Umhverfisráðuneyti

879/2009

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 748/2003 um snyrtivörur. - Brottfallin

Stofnreglugerð:

Felld brott með:

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 2. viðauka:

 

a)

Ný efni með EB-tilvísunarnúmer 1329 til 1371 bætast við, sbr. fylgiskjal I með reglugerð þessari.

 

b)

Færsla fyrir efni með EB-tilvísunarnúmer 167 breytist sbr. fylgiskjal II.2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 3. viðauka A:

 

a)

Efni með EB-tilvísunarnúmer 185 til 188 bætast við viðaukann sbr. fylgiskjal IV.

 

b)

Færsla fyrir efni með EB-tilvísunarnúmer 10 fellur niður.

 

c)

Færsla fyrir efni með EB-tilvísunarnúmer 14 breytist sbr. fylgiskjal V.3. gr.

Eftirfarandi breyting verður á 3. viðauka B:

Færslur fyrir efni með EB-tilvísunarnúmer 57, 59 og 60 falla niður.

4. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 6. viðauka:

 

a)

Færsla fyrir efni með EB-tilvísunarnúmer 28 breytist sbr. fylgiskjal III.

 

b)

Færsla fyrir efni með EB-tilvísunarnúmer 1 fellur niður.

5. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 17. gr. A laga nr. 52/1988, um eiturefni og hættuleg efni, með síðari breytingum.

Reglugerð þessi er sett til innleiðingar á eftirfarandi tilskipunum um breytingar á tilskipun 76/768/EBE um samræmingu laga aðildarríkjanna um snyrtivörur:

 

a)

Tilskipun 2008/88/EB um breytingu á tilskipun ráðsins 76/768/EBE, um snyrtivörur, í því skyni að aðlaga II. og III. viðauka við hana að tækniframförum, sem vísað er til í 1. tl., XVI. kafla, II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 79/2009, þann 3. júlí 2009.

 

b)

Tilskipun 2008/123/EB um breytingu á tilskipun ráðsins 76/768/EBE, um snyrtivörur, í því skyni að aðlaga II. og VII. viðauka við hana að tækniframförum, sem vísað er til í 1. tl., XVI. kafla, II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 79/2009, þann 3. júlí 2009.

 

c)

Tilskipun 2009/6/EB um breytingu á tilskipun ráðsins 76/768/EBE, um snyrtivörur, í því skyni að aðlaga II. og III. viðauka við hana að tækniframförum, sem vísað er til í 1. tl., XVI. kafla, II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 79/2009, þann 3. júlí 2009.Reglugerðin öðlast gildi við birtingu.

Umhverfisráðuneytinu, 29. október 2009.

F. h. r.
Magnús Jóhannesson.

Sigríður Auður Arnardóttir.

Fylgiskjöl.
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica