-dímetýl-1,3-díoxan-4-ýlasetat)
828-00-2
368
asetónítríl
75-05-8
393
asetýlenklóríðsambönd (díklóretýlensambönd)
126
asetýletýltetrametýltetralín (AETT) (3'-etýl-5´6´,7´,8´-tetrahýdró-5´,6´,8´,8´-tetrametýl-2-asetónafton)
88-29-9
362
asetýlkólín og sölt þess
(2-asetóxýetýltrímetýlammóníumhýdroxíð)
51-84-3
2
Atropa belladonna L. og útdráttur úr jurtinni
8007-93-0
44
atrópín, sölt þess og afleiður
51-55-8
45
ávana- og fíkniefni, náttúruleg og framleidd, sem talin eru upp í töflu I og II í "The single convention on narcotic drugs" (Treaty Series No 34 (1965)); undirritað í New York 30. mars 1961
306
barbitúröt
220
baríumsölt, að undanskildu:
- baríumsúlfat
- baríumsúlfíð með þeim skilyrðum sem tilgreind eru í 3. viðauka (tilv.nr. 23, jarðalkalísúlfíð)
- baríumlökk, -litarefni og -sölt af litarefnunum sem merkt eru með (x) í 4. viðauka
46
bemegríð og sölt þess
64-65-3
183
benaktýsín
302-40-9
157
bendróflúmetíasíð og afleiður þess
73-48-3
53
bensamín og sölt þess (2,2,6-trímetýl-4-piperidýlbensóat)
500-34-5
51
bensasepín- og bensódíasepínsambönd, sölt og afleiður þeirra
49
bensatrópín og sölt þess
86-13-5
158
bensen
71-43-2
47
1,2-bensendíamín og sölt þess
(o-fenýlendíamín og sölt þess)
95-54-5
363
bensidín
92-87-5
26
bensilóníumbrómíð
1050-48-2
60
bensimídasólon
615-16-7
48
bensóýlperoxíð
94-36-0
382
4-bensýloxýfenól (4-fenýlmetoxýfenól)
103-16-2
178
bensýlsýaníð, ef notað sem ilmefni
140-29-4
424
beryllíum og sambönd þess
7440-41-7
54
betoxýkaín og sölt þess
3818-62-0
23
bietamiverin
479-81-2
287
1,1-bis(dímetýlamínómetýl)própýlbensóat og sölt þess (amýdríkaín og sölt þess)
302-70-5
143
3,3-bis(4-hýdroxýfenýl)þalíð (fenólþalín)
77-09-8
417
N,N-bis(2-klóretýl)metýlamín-N-oxíð
og sölt þess
126-85-2
86
bíþíónól
97-18-7
352
blásýra og sölt hennar
74-90-8
111
blý og sambönd þess, að undanskildum þeim sem upp eru talin í 3. viðauka (tilv.nr. 55)
7439-92-1
289
bóluefni, toxín og blóðvatn, sem talin eru upp í tilskipun 75/319/EBE um læknislyf, 2. viðauka
323
bretýlíumtosílat
61-75-6
56
bróm
7726-95-6
55
brómfeníramín og sölt þess
86-22-6
59
brómísóval
496-67-3
58
brúsín
357-57-3
62
bútanilíkaín og sölt þess
3785-21-5
90
bútópiprín og sölt þess
55837-15-5
288
4-tert-bútýlfenól
98-54-4
340
1-bútýl-3-(N-krótonoýlsúlfanilýl)þvagefni
52964-42-8
108
4-tert-bútýl-3-metoxý-2,6-dínítrótólúen (musk ambrette)
83-66-9
414
4-tert-bútýlpýrókatekól
98-29-3
341
5-tert-bútýl-1,2,3-trímetýl-4,6-dínítróbensen (musk tibetene)
145-39-1
422
Chenopodium ambrosioides (rokgjörn olía)
8006-99-3
76
Claviceps purpurea Tul., alkalóíðar og útdráttur úr jurtinni
84775-56-4
98
Colchicum autumnale L. og útdráttur úr jurtinni
84696-03-7
104
Conium maculatum L.; ávöxtur, duft og útdráttur úr jurtinni
85116-75-2
99
Croton tiglium (krótonolía)
8001-28-3
107
DDT (klófenótan)
50-29-3
123
Datura stramonium L. og útdráttur úr jurtinni
84696-08-2
301
deanólaseglúmat
3342-61-8
3
dekametonbrómíð
541-22-0
214
dekametýlenbis(trímetýlammóníum)sölt
214
dextrómetorfan og sölt þess
125-71-3
226
dextróprópoxýfen
469-62-5
116
sek-díalkanólamínsambönd
411
2,4-díamínóanisól og sölt þess (1-metoxý-2,4-bensendíamín og sölt þess)
615-05-4
376
2,5-díamínóanisól og sölt þess (1-metoxý-2,5-bensendíamín og sölt þess)
5307-02-8
377
2,4-díamínófenýletanól og sölt þess
14572-93-1
407
2,4 díamínótólúen og sölt þess
(4-metýl-m-fenýlendíamín)
95-80-7
364
2,6 díamínótólúen (2-metýl-m-fenýlendíamín)
823-40-5
413
O,O'-díasetýl-N-allýl-N-normorfín
2748-74-5
117
5-(a,b-díbrómfenetýl)-5-metýlhýdantoín
511-75-1
119
díbrómsalisýlanilíðsambönd
24556-64-7
351
2-díetýlamínóetýl-3-hýdroxý-4-fenýlbensóat og sölt þess
128
3-díetýlamínóprópýlsinnamat
538-66-9
130
díetýlmaleat, ef notað sem ilmefni
141-05-9
426
díetýl-4-nítrófenýlfosfat
311-45-5
170
O,O-díetýl-O-4-nítrófenýlþíófosfat (paraþíon)
56-38-2
131
dífenhýdramín og sölt þess
58-73-1
339
dífenkloxasín
5617-26-5
270
dífenoxýlathýdróklóríð
3810-80-8
80
dífenýlamín, ef notað sem ilmefni
122-39-4
434
5,5-dífenýl-4-imídasólídon
3254-93-1
160
dífenýlpýralín og sölt þess
147-20-6
154
digitalín og allir heterósíðar af Digitalis purpurea L.
752-61-4
134
díhýdrótakysteról
67-96-9
342
2,2'-díhýdroxý-3,3´,5´,5´,6´,6´-hexaklór-dífenýlmetan (hexaklórófen)
70-30-4
371
2,4-díhýdroxý-3-metýlbensaldehýð, ef notað sem ilmefni
6248-20-0
428
4,4'-díhýdroxý-3,3-(3-metýlþíó-própýliden)díkúmarin
207
6,7-díhýdrógeraníól, ef notað sem ilmefni
(3,7-dímetýl-2-okten-1-ól)
40607-48-5
429
díhýdrókúmarín, ef notað sem ilmefni
119-84-6
427
3,4-díhýdró-2-metoxý-2-metýl-4-fenýl-2H,5H-pýranó(3,2-c)-1-bensópýran-5-on (sýklókúmaról)
518-20-7
234
5,5'-díísóprópýl-2,2´-dímetýlbífenýl-4,4´-díýldíhýpójoðíð (joðtýmól)
552-22-7
361
díklóretansambönd (etýlenklóríðsambönd)
1300-21-6
125
díklóretýlensambönd (asetýlenklóríðsambönd)
126
2,3-díklór-2-metýlbútan (amýlenklóríð)
507-45-9
36
díklórsalisýlanilíðsambönd
1147-98-4
349
díkúmaról
66-76-2
231
dímetoxan (6-asetoxý-2,4-dímetýl-1,3-díoxan) (2,6-dímetýl-1,3-díoxan-4-ýlasetat)
828-00-2
368
dímetýlamín
124-40-3
142
1-dímetýlamínómetýl-1-metýlprópýlbensóat og sölt þess (amýlókaín og sölt þess)
644-26-8
50
4,6-dímetýl-8-tert-bútýlkúmarín, ef notað sem ilmefni
17874-34-9
430
2,6-dímetýl-1,3-díoxan-4-ýlasetat (dímetoxan) (6-asetoxý-2,4-dímetýl-1,3-díoxan)
828-00-2
368
7,11-dímetýl-4,6,10-dódekatríen-3-on, ef notað sem ilmefni
26651-96-7
432
N,N-dímetýlformamíð (DMFA)
68-12-2
355
3,7-dímetýl-2-okten-1-ól, ef notað sem ilmefni (6,7-díhýdrógeraníól)
40607-48-5
429
1,3-dímetýlpentýlamín og sölt þess
105-41-9
30
dímetýlsítrakónat, ef notað sem ilmefni
617-54-9
431
dímetýlsúlfoxíð (DMSO)
67-68-5
338
6,10-dímetýl-3,5,9-undekatríen-2-on, ef notað sem ilmefni
141-10-6
433
dímevamíð og sölt þess
60-46-8
153
dínítrófenól ísómerar
151
1,4-díoxan
123-91-1
343
díoxetedrín og sölt þess
497-75-6
136
2,4-díoxó-3,3-díetýl-5-metýlpiperidín og sölt þess (metýprýlon og sölt þess)
125-64-4
133
dísúlfíram
97-77-8
162
díþíó-2,2'-bispýridíndíoxíð-1,1', viðbótarefni með magnesíumsúlfattríhýdrati (pýriþíóndísúlfíð + magnesíumsúlfat)
43143-11-9
396
doxýlamín og sölt þess
469-21-6
176
efedrín og sölt þess
299-42-3
164
emetín sölt þess og afleiður
483-18-1
163
endrín
72-20-8
196
epinefrín (adrenalín)
51-43-4
14
1,2-epoxýbútan
106-88-7
400
ergókalsíferól (vítamín D2)
50-14-6
335
eserín (úr Physostigma venenosum Balf.) og sölt þess (fysóstigmín og sölt þess)
57-47-6
166
estíl og sölt þess (2-(4-allýl-2-metoxýfenoxý)-N,N-díetýl-asetamíð)
305-13-5
224
4-etoxýfenól
622-62-8
178
4-etoxý-m-fenýlendíamín og sölt þess
5862-77-1
406
etóheptasín og sölt þess
77-15-6
173
etýlakrýlat, ef notað sem ilmefni
140-88-5
435
etýlbis(4-hýdroxý-2-oxó-1-bensópýran-3-ýl)asetat og sölt sýrunnar (etýlbiskúmasetat og sölt sýrunnar)
548-00-5
204
etýlbiskúmasetat og sölt sýrunnar (etýlbis(4-hýdroxý-2-oxó-1-bensópýran-3-ýl)asetat og sölt sýrunnar)
548-00-5
204
etýlenklóríðsambönd (díklóretansambönd)
1300-21-6
125
etýlenoxíð
75-21-8
182
etýlfenasemíð
90-49-3
272
3'-etýl-5´,6´,7´,8´-tetrahýdró-5´,6´,8´,8´-tetra- metýl-2´-asetonafton (AETT) (asetýletýltetrametýltetralín)
88-29-9
362
eþíonamíð
536-33-4
319
fenadíasól
1008-65-7
208
fenaglýkódól
79-93-6
95
fenasemíð
63-98-9
269
fenetamín (2-a-sýklóhexýlbensýl(N,N,N´N´-tetraetýl)-trímetýlendíamín)
3590-16-7
112
fenindíon (2-fenýlindan-1,3-díon)
83-12-5
271
fenmetrasín, afleiður þess og sölt
134-49-6
232
fenólþalín (3,3-bis(4-hýdroxýfenýl)þalíð)
77-09-8
417
fenópróbamat
673-31-4
71
fenósólon
15302-16-6
180
fenóþíasínsambönd og afleiður þeirra
320
fenprókúmon
435-97-2
273
4-fenýlasófenýlen-1,3-díamínmónóhýdró-klóríðsítrat (krýsoidínsítrathýdróklóríð)
5909-04-6
81
fenýlbútason
50-33-9
67
4-fenýl-3-búten-2-on
122-57-6
356
o-fenýlendíamín og sölt þess
(1,2-bensendíamín og sölt þess)
95-54-5
363
2-fenýlindan-1,3-díon (fenindíon)
83-12-5
271
4-fenýlmetoxýfenól (4-bensýloxýfenól)
103-16-2
178
fenýramídól
553-69-5
274
Ficus carica, ef notað sem ilmefni
68916-52-9
436
fíkjulauf hrein, ef notuð sem ilmefni
68916-52-9
436
flúanison
1480-19-9
187
flúoreson
2924-67-6
189
flúorúrasil
51-21-8
190
flússýra, venjuleg sölt hennar, komplexsambönd hennar og vetnisflúoríð að undanskildum þeim sem talin eru upp í 3. viðauka
7664-39-3
191
fosfór og málmfosfíð
7723-14-0
279
frumur, vefir og efni úr mannslíkamanum
416
fúrasólidon
67-45-8
252
fúrfúrýltrímetýlammóníumsölt (t.d. joðíð)
7618-86-2
192
fúrókúmarínsambönd (t. d. tríoxýsalan, 8-metoxýsoralen og 5-metoxýsoralen), nema sem venjulegt innihald náttúrulegrar rokgjarnrar olíu. Í sólvarnar- og brúnkuefnum á fúrókúmaríninnihaldið að vera innan við
1 mg/kg.
66-97-7

358


fúrtretóníumjoðíð og önnur sölt þess
541-64-0
192
Fysóstigmín og sölt þess (eserín)
57-47-6
166
Galantamín
357-70-0
193
gallamíntríetjoðíð
65-29-2
329
geislavirk efni, eins og þau eru skilgreind í tilskipun 96/29/Euratom (OJ L 159, 29.6.1996, p. 1.) , þar sem settir eru öryggisstaðlar til verndar heilsu starfsmanna og almennings gegn hættu af jóniserandi geislun
293
Glúkókortíkóíðar
300
glútetimíð og sölt þess
77-21-4
181
Glýsýklamíð
664-95-9
100
Gullsölt
296
Gúaifenesín
93-14-1
230
gúanetidín og sölt þess
55-65-2
259
Halóperídól
52-86-8
185
trans-2-heptanal, ef notað sem ilmefni
18829-55-5
437
hexaetýltetrafosfat (HEPT)
757-58-4
316
(1R,2S)-hexahýdró-1,2-dímetýl-3,6-epoxýþalsýruanhýdríð (kantardín)
56-25-7
70
hexaklóretan
67-72-1
197
((1R,4S,5R,8S)-1,2,3,4,10,10-hexaklór-1,4,4a,5,8,8a-hexahýdró-1,4:5,8-dímetanonaftalen) (ísódrín)
465-73-6
198
hexaklórófen (2,2'-díhýdroxý-3,3´,5,5´,6,6´-hexaklórdífenýlmetan)
70-30-4
371
g-1,2,3,4,5,6-hexaklórsýklóhexan (g-BHC)
58-98-9
195
hexametóníumbrómíð og önnur sölt þess
55-97-0
124
hexametýlenbis(trímetýlammóníum)sölt, t.d. brómíð
60-26-4
124
trans-2-hexanaldíetýlasetal, ef notað sem ilmefni
67746-30-9
438
trans-2-hexanaldímetýlasetal, ef notað sem ilmefni
18318-83-7
439
hexaprópýmat
358-52-1
115
Hyoscyamus niger L., blöð, fræ, duft og útdráttur úr jurtinni
84603-65-6
211
hýdrasíðsambönd og sölt þeirra
200
hýdrasín, afleiður þess og sölt af afleiðunum
302-01-2
201
hýdrastín og sölt þess
118-08-1
199
hýdrastínín og sölt þess
6592-85-4
199
7-(2-hýdroxý-3-(2-hýdroxýetýl-N-metýl-amínó)própýl)þeófyllín (xantínól)
2530-97-4
135
(4-(4-hýdroxý-3-joðfenoxý)-3,5-díjoðfenýl)edikssýra og sölt hennar
51-24-1
5
8-hýdroxýkínólín og 8-hýdroxýkínólínsúlfat að undanskildum þeim notkunarsviðum sem talin eru upp í 3. viðauka (tilv.nr. 51)
148-24-3
395
4-hýdroxý-3-metoxýsinnamýlalkóhól og bensóöt þeirra, nema sem venjulegt innihald náttúrulegrar rokgjarnrar olíu
485-35-5
357
11-a-hýdroxý-4-pregnen-3,20-díon og esterar þess
80-75-1
385
hýdroxýsín
68-88-2
240
hýdróabietýlalkóhól, ef notað sem ilmefni
13393-93-6
440
hýoskín, sölt þess og afleiður (skópólamín)
51-34-3
295
hýoskýamín, sölt þess og afleiður
101-31-5
210

imperatorín
((9-(3-metýlbút-2-enýloxý)-7H-furó(3,2-g)krómen-7-on)
482-44-0
34
inprókúon
436-40-8
152
Inula helenium, ef notað sem ilmefni (alanrótarolía)
97676-35-2
423
ipekakuanha (Cephaelis ipecacuanha Brot. og skyldar teg.); rætur, duft og útdráttur úr jurtinni
8012-96-2
215
3-ímídasól-4-ýlakrýlsýra og etýlester hennar
(úrókansýra)
104-98-3
418
ísódrín ((1R,4S,5R,8S)-1,2,3,4,10,10-hexaklór-1,4,4a,5,8,8a-hexahýdró-1,4:5,8-dímetanónaftalen)
465-73-6
198
ísókarboxasíð
59-63-2
52
ísómethepten og sölt þess
503-01-5
228
ísóprenalín
7683-59-2
17
ísóprópamíðjoðíð og önnur sölt þess
(N-(3-karbamóýl-3,3-dífenýlprópýl)-N,N-díísóprópýlmetýlammóníumsölt, t.d. joðíð)
7492-32-2
156
6-ísóprópýl-2-dekahýdrónaftalenól, ef notað sem ilmefni
34131-99-2
441
2-ísóprópýlpent-4-enóýlþvagefni (aprónalíð)
528-92-7
216
ísósorbíðdínítrat
87-33-2
148
joð
7553-56-2
213
joðtýmól (5,5'-díísóprópýl-2,2´-dímetýlbífenýl-4,4´-díýldíhýpójoðíð)
552-22-7
361
johimbin og sölt þess
146-48-5
337
Juniperus sabina L.; blöð, rokgjörn olía og útdráttur úr jurtinni
90046-04-1
294
kadmíum og sambönd þess
7440-43-9
68
kantaridín ((1R,2S)-hexahýdró-1,2-dímetýl-3,6-epoxýþalsýruanhýdríð)
56-25-7
70
kantaríðsambönd, Cantharis vesicatoria
92457-17-5
69
kaptan (N-(tríklórmetýlþíó)-4-sýklóhexen-1,2-díkarboximíð)
133-06-2
370
kaptódíamín
486-17-9
140
karamífen og sölt þess
77-22-5
169
N-(3-karbamóýl-3,3-dífenýlprópýl)-N,N-díísóprópýlmetýlammóníumsölt, t. d. joðíð (ísóprópamíðjoðíð og önnur sölt þess)
7492-32-2
156
karbrómal
77-65-6
57
karbútamíð
339-43-5
66
karísópródól
78-44-4
235
katalasi
9001-05-2
74
katekól
120-80-0
408
klófenamíð
671-95-4
85
klófenótan (DDT)
50-29-3
123
klór
7782-50-5
78
N-5-klórbensoxasól-2-ýlasetamíð
35783-57-4
1
klóretan
75-00-3
96
klórfasínon
3691-35-8
93
klórfenoxamín
77-83-3
94
klórmesanon
80-77-3
91
klórmetín og sölt þess
51-75-2
87
klóróform
67-66-3
366
klórpikrín (tríklórnítrómetan)
76-06-2
325
klórprópamíð
94-20-2
79
klórprotixín og sölt þess
113-59-7
84
klórsoxason
95-25-0
82
klórtalídon
77-36-1
262
koldísúlfíð
75-15-0
73
kolkisín, sölt þess og afleiður
64-86-8
102
kolkikosíð og afleiður þess
477-29-2
103
koltetraklóríð
56-23-5
315
koniín
458-88-8
290
konvallatoxín
508-75-8
105
kóbaltbensensúlfónat
23384-69-2
101
kólínklóríð
67-48-1
168
kólínsölt og esterar þeirra, t. d. kólinklóríð
62-49-7
168
kólkalsíferól (vítamín D3)
67-97-0
335
krímidín
535-89-7
83
króm, krómsýra og sölt hennar
7440-47-3
97
krýsoidínsítrathýdróklóríð (4-fenýlasófenýlen-1,3-díamínmónóhýdróklóríðsítrat)
5909-04-6
81
kúmetaról
4366-18-1
225
kúrare
8063-06-7
109
kúrarisantersambönd, efni með svipaða virkni og kúrare
110
kúrarín
22260-42-0
109
kvikasilfur og sambönd þess að undanskildum þeim sem eru talin upp í 5. viðauka (tilv.nr. 14 og 17)
7439-97-6
221
Laurus nobilis L.; olía úr fræjum
8002-41-3
359
levófasetóperan og sölt þess (a-piperidín-2-ýl-bensýlasetat, levórótatorýþreóform)
24558-01-8
284
Lippia citriodora, ef notað sem ilmefni (verbenaolía)
8024-12-2
450
litarefnið CI(1) 12075, ásamt lökkum og söltum þess
3468-63-1
397
litarefnið CI 12140
3118-97-6
378
litarefnið CI 13065
587-98-4
387
litarefnið CI 15585
2092-56-0
401
litarefnið CI 26105
85-83-6
379
litarefnið CI 42535
8004-87-3
388
litarefnið CI 42555
548-62-9
380
litarefnið CI 42555-1
467-63-0
380
litarefnið CI 42555-2
64070-98-2
380
litarefnið CI 42640
1694-09-3
386
litarefnið CI 45170
81-88-9
398
litarefnið CI 45170-1
509-34-2
398
litarefnið CI 61554
17354-14-2
389
lídókaín
137-58-6
399
Lobelia inflata L. og útdráttur úr jurtinni
84696-23-1
218
lóbelín og sölt þess
90-69-7
219
lýsergíð (LSD) og sölt þess
50-37-3
127
malonnítríl
109-77-3
149
mannómústín og sölt þess
576-68-1
89
mefeklórasín og sölt þess
1243-33-0
141
mefenesín og esterar þess
59-47-2
322
mekamýlamín
60-40-2
229
mepróbamat
57-53-4
236
mepýramínmaleat (2-(4-metoxýbensýl-N-(2-pýridýl)amínó)etýldímetýlamínmaleat)
59-33-6
346
metaldehýð
108-62-3
223
metamfepramón
15351-09-4
145
metapýrilen og sölt þess
91-80-5
144
metetóheptasín og sölt þess
509-84-2
171
metformín og sölt þess
657-24-9
147
metheptasín og sölt þess
469-78-3
174
8-metoxýsoralen
298-81-7
358
5-metoxýsoralen
484-20-8
358
1-metoxý-2,4-bensendíamín og sölt þess
(2,4-díamínóanisól og sölt þess)
615-05-4
376
1-metoxý-2,5-bensendíamín og sölt þess
(2,5-díamínóanisól og sölt þess)
5307-02-8
377
2-(4-metoxýbensýl-N-(2-pýridýl)amínó)-etýldímetýlamínmaleat (mepýramínmaleat)
59-33-6
346
4-metoxýfenól
150-76-5
178
4-(4-metoxýfenýl)-3-búten-2-on, ef notað sem ilmefni
943-88-4
443
1-(4-metoxýfenýl)-1-penten-3-on, ef notað sem ilmefni
104-27-8
444
7-metoxýkúmarín, ef notað sem ilmefni
531-59-9
442
metókarbamól
532-03-6
205
metótrexat
59-05-2
6
metýl-trans-2-bútenóat, ef notað sem ilmefni
623-43-8
445
(9-(3-metýlbút-2-enýloxý)-7H-fúró-
(3,2-g)krómen-7-on) (imperatorín)
482-44-0
34
metýleugenól, nema sem venjulegt innihald í náttúrulegum ilmefnum, þar sem magnið er ekki meira en:
0,01% í ilmvatni
0,004% í Kölnarvatni
0,002% í ilmkremi
0,001% í snyrtivörum, sem skolað er af eftir notkun
0,0002% í snyrtivörum, sem ekki er skolað af
eftir notkun, og í vörum til munnhirðu
95-15-2
451
metýlfenídat og sölt þess
113-45-1
175
2-metýl-m-fenýlendíamín (2,6 díamínótólúen)
823-40-5
413
4-metýl-m-fenýlendíamín og sölt þess
(2,4 díamínótólúen)
95-80-7
364
2-metýlheptýlamín og sölt þess
540-43-2
227
5-metýl-2,3-hexandíon, ef notað sem ilmefni
13706-86-0
447
N,N'-((metýlimínó)díetýlen)-bis(etýldímetýlammóníum)sölt
60-30-0
121
7-metýlkúmarín, ef notað sem ilmefni
2445-83-2
446
metýprýlon og sölt þess (2,4-díoxó-3,3-díetýl-5-metýlpiperidín)
125-64-4
133
metýrapon
54-36-4
292
mínoxídíl ásamt söltum þess og afleiðum (6-(1-piperidínýl)-2,4-pýrímidíndíamín-3-oxíð)
38304-91-5
372
morfólín og sölt þess
110-91-8
344
mosken (pentametýl-4,6-dínítróindan)
116-66-5
421
mónófenýlbútason (mófebútason)
2210-63-1
64
musk ambrette (4-tert-bútýl-3-metoxý-2,6-dínítrótólúen)
83-66-9
414
musk tibetene (5-tert-bútýl-1,2,3-trímetýl-4,6-dínítróbensen)
145-39-1
422
nafasólín og sölt þess
835-31-4
244
2-naftól (b-naftól)
135-19-3
241
1- og 2-naftýlamín (a-og b-naftýlamín) og sölt þess
91-59-8
242
3-(1-naftýl)-4-hýdroxýkúmarín
39923-41-6
243
nalorfín, sölt þess og esterar
62-67-9
20
natríumhexasýklónat
7009-49-6
114
natríumsölt af pýridín-1-oxíð-2-þíó (pýriþíónnatríum)
3811-73-2
369
neodýmíum og sölt þess
7440-00-8
309
neostigmín og sölt þess, t.d. joðíð og brómíð
1212-37-9
245
nikótín og sölt þess
54-11-5
246
nítrítsambönd, ólífræn (að undanskildu natríumnítrít, 3. viðauki (tilv.nr.17))
14797-65-0
248
nítroxólín og sölt þess
4008-48-4
209
nítróafleiður karbasóls
3077-85-8
72
nítróbensen
98-95-3
249
nítrófúrantoín
67-20-9
251
nítrókresól og alkalímálmsölt þeirra
12167-20-3
250
nítrósamínsambönd
35576-91-1
410
nítróstilbensambönd og samraða sambönd þess og afleiður
256
noradrenalín (norepínefrín) og sölt þess
51-41-2
257
noskapín og sölt þess
128-62-1
258
oktamoxín og sölt þess
4684-87-1
202
oktamýlamín og sölt þess
502-59-0
267
októdrín og sölt þess
543-82-8
28
oleandrín
465-16-7
261
[oxalýlbis(imínóetýlen)]bis(2-klórbensýl)-díetýlammóníumsölt, t.d. klóríð (ambenómíumklóríð og önnur sölt þess)
7648-98-8
132
oxanamíð og afleiður þess
126-93-2
165
oxfeneridín og sölt þess
546-32-7
172
padimat A, blanda af ísómerum (amýl-4-dímetýlamínóbensóat)
14779-78-3
381
parametason
53-33-8
186
paraþíon (O,O-díetýl-O-4-nítrófenýlþíófosfat)
56-38-2
131
paretoxýkaín og sölt þess
136-46-9
179
pelletierín og sölt þess
2858-66-4
263
pemólín og sölt þess
2152-34-3
212
pentaeritritýltetranítrat
78-11-5
265
pentaklóretan
76-01-7
264
pentametóníumbrómíð
541-20-8
120
pentametýl-4,6-dínítróindan (mosken)
116-66-5
421
N,N-pentametýlenbis(trímetýlammóníum)sölt
120
2-pentýlídensýklóhexanon, ef notað sem ilmefni
25677-40-1
448
petríklóral
78-12-6
266
Physostigma venenosum Balf.
89958-15-6
281
Phytolacca SPP og útdráttur úr jurtinni
8461-56-8
374
pikrínsýra
88-89-1
268
pikrótoxín (úr Anamirta cocculus L )
124-87-8
282
Pilocarpus jaborandi Holmes og útdráttur úr jurtinni
84696-42-4
311
pipasetat og sölt þess
2167-85-3
118
a-piperidín-2-ýl-bensýlasetat, levórótatorýtreóform (levófasetóperan og sölt þess)
24558-01-8
284
6-(1-piperidínýl)-2,4-pýrimidíndíamín-3-oxíð ásamt söltum þess og afleiðum (mínoxídíl)
38304-91-5
372
pipradról og sölt þess
467-60-7
285
piprókúraríum
3562-55-8
137
pílókarpín og sölt þess
92-13-7
283
poldínmetýlsúlfat
545-80-2
239
pramókaín
140-65-8
405
próbenesíð
57-66-9
161
prógesteronsambönd og öll efni með gestagenvirkni
57-83-0
194
prókaínamíð, sölt þess og afleiður
51-06-9
25
própan-1,2,3-tríýltrínítrat
55-63-0
253
própatýlnítrat
2921-92-8
206
própýfenason
479-92-5
138
Prunus laurocerasus L. (lárberjakirsuberjavatn)
89997-54-6
291
Pyrethrum album L. og afleiður
345
pýriþíóndísúlfíð + magnesíumsúlfat (díþíó-2,2'-bispýridíndíoxíð-1,1', viðbótarefni með magnesíumsúlfattríhýdrati)
43143-11-9
396
pýriþíónnatríum (natríumsölt af pýridín-1-oxíð-2-þíó)
3811-73-2
369
pýrógallól
87-66-1
409

Rauwolfia serpentina; alkalóíðar og sölt úr jurtinni
90106-13-1
15
safról, nema sem innihald náttúrulegrar rokgjarnrar olíu, ef styrkur fer ekki yfir 100 ppm í lokaafurð. Þó má safról ekki vera í tannkremi ætluðu börnum og styrkur þess í munnhirðuvörum má mest vera 50 ppm
94-59-7
360
retínsýra og sölt hennar (tretínoín)
302-79-4
375
santonín (a-santonín)
481-06-1
217
Schoenocaulon officinale Lind.; fræ og útdráttur úr jurtinni
84604-18-2
332
sefaelín og sölt þess
483-17-0
75
selen og sambönd þess að undanskildu selendísúlfíði með þeim skilyrðum sem tilgreind eru í 3. viðauka (tilv.nr. 49)
7782-49-2
297
silosýbin
520-52-5
278
sinkófen, sölt þess og afleiður ásamt söltum afleiðanna
132-60-5
8
sinkókaín og sölt þess
85-79-0
129
sinnepsolía (allýlísóþíósýanat)
57-06-7
18
sirkóníum og sambönd þess að undanskildu:
- komplex sirkóníumsambönd með þeim skilyrðum sem tilgreind eru í 3. viðauka (tilv.nr. 50)
- sirkóníumlökk, -litarefni og -sölt litarefnanna sem merkt eru með (x) í 4. viðauka
7440-67-7
391
skópólamín, sölt og afleiður þess (hýoskín)
51-34-3
295
Solanum nigrum L. og útdráttur úr jurtinni
84929-77-1
298
soxasólamín
61-80-3
24
sparteín og sölt þess
90-39-1
299
spírónólaktón
52-01-7
4
steinkolatjörur, hreinsaðar og óhreinsaðar
8007-45-2
420
strontíumlaktat
29870-99-3
402
strontíumnítrat
10042-76-9
403
strontíumpólýkarboxýlat
1633-05-2
404
Strophantus - tegundir og útdráttur úr þeim þ. m. t. strófantínsambönd
303
strófantínsambönd, aglúkónar þeirra og aðrar afleiður
560-53-2
302
Strychnos – tegundir og útdráttur úr þeim
305
stryknín og sölt þess
57-24-9
304
súkkínónítríl
110-61-2
150
súlfínpýrason
57-96-5
155
súlfonamíðsambönd og sölt þeirra, þ.m.t. súlfanílamíð (4-amínóbensensúlfonamíð) og afleiður þess sem myndast við að skipta út einu eða fleiri H-atómum NH2 -hópsins
63-74-1
307
súltíam
61-56-3
308
sýklalyf
39
sýklamenalkóhól, ef notað sem ilmefni
4756-19-8
425
sýklarbamat
5779-54-4
122
sýklisín og sölt þess
82-92-8
159
sýklófosfamíð
6055-19-2
88
2-a-sýklóhexýlbensýl(N,N,N´N´-tetraetýl)-trímetýlendíamín (fenetamín)
3590-16-7
112
sýklókúmaról (3,4-díhýdró-2-metoxý-2-metýl-4-fenýl-2H,5H-pýranó(3,2-c)-1-bensópýran-5-on)
518-20-7
234
sýklómenól og sölt þess
5591-47-9
113
tefasólín og sölt þess
1082-56-0
237
tellúr og sambönd þess
13494-80-9
312
tetrabenasín og sölt þess
58-46-8
139
tetrabrómsalisýlanilíð
350
tetraetýlammóníumbrómíð
71-91-0
61
tetraetýlpýrófosfat (TEPP)
107-49-3
276
tetrahýdrósólín og sölt þess
-
394
tetrakaín og sölt þess
94-24-6
63
tetraklóretýlen
127-18-4
314
2,3,7,8-tetraklórdíbensó-p-díoxín, (TCDD)
1746-01-6
367
tetraklórsalisýlanilíðsambönd
1154-59-2
348
Thevetia neriifolia Juss. og glýkósíð útdrættir
90147-54-9
318
tolboxan
2430-46-8
177
tolbútamíð
64-77-7
65
2,4-tólúendíamín og sölt þess (4-metýl-m-fenýlendíamín)
95-80-7
364
tólúidín, allir ísómerar þess og sölt ásamt halógen- og súlfóafleiðum
26915-12-8
32
tranýlsýprómín og sölt þess
155-09-9
324
tretamín
51-18-3
328
tretínoín (retínsýra og sölt hennar)
302-79-4
375
tríamteren og sölt þess
396-01-0
275
2,2,2-tríbrómetanól
75-80-9
326
3,4',5-tríbrómsalisýlanilíð (tríbrómsalan)
87-10-5
373
tríflúperidól
749-13-3
188
2,2,2-tríklóretan-1,1-díól
302-17-0
77
tríklórediksýra
76-03-9
10
tríklórmetín og sölt þess
555-77-1
327
N-(tríklórmetýlþíó)-4-sýklóhexen-1,2-díkarboximíð (kaptan)
133-06-2
370
tríklórnítrómetan (klórpikrín)
76-06-2
325
3,4,5-trímetoxýfenetýlamín og sölt þess
54-04-6
222
2,2,6-trímetýl-4-piperidýlbensóat og sölt þess (bensamín)
500-34-5
51
3,6,10-trímetýl-3,5,9-undekatríen-2-on, ef notað sem ilmefni
1117-41-5
449
tríoxýsalen, nema sem venjulegt innihald náttúrulegrar rokgjarnrar olíu
3902-71-4
358
tríparanól
78-41-1
92
trípelennamín
91-81-6
347
trítolýlfosfat
1330-78-5
277
túamínóheptan, sölt þess og ísómerar
123-82-0
27
týróprópínsýra og sölt hennar
51-26-3
9
Urginea scilla Stern. og útdráttur úr jurtinni
84650-62-4
330
úrokansýra (3-ímídasól-4-ýlakrýlsýra og etýlester hennar)
104-98-3
418
valnoktamíð
4171-13-5
184
varfarín og sölt þess
81-81-2
203
vefir og vökvar úr nautgripum, sauðfé og geitum, eins og hér greinir:
a) höfuðið allt (að undantekinni tungu), þar með talin heili, augu, þrenndarhnoðu, hálskirtlar, hóstarkirtill, milta og mæna úr nautgripum eldri en 6 mánaða, og innyfli frá skeifugörn að endaþarmi úr dýrum á öllum aldri.
b) hryggsúla að meðtöldum mænuhnoðum úr nautgripum eldri en 30 mánaða.
c) höfuðkúpa, þar með talin heili og augu, hálskirtlar og mæna úr sauðfé og geitum eldri en 12 mánaða, eða sem fengið hafa augntennur/ framtennur, og milta úr dýrum á öllum aldri
ásamt innihaldsefnum unnum úr þessum líkamshlutum.Þó er heimilt að nota efni unnin úr tólg ef eftirfarandi aðferðir hafa verið notaðar sem staðfest er af framleiðanda:
- umesterun eða vatnsrof við a.m.k. 200°C og viðeigandi
þrýsting í 20 mínútur (glýseról, fitusýrur og esterar)
- sápun með NaOH 12M (glýseról og sápa):
- lotuferli: við 95°C í 3 klst. eða,
- samfellt ferli: við 140°C og 2 bar (2000 hPa) í 8 mín.
eða sambærileg aðferð.
419
veratrín, sölt þess og jurtaútdráttur
71-62-5
331
Veratrum spp. og útdráttur úr jurtinni
90131-91-2
333
verbenaolía, ef notað sem ilmefni (Lippia citriodora)
8024-12-2
450
vínýlklóríðeinliða
75-01-4
334
vítamín D2 (ergókalsíferól)
50-14-6
335
vítamín D3 (kólkalsíferól)
67-97-0
335
xantínól (7-(2-hýdroxý-3-(2-hýdroxýetýl-N-metýlamínó)própýl)þeófyllín)
2530-97-4
135
xýlidínsambönd, allir ísómerar þess og sölt ásamt halógen- og súlfóafleiðum
1300-73-8
33
xýlómetasólín og sölt þess
526-36-3
313
þalídómíð og sölt þess
50-35-1
280
þallíum og sambönd þess
7440-28-0
317
þíamasól
60-56-0
233
þíótepa (þíófosfamíð)
52-24-4
310
þíóþvagefni og afleiður þess að undanskildum þeim sem upp eru taldar í 3. viðauka
62-56-6
321
þíram
137-26-8
162
þíúramdísúlfíðsambönd
354
þíúrammónosúlfíðsambönd
353
Östrógensambönd
og efni með kvenhórmónvirkni
260


1) CI = Color-Index, sbr. Rowe Index, 3. útgáfa, Society of Dyers and Colourists, Bradford, England, 1979.

3. VIÐAUKI A
Listi yfir efni sem leyfð eru í snyrtivörur með tilteknum skilyrðum.

Dálkur a;

efnum raðað í stafrófsröð eftir INCI-heitum þeirra. INCI-nöfn efnanna eru skáletruðu, þau eru notuð til að einkenna efni í snyrtivörum. Fyrir þau efni, sem ekki hafa INCI-nöfn, eru íslensku heitin látin ráða stafrófsröð.

Dálkur b; CAS-númer efnanna þar sem það á við (CAS = Chemical Abstract Service).

Dálkar d, e og f; átt er við hundraðshluta af þyngd (% massi/massi, % m/m), ef annað er ekki tekið fram.

Dálkur g; EB-tilvísunarnúmer efnanna sbr. viðauka III við tilskipun 82/368/EBE, með síðari breytingum.

Efni
CAS-nr.
Notkunarsvið
Leyfilegur hámarksstyrkur í fullunninni snyrtivöru
Aðrar takmarkanir og kröfur
Notkunarreglur og varnaðarorð sem skylt er að prenta á umbúðir
EB tilvísunar-númer
a
b
c
d
e
f
g
--
alkalíklóröt
(klóröt alkalímálma)
a) tannkrem
b) aðrar vörur
a) 5%
b) 3%
6
a) --
alkalísúlfíð

b) --
jarðalkalísúlfíð
a) háreyðingarvörur


b) háreyðingarvörur
a) 2% reiknað sem brennisteinn,
pH £ 12,7b) 6% reiknað sem brennisteinn,
pH £ 12,7
a) Varist snertingu við augu.
Geymist þar sem börn ná
ekki til.
b) Varist snertingu við augu.
Geymist þar sem börn ná
ekki til.
23
Aluminum Fluoride
álflúoríð
7784-18-1 vörur til munnhirðu 0,15% reiknað sem flúor(1) Inniheldur álflúoríð
34
Ammonia
ammóníak
7664-41-7 6% reiknað sem NH3 Ef yfir 2%:
Inniheldur ammóníak
4
Ammonium Fluoride
ammóníumflúoríð
12125-01-8 vörur til munnhirðu 0,15% reiknað sem flúor (1) Inniheldur ammóníumflúoríð
33
Ammonium Fluorosilicate
ammóníumhexaflúorsilíkat
16919-19-0 vörur til munnhirðu 0,15% reiknað sem flúor(1) Inniheldur ammóníumhexaflúorsilíkat
42
Ammonium Monofluorophosphate
ammóníummónóflúorfosfat
vörur til munnhirðu 0,15% reiknað sem flúor (1) Inniheldur ammóníummónóflúorfosfat
26
Benzalkonium Chloride
bensalkoníumklóríð,
-brómíð og -sakkarínat
a) hárvörur sem skolað er burt eftir notkun

b) önnur vara
a) 3% reiknað sem bensalkoníumklóríð

b) 0,1% (reiknað sem bensalkoníumklóríð).
a) Í endanlegri vöru má styrkur bensalkoníumklóríðs,
-brómíðs og -sakkarínats með alkýl keðju C14 eða minni ekki vera meiri en 0,1% (reiknað sem bensalkoníumklóríð).
a) Forðist snertingu við augu.


b) Forðist snertingu við augu.
65
Benzyl Alcohol
bensýlalkóhól
100-51-6 leysiefni, ilmvötn og ilmvörur
45
Boric acid
bórsýra
10043-35-3 a) talkúmb) vörur til munnhirðu
c) aðrar vörur (undanteknar eru baðvörur og hárliðunarvörur)
a) 5%b) 0,1%

c) 3%
a) 1. Óheimilt að nota í vörur fyrir börn yngri en þriggja ára.

2. Óheimilt að nota á erta og flagnandi húð ef að styrkur uppleystrar bórsýru er meiri en 1,5%.
 
b) 1. Óheimilt að nota í vörur fyrir börn yngri en þriggja ára.c) 1. Óheimilt að nota í vörur fyrir börn yngri en þriggja ára.

2. Óheimilt að nota á erta og flagnandi húð ef að styrkur uppleystrar bórsýru er meiri en 1,5%.
a) 1. Óheimilt að nota í vörur fyrir börn yngri en þriggja ára.

2. Óheimilt að nota á erta og flagnandi húð.b) 1. Óheimilt að neyta.

2. Óheimilt að nota í vörur fyrir börn yngri en þriggja ára.

c) 1. Óheimilt að nota í vörur fyrir börn yngri en þriggja ára.

2. Óheimilt að nota á erta og flagnandi húð.
1a
Calcium Fluoride
kalsíumflúoríð
7789-75-5 vörur til munnhirðu 0,15% reiknað sem flúor (1) Inniheldur kalsíumflúoríð
30
Calcium Hydroxide
kalsíumhýdroxíð
1305-62-0 a) afliðunarefni
tvíþátta:
kalsíumhýdroxíð
og guanidínsalt
 

b) pH-stýriefni í
háreyðingarvörur


c) aðrar vörur, t.d. pH-
stýriefni, hjálparefni
a) 7% kalsíumhýdroxíð  
 
 
 

 
b) pH allt að 12,7c) pH allt að 11
a) Inniheldur basa.
Varist snertingu við augu.
Getur valdið blindu.
Geymist þar sem börn ná
ekki til.
 
b) Inniheldur basa.
Varist snertingu við augu.
Geymist þar sem börn ná
ekki til.
15b
Calcium Monofluorophosphate
kalsíummónóflúorfosfat
7789-74-4 vörur til munnhirðu 0,15% reiknað sem flúor (1) Inniheldur
kalsíummónóflúorfosfat
29
Cetylamine Hydrofluoride hexadekýlammóníumflúoríð 3151-59-5 vörur til munnhirðu 0,15% reiknað sem flúor (1) Inniheldur
hexadekýlammóníumflúoríð
36
Chloramine-T
natríumtosýlklóramíð
127-65-1 0,2%
5
2, 4-Diaminophenol
2,4-díamínófenól (2)
95-86-3 oxandi hárlitunarefni
a) til almenningsnota

 
 
b) til faglegra nota
10% reiknað sem basi  
 
a) Inniheldur díamínófenól.
Varan getur valdið ofnæmi.
Óheimilt að nota til litunar
augnhára eða augabrúna.
 
b) Inniheldur díamínófenól.
Aðeins fyrir fagfólk. Varan
getur valdið ofnæmi.
Notið viðeigandi
hlífðarhanska.
10
Dichloromethane
metýlenklóríð
75-09-2 35%,
ef í blöndu með 1,1,1-tríklóretani má samanlagður styrkur ekki vera meiri en 35%.
Hámarksmagn sem óhreinindi 0,2%,
bannað í úðabrúsa.
7
Dichlorophene
bis(5-klór-2-hýdroxýfenýl)- metan
97-23-4 0,5% Inniheldur bis(5-klór-2-hýdroxýfenýl)metan
11
Dimethylol Ethylene Thiourea
1,3-bis(hýdroxýmetýl)-imídasólidín-2-þíon
15534-95-9 a) hársnyrtivörur
b) naglasnyrtivörur
a) allt að 2%
b) allt að 2%
a) Bannað í úðabrúsa
b) Í fullunninni vöru skal
pH £ 4
Inniheldur
1,3-bis(hýdroxýmetýl)-ímídasólidín-2-þíon
44
Etidronic Acid
1-hýdroxýetýlidendífosfór-sýra og sölt hennar
2809-21-4  
 
a) hársnyrtivörur
b) sápa
gefið upp sem 1-hýdroxý-etýlídendífosfórsýra
a) 1,5%
b) 0,2%
53
Fatty Acid Dialkanolamides
Fitusýrudíalkanólamíð
0,5% díalkanólamín Óheimilt að blanda saman við nítróserandi efni.
Hámarksstyrkur díalkanólamíns 5% fyrir hráefni.
Hámarksstyrkur N-nítrósó-díalkanólamíns 50 mg/kg.
Geymist í ílátum sem ekki innihalda nítrít.
60
Formaldehyde
formaldehýð
50-00-0 naglaherðir 5% reiknað sem formaldehýð Inniheldur formaldehýð (3).
Verjið naglabönd með feiti eða olíu.
13
Hydrogen Peroxide
vetnisperoxíð og önnur efnasambönd eða blöndur sem losa vetnisperoxíð, þar með talið karbamíðperoxíð og sinkperoxíð
a) hársnyrtivörur 
 

b) húðsnyrtivörur  
c) naglaherðir 
 
d) vörur til munnhirðu 
a) 12% H2O2 (40% v/v) bundið
eða fríað
b) 4% af H2O2 bundið eða fríað
c) 2% af H2O2 bundið eða fríað
d) 0,1% H2O2 bundið eða fríað
a) Notið viðeigandi hanska
a), b) og c).
Inniheldur vetnisperoxíð.
Varist snertingu við augu. Berist efnið í augu, skolið þá strax vandlega.
12
Hydroquinone
1,4-díhýdroxýbensen
123-31-9 oxandi hárlitunarefni
1) til almenningsnota


2) til faglegra nota
0,3%1) Inniheldur 1,4-díhýdroxýbensen.
Óheimilt að nota til litunar
augnhára eða augabrúna.
Berist efnið í augu, skolið þá strax vandlega.
2) Aðeins fyrir fagfólk
Inniheldur 1,4-díhýdroxýbensen.
Berist efnið í augu, skolið þá
strax vandlega.
14
Lead Acetat
blýasetat
301-04-2 má aðeins nota til hárlitunar 0,6% reiknað sem blý Inniheldur blýasetat.
Varist snertingu við augu. Þvoið hendur eftir notkun. Notið ekki til litunar augnhára, augabrúna eða yfirvaraskeggs. Ef efnið veldur ertingu skal hætta að nota það.Geymist þar sem börn ná ekki til.
55
Lithium Hydroxide
litíumhýdroxíð
1310-65-2 a) vörur til afliðunar
1) til almenningsnota2) til faglegra nota


b) pH-stýriefni í
háreyðingarvörur
 

c) aðrar vörur, til stjórnunar á pH (aðeins vörur sem skolað er burt eftir notkun)
 
1) 1,2% (4)


2) 4,5% (4)
 
 
 
 
 

b) pH allt að 12,7


c) pH allt að 11
a)
 
1) Inniheldur basa.
Varist snertingu við augu.
Getur valdið blindu.
Geymist þar sem börn ná
ekki til.
 
2) Einungis fyrir fagfólk.
Varist snertingu við augu.
Getur valdið blindu.
b) Inniheldur basa.
Varist snertingu við augu.
Geymist þar sem börn ná
ekki til.
15b
Magnesium Fluoride
magnesíumflúoríð
7783-40-6 vörur til munnhirðu 0,15% reiknað sem flúor (1) Inniheldur magnesíumflúoríð
56
Magnesium Fluorosilicate
magnesíumhexaflúorsilíkat
16949-65-8 vörur til munnhirðu 0,15% reiknað sem flúor (1) Inniheldur magnesíumhexaflúorsilíkat
43
Methyl Alcohol
Metanól
67-56-1 eðlisbreytir í etýl- og ísóprópýlalkóhól 5% reiknað sem hlutfall af etýl- og ísóprópýlalkóhóli
52
6- Methyl Coumarin
metýl-6-kúmarín
92-48-8 vörur til munnhirðu 0,003%
46
Monoalkanolamines
mónóalkanólamín
0,5% díalkanólamín Lágmarkshreinleiki 99%.
Hámarksstyrkur sek-alkanólamína 0,5% fyrir hráefni.
Hámarksstyrkur N-nítrósó-díalkanólamíns 50 mg/kg.
Óheimilt að nota með nítróserandi efnum. Geymist í ílátum sem ekki innihalda nítrít.
61
1- Naphthol
1-naftól
90-15-3 oxandi hárlitunarefni 2,0% Ef notað með vetnisperoxíði er leyfilegur hámarksstyrkur 1,0%. Getur valdið ofnæmi
16
Nicomethanol Hydrofluoride
níkómetanólhýdróflúoríð
62756-44-9 vörur til munnhirðu 0,15% reiknað sem flúor (1) Inniheldur níkómetanólhýdróflúoríð
47
Nitromethane
nítrómetan
75-52-5 vörn gegn tæringu 0,3%
18
Octadecyl Ammonium Fluoride
oktadekýlammóníumflúoríð
2782-81-2 vörur til munnhirðu 0,15% reiknað sem flúor (1) Inniheldur oktadekýlammóníumflúoríð
39
Oxalic Acid
oxalsýra, esterar og basísk sölt hennar
144-62-7 hársnyrtivörur 5% Aðeins fyrir fagfólk
3
Oxyquinoline
8-hýdroxýkínólín
og
Oxyquinoline Sulfate
bis(8-hýdroxýkínólínum)-súlfat
148-24-3


134-31-6
a) stoðefni vetnis-
peroxíðs í hársnyrtivörur sem skolað
er burt eftir notkun
b) stoðefni vetnis- peroxíðs í hársnyrtivörur sem ekki þarf að skola burt eftir notkun
a) 0,3% reiknað sem basib) 0,03% reiknað sem basi
51
Palmityl Trihydroxyethyl Propylenediamine Dihydrofluoride
N,N,N´-trí(pólýoxýetýlen)-N´-hexadekýlprópýlen-díammóníumflúoríð
vörur til munnhirðu 0,15% reiknað sem flúor (1) Inniheldur N,N,N´-trí(pólýoxý- etýlen)-N-hexadekýlprópýlen- díammóníumflúoríð
38
Phenol
fenól og basísk sölt þess
108-95-2 sápur og hárþvottalegir 1% reiknað sem fenól Inniheldur fenól
19
Phenoxyisopropanol
1-fenoxý-2-própanól
770-35-4 má einungis nota í vörur sem skolað er burt eftir notkun, bannað í vörur til munnhirðu 2% Sem rotvarnarefni - sjá
5. viðauka (tilv.nr. 43)
54
m- og p-Phenylenediamine 1,3 og 1,4 bensendíamín ásamt N-afleiðum og söltum;
N-afleiður af o- Phenyl-enediamine (2)
1,2 bensendíamíni að undanteknum þeim sem finna má annars staðar á þessum lista
oxandi hárlitunarefni
a) til almenningsnota
b) til faglegra nota
6% reiknað sem óbundinn basi a) Inniheldur bensendíamín.
Getur valdið ofnæmi. Má ekki nota til litunar augnhára eða augabrúna.
b) Inniheldur bensendíamín.
Aðeins fyrir fagfólk. Getur
valdið ofnæmi. Notið
viðeigandi hlífðarhanska.
8
Polyacrylamide
pólýakrýlamíð
9003-05-8 a) húðsnyrtivörur, sem ekki þarf að skola burt eftir notkun
b) aðrar snyrtivörur
a) Styrkur akrýlamíðs má ekki vera meiri en 0,1 mg/kgb) Styrkur akrýlamíðs má ekki vera meiri en 0,5 mg/kg
66
Potassium Fluoride
kalíumflúoríð
7789-23-3 vörur til munnhirðu 0,15% reiknað sem flúor (1) Inniheldur kalíumflúoríð
32
Potassium Fluorosilicate
kalíumhexaflúorsilíkat
16871-90-2 vörur til munnhirðu 0,15% reiknað sem flúor(1) Inniheldur kalíumflúorsílikat
41
Potassium Hydroxide
kalíumhýdroxíð
1310-58-3 a) naglabandaeyðir
b) vörur til afliðunar:
1) til almenningsnota


2) til faglegra nota


c) pH-stýriefni í
háreyðingarvörur
d) aðrar vörur, til
stjórnunar pH og til
hlutleysingar
a) 5% (4)b)
1) 2% (4)


2) 4,5% (4)c) pH allt að 12,7

d) pH allt að 11
a) Inniheldur basa.
Varist snertingu við augu.
Getur valdið blindu. Berist efnið í augu, skolið þá strax vandlega. Geymist þar sem börn ná ekki til.
b)
1) Inniheldur basa.
Varist snertingu við augu.
Getur valdið blindu. Geymist
þar sem börn ná ekki til.
2) Einungis fyrir fagfólk.
Varist snertingu við augu.
Getur valdið blindu.
c) Varist snertingu við augu.
Geymist þar sem börn ná
ekki til.
15a
Potassium Monofluorophosphate
kalíummónóflúorfosfat
20859-37-4 vörur til munnhirðu 0,15% reiknað sem flúor (1) Inniheldur
kalíummónóflúorfosfat
28
Quinine
kínín og sölt þess
130-95-0 a) hárþvottalegir
 
b) hársnyrtivökvar
a) 0,5% reiknað sem kínínbasi
b) 0,2% reiknað sem kínínbasi
21
Recorcinol
1,3-díhýdroxýbensen
108-46-3 a) oxandi hárlitunarefni
1) til almenningsnota
2) til faglegra notab) hársnyrtivökvar og
hárþvottalegir
a) 5%
 

b) 0,5%
a)
1) Inniheldur 1,3-díhýdroxý-bensen. Skolið hárið vandlega eftir notkun. Má ekki nota til litunar augnhára eða augabrúna. Berist efnið í augu, skolið þá strax vandlega.
2) Inniheldur 1,3-díhýdroxý-
bensen. Aðeins fyrir fagfólk.
Berist efnið í augu, skolið þá strax vandlega.
b) Inniheldur
1,3-díhýdroxýbensen
22
Selenium Sulfide
selendísúlfíð
7488-56-4 flösuhárþvottalegir 1% Inniheldur selendísúlfíð.
Varist snertingu við augu og skaddaða húð.
49
Silver Nitrate
silfurnítrat
7761-88-8 vörur til litunar augnhára og augabrúna 4% Inniheldur silfurnítrat.
Berist efnið í augu, skolið þá strax vandlega.
48
--
sirkóníumalúminíumklór-hýdrat, AlxZr(OH)yClz, ásamt komplexum samböndum þess með glýsíni
90604-80-1 svitalyktareyðir 20% sem vatnsfrítt
álsirkóníumklóríðhýdroxíð
5,4% sem sirkóníum
1) Hlutfallið milli fjölda ál-
og sirkóníumatóma verður að vera á bilinu 2-10
2) Hlutfallið milli fjölda
(Al + Zr) atóma og
klóratóma verður að vera
á bilinu 0,9-2,1
3) Bannað í úðabrúsa
Notist ekki á viðkvæma eða skaddaða húð
50
Sodium Fluoride
natríumflúoríð
7681-49-4 vörur til munnhirðu 0,15% reiknað sem flúor (1) Inniheldur natríumflúoríð
31
Sodium Fluorosilicate
natríumhexaflúorsilíkat
16893-85-9 vörur til munnhirðu 0,15% reiknað sem flúor (1) Inniheldur natríumhexaflúorsilíkat
40
Sodium Hydroxide
natríumhýdroxíð
1310-73-2 a) naglabandaeyðir

b) vörur til afliðunar:
1) til almenningsnota


2) til faglegra nota


c) pH-stýriefni í
háreyðingarvörur
d) aðrar vörur, til stjórnunar pH og til hlutleysingar
a) 5% (4)
b)
1) 2% (4)


2) 4,5% (4)

c) pH allt að 12,7

d) pH allt að 11
a) Inniheldur basa.
Varist snertingu við augu.
Getur valdið blindu. Berist efnið í augu, skolið þá strax vandlega. Geymist þar sem börn ná ekki til.b)
1) Inniheldur basa.
Varist snertingu við augu.
Getur valdið blindu. Geymist
þar sem börn ná ekki til.
2) Einungis fyrir fagfólk.
Varist snertingu við augu.
Getur valdið blindu.
c) Varist snertingu við augu. Geymist þar sem börn ná ekki til.
15a
Sodium Monofluorophosphate
natríummónóflúorfosfat
10163-15-2 vörur til munnhirðu 0,15% reiknað sem flúor (1) Inniheldur
natríummónóflúorfosfat
27
Sodium Nitrite
natríumnítrít
7632-00-0 vörn gegn tæringu 0,2% Óheimilt að nota með sek-amínum og/eða tert-amínum eða öðrum efnum sem geta myndað nítrósamín
17
Stannous Fluoride
tinflúoríð
7783-47-3 vörur til munnhirðu 0,15% reiknað sem flúor (1) Inniheldur tinflúoríð
35
Stearyl Trihydroxyethyl Propylenediamine Dihydrofluoride
3-(N-hexadekýl-N-2-hýdroxýetýlammóníó)próp-ýlbis(2-hýdroxýetýl)-amínóprópýl)-N-(2-hýdroxýetýl)ammóníum-díflúoríð
6818-37-7 vörur til munnhirðu 0,15% reiknað sem flúor (1) Inniheldur
3-(N-hexadekýl-N-2-hýdroxýetýlammóníó)própýlbis(2-hýdroxýetýl)amínóprópýl)-N-(2-hýdroxýetýl)ammóníumdíflúoríð
37
Strontium Acetate
strontíumasetat (hálfvatnað)
543-94-2 tannkrem 3,5% reiknað sem strontíum (5) Inniheldur strontíumasetat.
Ekki ætlað börnum.
58
Strontium Chloride
strontíumklóríðhexahýdrat
10476-85-4 a) tannkrem

b) hárþvottalegir og snyrtivörur fyrir andlit
a) 3,5% reiknað sem strontíum(5)
b) 2,1% reiknað sem strontíum(6)
Inniheldur strontíumklóríð.
Ekki ráðlegt að börn noti reglulega.
57
Strontium Hydroxide
strontíumhýdroxíð
18480-07-4 pH-stýriefni í háreyðingarvörur 3,5% reiknað sem strontíum
pH £ 12,7
Varist snertingu við augu. Geymist þar sem börn ná ekki til.
63
Strontium Peroxide
strontíumperoxíð
1314-18-7 hársnyrtivörur sem skolað er burt eftir notkun,
til faglegra nota
4,5% reiknað sem strontíum í vöru tilbúinnar til notkunar Allar vörur skulu uppfylla kröfur um losun vetnisperoxíðs. Varist snertingu við augu.
Berist efnið í augu, skolið þá strax vandlega.
Aðeins til faglegra nota.
Notið viðeigandi hlífðarhanska.
64
Talc
talkúm,
vatnað magnesíumsilikat
14807-96-6 a) vörur í duftformi
fyrir börn yngri en
þriggja ára
b) aðrar vörur
Varist að duftið berist í nef eða munn barna
59
Tetraborates
tetrabóröt
a) baðvörur


b) hárliðunarvörur
a) 18%


b) 8%
a) Óheimilt að nota í vörur fyrir börn yngri en þriggja ára
a) Óheimilt að nota í baðvörur fyrir börn yngri en þriggja ára
b) Skolið vandlega eftir notkun
1b
Thioglycolic Acid
þíóglýkólsýra og sölt hennar
68-11-1 a) vörur til hárliðunar - eða afliðunar:
1) til almenningsnota
2) til faglegra nota

b) háreyðingarvörur
c) aðrar hársnyrtivörur
sem skolað er burt
eftir notkun
a)
 
 
1) 8% tilbúið til notkunar
pH 7 - 9,5
2) 11% tilbúið til notkunar
pH 7 - 9,5
b) 5% tilbúið til notkunar
pH 7 - 12,7
c) 2% tilbúið til notkunar pH 6 - 9,5
reiknað sem þíóglýkólsýra
Í notkunarleiðbeiningum skulu eftirfarandi varnaðarsetningar koma fram á íslensku:
a), b) og c)
Varist snertingu við augu. Berist efnið í augu, skolið þá strax vandlega með miklu vatni og leitið læknis.
a) og c)
Notið viðeigandi hlífðarhanska.
a), b) og c)
Inniheldur þíóglýkólat.
Geymist þar sem börn ná ekki til.

2a
--
tólúendíamín,
N-setnar afleiður þess ásamt söltum, nema 2,4-díamínótólúen (2)
oxandi hárlitunarefni
a) til almenningsnota
b) til faglegra nota
10% reiknað sem óbundinn basi a) Inniheldur tóluendíamín.
Varan getur valdið ofnæmi.
Óheimilt að nota til litunar
augnhára eða augabrúna.
b) Inniheldur tóluendíamín.
Aðeins fyrir fagfólk. Varan getur valdið ofnæmi. Notið viðeigandi hlífðarhanska.
9
Trialkanolamines
tríalkanólamín
a) vörur sem ekki er skolað burt eftir notkun

b) aðrar vörur
a) 2,5% a) og b)
Óheimilt að nota með nítróserandi efnum
Lágmarkshreinleiki 99%
Hámarksstyrkur sek-alkanólamína 0,5% fyrir hráefni
Hámarksstyrkur N-nítrósó-díalkanólamíns 50 mg/kg.
Geymist í ílátum sem ekki innihalda nítrít.
62
--
vatnsleysanleg sinksölt, nema sink-4-hýdroxýbensensúlfónat og pýriþíonsink
1% reiknað sem sink
24
Zinc Phenolsulfonate
Sink-4-hýdroxýbensensúlfónat
127-82-2 lyktareyðir, svitalyktareyðir og herpiefni 6% reiknað sem vatnsfrítt efni Varist snertingu við augu.
25
--
þíóglýkólsýruesterar
vörur til hárliðunar
eða afliðunar:
1) til almenningsnota

2) til faglegra nota
1) 8% tilbúið til notkunar
pH 6 - 9,5
2) 11% tilbúið til notkunar
pH 6 - 9,5

reiknað sem þíóglýkólsýra
Í notkunarleiðbeiningum skulu eftirfarandi varnaðarsetningar koma fram á íslensku:
Getur valdið ertingu ef efnið berst á húð. Varist snertingu við augu. Berist efnið í augu, skolið þá strax vandlega með miklu vatni og leitið læknis. Notið viðeigandi hlífðarhanska.
1) Inniheldur þíóglýkólat.
Fylgið meðfylgjandi notkunarleiðbeiningum. Geymist þar sem börn ná ekki til.
2) Inniheldur þíóglýkólat.
Fylgið meðfylgjandi notkunarleiðbeiningum.
Aðeins fyrir fagfólk.Geymist þar sem börn ná ekki til.
2b

(1) Ef í blöndu með öðrum flúorsamböndum sem leyfð eru samkvæmt þessum viðauka má heildarstyrkur flúors ekki vera meiri en 0,15%.
(2) Þessi efni er leyfilegt að nota ein sér eða í blöndu en þó þannig að samanlagt magn einstakra efna sem notuð eru verði ekki meira en leyfilegt uppgefið hámarksmagn.
(3) Ekki nauðsynlegt ef styrkur efnisins er £ 0,05%.
(4) Samanlagt magn kalíum-, natríum- og litíumhýdroxíðs gefið upp sem natríumhýdroxíð. Sé um blöndur að ræða skal heildarmagn ekki fara yfir þau mörk sem gefin eru í dálk d.
(5) Ef í blöndu með öðrum strontíumsamböndum sem leyfð eru samkvæmt þessum viðauka má heildarstyrkur strontíum ekki vera meiri en 3,5%.
(6) Ef í blöndu með öðrum strontíumsamböndum sem leyfð eru samkvæmt þessum viðauka má heildarstyrkur strontíum ekki vera meiri en 2,1%.
3. VIÐAUKI B
Listi yfir efni sem leyfð eru í snyrtivörur með tilteknum skilyrðum í tiltekinn tíma.

Efni
CAS-nr.
Notkunarsvið
Leyfilegur hámarksstyrkur í snyrtivöru
Aðrar takmarkanir og kröfur
Notkunarreglur og varnaðarorð sem skylt er að prenta á umbúðir
EB
tilvísunar-númer
Leyfilegt til
a
b
c
d
e
f
g
h
Acid Black 52
og sölt þess
16279-54-2 oxandi hárlitunarefni 2,0% Ef notað með vetnisperoxíði er leyfilegur hámarksstyrkur 1,0%
45
30.9.2004
Acid Red 33
og sölt þess
3567-66-6 (CI 17200) hárlitunarefni, ekki oxandi 2,0%
58
30.9.2004
2-Amino-6-chloro-4-nitrophenol
2-amínó-6-klór-4-nítrófenól og sölt þess
6358-09-4 a) oxandi hárlitunarefni
b) hárlitunarefni, ekki oxandi
a) 2,0%
b) 2,0%
Ef notað með vetnisperoxíði er leyfilegur hámarksstyrkur 1,0%
56
30.9.2004
4-Amino-m-cresol
4-amínó-m-kresól
og sölt þess
2835-99-6 oxandi hárlitunarefni 3,0% Ef notað með vetnisperoxíði er leyfilegur hámarksstyrkur 1,5%
38
30.9.2004
6-Amino-o-cresol
6-amínó-o-kresól og sölt þess
17672-22-9 oxandi hárlitunarefni 3,0% Ef notað með vetnisperoxíði er leyfilegur hámarksstyrkur 1,5%
41
30.9.2004
3-Amino-2,4-dichlorophenol
3-amínó-2,4-díklór-fenól og sölt þess
61693-42-3 oxandi hárlitunarefni 2,0% Ef notað með vetnisperoxíði er leyfilegur hámarksstyrkur 1,0% Getur valdið ofnæmi
19
30.9.2004
2-Amino-4-hydroxy-ethylaminoanisole
2-amínó-4-hýdroxý-etýlamínóanísól
og sölt þess
83763-47-7 oxandi hárlitunarefni 3,0% Ef notað með vetnisperoxíði er leyfilegur hámarksstyrkur 1,5%
39
30.9.2004
4-Amino-2-hydroxytoluene
4-amínó-2-hýdroxý-tólúen og sölt þess
2835-95-2 oxandi hárlitunarefni 3,0% Ef notað með vetnisperoxíði er leyfilegur hámarksstyrkur 1,5%
35
30.9.2004
2-Aminomethyl-p-aminophenol
2-amínómetýl-p-amínófenól og sölt þess
79352-72-0 oxandi hárlitunarefni 3,0% Ef notað með vetnisperoxíði er leyfilegur hámarksstyrkur 1,5%
42
30.9.2004
2-Amino-3-nitrophenol
2-amínó-3-nítrófenól og sölt þess
603-85-0 a) oxandi hárlitunarefni
b) hárlitunarefni, ekki oxandi
a) 3,0%
b) 3,0%
Ef notað með vetnisperoxíði er leyfilegur hámarksstyrkur 1,5% a) b) Getur valdið ofnæmi
2
30.9.2004
4-Amino-3-nitrophenol
4-amínó-3-nítrófenól og sölt þess
610-81-1 a) oxandi hárlitunarefni
b) hárlitunarefni, ekki oxandi
a) 3,0%
b) 3,0%
Ef notað með vetnisperoxíði er leyfilegur hámarksstyrkur 1,5% a) b) Getur valdið ofnæmi
3
30.9.2004
m-Aminophenol
m-amínófenól og sölt þess
591-27-5 oxandi hárlitunarefni 2,0% Ef notað með vetnisperoxíði er leyfilegur hámarksstyrkur 1,0% Getur valdið ofnæmi
5
30.9.2004
o-Aminophenol
o-amínófenól og sölt þess
95-55-6 oxandi hárlitunarefni 2,0% Ef notað með vetnisperoxíði er leyfilegur hámarksstyrkur 1,0%
34
30.9.2004
Basic Blue 26
og sölt þess
2580-56-5 (CI 44045) a) oxandi hárlitunarefni
b) hárlitunarefni, ekki oxandi
a) 0,5%
b) 0,5%
Ef notað með vetnisperoxíði er leyfilegur hámarksstyrkur 0,25%
57
30.9.2004
Basic Blue 7 2390-60-5 hárlitunarefni, ekki oxandi 0,2% Getur valdið ofnæmi
1
30.9.2004
Basic Violet 14
og sölt þess
632-99-5
(CI 42510)
a) oxandi hárlitunarefni
b) hárlitunarefni, ekki oxandi
a) 0,3%
b) 0,3%
Ef notað með vetnisperoxíði er leyfilegur hámarksstyrkur 0,15%
60
30.9.2004
1,3-Bis-(2,4-diamino-phenoxy)propane
1,3-bis-(2,4-díamínó-fenoxý)própan og sölt þess
81892-72-0 oxandi hárlitunarefni 2,0% Ef notað með vetnisperoxíði er leyfilegur hámarksstyrkur 1,0% Getur valdið ofnæmi
18
30.9.2004
2-Chloro-6-ethylamino-4-nitrophenol
2-klór-6-etýlamínó-4-nítrófenól og sölt þess
131657-78-8 a) oxandi hárlitunarefni
b) hárlitunarefni, ekki oxandi
a) 3,0%
b) 3,0%
Ef notað með vetnisperoxíði er leyfilegur hámarksstyrkur 1,5%
55
30.9.2004
2-Chloro-5-nitro-N-hydroxyethyl-p-phenylenediamine
2-klór-5-nítró-N-hýdroxýetýl-p-fenýlen-díamín og sölt þess
50610-28-1 a) oxandi hárlitunarefni
b) hárlitunarefni, ekki oxandi
a) 2,0%
b) 1,0%
Ef notað með vetnisperoxíði er leyfilegur hámarksstyrkur 1,0%
30
30.9.2004
3,4-Diaminobenzoic Acid
3,4-díamínóbensósýra og sölt hennar
619-05-6 oxandi hárlitunarefni 2,0% Ef notað með vetnisperoxíði er leyfilegur hámarksstyrkur 1,0%
40
30.9.2004
2,4-Diamino-5-methylphenetol
2,4-díamínó-5-metýl-fenetól og sölt þess
141614-04-2 oxandi hárlitunarefni 2,0% Ef notað með vetnisperoxíði er leyfilegur hámarksstyrkur 1,0% Getur valdið ofnæmi
17
30.9.2004
2,4-Diamino-5-methylphenoxyethanol 2,4-díamínó-5-metýlfenoxýetanól og sölt þess 141614-05-3 oxandi hárlitunarefni 3,0% Ef notað með vetnisperoxíði er leyfilegur hámarksstyrkur 1,5% Getur valdið ofnæmi
13
30.9.2004
2,4-Diaminophenoxy-ethanol
2,4-díamínófenoxý-etanól og sölt þess
70643-19-5 oxandi hárlitunarefni 4,0% Ef notað með vetnisperoxíði er leyfilegur hámarksstyrkur 2,0%
36
30.9.2004
2,6-Dihydroxy-3,4-dimethylpyridine
2,6-díhýdroxý-3,4-dímetýlpýridín og sölt þess
84540-47-6 oxandi hárlitunarefni 2,0% Ef notað með vetnisperoxíði er leyfilegur hámarksstyrkur 1,0% Getur valdið ofnæmi
6
30.9.2004
2,6-Dimethoxy-3,5-pyridinediamine
2,6-dímetoxý-3,5-pýridíndíamín
og sölt þess
85679-78-3 oxandi hárlitunarefni 0,5% Ef notað með vetnisperoxíði er leyfilegur hámarksstyrkur 0,25% Getur valdið ofnæmi
25
30.9.2004
HC Blue No 10
og sölt þess
173994-75-7 oxandi hárlitunarefni
2,0% Ef notað með vetnisperoxíði er leyfilegur hámarksstyrkur 1,0%
53
30.9.2004
HC Blue No 11
og sölt þess
23920-15-2 a) oxandi hárlitunarefni
b) hárlitunarefni, ekki oxandi
a) 3,0%
b) 2,0%
Ef notað með vetnisperoxíði er leyfilegur hámarksstyrkur 1,5% a) b) Getur valdið ofnæmi
9
30.9.2004
HC Blue No 12
og sölt þess
104516-93-0 a) oxandi hárlitunarefni
b) hárlitunarefni, ekki oxandi
a) 1,5%
b) 1,5%
Ef notað með vetnisperoxíði er leyfilegur hámarksstyrkur 0,75% a) b) Getur valdið ofnæmi
16
30.9.2004
HC Blue No 2
og sölt þess
33229-34-4 hárlitunarefni, ekki oxandi 2,8%
47
30.9.2004
HC Blue No 9
og sölt þess
114087-47-1 a) oxandi hárlitunarefni
b) hárlitunarefni, ekki oxandi
a) 2,0%
b) 1,0%
Ef notað með vetnisperoxíði er leyfilegur hámarksstyrkur 1,0%
54
30.9.2004
HC Orange No 2
og sölt þess
85765-48-6 hárlitunarefni, ekki oxandi 1,0%
26
30.9.2004
HC Red No 10+ HC Red No 11
og sölt þess
95576-89-9 og
95576-92-4
a) oxandi hárlitunarefni
b) hárlitunarefni, ekki oxandi
a) 2,0%
b) 1,0%
Ef notað með vetnisperoxíði er leyfilegur hámarksstyrkur 1,0%
50
30.9.2004
HC Red No 13
og sölt þess
29705-39-3 a) oxandi hárlitunarefni
b) hárlitunarefni, ekki oxandi
a) 2,5%
b) 2,5%
Ef notað með vetnisperoxíði er leyfilegur hámarksstyrkur 1,25%
31
30.9.2004
HC Violet No 1
og sölt þess
82576-75-8 a) oxandi hárlitunarefni
b) hárlitunarefni, ekki oxandi
a) 0,5%
b) 0,5%
Ef notað með vetnisperoxíði er leyfilegur hámarksstyrkur 0,25%
27
30.9.2004
HC Violet No 2
og sölt þess
104226-19-9 hárlitunarefni, ekki oxandi 2,0%
14
30.9.2004
HC Yellow No 10
og sölt þess
109023-83-8 hárlitunarefni, ekki oxandi 0,2%
24
30.9.2004
HC Yellow No 12
og sölt þess
59320-13-7 a) oxandi hárlitunarefni
b) hárlitunarefni, ekki oxandi
a) 1,0%
b) 0,5%
Ef notað með vetnisperoxíði er leyfilegur hámarksstyrkur 0,5%
52
30.9.2004
HC Yellow No 6
og sölt þess
104333-00-8 a) oxandi hárlitunarefni
b) hárlitunarefni, ekki oxandi
a) 2,0%
b) 1,0%
Ef notað með vetnisperoxíði er leyfilegur hámarksstyrkur 1,0%
51
30.9.2004
Hydroxybenzo-morpholine hýdroxýbensómorfólín og sölt þess 26021-57-8 oxandi hárlitunarefni 2,0% Ef notað með vetnisperoxíði er leyfilegur hámarksstyrkur 1,0% Getur valdið ofnæmi
22
30.9.2004
Hydroxyethylamino-methyl-p-aminophenol
hýdroxýetýlamínó-metýl-p-amínófenól og sölt þess
110952-46-0 oxandi hárlitunarefni 3,0% Ef notað með vetnisperoxíði er leyfilegur hámarksstyrkur 1,5%
43
30.9.2004
2-Hydroxyethylamino-5-nitroanisole
2-hýdroxýetýlamínó-5-nítróanisól og sölt þess
66095-81-6 hárlitunarefni, ekki oxandi 1,0%
29
30.9.2004
Hydroxyethyl-2,6-dinitro-p-anisidine hýdroxýetýl-2,6- dínítró-p-anisidín og sölt þess 122252-11-3 hárlitunarefni, ekki oxandi 3,0% Getur valdið ofnæmi
15
30.9.2004
Hydroxyethyl-3,4-methylenedioxaniline
hýdroxýetýl-3,4-metýlendíoxanilín og sölt þess
81329-90-0 oxandi hárlitunarefni 3,0% Ef notað með vetnisperoxíði er leyfilegur hámarksstyrkur 1,5%
44
30.9.2004
Hydroxyethyl-2-nitro-p-toluidine
hýdroxýetýl-2-nítró-p-tólúidín og sölt þess
100418-33-5 a) oxandi hárlitunarefni
b) hárlitunarefni, ekki oxandi
a) 2,0%
b) 1,0%
Ef notað með vetnisperoxíði er leyfilegur hámarksstyrkur 1,0% a) b) Getur valdið ofnæmi
10
30.9.2004
2-Hydroxyethyl-picramic Acid
2-hýdroxýetýlpíkram-sýra og sölt hennar
99610-72-7 a) oxandi hárlitunarefni
b) hárlitunarefni, ekki oxandi
a) 3,0%
b) 2,0%
Ef notað með vetnisperoxíði er leyfilegur hámarksstyrkur 1,5% a) b) Getur valdið ofnæmi
11
30.9.2004
4-Hydroxypropyl-amino-3-nitrophenol
4-hýdroxýpropýl-amínó-3-nítrófenól og sölt þess
92952-81-3 a) oxandi hárlitunarefni
b) hárlitunarefni, ekki oxandi
a) 5,2%
b) 2,6%
Ef notað með vetnisperoxíði er leyfilegur hámarksstyrkur 2,6% a) b) Getur valdið ofnæmi
7
30.9.2004
Hydroxypropyl Bis(N-hydroxyethyl-p-phenylenediamine) hýdroxýprópýlbis(N-hýdroxýetýl-p-fenýlen-díamín) og sölt þess 128729-30-6 oxandi hárlitunarefni 3,0% Ef notað með vetnisperoxíði er leyfilegur hámarksstyrkur 1,5% Getur valdið ofnæmi
33
30.9.2004
3-Methylamino-4-nitro-phenoxyethanol
3-metýlamínó-4-nítró-fenoxýetanól og sölt þess
59820-63-2 hárlitunarefni, ekki oxandi 1,0%
28
30.9.2004
p-Methylaminophenol p-metýlamínófenól og sölt þess 150-75-4 oxandi hárlitunarefni 3,0% Ef notað með vetnisperoxíði er leyfilegur hámarksstyrkur 1,5% Getur valdið ofnæmi
12
30.9.2004
2-Methyl-5-hydroxy-ethylaminophenol
2-metýl-5-hýdroxý-etýlamínófenól og sölt þess
55302-96-0 oxandi hárlitunarefni 2,0% Ef notað með vetnisperoxíði er leyfilegur hámarksstyrkur 1,0% Getur valdið ofnæmi
21
30.9.2004
2-Methylresorcinol
2-metýlresorsínól
og sölt þess
608-25-3 oxandi hárlitunarefni 2,0% Ef notað með vetnisperoxíði er leyfilegur hámarksstyrkur 1,0%
37
30.9.2004
Musk Ketone
musk keton
81-14-1 allar snyrtivörur að undanteknum vörum til munnhirðu a) 1,4% í
ilmvötnum
b) 0,56% í Kölnarvatni
c) 0,042% í
öðrum vörum
62
30.9.2004
Musk Xylen
musk xýlen
81-15-2 allar snyrtivörur að undanteknum vörum til munnhirðu a) 1,0% í
ilmvötnum
b) 0,4% í
Kölnarvatni
c) 0,03% í
öðrum vörum
61
30.9.2004
2,7-Naphthalenediol
2,7-naftalendíól og sölt þess
582-17-2 oxandi hárlitunarefni 1,0% Ef notað með vetnisperoxíði er leyfilegur hámarksstyrkur 0,5%
4
30.9.2004
1,5-Naphthalenediol
1,5-naftalendíól og sölt þess
83-56-7 oxandi hárlitunarefni 1,0% Ef notað með vetnisperoxíði er leyfilegur hámarksstyrkur 0,5%
32
30.9.2004
1,7-Naphthalenediol 1,7-naftalendíól og sölt þess 575-38-2 oxandi hárlitunarefni 1,0% Ef notað með vetnisperoxíði er leyfilegur hámarksstyrkur 0,5% Getur valdið ofnæmi
23
30.9.2004
3-Nitro-p-hydroxyethyl-aminophenol
3-nítró-p-hýdroxýetýl-amínófenól og sölt þess
65235-31-6 a) oxandi hárlitunarefni
b) hárlitunarefni, ekki oxandi
a) 6,0%
b) 6,0%
Ef notað með vetnisperoxíði er leyfilegur hámarksstyrkur 3,0%
48
30.9.2004
4-Nitrophenyl-aminoethylurea
4-nítrófenýl-amínóetýlþvagefni
og sölt þess
27080-42-8 a) oxandi hárlitunarefni
b) hárlitunarefni, ekki oxandi
a) 0,5%
b) 0,5%
Ef notað með vetnisperoxíði er leyfilegur hámarksstyrkur 0,25%
49
30.9.2004
2-Nitro-p-phenylene-diamine
2-nítró-p-fenýlen-díamín og sölt þess
5307-14-2 a) oxandi hárlitunarefni
b) hárlitunarefni, ekki oxandi
a) 0,3%
b) 0,3%
Ef notað með vetnisperoxíði er leyfilegur hámarksstyrkur 0,15%
46
30.9.2004
6-Nitro-2,5-pyridinediamine
6-nítró-2,5-pýridín-díamín og sölt þess
69825-83-8 hárlitunarefni, ekki oxandi 3,0% Getur valdið ofnæmi
8
30.9.2004
Phenyl Methyl Pyrazolone
fenýlmetýlpýrazólon og sölt þess
89-25-8 oxandi hárlitunarefni 0,5% Ef notað með vetnisperoxíði er leyfilegur hámarksstyrkur 0,25%
20
30.9.2004
Ponceau SX
og sölt þess
4548-53-2 (CI 14700) hárlitunarefni, ekki oxandi 2,0%
59
30.9.20044. VIÐAUKI
Listi yfir litarefni sem leyfð eru í snyrtivörur.


Leyfilegt er að nota lökk og sölt litarefnanna í þessum viðauka með því skilyrði að þessar afleiður innihaldi engin efni sem óheimilt er að nota samkvæmt 2. viðauka.
Leyfilegt er að nota torleyst baríum-, strontíum- og sirkóníumlökk, liti og sölt þeirra litarefna sem merkt eru með (x) í dálki d, en þó með því skilyrði að þau standist próf um torleysni samkvæmt aðferðum sem samþykktar eru af EB.
Dálkur a; CI-litanúmer efnanna þar sem það á við (CI = Color-Index, sbr. Rowe Index, 3. útgáfa, Society of Dyers and Colourists, Bradford, England, 1979).
Dálkur b; CAS-númer efnanna þar sem það á við (CAS = Chemical Abstract Service).
Dálkur c; E-númer efnanna þar sem það á við, sbr. EBE tilskipanir frá 1962, um matvæli og litarefni. Litarefni sem hafa E-númer verða að uppfylla kröfur um hreinleika sem settar eru í framangreindum tilskipunum en þau litarefni sem eru án E-númera verða að uppfylla hinar almennu kröfur um litarefni sem tilgreindar eru í viðauka III við tilskipun 62/2645/EBE frá 1962 um litarefni með síðari breytingum.

Notkunarsvið: Dálkur 1: Litarefni sem leyfð eru í allar snyrtivörur.
Dálkur 2: Litarefni sem leyfð eru í allar snyrtivörur nema þær sem notaðar eru nálægt augum, einkum augnfarða og hreinsiefni fyrir augnfarða.
Dálkur 3: Litarefni sem leyfð eru í allar snyrtivörur nema þær sem ætlað er að komast í snertingu við slímhúð.
Dálkur 4: Litarefni sem einungis eru leyfð í snyrtivörur sem ætlað er að komast í snertingu við hörund í stuttan tíma.


CI-litanúmer eða litaheiti
CAS-númer
E-númer
Litur
Notkunarsvið
Aðrar takmarkanir og kröfur
a
b
c
d
1
2
3
4
f
10006
16143-80-9
grænn
x
10020
19381-50-1
grænn
x
10316
846-70-8
gulur (x)
x
11680
2512-29-0
gulur
x
11710
6486-23-3
gulur
x
11725
6371-96-6
appelsínugulur
x
11920
2051-85-6
appelsínugulur
x
12010
6535-42-8
rauður
x
12085
2814-77-9
rauður (x)
x
Hámark 3% í fullunninni vöru
12120
2425-85-6
rauður
x
12150
1229-55-6
rauður
x
12370
6535-46-2
rauður
x
12420
6471-51-8
rauður
x
12480
6410-40-8
brúnn
x
12490
6410-41-9
rauður
x
12700
4314-14-1
gulur
x
13015
2706-28-7
E 105
gulur
x
14270
547-57-9
E 103
appelsínugulur
x
14700
4548-53-2
rauður
x
14720
3567-69-9
E 122
rauður
x
14815
3257-28-1
E 125
rauður
x
15510
633-96-5
appelsínugulur (x)
x
15525
5850-80-6
rauður
x
15580
5850-87-3
rauður
x
15620
1658-56-6
rauður
x
15630
1248-18-6
rauður (x)
x
Hámark 3% í fullunninni vöru
15800
6371-76-2
rauður
x
15850
5858-81-1
rauður (x)
x
15865
15782-05-5
rauður
x
15880
6417-83-1
rauður
x
15980
2347-72-0
E 111
appelsínugulur
x
15985
15790-07-5
E 110
gulur (x)
x
16035
25956-17-6
rauður
x
16185
915-67-3
E 123
rauður
x
16230
1936-15-8
appelsínugulur
x
16255
2611-82-7
E 124
rauður (x)
x
16290
5850-44-2
E 126
rauður
x
17200
3567-66-6
rauður (x)
x
18050
3734-67-6
rauður
x
18130
10236-37-0
rauður
x
18690
5601-29-6
gulur
x
18736
6408-26-0
rauður
x
18820
6359-82-6
gulur
x
18965
6359-98-4
gulur
x
19140
12225-21-7
E 102
gulur (x)
x
20040
5979-28-2
gulur
x
Hámark 5 ppm 3,3´-dímetýl-bensidín í litarefninu
20170
1320-07-6
appelsínugulur
x
20470
1064-48-8
svartur
x
21100
5102-83-0
gulur
x
Hámark 5 ppm
3,3´-díklórbensidín í litarefninu
21108
5567-15-7
gulur
x
Hámark 5 ppm
3,3´-díklórbensidín í litarefninu
21230
6706-82-7
gulur
x
24790
13421-53-9
rauður
x
26100
85-86-9
rauður
x
Hreinleikakröfur: anilín £ 0,2%
2-naftól £ 0,2%,
4-amínóasóbensen £ 0,1%,
1-fenýlasó-2-naftól £ 3%
1-(2-(fenýlasó)fenýlasó)-2-naftól £ 2%
27290
5413-75-2
rauður
x
27755
2118-39-0
E 152
svartur
x
28440
2519-30-4
E 151
svartur
x
40215
1325-54-8
appelsínugulur
x
40800
7235-40-7
appelsínugulur
x
40820
12676-20-9
E 160 e
appelsínugulur
x
40825
1109-11-1
E 160 f
appelsínugulur
x
40850
514-78-3
E 161 d
appelsínugulur
x
42045
129-17-9
blár
x
42051
3536-49-0
E 131
blár (x)
x
42053
2353-45-9
grænn
x
42080
3486-30-4
blár
x
42090
3844-45-9
blár
x
42100
4857-81-2
grænn
x
42170
5863-51-4
grænn
x
42510
632-99-5
fjólublár
x
42520
3248-91-7
fjólublár
x
Hámark 5 ppm í fullunninni vöru
42735
6505-30-2
blár
x
44045
2580-56-5
blár
x
44090
3087-16-9
E 142
grænn
x
45100
3520-42-1
rauður
x
45190
6252-76-2
fjólublár
x
45220
5873-16-5
rauður
x
45350
2321-07-5
gulur
x
Hámark 6% í fullunninni vöru
45370
596-03-2
appelsínugulur (x)
x
Hámark 1% flúoresein og 2% mónóbrómflúoresein
45380
17372-87-1
rauður (x)
x
Hámark 1% flúoresein og 2% mónóbrómflúoresein
45396
24545-86-6
appelsínugulur
x
Í varalitum má litarefnið aðeins notast sem frí sýra með mest 1% styrk
45405
6441-77-6
rauður
x
Hámark 1% flúoresein og 2% mónóbrómflúoresein
45410
13473-26-2
rauður (x)
x
Hámark 1% flúoresein og 2% mónóbrómflúoresein
45425
38577-97-8
rauður
x
Hámark 1% flúoresein og 3% mónójoðflúoresein
45430
16423-68-0
E 127
rauður (x)
x
Hámark 1% flúoresein og 3% mónójoðflúoresein
47000
8003-22-3
gulur
x
47005
8004-92-0
E 104
gulur
x
50325
6837-46-3
fjólublár
x
50420
8005-03-6
svartur
x
51319
6358-30-1
fjólublár
x
58000
72-48-0
rauður
x
59040
6358-69-6
grænn
x
60724
19286-75-0
fjólublár
x
60725
81-48-1
fjólublár
x
60730
4430-18-6
fjólublár
x
61565
128-80-3
grænn
x
61570
4403-90-1
grænn
x
61585
4474-24-2
blár
x
62045
4368-56-3
blár
x
69800
81-77-6
E 130
blár
x
69825
130-20-1
blár
x
71105
4424-06-0
appelsínugulur
x
73000
482-89-3
blár
x
73015
16521-38-3
E 132
blár
x
73360
2379-74-0
rauður
x
73385
5462-29-3
fjólublár
x
73900
1047-16-1
fjólublár
x
73915
980-26-7
rauður
x
74100
574-93-6
blár
x
74160
147-14-8
blár
x
74180
1330-38-7
blár
x
74260
1328-53-6
grænn
x
75100
42553-65-1
gulur
x
75120
6983-79-5
E 160 b
appelsínugulur
x
75125
502-65-8
E 160 d
gulur
x
75130
7488-99-5
7235-40-7
472-93-5
E 160 a
appelsínugulur
x
75135
79-75-4
E 161 g
gulur
x
75170
73-40-5
hvítur
x
75300
458-37-7
E 100
gulur
x
75470
1260-17-9
E 120
rauður
x
75810
8049-84-1
E 140
grænn
x
75810
E 141
grænn
x
77000
7429-90-5
E 173
hvítur
x
77002
1332-73-6
21645-51-2
hvítur
x
77004
8047-76-5
hvítur
x
77007
57455-37-5
blár
x
77015
1309-37-1
rauður
x
77120
7727-43-7
hvítur
x
77163
7787-59-9
hvítur
x
77220
471-34-1
E 170
hvítur
x
77231
10101-41-4
hvítur
x
77266
1333-86-4
7440-44-0
svartur
x
77267
8021-99-6
svartur
x
77268:1
1345-12-6
E 153
svartur
x
77288
1308-38-9
grænn
x
Án krómatjóna
77289
1324-77-2
grænn
x
Án krómatjóna
77346
1345-16-0
grænn
x
77400
7440-50-8
brúnn
x
77480
7440-57-5
E 175
brúnn
x
77489
1345-25-1
E 172
appelsínugulur
x
77491
1309-37-1
E 172
rauður
x
77492
20344-49-4
E 172
gulur
x
77499
12227-89-3
E 172
svartur
x
77510
14038-43-8
blár
x
Án sýaníðjóna
77713
546-93-0
hvítur
x
77742
10101-66-3
fjólublár
x
77745
10124-54-6
rauður
x
77820
7740-22-4
E 174
hvítur
x
77891
og blöndur þess með glimmeri
13463-67-7
E 171
hvítur
x
77947
1314-13-2
hvítur
x
Anthocyanins antósýanefni
E 163
rauður
x
Aluminium, Calcium, Magnesium og Zinc Stearate
ál-, kalsíum-, magnesíum-, og sinksteröt
7047-84-9
1592-23-0
557-04-0
557-05-1
hvítur
x
Bromocresol Green
brómkresólgrænt
76-60-8
grænn
x
Bromothymol Blue
brómtímólblátt
76-59-5
blátt
x
Capsanthin / Capsorubin
kapsantín
465-42-9
E 160c
appelsínugulur
x
Caramel
karamellubrúnt
8028-89-5
E 150
brúnn
x
Betaine
rauðrófulitur
107-43-7
E 162
rauður
x
Lactoflavin ríbóflavín
33-88-5
E 101
gulur
x
Acid Red 195 sýrurautt 195
12220-24-5
rauður
x

 
 
5. VIÐAUKI
Listi yfir rotvarnarefni sem leyfð eru í snyrtivörur.


Í þessum viðauka eru rotvarnarefni sem bæta má í snyrtivörur fyrst og fremst í þeim tilgangi að varna myndun örvera.
Efnum sem merkt eru með (x) í dálki a má bæta í snyrtivörur í öðrum styrk en mælt er fyrir um í þessum viðauka, en þá einungis í sérstökum tilgangi sem kemur greinilega fram í kynningu vörunnar, t.d. sem lyktareyðir í sápur eða flösueyðir í hárþvottalegi.
Önnur efni sem notuð eru við framleiðslu snyrtivara geta haft þann eiginleika að varna myndun örvera, t.d. margar rokgjarnar olíur og sum alkóhól. Þessi efni eru ekki talin upp viðaukanum.
Í viðaukanum er merking eftirfarandi hugtaka sem hér segir:

Sölt: Sölt katjóna; natríum-, kalíum-, kalsíum-, magnesíum-, ammóníum- og etanólamínsölt
Sölt anjóna; klóríð, brómíð, súlföt og asetöt
Esterar: Metýl-, etýl-, própýl-, ísóprópýl-, bútýl-, ísóbútýl- og fenýlesterar

Allar fullunnar vörur sem innihalda formaldehýð, eða önnur efni þessa viðauka sem losa formaldehýð, verða að bera varnaðarorðin "inniheldur formaldehýð" ef styrkur formaldehýðs í fullunninni vöru er meiri en 0,05%.
Dálkur a; efnunum er raðað í stafrófsröð eftir efnaheitum skv. INCI nafnakerfi fyrir snyrtivörur. Einnig eru gefin upp íslensk nöfn efnanna.
Dálkur b; CAS-númer efnanna þar sem það á við (CAS = Chemical Abstract Service).
Dálkar c, d, og e; átt er við hundraðshluta af þyngd (% massi/massi, % m/m) ef annað er ekki tekið fram.
Dálkur f; EB-tilvísunarnúmer efnanna sbr. viðauka VI við tilskipun 86/199/EBE, með síðari breytingum.


Efni
CAS-nr.
Leyfilegur
hámarksstyrkur
Aðrar takmarkanir og kröfur
Notkunarreglur og varnaðarorð sem skylt er að prenta á umbúðir
EB tilvísunar-númer
a
b
c
d
e
f
Benzalkonium Chloride (x) bensalkóníumklóríð, -brómíð og -sakkarínat
63449-41-2
8001-54-5
68989-01-5
0,1% reiknað sem bensalkóníumklóríð Óheimilt að nota í vörur til munnhirðu og vörur sem ætlaðar eru á varir
54
Benzethonium Chloride
N-bensýl-N,N-dímetýl-N-[4-(1,1,3,3-tetrametýlbútýl)fenoxýetoxýetýl]-ammóníumklóríð
121-54-0
0,1% Má aðeins nota í vörur sem skolað er burt eftir notkun
53
Benzoic Acid (x)
bensósýra, sölt hennar og esterar
65-85-0
0,5% (sýra)
1
Benzyl Alcohol (x)
bensýlalkóhól
100-51-6
1%
34
Benzylhemiformal
blanda af bensýloxýmetanóli og bensýloxýmetoxýmetanóli í jöfnum hlutföllum
14548-60-8
0,15% Má aðeins nota í vörur sem skolað er burt eftir notkun
55
2-Bromo-2-nitropropane-1,3-diol-(2-) (x)
2-bróm-2-nítró-1,3-própandíól
52-51-7
0,1% Forðist myndun nítrósamína
21
5-Bromo-5-nitro-1,3-dioxane
5-bróm-5-nítró-1,3-díoxan
30007-47-7
0,1% Má aðeins nota í vörur sem skolað er burt eftir notkun.
Forðist myndun nítrósamína
20
Bromochlorophene (x)
3,3´-díbróm-5,5´-díklór-2,2´-díhýdroxý-
dífenýlmetan
15435-29-7
0,1%
37
Cetrimonium Bromide (x)
Cetrimonium Chloride (x)
alkýl(C12-C22)trímetýlammoníumbrómíð og klóríð
57-09-0
112-02-7
0,1%
44
Chlorhexidine (x)
1-hexametýlenbis-(5-(p-klórfenýl)- bígúaníð)díglúkónat, -díasetat og
-díhýdróklóríð þess
55-56-1
0,3% gefið upp sem klórhexidín
42
Chloroacetamide
klórasetamíð
79-07-02
0,3% Inniheldur klórasetamíð
41
Chlorobutanol
1,1,1-tríklór-2-metýl-2-própanól
57-15-8
0,5% Óheimilt í úðabrúsa Inniheldur 1,1,1-tríklór-2-metýl-2-própanól
11
p-Chloro-m-Cresol (x)
4-klór-m-kresól
59-50-7
0,2% Óheimilt að nota í vörur sem ætlað er að komast í snertingu við slímhúð
24
Chlorophene
2-bensýl-4-klórfenól
120-32-1
0,2%
40
Chlorphenesin
3-(4-klórfenoxý)própan-1,2-díól
104-29-0
0,3%
50
Chlorxylenol (x)
4-klór-3,5-xýlenól
88-04-0
0,5%
26
Climbazole (x)
1-imídasólýl-1-(4-klórfenoxý)-3,3-dímetýlbútan-2-on
38083-17-9
0,5%
32
Dehydroacetic Acid
3-asetýl-6-metýlpýran-2,4-(3H)díon og sölt
520-45-6
0,6% (sýra) Óheimilt í úðabrúsa
13
Diazolidinyl Urea
N-hýdroxýmetýl-N-(1,3-díhýdroxýmetýl-2,5-díoxó-4-imídasólidínýl)-N´-hýdroxý- metýlþvagefni
78491-02-8
0,5%
46
Dibromohexamidine Isethionate
3,3´-díbróm-4,4´-hexametýlendíoxý-díbensamidín og sölt þess (þar með talið íseþíónat)
93856-83-8
0,1%
15
Dichlorobenzyl Alcohol (x)
2,4-díklórbensýlalkóhól
1777-82-8
0,15%
22
Dimethyl Oxasolidine
4,4-dímetýl-1,3-oxasólidín
51200-87-4
0,1% pH í fullunninni vöru má ekki vera > 6
45
DMDM Hydantoin (x)
1,3-bis(hýdroxýmetýl)-5,5-dímetýl-
imídasólidín-2,4-díon
6440-58-0
0,6%
33
7-Ethylbicyclooxazolidine
5-etýl-3,7-díoxa-1-asabísýkló[3.3.0]oktan
7747-35-5
0,3% Óheimilt að nota í vörur til munnhirðu og vörur sem ætlað er að komast í snertingu við slímhúð
49
Formaldehyde
formaldehýð og paraformaldehýð
50-00-0 30525-89-4
a) 0,2% (nema í vörur til munnhirðu)
b) 0,1% (vörur til munnhirðu) gefið upp sem óbundið formaldehýð
Óheimilt í úðabrúsa.
Sjá 3. viðauka (tilv.nr. 13)
5
Formic Acid (x)
maurasýra og natríumsölt hennar
64-18-6
0,5% (sýra)
14
Glutaral
1,5-pentandíal
111-30-8
0,1% Óheimilt í úðabrúsa Inniheldur 1,5-pentandíal
(ef styrkur 1,5-pentandíals í fullunninni vöru er > 0,05%)
48
Hexamidine Diisethionate (x)
1,6-bis(4-amidínófenoxý)-n-hexan og sölt þess, þar með talið íseþíónat og p-hýdroxýbensóat
659-40-5
0,1%
47
Hexetidine (x)
5-amínó-1,3-bis(2-etýlhexýl)-5-metýl-
hexahýdrópyrimidín
141-94-6
0,1%
19
4-Hydroxybenzoic Acid (x)
4-hýdroxýbensósýra, sölt hennar og esterar nema bensýlester (parabensambönd)
99-96-7
0,4% (sýra) fyrir einn ester. 0,8% (sýra) fyrir blöndur af esterum
12
Imidazolidinyl Urea (x)
3,3´-bis(1-hýdroxýmetýl-2,5-díoxó-
imídasólidín-4-ýl)-1,1´-metýlenþvagefni
39236-46-9
0,6%
27
Iodopropynyl Butylcarbamate
3-joð-2-própýnýlbútýlkarbamat
55406-53-6
0,05% 1. Óheimilt að nota í vörur til munnhirðu og vörur sem ætlaðar eru á varir
2. Ef að styrkur efnisins í vöru sem ætlað er að verða eftir á húð er meiri en 0,02%, bætið við setningunni: Inniheldur joð.
Inniheldur joð.
56
Isopropyl Cresols
4-ísóprópýl-m-kresól
3228-02-2
0,1%
38
Methenamine (x)
hexametýlentetramín
100-97-0
0,15%
30
Methylchloroisothiazolinone
blanda af 5-klór-2-metýl-4-ísóþíasólín-3-on og 2-metýl-4-ísóþíasólín-3-on með magnesíumklóríði og magnesíumnítrati
26172-55-4
0,0015% (15 ppm) (af blöndu af 5-klór-2-metýl-4-ísóþíasólín-3-on og 2-metýl-4-ísóþíasólín-3-on í hlutfallinu 3:1)
39
Methyldibromo Glutaronitrile
1,2-díbróm-2,4-dísýanóbútan
35691-65-7 0,1% Hámarksstyrkur í sólvarnarsnyrtivörur 0,025%
36
-
ólífræn súlfíð og vetnissúlfíð (x)
14265-45-3 0,2% gefið sem óbundið SO2
9
Phenoxyethanol (x)
2-fenoxýetanól
122-99-6 1%
29
Phenoxyisopropanol
1-fenoxý-2-própanól
770-35-4 1,0% Má aðeins nota í vörur sem skolað er burt eftir notkun.
Sjá 3. viðauka (tilv.nr. 54)
43
Phenyl Mercuric Acetat,
Phenyl Mercuric Borate
fenýlkvikasilfurssölt, þar með talið bórat
62-38-4
102-98-7
0,007% reiknað sem Hg(1) Má aðeins nota í augnfarða og augnförðunarhreinsa Inniheldur fenýlkvikasilfurssambönd
17
o-Phenylphenol (x)
2-fenýlfenól og sölt þess
90-43-7 0,2% gefið upp sem fenól
7
Piroctone Olamine (x)
1-hýdroxý-4-metýl-6-(2,4,4-trímetýlpentýl) -2-pyrídon og mónóetanólamínsölt þess
68890-66-4 a) 1,0%

b) 0,5%
a) Má aðeins nota í vörur sem skolað er burt eftir notkun
b) Má nota í aðrar vörur
35
Polyaminopropyl Biguanid (x)
pólý(1-hexametýlenbígúaníð)hýdróklóríð
70170-61-5 0,3%
28
Propionic Acid (x)
própíonsýra og sölt hennar
79-09-4 2% (sýra)
2
Quaternium-15
1-(3-klórallýl)-3,5,7-tríasa-1-asónía-adamantan klóríð
4080-31-3 0,2%
31
Salicylic Acid (x)
2-hýdroxýbensósýra
69-72-7 0,5% (sýra) Má ekki nota í vörur fyrir börn yngri en þriggja ára nema í hárþvottalegi Má ekki nota fyrir börn yngri en þriggja ára
3
-
silfurklóríð sem fellt er út á títandíoxíð
7783-90-6 0,004% reiknað sem AgCl 20% AgCl (v/v) á TiO2. Óheimilt að nota í vörur ætlaðar börnum yngri en þriggja ára, í vörur til munnhirðu og í vörur ætlaðar til nota við augu og munn.
52
Sodium Hydroxymethylglycinate
natríumhýdroxýmetýlamínóasetat
70161-44-3 0,5%
51
Sodium Iodate
natríumjoðat
7681-55-2 0,1% Má aðeins nota í vörur sem skolað er burt eftir notkun
10
Sorbic Acid (x)
2,4-hexadíensýra
110-44-1 0,6% (sýra)
4
Thimerosal
natríumetýlmerkúríþíósalisýlat
54-64-8 0,007% reiknað sem Hg(1) Má aðeins nota í augnfarða og augnförðunarhreinsa Inniheldur natríumetýl-merkúríþíósalisýlat
16
Triclocarban (x)
3,4,4´-tríklórkarbanilíð
101-20-2 0,2% Skilyrði:
3,3´,4,4´-tetraklórasóbensen 1 ppm 3,3´,4,4´-tetraklórasó-oxýbensen 1 ppm
23
Triclosan (x)
2,4,4´-tríklór-2´-hýdroxýdífenýleter
3380-34-5 0,3%
25
Undecylenic Acid (x)
10-undekensýra og sölt hennar
112-38-9 0,2% (sýra)
18
Zinc Pyrithione (x)
sinksölt af pyridín-1-oxíð-2-þíól
13463-41-7 0,5% Má aðeins nota í vörur sem skolað er burt eftir notkun.
Óheimilt að nota í vörur til munnhirðu
8

(1) Ef í blöndu með öðrum kvikasilfurssamböndum, sem leyfð eru samkvæmt þessari reglugerð, má heildarstyrkur Hg ekki vera meiri en 0,007%.6. VIÐAUKI
Listi yfir efni til síunar útfjólublárra geisla sem leyfð eru í snyrtivörur.


Efnum í þessum viðauka er bætt í sólsnyrtivörur til þess að sía burt tiltekna útfjólubláa geisla og verja þannig húðina gegn skaðlegum áhrifum þeirra.
Heimilt er að bæta efnum þessa viðauka í aðrar snyrtivörur en sólsnyrtivörur innan þeirra marka og með þeim skilyrðum sem sett eru.
Ekki eru talin upp í þessum viðauka önnur efni sem notuð eru í snyrtivörur í þeim tilgangi að verja vöruna sjálfa gegn útfjólubláum geislum.
Dálkur a; efnunum er raðað í stafrófsröð eftir efnaheitum skv. INCI nafnakerfi fyrir snyrtivörur. Einnig eru gefin upp íslensk nöfn.
Dálkur b; CAS-númer efnanna þar sem það á við (CAS = Chemical Abstract Service).
Dálkur c; átt er við hundraðshluta af þyngd (% massi/massi, % m/m) ef annað er ekki tekið fram.
Dálkur e; EB-tilvísunarnúmer efnanna sbr. viðauka VII við tilskipun 83/574/EBE eða tilskipun 89/174/EBE, með síðari breytingum.


Efni
CAS-nr.
Leyfilegur hámarksstyrkur
Notkunarreglur og varnaðarorð sem skylt er að prenta á umbúðir
EB tilvísunar-númer
a
b
c
d
e
Benzophenone-3
2-hýdroxý-4-metoxýbensófenon (oxýbenson)
131-57-7
10% Inniheldur 2-hýdroxý-4-metoxýbensófenon (1)
4
Benzophenone-4
Benzophenone-5
2-hýdroxý-4-metoxýbensófenon-5-súlfónsýra og natríumsölt hennar
4065-45-6
6628-37-1
5% (gefið upp sem sýra)
22
Benzylidene Camphor Sulfonic Acid
3-(4-súlfóbensýliden)bornan-2-on og sölt hennar
56039-58-8
6% (gefið upp sem sýra)
9
3-Benzylidene Camphor
1,7,7-trímetýl-3-(fenýlmetýlen)bísýkló[2.2.1]heptan-2-on
15087-24-8
2%
19
Bis-Ethylhexyloxy-phenol Methoxyphenol Triazine
2,4-bis((4-(2-etýlhexýloxý)-2-hýdroxý)-fenýl)-6-(4-metoxýfenýl)-(1,3,5)-tríasín
187393-00-6
10%
25
Bisymidazylte
monónatríumsalt af 2-2'-bis-(1,4-fenýlen)-1H-bensimíðasól-4,6-dísúlfónsýru
180898-37-7
10% (reiknað sem sýra)
24
Butyl Methoxydibenzoylmethane
1-(4-tert-bútýlfenýl)-3-(4-metoxýfenýl)própan-1,3-díon
70356-09-1
5%
8
Camphor Benzalkonium Methosulfate
3-(4-trímetýlammoníumbensýliden)bornan-2-on-metýlsúlfat
52793-97-2
6%
2
Dimethicodiethylbenzalmalonate
dímeþíódíetýlbensalmalónat
207574-74-1
10%
26
Dioctyl Butamido Triazone
bensósýru-4,4-((6-((((1,1-dímetýletýlamínó)karbónýl)fenýl)amínó)-1,3,5-tríazín-2,4-díýl)díimínó)bis-,bis(2-etýlhexýl)ester
154702-15-5
10%
17
Drometrizole Trisiloxane
2-(2H-bensótríazól-2-ýl)-4-metýl-6-(2-metýl-3-(1,3,3,3-tetrametýl-1-(trímetýlsilýl)oxý)dísiloxanýl)própýlfenól
155633-54-8
15%
16
Homosalate
3,3,5-trímetýlsýklóhexýlsalisýlat
118-56-9
10%
3
Isoamyl p-Methoxycinnamate
ísópentýl-4-metoxýsinnamat
71617-10-2
10%
14
4-Methylbenzylidene Camphor
3-(4´-metýlbensýliden)-d,l-kamfór
36861-47-9
4%
18
Methylene bis-benzotriazolyl tetramethylbutylphenol
2,2'-metýlenbis(6-(2H-bensótríasól-2-ýl)-4-(1,1,3,3-tetrametýlbútýl)fenól)
103597-45-1
10%
23
Octocrylene
2-sýanó-3,3-dífenýlakrýlsýru-2-etýlhexýlester
6197-30-4
10% (gefið upp sem sýra)
10
Octyl Dimethyl PABA
2-etýlhexýl-4-dímetýlamínóbensóat
21245-02-3
8%
21
Octyl Methoxycinnamate
2-etýlhexýl-4-metoxýsinnamat
5466-77-3
10%
12
Octyl Salicylate
2-hýdroxýbensósýru-2-etýlhexýlester
118-60-5
5%
20
Octyl Triazone
2,4,6-tríanilín(p-karbó-2´-etýlhexýl-1´-oxý)-1,3,5-tríazín
88122-99-0
5%
15
PABA
4-amínóbensósýra
150-13-0
5%
1
PEG-25 PABA
etoxýlerað etýl-4-amínóbensóat
116242-27-4
10%
13
Phenylbenzimidazole Sulfonic Acid
2-fenýlbensimídasól-5-súlfónsýra ásamt kalíum-, natríum- og tríetanólamínsöltum hennar
27503-81-7
8% (gefið upp sem sýra)
6
Polyacrylamidomethyl Benzylidene Camphor
fjölliða N-{(2 og 4)-[(2-oxóborn-3-ýliden)metýl]bensýl}akrýlamíðs
147897-12-9
6%
11
Terephthalylidene Dicamphor Sulfonic Acid
3,3´-(1,4-fenýlendímetýliden)bis(7,7-dímetýl-2-oxóbísýkló[2.2.1]heptan-1-metansúlfónsýra) og sölt hennar
90457-82-2
10% (gefið upp sem sýra)
7
Titanium dioxide
títandíoxíð
25%
27

(1) Ekki nauðsynlegt ef styrkur efnisins er 0,5% og ef efnið er notað til að verja vöruna sjálfa.7. VIÐAUKI
Greiningaraðferðir til eftirlits með samsetningu snyrtivara.


Við eftirlit með samsetningu snyrtivara skulu notaðar aðferðir sem birtar eru í tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 80/1335/EBE um samræmingu laga aðildarríkjanna varðandi nauðsynlegar greiningaraðferðir til eftirlits með samsetningu snyrtivara, ásamt breytingum í tilskipunum 87/143/EBE, 82/434/EBE, 90/207/EBE, 83/514/EBE, 85/490/EBE, 93/73/EBE, 95/32/EB og 96/45/EB.


8. VIÐAUKI
Tákn sem gefur til kynna að lesa skuli meðfylgjandi leiðbeiningar.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica