Umhverfisráðuneyti

738/2006

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 748/2003 um snyrtivörur. - Brottfallin

Stofnreglugerð:

Felld brott með:

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 2. viðauka:

a)

Niður falla færslur með EB-tilvísunarnúmer 615 og 616.

b)

Heiti efnis (dálkur a) í færslu með EB-tilvísunarnúmer 687 breytist og orðast svo: dínítrótólúen, tæknilega hreint.

c)

Ný efni bætast við, sbr. fylgiskjal 1 við reglugerð þessa.

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á viðauka 3A:

a)

Niður fellur færsla með EB-tilvísunarnúmer 19.

b)

Færslur með EB-tilvísunarnúmer 1a og 8 breytast, sbr. fylgiskjal 2 við reglugerð þessa.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 17. gr. A laga nr. 52/1988, um eiturefni og hættuleg efni.

Reglugerðin er sett til innleiðingar á tilskipun 2005/80/EB um breytingar á tilskipun 76/768/EBE, um samræmingu laga aðildarríkjanna um snyrtivörur varðandi tæknilega aðlögun á II. og III. viðauka, sem vísað er til í tl. 1, XVI. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 82/2006, þann 8. júlí 2006.

Reglugerðin öðlast gildi við birtingu.

Ákvæði til bráðabirgða.

Þrátt fyrir ákvæði reglugerðar þessarar er heimilt til 22. nóvember 2006 að selja í smásölu snyrtivörur sem innihalda efni sem talin eru upp í c-lið 1. gr. reglugerðar þessarar, sbr. fylgiskjal 1, eða uppfylla ekki ákvæði 2. gr.

Umhverfisráðuneytinu, 16. ágúst 2006.

F. h. r.

Magnús Jóhannesson.

Sigríður Auður Arnardóttir.

Fylgiskjöl.
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica