Umhverfisráðuneyti

427/2009

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 748/2003 um snyrtivörur. - Brottfallin

Stofnreglugerð:

Felld brott með:

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 2. viðauka:

 

a)

Ný efni með EB-tilvísunarnúmer 1244 til 1328 bætast við, sbr. fylgiskjal I með reglugerð þessari.

 

b)

Færsla fyrir efni með EB-tilvísunarnúmerið 1136 fær eftirfarandi heiti: "Safi úr Myroxylon pereirae (Royle) Klotz (Perú balsam, óunnið), ef notað sem ilmefni."2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 3. viðauka A:

 

a)

Eftirfarandi texta er bætt við í dálki a, EB-tilvísunarnúmer 8: "og í færslum nr. 1309, 1311 og 1312 í 2. viðauka."

 

b)

Eftirfarandi texta er bætt við í dálki a, EB-tilvísunarnúmer 9: "að undanteknum efnum í færslum 364, 1310 og 1313 í 2. viðauka."

 

c)

Í dálki f í færslum fyrir efni með EB-tilvísunarnúmer 26 til 43, 47 og 56 bætist eftirfarandi texti aftan við:

   

"Fyrir tannkrem sem inniheldur 0,1 til 0,15% flúoríð, nema það sé nú þegar merkt með þeim hætti að gefið er til kynna að það sé ekki ætlað börnum (t.d. "aðeins fyrir fullorðna"), skal eftirfarandi texti koma fram á umbúðum:

   

"Börn 6 ára og yngri: Notið þann skammt af tannkremi sem samsvarar nöglinni á litlafingri barnsins til að lágmarka gleypingu. Önnur inntaka flúors skal vera í samráði við tannlækni eða lækni.""

 

d)

Efni með EB-tilvísunarnúmer 102 til 184 bætast við viðaukann sbr. fylgiskjal II.

 

e)

Færsla fyrir efni með EB-tilvísunarnúmer 68 fellur niður.

 

f)

Færslur fyrir efni með EB-tilvísunarnúmer 45, 72, 73, 88 og 89 breytast sbr. fylgiskjal III.3. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 3. viðauka B:

Í færslum fyrir efni með EB-tilvísunarnúmer 3, 4, 5, 6, 7, 9, 10, 11, 12, 14, 16, 18, 19, 20, 21, 22, 24, 25, 26, 27, 28, 29, 31, 32, 33, 34, 35, 36, 37, 38, 39, 44, 47, 48, 49, 50, 55, 56, 57, 58, 59 og 60 kemur dagsetningin "31.12.2009" í dálki h í stað dagsetningarinnar "31.12.2007."

Færslur fyrir efni með EB-tilvísunarnúmer 1, 2, 8, 13, 15, 30, 41, 43, 45, 46, 51, 52, 53 og 54 falla niður.

4. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 17. gr. A laga nr. 52/1988, um eiturefni og hættuleg efni, með síðari breytingum.

Reglugerð þessi er sett til innleiðingar á eftirfarandi tilskipunum um breytingar á tilskipun 76/768/EBE um samræmingu laga aðildarríkjanna um snyrtivörur:

 

a)

Tilskipun 2007/53/EB um breytingu á tilskipun 76/768/EBE um snyrtivörur, varðandi tæknilega aðlögun á III. viðauka, sem vísað er til í 1. tl., XVI. kafla, viðauka II samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 49/2008, þann 26. apríl 2008.

 

b)

Tilskipun 2007/54/EB um breytingu á tilskipun 76/768/EBE um snyrtivörur, varðandi tæknilega aðlögun á II. og III. viðauka, sem vísað er til í 1. tl., XVI. kafla, II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 49/2008, þann 26. apríl 2008.

 

c)

Tilskipun 2007/67/EB um breytingu á tilskipun 76/768/EBE um snyrtivörur, varðandi tæknilega aðlögun á III. viðauka, sem vísað er til í 1. tl., XVI. kafla, II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 7/2009, þann 6. febrúar 2009.

 

d)

Tilskipun 2008/14/EB um breytingu á tilskipun 76/768/EBE um snyrtivörur, varðandi tæknilega aðlögun á III. viðauka sem vísað er til í 1. tl., XVI. kafla, II. viðauka samningsins um Evrópska efnhagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 29/2009, þann 18. mars 2009.

 

e)

Tilskipun 2008/42/EB um breytingu á tilskipun 76/768/EBE um snyrtivörur, varðandi tæknilega aðlögun á II. og III. viðauka.Umhverfisráðuneytinu, 20. apríl 2009.

F. h. r.
Magnús Jóhannesson.

Sigríður Auður Arnardóttir.

Fylgiskjöl.
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica