Umhverfisráðuneyti

353/2010

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 748/2003 um snyrtivörur. - Brottfallin

Stofnreglugerð:

Felld brott með:

1. gr.

Eftirfarandi breyting verður á 2. viðauka:

Færsla fyrir efni með EB-tilvísunarnúmer 419 breytist, sbr. fylgiskjal I.

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 3. viðauka A:

Efni með EB-tilvísunarnúmer 189 til 205 bætast við viðaukann, sbr. fylgiskjal II.

3. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 3. viðauka B:

 

a)

Færsla fyrir efni með EB-tilvísunarnúmer 55 breytist, sbr. fylgiskjal III.

 

b)

Í færslum fyrir efni með EB-tilvísunarnúmer 3, 4, 5, 6, 10, 11, 12, 16, 19, 20, 21, 22, 25, 26, 27, 29, 31, 32, 33, 34, 35, 36, 37, 38, 39, 44, 48, 49, 50 og 56 kemur dagsetningin "31.12.2010" í dálki h í stað dagsetningarinnar "31.12.2009".

 

c)

Færsla fyrir efni með EB-tilvísunarnúmer 7, 9, 14, 18, 24, 28, 47 og 58 falla niður.



4. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 17. gr. A laga nr. 52/1988, um eiturefni og hættuleg efni, með síðari breytingum.

Reglugerð þessi er sett til innleiðingar á eftirfarandi tilskipunum um breytingar á tilskipun 76/768/EBE um samræmingu laga aðildarríkjanna um snyrtivörur:

 

a)

Tilskipun 2006/78/EB um breytingu á tilskipun ráðsins 76/768/EBE, um snyrtivörur, í því skyni að aðlaga II. viðauka við hana að tækniframförum.

 

b)

Tilskipun 2009/36/EB um breytingu á tilskipun ráðsins 76/768/EBE, um snyrtivörur, í því skyni að aðlaga III. viðauka við hana að tækniframförum, sem vísað er til í 1. tl. XVI. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 9/2010, þann 29. janúar 2010.

 

c)

Tilskipun 2009/159/EB um breytingu, í því skyni að aðlaga að tækniframförum, III. viðauka við tilskipun ráðsins 76/768/EBE um snyrtivörur.



Reglugerðin öðlast gildi við birtingu.

Umhverfisráðuneytinu, 21. apríl 2010.

F. h. r.

Sigríður Auður Arnardóttir.

Kristín Rannveig Snorradóttir.

Fylgiskjöl.
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica