Umhverfisráðuneyti

48/1994

Mengunarvarnareglugerð - Brottfallin

1. KAFLI

Gildissvið.

1. gr.

Reglugerð þessi nær til allrar mengunar ytra umhverfis svo og til starfsemi og framkvæmda sem haft geta í för með sér slíka mengun. Undanþegin er þó starfsemi og framkvæmd sem fellur undir lög nr. 117/1985 um geislavamir, sbr. reglugerð nr. 356/1985 um öryggisráðstafanir gegn jónandi geislun, og lög nr. 4b/1980 um aðbúnað og hollustuhætti á vinnustöðum.

2. KAFLI

Skilgreiningar.

2. gr.

Merking orða og orðasambanda í reglugerð þessari:

Bein losun í grunnvatn: losun efna í grunnvatn án þess að þau síist í gegnum jarðveg, þéttan jarðgrunn eða berggrunn.

Efnafræðileg súrefnisþörf (COD): mælikvarði á magn lífrænna efna í vatni, mælt með staðlaðri aðferð.

Eftirlitsmæling: stakar mælingar sem framkvæmdar eru samkvæmt fyrirmælum í starfsleyfum, sbr. ákvæði 8. kafla, eða í þeim tilgangi að kanna hvort settum reglum og viðmiðunarmörkum sé fylgt.

Endurmyndun: hver sú aðgerð sem nota má til að hreinsa úrgang svo að hann eða hluti hans komist í svipað eða sama form og hann var upphaflega.

Endurvinnsla: hvers konar nýting úrgangs til framleiðslu, orkuvinnslu o. þ. h.

Ferskvatnsmörk: sá staður í á þar sem selta hækkar vegna nálægðar sjávar á fjöru enda sé miðað við lítið rennsli í ánni.

Fráveita: leiðslukerfi og búnaður til meðhöndlunar skólps.

Fráveituvatn: vatn (skólp, ofanvatn, vatn frá upphitunarkerfum húsa o. fl.) sem veitt er í fráveitur.

Förgun úrgangs: aðgerð eða ferli þegar úrgangi er umbreytt, t. d. með brennslu, böggun eða á efnafræðilegan hátt og komið í geymslu (t. d. urðun), sbr. og aðferðir sem gefið er í viðauka 18.

Gámastöð: sérstök aðstaða þar sem tekið er við úrgangi frá almenningi og smærri fyrirtækjum til flokkunar áður en hann er fluttur til móttökustöðva.

Grunnvatn: vatn í gegnmettuðum jarðlögum undir yfirborði jarðar.

Hreinsun skólps:

Eins þreps hreinsun: hreinsun skólps með aflfræðilegum og/eða efnafræðilegum aðferðum þar sem svifagnir eru botnfelldar eða önnur hreinsun þar sem BOD5##gildi skólps er lækkað um að minnsta kosti 20% áður en það er losað og heildarmagn svifagna í skólpi er lækkað um að minnsta kosti 50%.

Grófhreinsun: hreinsun fastra hluta úr fráveituvatni, með rist, síu eða öðrum búnaði, til að koma í veg fyrir sjónmengun.

Tveggja þrepa hreinsun: frekari hreinsun skólps en eins þreps með aðferð sem oftast felur í sér líffræðilega hreinsun sem fylgt er eftir með botnfellingu eða öðru ferli, sbr. kröfur í viðauka 12 (I. viðauki, 1. tafla). Rotþró með siturlögn eða sandsíu telst t. d. vera tveggja þrepa hreinsun.

Viðeigandi hreinsun: hreinsun skólps með viðurkenndum hreinsibúnaði í samræmi við ákvæði reglugerðar þessarar svo að gæðamarkmiðum fyrir viðtaka sé náð, sbr. viðauka l , 2 og 12.

Húsaskólp: skólp frá íbúðarhúsnæði og þjónustustarfsemi sem einkum á rætur að rekja til efnaskipta mannslíkamans og heimilisstarfa.

Iðjuver: þar sem iðnaðarstarfsemi, orkufrekur iðnaður eða önnur mengandi starfsemi fer fram.

Iðnaðarskólp: skólp annað en húsaskólp og ofanvatn sem losað er frá húsnæði eða annarri aðstöðu sem notuð er til atvinnurekstrar eða iðnaður.

Líffræðileg súrefnisþörf (BOD5): mælikvarði fyrir magn lífrænna efna í vatni mælt með staðlaðri aðferð.

Losun: þegar efnum og efnasamböndum er veitt í fráveitur og viðtaka.

Meðhöndlun úrgangs: söfnun, flutningur, nýting og förgun úrgangs, þar með talið eftirlit með slíkri starfsemi og umsjón með förgunarstöðvum eftir að þeim hefur verið lokað.

Mengun: þegar örverur, efni og efnasambönd valda óæskilegum og skaðlegum áhrifum á heilsufar almennings, raska lífríki eða óhreinka loft, láð eða lög. Mengun tekur einnig til óþæginda vegna ólyktar, óbragðs, hvers konar hávaða og titrings, geislunar og varmaflæðis.

Móttökustöð: staður og aðstaða þar sem tekið er við úrgangi til lengri eða skemmri geymslu, umhleðslu, flokkunar eða annarrar meðhöndlunar. Þaðan fer úrgangur til förgunar eða nýtingar.

Nýting úrgangs: hvers konar meðhöndlun, umbreyting eða endurvinnsla efna eða hluta í stað förgunar, sbr. og aðgerðir sem nefndur eru í viðauka 18.

Næringarefnaauðgun: ofauðgun næringarsalta í vatni, einkum efnasambanda köfnunarefnis og/eða fosfórs, sem veldur því að þörungar og æðri tegundir plantna vaxa hraður en elta og valda óæskilegri röskun á jafnvægi lífríkis í vatninu og spilla gæðum þess.

Ofanvatn: regnvatn og leysingarvatn sem rennur í fráveitur af húsþökum, götum, gangstéttum og öðru þéttu yfirborði.

Óbein losun í grunnvatn: þegar efni eða gerlar berast í grunnvatn eftir síun í gegnum jarðveg, þéttan jarðgrunn eða berggrunn.

Persónueining (p.e.): magn lífrænna efna, næringarsalta og annarra efna sem samsvarar því sem einn einstaklingur er að jafnaði talinn losa frá sér á sólarhring. Ein p.e. af lífrænu efni er það magn lífrænna efna í skólpi sem getur brotnað niður líffræðilega með 60g súrefnis á dag mælt með 5 sólarhringa líffræðilegri súrefnisnotkun.

Ruslabiða: ílát sem komið er fyrir á almannafæri í því skyni að auðvelda fólki að losa sig við rusl.

Sigvatn: mengað vatn frá hvers konar starfsemi sem ekki er veitt í fráveitu og vatn sem rennur frá úrgangi eða í gegnum hann.

Siturleiðsla: götuð leiðsla sem lögð er í jörðu og dreifir fráveituvatni út í jarðveg.

Skólp: húsaskólp og iðnaðarskólp eða blanda húsaskólps eða iðnaðarskólps og/eða ofanvatns.

Sorpbrennslustöð: hvers kyns tæknibúnaður sem notaður er til að meðhöndla úrgang með brennslu, hvort sem hitinn sem myndast við brennsluna er nýttur eða ekki. Undanskildar eru þó stöðvar sem notaðar eru sérstaklega til að brenna seyru, spilliefnum, sóttmenguðum úrgangi eða öðrum tegundum sérstaks úrgangs, á landi eða í sjó, jafnvel þótt þessar stöðvar brenni öðrum úrgangi jafnhliða.

Sorpílát: ílát sem sorpi er safnað í áður en það er losað eða flutt til móttökustöðvar.

Strandsjór: sjór utan við stórstraumsfjörumörk eða ytri mörk ármynnis.

Strandsvæði: fjara ásamt 250 m breiðu svæði út frá stórstraumsfjörumörkum.

Úrgangur: hvers kyns efni eða hlutir sem einstaklingar eða lögaðilar ákveða að losa sig við eða er gert að losa sig við á tiltekinn hátt, sbr. og flokkun í viðauka 18.

Helstu gerðir úrgangs eru:

Framleiðsluúrgangur: úrgangur sem fellur til við framleiðslu, verslun og þjónustu, svo sem pappír, timbur, gler o. þ. h.

Ristarúrgangur: fastur úrgangur sem fellur til við grófhreinsun á skólpi.

Salernisúrgangur: allur úrgangur frá þurr- eða vatnssparandi salernum sem ekki eru tengd við fráveitu.

Seyra: allur fastur úrgangur sem fellur til við skólphreinsun nema ristarúrgangur.

Sérstakur úrgangur: úrgangur sem ekki verður meðhöndlaður á sama hátt og sorp eða framleiðsluúrgangur, t. d. vegna umfangs, eðlis, eða hættu á alvarlegri mengun.

Sorp (neysluúrgangur): leifar, rusl og umbúðir sem til falla við heimilishald eða aðra starfsemi og úrgangur sem hefur svipaða eiginleika.

Sóttmengaður úrgangur: Hvers kyns úrgangur sem getur haft í för með sér smithættu fyrir menn og dýr sem komast í beina eða óbeina snertingu við hann.

Spilliefni: hvers kyns sérstakur úrgangur (hættulegur úrgangur) sem inniheldur efni sem skráð eru í viðauka 4 eða 19 eða er mengaður af þeim, á þann hátt, í slíku magni eða af slíkum styrkleika að það stofni heilsu manna eða umhverfi í hættu.

Útblástursmörk: leyfilegur hámarksstyrkur og/eða massi mengunarefna í útblæstri iðjuvera og vélknúinna ökutækja miðað við tiltekinn tíma.

Úttektarrannsókn: viðamikil rannsókn eða langtímamæling, venjulega bundin við stærra svæði, svo sem landsvæði, þéttbýli eða hluta af þéttbýli, eða rannsókn á yfirgripsmiklum þáttum mengunar, svo sem frá farartækjum, eða rannsókn á mengun er berst frá öðrum löndum.

Viðmiðunarmörk: leyfilegur hámarksstyrkur mengandi efna í viðtaka á tilteknu tímabili.

Viðtaki: svæði sem tekur við mengun og þynnir hana eða eyðir.

Yfirborðsvatn: kyrrstætt eða rennandi yfirborðsvatn, ár, vötn og jöklar.

Ytra umhverfi: land, lögur og loft utandyra og utan vinnustaða.

Þéttbýlissvæði: svæði þar sem þéttbýli er nægilegt og/eða atvinnustarfsemi nægilega mikil til að hægt sé að safna og veita skólpi til hreinsistöðva eða til staða þar sem það er endanlega losað.

Þynningarsvæði: sá hluti viðtaka þar sem þynning mengunar á sér stað og eftirlitsaðilar með reglugerð þessari samþykkja, að mengun megi vera yfir viðmiðunarmörkum.

Viðkvæm og síður viðkvæm svæði: sjá m. a. viðmiðanir í viðauka 12 (II. viðauki).

3. KAFLI

Eftirlit.

Almenn ákvæði.

3. gr.

3.1 Heilbrigðisnefnd hefur eftirlit með framkvæmd reglugerðar þessarar undir yfirumsjón Hollustuverndar ríkisins. Hollustuvernd ríkisins annast eftirlit með þeim atvinnurekstri sem upp er talinn í viðauka 7.

3.2 Eftirlitið nær til lofts, láðs og lagar, svo og búnaðar og allra aðstæðna, sem valdið geta mengun. Eftirlitið felst í að framfylgja ákvæðum laga, reglugerða og starfsleyfa.

3.3 Eftirlitsaðili skal með fræðslu, leiðbeiningum og upplýsingum stuðla að aðgerðum,

sem miða að því að hindra og/eða takmarka mengun.

3.4 Eftirlitsaðila skal, þegar óskað er, veittur aðgangur að starfsleyfisskyldri og/eða eftirlitsskyldri starfsemi, að svæðum og mannvirkjum, þar sem mengunarhætta er til staðar, svo og að búnaði og tækjum, sem geta valdið mengun. Eftirlitsaðila skulu veittar allar upplýsingar sem hann álítur nauðsynlegar vegna eftirlitsins.

3.5 Akvæði kafla þessa hafa ekki áhrif á framkvæmd eftirlits samkvæmt lögum nr. 32/1986 um varnir gegn mengun sjávar.

Eftirlit með starfsleyfisskyldum atvinnurekstri.

4. gr.

Eftirlit skal vera reglubundið, sbr. 5. gr. Hollustuvernd ríkisins sér um eftirlit með atvinnurekstri og starfsemi sem upp er talin í viðauka 7. Heilbrigðisnefndir sjá um eftirlit með atvinnurekstri og starfsemi sem upp er talin í viðauka 8. Reglubundið eftirlit með starfsleyfisskyldum atvinnurekstri og starfsemi skiptist í 5 flokka eins og fram kemur í viðauka 9.

Lágmarkstíðni reglubundinna mælinga og eftirlits.

5. gr.

5.1 Lágmarkstíðni reglubundinna mælinga og eftirlits skal vera sem hér segir nema annað segi í reglugerð þessari eða starfsleyfum:

 

Flokkun

sbr. viðauka 9

Tímabil milli

skoðana

Mengunar-

mælingar

1.

2.

3.

4.

5.

6 mánuðir

12 mánuðir

12 mánuðir

24 mánuðir

Samkvæmt ákvörðun

eftirlitsaðila

Þriðja hvert ár

Fimmta hvert ár

Tíunda hvert ár

Aldrei

Aldrei

 

5.2 Komi ítrekað fram við eftirlit að ekki sé fylgt ákvæðum laga, reglugerða eða starfsleyfis, er eftirlitsaðila heimilt að flytja viðkomandi fyrirtæki upp um einn flokk, sbr. 1. mgr. Leiði eftirlitið í ljós að fyrirtæki starfi ávallt samkvæmt gildandi ákvæðum laga, reglugerða og starfsleyfis og að mengunarvarnir séu fullnægjandi, er eftirlitsaðila heimilt að flytja fyrirtækið niður um einn flokk, sbr. 1. mgr.

6. gr.

Fyrirtæki sem upp eru talin í viðaukum 7 og 8, greiða árlegt eftirlitsgjald samkvæmt gjaldskrá sem ráðherra staðfestir að fengnum tillögum stjórnar Hollustuverndar ríkisins vegna fyrirtækja í viðauka 7 og hlutaðeigandi svæðisnefndar um heilbrigðiseftirlit vegna fyrirtækja í viðauka 8. Gjaldið skal standa straum af kostnaði við eftirlitið.

7. gr.

Komi, að mati eftirlitsaðila, í ljós veruleg frávik frá ákvæðum starfsleyfis, laga eða reglugerða, getur eftirlitsaðili krafist úttektar á kostnað hlutaðeigandi fyrirtækis. Ágreiningi um nauðsyn slíkrar úttektar og/eða um kostnað er heimilt að vísa til stjórnar Hollustuverndar ríkisins, eigi heilbrigðiseftirlit sveitarfélaganna í hlut. Eigi Hollustuvernd ríkisins hins vegar hlut að máli er heimilt að vísa málinu til úrskurðarnefndar sem starfar samkvæmt 30. gr. laga um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit nr. 81/1988.

8. gr.

Heilbrigðisnefnd skal árlega skila til Hollustuverndar ríkisins yfirliti yfir framkvæmd og niðurstöður eftirlits með þeim atvinnurekstri sem upp er talinn í viðauka 8. Upplýsingum skal skila á þar til gerðum eyðublöðum, sem Hollustuvernd ríkisins leggur til. A sama hátt skal Hollustuvernd ríkisins senda hlutaðeigandi heilbrigðiseftirliti niðurstöður og túlkun allra mengunarmælinga hjá atvinnurekstri sem fellur undir viðauka 7 á viðkomandi heilbrigðiseftirlitssvæði. Geri Hollustuvernd ríkisins skriflega kröfur um úrbætur, ber að senda afrit bréfsins til viðkomandi heilbrigðiseftirlits.

9. gr.

Með sérstöku samkomulagi við hlutaðeigandi heilbrigðisnefndir, sem ráðherra staðfestir, getur Hollustuvernd ríkisins tekið að sér að sinna hluta eftirlitsins með starfsemi fyrirtækja sem talin eru upp í viðauka 8. Á sama hátt getur heilbrigðisnefnd tekið að sér að sinna hluta eftirlits með starfsemi fyrirtækja sem talin eru upp í viðauka 7. Ábyrgð á eftirlitinu hvílir eftir sem áður hjá þeim aðila sem skal annast það samkvæmt flokkun í viðaukum 7 og 8.

4. KAFLI

Varnir gegn vatnsmengun.

Almenn ákvæði.

10. gr.

10.1 Öll losun mengandi efna og skólps í vatn er óheimil án tilskilinna leyfa. Í ákvæðum starfsleyfa skulu allar viðeigandi ráðstafanir gerðar til að koma í veg fyrir vatnsmengun. Beita skal fullkomnustu tækni sem völ er á að því tilskildu að kostnaðurinn við það sé ekki óhóflegur. Jafnframt skal leitast við að nota þau efni sem skaða umhverfið sem minnst.

10.2 Losun hættulegra efna í vatn sem talin eru upp á lista I og II í viðauka 10, er óheimil nema í samræmi við ákvæði reglugerðar þessarar og starfsleyfa. Einungis er heimilt að gefa leyfi til tiltekinn tíma ef áætlað er að losa efni á lista I. Draga skal úr mengun af völdum annarra hættulegra efna, sbr. lista II í viðauka 10 og 11.

10.3 Um losun í grunnvatn gilda sérstakar reglur, sbr. 12. gr.

10.4 Atvinnurekstri sem hefur undir höndum eða notar efni sem gefið er á lista I og II í viðauka 10 eða á lista I og II í viðauka 11, sbr. viðauka 20, ber að fara eftir leiðbeiningum Hollustuverndar ríkisins sem miða að því að draga úr mengun af völdum þessara efna í vatni.

10.5 Allt skólp skal hreinsað með tveggja þrepa hreinsun eða með sambærilegri hreinsun áður en því er veitt í viðtaka nema kveðið sé á um annað í reglugerð þessari.

viðtaka nema kveðið sé á um annað í reglugerð þessari.

Varnir gegn mengun yfirborðsvatns.

11. gr.

11.1 Til að koma í veg fyrir vatnsmengun skulu sveitarstjórnir og skipulagsyfirvöld flokka vatnasvæði í eftirfarandi flokka við gerð svæðis- og aðalskipulags í samráði við heilbrigðisnefnd, Náttúruverndarráð og Hollustuvernd ríkisins:

Flokkur I: svæði sem hafa sérstaka þýðingu vegna nytja af ýmsu tagi, lífríkis, jarðmyndana eða útivistar, auk annarra sérstakra vatnsverndunarsvæða.

Flokkur II: yfirborðsvatn sem ekki nýtur sérstakrar vemdar.

Flokkun þessi gildir einnig þó að skipulagsáætlanir hafi ekki verið samþykktar.

11.2 Óheimilt er að losa skólp í yfirborðsvatn á svæðum sem hafa sérstaka þýðingu samkvæmt flokki I í 1. mgr., sbr. þó 14. - 22. gr.

11.3 Heilbrigðisnefnd getur, þegar um er að ræða starfsemi sem ekki er starfsleyfisskyld samkvæmt viðauka 7, veitt tímabundna undanþágu frá banni samkvæmt 2. mgr., ef sérstakar aðstæður gefa tilefni til og að höfðu samráði við Hollustuvernd ríkisins. Umsókn um undanþágu ásamt niðurstöðum rannsókna og/eða útreikninga sem sýna væntanleg umhverfisáhrif, skal senda til heilbrigðisnefndar. Þegar við á er Hollustuvernd ríkisins heimilt að veita undanþágu frá banninu enda liggi fyrir rannsóknir og/eða útreikningar sem sýni væntanleg umhverfisáhrif.

11.4 Fráveituvatn einstakra íbúðarhúsa eða sumarbústaða er undanþegið rannsóknarskyldu, enda sé það veitt um rotþró og siturleiðslu samkvæmt leiðbeiningum Hollustuverndar ríkisins og fyrirmælum heilbrigðisnefndar. Aðeins má nota rotþrær sem Hollustuvernd ríkisins hefur viðurkennt.

11.5 Virkni hreinsibúnaðar á skólpi og dreifing þess í umhverfinu skal á hverjum tíma vera þannig að mengun í yfirborðsvatni utan þynningarsvæða sé innan þeirra viðmiðunarmarka, sem fram koma í viðauka 1 með reglugerð þessari.

Varnir gegn mengun grunnvatns.

12. gr.

12.1 Mengun grunnvatns er óheimil nema annað segi í reglugerð þessari. Óheimilt er að losa efni sem gefið er á lista I í viðauka 1 I , í grunnvatn.

12.2 Heilbrigðisnefnd getur, þegar um er að ræða starfsemi sem ekki er starfs

leyfisskyld samkvæmt viðauka 7 og að höfðu samráði við Hollustuvernd ríkisins, þegar um fráveitur er að ræða, veitt tímabundna undanþágu frá banni _l. mgr. Þegar við á er Hollustuvernd ríkisins eða Siglingamálastofnun ríkisins, heimilt að veita undanþágu frá banninu. Þó er ætíð óheimilt að veita undanþágu vegna efna sem getið er í viðauka 11 ef um beina losun er að ræða. Einungis er heimilt að veita leyfi til tiltekins tíma ef áætlað er að losa efni á listum Í eða II í grunnvatn.

12.3 Áður en leyfi er veitt til að losa efni sem talin eru upp á lista I og II í viðauka 11, er skylt að rannsaka áhrif væntanlegrar losunar á umhverfið.

12.4 Umsókn um undanþágu ásamt niðurstöðum rannsókna og/eða útreikninga sem sýna væntanleg umhverfisáhrif, skal senda til heilbrigðisnefndar. Ef rannsókn leiðir í ljós að grunnvatn sé óhæft til notkunar, einkum til heimilis- og búsþarfa, má leyfa losun með því skilyrði að hún hindri ekki nýtingu auðlinda, skaði ekki vistkerfi eða annað vatn.

12.5 Fráveituvatn einstakra sumarbústaða eða íbúðarhúsa, sem ekki eru á lindarsvæðum, er undanþegið rannsóknarskyldu enda sé það leitt um rotþró og siturleiðslu samkvæmt reglum Hollustuverndar ríkisins og fyrirmælum heilbrigðisnefndar.

12.6 Dæling vatns niður í jarðlög er óheimil nema að fenginni umsögn Hollustuverndar ríkisins enda fylgi dælingunni engin hætta á mengun grunnvatns. Vatnsrannsóknir og -vöktun vegna dælinga skulu unnar í samráði við og samkvæmt leiðbeiningum Hollustuverndar ríkisins.

Varnir gegn mengun strandsvæða.

13. gr.

13.1 Öllu skólpi sem veitt er til sjávar, skal veitt minnst 5 metra niður fyrir meðalstórstraumsfjöruborð, eða 20 metra út frá meðalstórstraumsfjörumörkum. Yfirfallsleiðslur fyrir ofanvatn skal veita út fyrir stórstraumsfjörumörk. Við hönnun á fráveitum er heimilt að miða við að ofanvatn fari um yfirföll allt að 5% af tímanum eða þegar uppblandað skólp með hitaveitu- og/eða ofanvatni er í hlutföllunum 1:5 a. m. k.

13.2 Til að koma í veg fyrir vatnsmengun skulu sveitarstjórnir og skipulagsyfirvöld flokka vatnasvæði í eftirfarandi flokka við gerð svæðis- og aðalskipulags í samráði við heilbrigðisnefnd, Náttúruverndarráð og Hollustuvernd ríkisins:

Flokkur l: strandsvæði, mikilvæg vegna nytja, lífríkis, jarðmyndana og útivistar auk annarra sérstakra vatnsverndunarsvæða.

Flokkur II: önnur strandsvæði.

Flokkun þessi gildir einnig þó að skipulagsáætlanir hafi ekki verið samþykktar.

13.3 Bannað er að losa skólp út í strandsvæði sem tilheyra flokki I, samkvæmt 2. mgr., sbr. þó ákvæði 14. - 22. gr.

13.4 Heilbrigðisnefnd getur, þegar um er að ræða starfsemi sem ekki er starfsleyfisskyld samkvæmt viðauka 7 og að höfðu samráði við Hollustuvernd ríkisins, veitt tímabundna undanþágu frá ákvæðum l . og 3. mgr., þó með þeim takmörkunum sem gilda fyrir viðkvæm svæði, sbr. og ákvæði viðauka 12. Umsókn um undanþágu frá 1. og/eða 3. mgr., ásamt niðurstöðum rannsókna og/eða útreikninga, er sýna væntanleg umhverfisáhrif fráveituvatnsins, skal senda til heilbrigðisnefndar. Þegar við á er Hollustuvernd ríkisins heimilt að veita undanþágu frá banninu enda liggi fyrir rannsóknir og/eða útreikningur sem sýna væntanleg umhverfisáhrif.

13.5 Fráveituvatn sem veitt er frá einstökum íbúðarhúsum eða sumarbústöðum er undanþegið rannsóknarskyldu enda sé því veitt um rotþró og siturleiðslu samkvæmt leiðbeiningum Hollustuverndar ríkisins og fyrirmælum heilbrigðisnefndar. Aðeins má nota rotþrær sem Hollustuvernd ríkisins hefur viðurkennt.

13.6 Saurgerlamengun í strandsjó sem er utan þynningarsvæða skal vera undir viðmiðunarmörkum, sem fram koma í viðauka 2 með reglugerð þessari.

Fráveitur, hreinsun skólps o. fl.

14. gr.

14.1 Skólpi skal farga á þann hátt að heilsu manna stafi ekki hætta af og með þeim hætti að lífríki og umhverfi raskist sem minnst. Eigandi fráveitu ber ábyrgð á því að fráveituvatni sé fargað í samræmi við ákvæði reglugerðar þessarar. Velja skal losunarstaði skólps með það í huga að viðtaki spillist sem minnst. Að öðru leyti skal förgunin vera í samræmi við ákvæði reglugerðarinnar.

14.2 Heilbrigðisnefnd samþykkir nýjar og endurbættar fráveitur einstaklinga og lögaðila. Heilbrigðisnefnd veitir einnig leyfi fyrir búnað sem notaður er við hreinsun og losun á skólpi. Heilbrigðisnefnd skal fá umsögn frá og hafa náið samráð við Hollustuvernd ríkisins áður en samþykki er veitt samkvæmt ákvæði þessu.

14.3 Sveitarstjórn skal senda áætlun um nýjar og endurbættar fráveitur til heilbrigðisnefndar. Í áætlun skulu koma fram upplýsingar um þá þætti sem fjallað er um í viðauka 12 um önnur atriði reglugerðar þessarar eins og við á hverju sinni. Jafnframt skulu m. a. koma fram upplýsingar um:

1. Svæðið sem fráveituvatni er veitt frá og að hve miklu leyti fráveitan kemur í stað eldri fráveitna.

2. Fyrirhugað magn fráveituvatns, annars vegar frá íbúðabyggð og hins vegar frá iðnaðarsvæðum, svo og um hvers konar iðnað er að ræða.

3. Fyrirhugaða hreinsun fráveituvatns, þ. á m. sérstaka hreinsun á fráveituvatni frá iðnaði.

4. Fyrirhugaðan viðtaka fráveituvatnsins og með hvaða hætti fyrirhugað er að leiða út í viðtakann.

5. Áætluð áhrif á viðtaka af völdum fráveituvatnsins.

6. Fyrirhugaða meðhöndlun ristarúrgangs og seyru frá hreinsivirkjum og fyrirhugaðan móttökustað.

7. Hvenær áætlað er að fráveitan verði tekin í notkun.

14.4 Sveitarstjórnir skulu senda tillögur að flokkun viðtaka til Hollustuverndar ríkisins til umsagnar. Flokkunin skal miða við hæfni til að taka við og eyða skólpi.

Fráveitur.

15. gr.

15.1 Á öllum þéttbýlisstöðum skal vera fráveita. Þegar fráveita er lögð skal hafa í huga kröfur sem gilda um hreinsun skólps. Hönnun, lagning og viðhald fráveitu skal samræmast bestu tækniþekkingu sem völ er á og ekki hafa í för með sér óhóflegan kostnað. Við hönnun skal einkum taka tillit til eðlis viðtaka, magns og eðlis skólps, lekavarna og yfirfalls vegna ofanvatns.

15.2 Safnræsi skal komið á sem hér segir:

 

Tímamark - ár

Magn p.e.

Viðtaki

a. fyrir 31.12. 2000

b. fyrir 31.12. 2005

c. fyrir 31.12. 1998

³ 15.000

< 15.000

³ 10.000

síður viðkvæmur

allir

viðkvæmur

15.3 Safnræsi sem taka við 2.000 p.e. eða meira magni af skólpi skulu uppfylla þær kröfur sem fram koma í viðauka 12 (I. viðauki, A-hluti).

15.4 Þar sem lagning safnræsa þykir ekki álitlegur kostur, annað hvort vegna þess að það hefur ekki umhverfisbætandi áhrif eða það hefur í för með sér óhóflegan kostnað, skal nýta önnur kerfi sem vernda umhverfið jafn vel. Gæta skal ákvæða 10. gr.

Skólphreinsistöðvar.

16. gr.

Skólphreinsi- og dælustöðvar skal hanna eða breyta þannig að unnt sé að taka sýni af skólpi sem kemur inn, svo og af hreinsuðu skólpi áður en það er losað í viðtaka. Í starfsleyfi skólphreinsistöðva og útrásadælustöðva skal taka mið af þeim kröfum sem getið er í viðauka 12 (viðauki I, B-hluti), eftir því sem við á hverju sinni auk annarra ákvæða reglugerðar þessarar. Við eftirlit og mat á mengunarmælingum skal taka mið af viðauka 12 (viðauki I, D-hluti). Magn p.e. í skólpi skal reiknað út á grundvelli mesta meðalmagns á viku sem fer um hreinsistöðina á ári að frádregnu því sem fellur til við óvenjulegar aðstæður t. d. við stórrigningar.

Eins þreps hreinsun.

17. gr.

17.1 Skylt er að beita a. m. k. eins þreps hreinsun þegar skólpi er veitt í viðtaka sem skilgreindur hefur verið sem síður viðkvæmur.

17.2 Eins þreps hreinsun skólps skal komið á sem hér segir:

 

Tímamark - ár

Magn p.e.

Viðtaki

a. fyrir 31.12. 2000

15.000 til 150.000

strandsjór

b. fyrir 31.12. 2005

10.000 til 15.000

strandsjór

c. fyrir 31.12. 2005

2.000 til 10.000

ármynni


17.3 Hreinsun skólps, sbr. a - c, skal a. m. k. uppfylla kröfur sem gerðar eru til eins þreps hreinsunar, sbr. skilgreiningu í 2. gr. Þó er fullnægjandi að beita síubúnaði þrátt fyrir að BOD5 lækki minna en samkvæmt 2. gr.

17.4 Aður en eins þreps hreinsun er heimiluð skal eigandi fráveitu í samráði við heilbrigðisnefnd rannsaka ítarlega áhrif skólps á umhverfið. Viðkomandi heilbrigðisnefnd skal hafa samráð við Hollustuvernd ríkisins við gerð rannsóknarinnar. Þegar skólp er losað á svæðum sem skilgreind hafa verið sem síður viðkvæm, skal heilbrigðisnefnd hafa eftirlit með og hlutast til um allar þær rannsóknir sem staðfesta að losun hafi ekki óæskileg áhrif. Við eftirlit og mat á mengunarmælingum skal taka mið af viðauka 12 (viðauki I, D-hluti).


Tveggja þrepa hreinsun.

18. gr.


18.1

Tveggja þrepa hreinsun skólps skal komið á sem hér segir:

Tímamark - ár Magn p.e. Viðtaki
a. fyrir 31.12. 2000 ³ 15.000 flokkur II, sbr. 11. gr.
b. fyrir 31.12. 2005 10.000 til 15.000 flokkur II, sbr. 11. gr.
c. fyrir 31.12. 2005 2.000 til 10.000 ármynni/ferskvatn

Hreinsun skal uppfylla kröfur viðauka 12 (I. viðauki, B-hluti).

18.2 Jafnframt skal komið á tveggja þrepa hreinsun fyrir a og b þegar skólpi er veitt í viðtaka, sbr. flokk II í 13. gr. og viðtaki hefur verið skilgreindur sem viðkvæmt svæði.

18.3 Í undantekningartilvikum þegar hægt er að sýna fram á að þróaðri hreinsiaðferðir

hafi engin umhverfisbætandi áhrif, má hreinsa skólp með meira en 150.000 p.e. sem veitt er í síður viðkvæm svæði með eins þreps hreinsun, sbr. 17. gr.

18.4 Við eftirlit og mat á mengunarmælingum skal taka mið af viðauka 12 (I. viðauka, D-hluta).


19. gr.

Á hálendi þar sem skólp er losað í yfirborðsvatn og örðugt reynist að beita líffræðilegri hreinsun að gagni vegna lágs hitastigs, er heimilt að beita aðferðum sem ekki eru eins ítarlegar og þær sem getið er í 18. gr. Sérstök rannsókn skal þó fara fram áður en slík losun er heimiluð, sbr. ákvæði 17. gr. Gæta skal ákvæða laga nr. 63/ 1993 um mat á umhverfisáhrifum.


Frekari hreinsun.

20. gr.


20.1

Frekari hreinsun skólps en getið er í 17. og 18. gr. skal beita á viðkvæmum svæðum, sbr. flokk I í 11. og 13. gr.

20.2 Hreinsun skal komið á sem hér segir:

Tímamark - ár Magn p.e. Viðtaki
a. fyrir 31.12. 1998 ³ 10.000 viðkvæm svæði
b. fyrir 31.12. 2000 <10.000 viðkvæm svæði
20.3

Hreinsun skal uppfylla kröfur viðauka 12 (I. viðauki, B-hluti og 2. tafla). Að fenginni umsögn Hollustuverndar ríkisins er heimilt að víkja frá ákvæðum þessum að uppfylltum þeim kröfum sem stofnunin setur.


Viðeigandi hreinsun.

21. gr.


Skylt er að koma á viðeigandi hreinsun skólps, sbr. skilgreiningu í 2. gr., sbr. og 5. mgr. 10. gr., í samræmi við eftirfarandi tímamörk:

Tímamark - ár Magn p.e. Viðtaki
a. fyrir 31.12. 2005 £ 2.000 yfirborðsvatn/ármynni
b. fyrir 31.12. 2005 £ 10.000 strandsjór
Iðnaðarskólp.

22. gr.


Iðnaðarskólp sem veitt er í safnræsi og fráveitur skal uppfylla þær kröfur sem koma fram í viðauka 12 (I. viðauki, C-hluti). Í starfsleyfi starfsleyfisskylds atvinnurekstrar skal setja kröfur um hreinsun skólps sem uppfylla skilyrði ákvæðis þessa.


Vatnsrannsóknir.

23. gr.


23.1

Hollustuvernd ríkisins annast, skipuleggur og hefur umsjón með úttektarrannsóknum á vatnsmengun þar með töldum grunnvatnsrannsóknum.

23.2 Heilbrigðisnefnd framkvæmir, eða lætur framkvæma, eftirlitsmælingar á fráveituvatni og viðtaka.

23.3 Hollustuvernd ríkisins gefur út leiðbeiningar um sýnatöku og rannsóknir miðað við magn fráveituvatns og mismunandi aðstæður.


Starfandi fráveitur.

24. gr.


24.1

Heilbrigðisnefnd skal sjá um að annaðhvort ár verði gefin út stöðuskýrsla um förgun skólps á svæði nefndarinnar. Skýrslan skal byggja á gögnum sveitarstjórnar um núverandi fráveitukerfi og framtíðaráform þeirra. Að auki skal hún byggja á niðurstöðum úr eftirlitsmælingum heilbrigðiseftirlitsins. Skýrsluna skal senda til Hollustuverndar ríkisins sem dregur efni þeirra saman í sameiginlega stöðuskýrslu yfir landið.

24.2 Í upplýsingum samkvæmt 1. mgr. komi a. m. k. fram:

1. Hvar og með hvaða hætti fráveituvatni er veitt út í umhverfið.

2. Magn fráveituvatns frá íbúðabyggð og iðnaðarsvæðum, svo og tegund iðnaðar sem veitir fráveituvatni í fráveitukerfið.

3. Hreinsun fráveituvatns, þ. á m. sérstök hreinsun á fráveituvatni frá iðnaði.

4. Meðhöndlun og förgun á ristarúrgangi og seyru frá hreinsibúnaði.

5. Dreifing gerlamengunar í viðtaka.

6. Niðurstöður eftirlitsmælinga.

24.3 Telji Hollustuvernd ríkisins, þegar leitað hefur verið eftir áliti umsagnaraðila, að

úrbóta sé þörf, skal stofnunin leita eftir tillögum sveitarstjórnar um þær.


5. KAFLI

Varnir gegn loftmengun.

Almenn ákvæði.

25. gr.


25.1

Halda skal loftmengun í lágmarki og viðhalda þeim gæðum sem felast í hreinu og ómenguðu lofti.

25.2 Í ákvæðum starfsleyfa iðjuvera skulu allar viðeigandi ráðstafanir gerðar til þess að hamla gegn loftmengun og beita til þess fullkomnustu tækni sem völ er á að því tilskildu að kostnaðurinn við beitingu tækninnar sé ekki óhóflegur.

25.3 Heimilt er að beita strangari ákvæðum en í reglugerð þessari greinir vegna útblásturs frá iðjuverum, ef loftmengun á svæði þar sem iðjuver er staðsett er sérstaklega mikil eða ef svæðið á að njóta sérstakrar vemdar.


Viðmiðunarmörk fyrir loftgæði.

26. gr.


26.1

Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs í andrúmslofti sem mældur er í samræmi við viðauka 13 (III. viðauki) skal ekki vera meiri en viðmiðunarmörk viðauka 3.

26.2 Styrkur brennisteinsdíoxíðs og svifryks í andrúmslofti sem mældur er í samræmi við tilvísunaraðferðir í viðaukum 14 og 15 eða aðrar sambærilegar aðferðir sem Hollustuvernd ríkisins samþykkir, skal ekki vera yfir viðmiðunarmörkum í viðauka 3.

26.3 Styrkur b1ýs í andrúmslofti sem mældur er í samræmi við tilvísunaraðferðir í viðauka 16 skal ekki vera yfir viðmiðunarmörkum í viðauka 3.

26.4 Styrkur kolmónoxíðs og fallryks skal ekki vera yfir viðmiðunarmörkum, sbr. viðauka 3.


27. gr.

Fari loftmengun yfir viðmiðunarmörk samkvæmt reglugerð þessari eða ef hætta er á slíku, skal viðkomandi heilbrigðisnefnd gera ráðstafanir til að dregið verði úr loftmengun og viðmiðunarmörkin virt.


28. gr.

Heilbrigðisnefnd getur takmarkað umferð og aðra starfsemi á ákveðnum svæðum um skemmri tíma, fari mengun verulega yfir viðmiðunarmörk, t. d. vegna ófyrirséðra atvika, eða ef óþæginda gætir af völdum annarra efna en þeirra sem talin eru upp í viðauka 3.


29. gr.

Heilbrigðisnefnd getur, þegar um er að ræða starfsemi sem ekki er starfsleyfisskyld samkvæmt viðauka 7, sett reglur um brennslu sem getur haft skaðleg áhrif á umhverfið eða gefið frá sér lykt eða reyk sem veldur óþægindum.


30. gr.

Í starfsleyfi loftmengandi iðjuvera skal tilgreina í hvaða fjarlægð frá verksmiðjuvegg ákvæði um viðmiðunarmörk skuli uppfyllt.


31. gr.

Dreifing útblásturslofts í umhverfinu og virkni hreinsibúnaðar skal á hverjum tíma vera slík að mengun sé innan viðmiðunarmarka, sbr. ákvæði reglugerðar þessarar. Þegar olíu/olíuúrgangi er brennt í orku- eða iðjuveri sem er 3 MW eða meira að varmaafli, miðað við lægra brennslugildi (LBG), skal virða viðmiðunarmörkin sem fram koma í viðauka 17.


32. gr.

Húseigendur skulu sjá svo um að reykur frá kynditækjum o. þ. h. valdi ekki óþægindum í nærliggjandi umhverfi. Óheimilt er að nota úrgangsolíu og önnur spilliefni á kynditæki nema hafa til þess tilskilin leyfi.


33. gr.

33.1

Eigendur vélknúinna ökutækja, eins og þau eru skilgreind í umferðarlögum, skulu sjá til þess að vélbúnaði sé haldið við og hann stilltur á þann hátt að ekki valdi óþarfa reyk- eða sótmyndun.

33.2 Óheimilt er að skilja ökutæki eftir í gangi þegar þau eru yfirgefin. Jafnframt er óheimilt að láta vélar kyrrstæðra ökutækja ganga lengur en í örstutta stund nema sérstaklega standi á. Regla þessi á ekki við um ökutæki lögreglu, slökkviliðs o. þ. h.

33.3 Mengun frá bifreiðum, sem fluttar eru til landsins frá og með 1. júlí 1992, skal vera innan viðmiðunarmarka samkvæmt viðauka 6.


34. gr.

Forráðamenn fyrirtækja og stofnana skulu sjá svo um að reykur, ryk og hættulegar, daunillar eða lyktarmiklar lofttegundir valdi ekki óþægindum í nærliggjandi umhverfi.


Loftgæðarannsóknir.

35. gr.


35.1

Hollustuvernd ríkisins annast, skipuleggur og hefur umsjón með loftgæðarannsóknum.

35.2 Heilbrigðisnefnd framkvæmir eða lætur framkvæma reglubundnar eftirlitsmælingar á loftmengun.

35.3 Í viðauka 13, 14, 15 og 16 eru birtar aðferðir sem beita skal við loftgæðarannsóknir. Heimilt er að beita jafngildum aðferðum, enda hafi Hollustuvernd ríkisins staðfest að þær uppfylli ákvæði alþjóðlegra samninga sem Ísland er aðili að.

35.4 Hollustuvernd ríkisins skal hafa yfirumsjón með samræmingu loftgæðamælinga og að farið sé að tilvísunaraðferðum samkvæmt 3. mgr. Stofnunin skal stuðla að því að settar verði upp mælistöðvar til að afla nauðsynlegra gagna um loftgæði.

35.5 Niðurstöður eftirlitsmælinga sem gerðar eru til að uppfylla ákvæði þessarar reglugerðar, skulu sendar Hollustuvernd ríkisins. Stofnunin skal með reglulegu millibili birta niðurstöður um loftgæði á Íslandi.


36. gr.

Við gerð svæða- og aðalskipulags skulu skipulagsyfirvöld hafa hliðsjón af loftgæðarannsóknum sem framkvæmdar eru samkvæmt reglugerð þessari, svo og áliti eftirlitsaðila, sbr. einnig skipulagsreglugerð nr. 318/1985, ásamt síðari breytingum.


6. KAFLI

Varnir gegn mengun af völdum úrgangs.

Meðferð úrgangs.

37. gr.


37.1

Draga skal eins og unnt er úr framleiðslu úrgangs. Stefnt skal að endurvinnslu og endurmyndun hans svo sem kostur er. Leitast skal við að beita bestu fáanlegu tækni við meðhöndlun úrgangs.

37.2 Atvinnurekstur sem meðhöndlar úrgang, eða stundar einhverja þá starfsemi sem tilgreind er í viðauka 18 (II. viðauki, A og B-hluti), skal hafa starfsleyfi.

37.3 Óheimilt er að meðhöndla úrgang nema í samræmi við ákvæði reglugerðar þessarar og starfsleyfa. Jafnframt er bannað að skilja eftir, flytja eða geyma úrgang á þann hátt að valdið geti skaða eða lýtum á umhverfinu. Þetta gildir jafnt um smærri sem stærri hluti, svo sem bílflök, skipsskrokka o. s. frv.


38. gr.

38.1

Forráðamenn verslana, bensín- og olíustöðva, söluturna, samkomustaða, orlofsbúða, tjaldstæða o. þ. h., skulu í samráði við heilbrigðisnefnd koma fyrir nægilegum fjölda ruslabiða og sjá um viðhald og tæmingu þeirra. Forráðamenn skulu einnig sjá um nauðsynlega hreinsun nálægs umhverfis.

38.2 Sveitarstjórn og yfirvöld fólkvanga og þjóðgarða skulu í samráði við heilbrigðisnefnd setja upp ruslabiður á ferðamannastöðum og öðrum stöðum þar sem reikna má með mannsöfnuði og sjá um viðhald og tæmingu þeirra sé það ekki falið öðrum, sbr. 1. mgr.

38.3 Sveitarstjórn skal sjá um að tæma sorpílát og flytja sorpið brott sé það ekki falið öðrum með samningi. Sveitarstjórn getur, að höfðu samráði við heilbrigðisnefnd, ákveðið flokkun á sorpi jafnt á heimilum, stofnunum og vinnustöðum sem og á móttöku- og losunarstað.

38.4 Þeir aðilar, sem framleiðsluúrgangur og sérstakur úrgangur fellur til hjá, sjá um alla meðferð og brottflutning úrgangs og bera kostnað vegna förgunar hans. Sveitarstjórn getur, að höfðu samráði við heilbrigðisnefnd, ákveðið flokkun þessa úrgangs.


39. gr.

39.1

Sveitarstjórnir skulu sjá til þess að komið sé á kerfisbundinni tæmingu á seyru úr rotþróm og úrgangi úr öðrum hreinsivirkjum þar sem til fellur lífrænn, mengandi og/eða sóttmengaður úrgangur.

39.2 Rekstraraðilar húsnæðis eða svæða, þar sem salernisúrgangur, ristarúrgangur eða seyra fellur til, sjá um alla meðferð og flutning úrgangsins, svo fremi ekki sé í gildi sérstök heilbrigðissamþykkt sem kveður á um annað.


40. gr.

Þeim hluta sérstaks úrgangs, sem telst til spilliefna samkvæmt viðauka 4 má ekki blanda saman við annan úrgang. Einstökum tegundum spilliefna (hættulegs úrgangs) skal auk þess halda aðgreindum frá öðrum efnum og efnaleifum í samráði við eftirlitsaðila.


41. gr.

Heilbrigðisnefnd getur krafist þess að sá sem brotið hefur ákvæði 3. mgr. 37. gr. hreinsi upp eða greiði kostnað þeim sem verkið vinna. Þessu ákvæði má einnig beita gagnvart þeim sem sjá um að tæma ruslabiður og sorpílát, hafi ófullnægjandi tæming leitt til þess að úrgangur hafi dreifst.


Förgun úrgangs.

42. gr.


42.1

Sveitarstjórn eða sveitarstjórnir leggja til og sjá um að rekin sé móttökustöð fyrir úrgang, sbr. þó 3. mgr. 43. gr.

42.2 Sorp og framleiðsluúrgangur, sem ekki verður endurnýttur eða nýttur á annan hátt, skal fluttur til móttökustöðva samkvæmt 1. mgr.

42.3 Í undantekningartilvikum og þegar sérstaklega stendur á getur heilbrigðisnefnd

heimilað einstaklingum utan þéttbýlis að urða sorp og farga seyru sem frá þeim kemur, enda leyfi aðstæður slíkt að mati nefndarinnar. Heilbrigðisnefnd skal leita umsagnar Hollustuverndar ríkisins ef hætta er talin á mengun í slíkum tilfellum.


43. gr.

43.1

Ávallt skal leita leiða til að nýta sérstakan úrgang. Þann hluta sem ekki verður nýttur skal flytja til móttökustöðva samkvæmt 42. gr., sem Hollustuvernd ríkisins hefur veitt starfsleyfi til að taka á móti slíkum úrgangi.

43.2 Salernisúrgang, ristarúrgang og seyru, sem ekki verður nýtt, skal flytja til móttökustöðvar sem hefur til þess tilskilin leyfi samkvæmt 42. gr. Hreinsa skal seyru áður en hún er nýtt til uppgræðslu sem áburður í landbúnaði eða til annarra nota.

43.3 Spilliefni (hættulegan efnaúrgang) samkvæmt viðauka 4 með reglugerð þessari, og annan úrgang sem inniheldur spilliefni skal flytja til móttökustöðva sem hafa fengið starfsleyfi til að taka á móti slíkum úrgangi, sbr. 8. kafla þessarar reglugerðar.


44. gr.

44.1

Starfsleyfishafa, sbr. 3. mgr. 43. gr., er heimilt að farga úrgangi sem inniheldur takmarkað magn spilliefna á sama hátt og heimilis- og framleiðsluúrgangi. Hollustuvernd ríkisins gefur út lista yfir þennan úrgang þar sem fram kemur við hvaða styrk spilliefna miðað er í hverju tilfelli og hvernig förgunin skuli framkvæmd.

44.2 Nú er úrgangur sem inniheldur takmarkað magn spilliefna ekki á lista samkvæmt 1. mgr. og geta aðilar þá sótt um að hann sé settur á listann. Umsókn skal fylgja staðfesting viðurkenndrar rannsóknarstofu á styrk spilliefna í úrganginum.


Meðferð olíuúrgangs.

45. gr.


45.1

Stefnt skal að endurmyndun olíuúrgangs eða förgun hans með endurnýtingu. Tryggja skal að við meðhöndlun olíuúrgangs séu gerðar viðeigandi ráðstafanir til að vernda umhverfið og heilsu manna. Tryggt skal að endurmynduð olía innihaldi ekki önnur spilliefni eða sé menguð af þeim, á þann hátt, í því magni eða af þeim styrkleika að það fari umfram leyfileg mörk fyrir viðkomandi efni samkvæmt reglugerð þessari.

45.2 Öll meðhöndlun olíuúrgangs skal vera í samræmi við ákvæði reglugerðar þessarar. Bannað er að losa olíuúrgang í yfirborðsvatn, grunnvatn, í sjó eða í frárennsli svo og í jarðveg.


46. gr.

46.1

Þeim aðilum sem olíuúrgangur fellur til hjá er skylt að tryggja að hann sé geymdur á viðeigandi hátt og ber að skila honum til viðurkenndra móttökuaðila, sbr. 3. mgr. 43. gr.

46.2 Fyrirtæki sem sjá um söfnun og förgun á olíuúrgangi skulu hafa til þess tilskilin leyfi.

46.3 Þar sem fram fer framleiðsla, söfnun og/eða förgun á meira en 200 lítrum af

olíuúrgangi á ári, ber að halda skrá yfir magn, ástand, uppruna og geymslustað úrgangsolíunnar, afhendingu og móttöku ásamt dagsetningum.

46.4 Olíuúrgang sem inniheldur meira en 50 hluta í milljón (ppm) af PCB- eða PCTefnum skal meðhöndla sem PCB/PCT spilliefni nema þegar hægt er að eyða PCB- eða PCT efnunum eða draga svo úr magni þeirra með endurmyndun að olían innihaldi ekki efnin umfram tilgreint hámark, sbr. ákvæði reglugerðar þessarar.

46.5 Efnaleifum frá brennslu olíuúrgangs skal farga sem spilliefnum nema annað sé tilgreint í starfsleyfi.

46.6 Olíuúrgangur sem notaður er sem eldsneyti má ekki innihalda önnur spilliefni umfram leyfileg mörk fyrir viðkomandi efni. Jafnframt má úrgangurinn ekki innihalda PCB- eða PCT efni í meiri styrk en sem nemur 50 hlutum í milljón (ppm).


Meðferð annarra spilliefna.

47. gr.


47.1

Draga skal eins og unnt er úr framleiðslu spilliefna, sbr. viðauka 4. Stuðla ber að öruggri eyðingu þeirra eða nýtingu og öðru sem lýtur að endurnotkun.

47.2 Heilbrigðisnefnd er heimilt að samþykkja takmörkun á meðferð spilliefna til að tryggja framkvæmd kafla þessa, m. a. á vatnsverndarsvæðum.

47.3 Fyrirtæki sem sjá um meðhöndlun spilliefna skulu hafa til þess starfsleyfi.

47.4 Umbúðir spilliefna skal merkja á viðeigandi hátt. Á umbúðunum skulu a. m. k koma fram upplýsingar um eiginleika, samsetningu og magn úrgangsins. Eingöngu skal nota traustar umbúðir sem henta viðkomandi efnum. Geymsla spilliefna skal vera þannig að ekki sé hætta á að umbúðir verði fyrir hnjaski.

47.5 Spilliefni skal skrá og staðfesting liggja fyrir um hvar eða hvernig þeim hafi verið fargað. Fyrirtæki sem framleiða eða meðhöndla spilliefni skulu halda nákvæma skrá yfir úrganginn. Í skránni skal m. a. koma fram gerð og magn úrgangs, eðlis- og efnafræðilegir eiginleikar, uppruni úrgangs, flutningsaðili, meðferð hans og móttöku- eða förgunarstaður.

47.6 Þeir aðilar sem flytja spilliefni til annarra landa skulu afla sér vottorðs Hollustuverndar ríkisins áður en spilliefnin eru flutt frá landinu. Sama gildir um innflutning spilliefna. Í beiðni um vottorð skulu m. a. koma fram upplýsingar um gerð og magn úrgangsins, nafn og aðsetur viðtakanda, innflutnings- eða útflutningsland, fyrirhugaða flutningsleið og fyrirhugaða meðhöndlun eða förgun spilliefnanna.


48. gr.

48.1

Aðili sem framleiðir eða hefur undir höndum spilliefni og hefur ekki starfsleyfi samkvæmt 3. mgr. 47. gr. skal eins fljótt og unnt er, afhenda þau til stöðvar, stofnunar eða fyrirtækis sem hefur samkvæmt áðurnefndri grein leyfi til að meðhöndla þau.

48.2 Aðilum sem sjá um flutning spilliefna er skylt að láta fylgja með farminum skrifleg gögn þar sem fram koma upplýsingar um gerð, samsetningu, magn og þyngd úrgangs, nafn og heimilisfang framleiðanda eða fyrri úrgangshafa, nafn og heimilisfang móttakanda úrgangs eða förgunaraðila og hvar úrganginum verður endanlega fargað, ef vitað er.

48.3 Fyrirtæki sem farga spilliefnum eða senda þau til annarra landa skulu eigi síðar en 1. mars ár hvert senda Hollustuvernd ríkisins skrá yfir móttöku, meðferð, förgun og útflutning spilliefna almannaksárið á undan.


Um spilliefnarannsóknir.

49. gr.


Hollustuvernd ríkisins semur áætlanir og yfirlit um förgun spilliefna. Áætlanirnar skulu nýtast við gerð stöðuskýrslu um förgun spilliefna sem út skal koma á þriggja ára fresti.


7. KAFLI

Varnir gegn hávaða.

Almenn ákvæði.

50. gr.


Hávaði skal vera undir þeim viðmiðunarmörkum sem fram koma í viðauka 5 með reglugerð þessari, sbr. þó 53. gr.


51. gr.

Hávaðavarnir skulu á hverjum tíma vera slíkar að hávaði sé innan viðmiðunarmarka samkvæmt 50. gr., sbr. þó 53. gr. Stuðlað skal að hávaðavörnum, m. a. á eftirfarandi hátt:

1. Forráðamönnum fyrirtækja og stofnana er skylt að gera allt sem í þeirra valdi stendur

til að koma í veg fyrir óþægindi af völdum hávaða.

2. Eigendur vélknúinna ökutækja skulu sjá svo um að farartæki þeirra valdi ekki óþarfa hávaða.

3. Við allar framkvæmdir, svo sem byggingar, gröft, gatnagerð o. fl., skal þess sérstaklega gætt að ekki verði óþægindi af vildum hávaða.


52. gr.

Nú reynast hávaðavarnir ekki nægilegar og gerir þá heilbrigðisnefnd tillögur til sveitarstjórnar, t. d. um takmörkun umferðar og/eða starfsemi á ákveðnum tímum og svæðum, þ. á m. takmörkun umferðar um tilteknar götur að kvöldlagi, um nætur, eða allan sólarhringinn eftir atvikum, til að halda hávaða innan viðmiðunarmarka samkvæmt 50. gr.


53. gr.

Heilbrigðisnefnd getur, vegna sérstakra, óviðráðanlegra aðstæðna og að höfðu samráði við Hollustuvernd ríkisins, leyft að á ákveðnum, afmörkuðum svæðum megi hávaði vera yfir viðmiðunarmörkum samkvæmt viðauka 5.


Hávaðamælingar.

54. gr.


54.1

Hollustuvernd ríkisins annast, skipuleggur og hefur umsjón með úttektarrannsókn á hávaða.

54.2 Heilbrigðisnefnd framkvæmir eða lætur framkvæma reglubundnar eftirlitsmælingar á hávaða. Hollustuvernd ríkisins gefur út reglur um mælingar.


55. gr.

Við gerð svæði- og aðalskipulags skulu skipulagsyfirvöld hafa hliðsjón af niðurstöðum hávaðamælinga svo og áliti eftirlitsaðila samkvæmt reglugerð þessari, sbr. einnig skipulagsreglugerð nr. 318/1985, ásamt síðari breytingum.


8. KAFLI

Starfsleyfi fyrir atvinnurekstur

sem getur haft í för með sér mengun.

Almennt um starfsleyfi.

56. gr.


56.1

Atvinnurekstur sem upp er talinn í viðaukum 7 og 8 með reglugerð þessari má ekki hefja fyrr en fengið er starfsleyfi samkvæmt ákvæðum þessa kafla.

56.2 Eigi má breyta eða auka við atvinnurekstur samkvæmt viðaukum 7 og 8 ef það getur leitt til aukinnar og/eða annarrar mengunar, nema að fengnu nýju starfsleyfi.

56.3 Hollustuvernd ríkisins og heilbrigðisnefndir geta lagt til við ráðherra að atvinnurekstri verði bætt við eða hann felldur út í viðaukum 7 og 8.

56.4 Nú er fyrirsjáanlegt að ekki tekst að uppfylla ákvæði reglugerðar þessarar og/eða ákvæða starfsleyfa og skal þá ekki gefa út starfsleyfi fyrr en að öruggt er að svo verði.


57. gr.

57.1

Ef um er að ræða atvinnurekstur, sem upp er talinn í viðaukum 7 eða 8, þar sem fjárfesting er meiri en 800 milljónir miðað við byggingarvísitölu 187, febrúar 1992, skal gera forkönnun vegna staðarvals þar sem fram fari mat á umhverfisröskun vegna starfseminnar.

57.2 Einnig skal, áður en starfsemi hefst, þegar fjárfesting í atvinnurekstri er meiri en 800 milljónir miðað við byggingarvísitölu 187, febrúar 1992, til samanburðar við síðara ástand, framkvæma nauðsynlegar rannsóknir og mælingar á þeim umhverfisþáttum sem starfsemin hefur helst áhrif á. Rannsóknir og mat á umhverfisröskun er á kostnað umsækjanda.


58. gr.

58.1

Hollustuvernd ríkisins er heimilt að gefa út sérstakan lista yfir tiltekinn atvinnurekstur, sbr. viðauka 8 með þessari reglugerð, enda sé ekki talin þörf á formlegri starfsleyfisgerð. Listanum skulu fylgja leiðbeiningarreglur sem viðkomandi atvinnurekstur þarf að uppfylla.

58.2 Hlutaðeigandi heilbrigðisnefnd er heimilt að falla frá starfsleyfisgerð að uppfylltum þeim kröfum sem Hollustuvernd ríkisins setur.


59. gr.

Umsækjendur starfsleyfa greiða kostnað við starfsleyfisvinnuna samkvæmt gjaldskrá sem ráðherra staðfestir og birt er í B-deild Stjórnartíðinda.


Atvinnurekstur þar sem vinnsla

starfsleyfis er í höndum Hollustuverndar ríkisins.

60. gr.


60.1

Umsóknir um starfsleyfi skulu sendar Hollustuvernd ríkisins.

60.2 Umsóknum skal fylgja nákvæm lýsing á starfseminni, upplýsingar um mengunarhættu og fyrirhugaðar mengunarvarnir, lýsing á og uppdrættir af staðsetningu, staðháttum, mannvirkjum og næsta umhverfi, svo og önnur þau gögn sem máli kunna að skipta.


61. gr.

61.1

Hollustuvernd ríkisins skal við gerð starfsleyfistillagna ávallt leita umsagnar hlutaðeigandi heilbrigðisnefndar og eftir því sem við á hverju sinni, Náttúruverndarráðs, Skipulags ríkisins, Vinnueftirlits ríkisins, Siglingamálastofnunar ríkisins og annarra sérfróðra aðila.

61.2 Áður en umsagnar heilbrigðisnefndar er leitað skal liggja fyrir mat Hollustuverndar ríkisins á áhrifum hugsanlegrar mengunar á umhverfið.

61.3 Telji Hollustuvernd ríkisins eða umsagnaraðilar að upplýsingar um mengun og áhrif hennar á umhverfið séu ekki fullnægjandi getur stofnunin krafist þess að fram fari athuganir, mælingar eða rannsóknir á kostnað umsækjanda.


Réttur til athugasemda.

62. gr.


Telji starfsleyfisumsækjandi að krafist sé óeðlilegra athugana og/eða rannsókna, sbr. 57. gr. og/eða 3. mgr. 61 gr. getur hann leitað úrskurðar úrskurðarnefndar samkvæmt 30. gr. laga um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit nr. 81/1988.


63. gr.

Starfsleyfistillögur skulu liggja frammi á skrifstofu viðkomandi sveitarstjórnar til kynningar þeim aðilum sem rétt hafa til að gera athugasemdir, sbr. 64. gr. Skal auglýsing birt í Lögbirtingablaði þar sem fram kemur frá hvaða degi starfsleyfistillögur liggi frammi á skrifstofu viðkomandi sveitarstjórnar. Frestur til að gera athugasemdir er 6 vikur frá því starfsleyfistillögur eru lagðar fram. Heimilt er að lengja frestinn í allt að 12 vikur ef sérstakar ástæður mæla með því.


64. gr.

Rétt til að gera athugasemdir við starfsleyfistillögur hafa eftirtaldir aðilar:

1. Sá sem sótt hefur um starfsleyfi svo og forsvarsmenn og starfsmenn tengdrar eða nálægrar starfsemi.

2. Íbúar þess svæðis sem ætla má að geti orðið fyrir óþægindum vegna mengunar. 3. Opinberir aðilar, félög og aðrir þeir, sem málið varðar.


65. gr.

Skriflegar athugasemdir við starfsleyfistillögur skal senda Hollustuvernd ríkisins. Stofnunin kannar málið í ljósi þeirra athugasemda sem fram hafa komið og lætur í ljós álit sitt. Sætta aðilar málsins sig ekki við það álit og náist ekki málamiðlun, úrskurðar úrskurðarnefnd samkvæmt 30. gr. laga nr. 81/1988 ef í hlut eiga opinberar eftirlitsstofnanir, sveitarstjórnir eða umsækjandi. Eigi aðrir í hlut er heimilt að vísa málinu til stjórnar Hollustuverndar ríkisins, og sætta aðilar sig ekki við úrskurð hennar er heimilt að vísa áfram til úrskurðarnefndar samkvæmt lögum nr. 81/1988.


Atvinnurekstur par sem vinnsla starfsleyfis

er í höndum heilbrigðisnefnda.

66. gr.


66.1

Umsóknir um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem upp er talinn í viðauka 8 skal senda til viðkomandi heilbrigðisnefndar.

66.2 Umsóknum skulu fylgja nákvæmar upplýsingar um fyrirhugaða starfsemi, hugsanlega mengunarhættu og fyrirhugaðar mengunarvarnir. Umsóknum skulu einnig fylgja lýsing á staðháttum, uppdrættir af staðsetningu mannvirkja og næsta umhverfi, svo og annað það er máli kann að skipta.


67. gr.

67.1

Heilbrigðisnefnd skal við gerð starfsleyfistillagna leita umsagnar Hollustuverndar ríkisins, Náttúruverndarráðs, Skipulags ríkisins, Vinnueftirlits ríkisins, Siglingamálastofnunar ríkisins og annarra sérfróðra aðila eftir því sem við á hverju sinni.

67.2 Áður en umsagna er leitað skal liggja fyrir mat viðkomandi heilbrigðiseftirlits á áhrifum hugsanlegrar mengunar á umhverfið.

67.3 Telji heilbrigðisnefnd eða umsagnaraðilar að upplýsingar um mengun og áhrif hennar á umhverfið séu ekki fullnægjandi getur hún krafist þess að fram fari athuganir, mælingar eða rannsóknir á kostnað umsækjanda.


68. gr.

Hollustuvernd ríkisins skal, í þeim tilfellum sem ástæða er talin til og að höfðu samráði við heilbrigðisnefndir sveitarfélaganna, gefa út tæknilegar leiðbeiningar vegna starfsleyfisvinnslu og eftirlits með atvinnurekstri í viðauka 8. Stofnunin skal í þessu sambandi hafa samráð við heilbrigðisnefndir sveitarfélaganna um forgangsröðun verkefna.


Réttur til athugasemda.

69. gr.


Telji starfsleyfisumsækjandi að krafist sé óeðlilegra athugana og/eða rannsókna, sbr. 57. gr. og/eða 3. mgr. 67. gr., getur hann leitað úrskurðar samkvæmt 30. gr. laga um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit nr. 81/1988.


70. gr.

70.1

Starfsleyfistillögur skulu liggja frammi á skrifstofu viðkomandi sveitarstjórnar til kynningar þeim aðilum sem rétt hafa til að gera athugasemdir, sbr. 64. gr. Skal auglýsing þess efnis birtast með tryggilegum hætti þar sem fram kemur frá hvaða degi þær liggi frammi á skrifstofu viðkomandi sveitarstjórnar. Frestur til að gera athugasemdir er 4 vikur frá því starfsleyfistillögur eru lagðar fram. Heimilt er að lengja frestinn í allt að 8 vikur ef sérstakar ástæður mæla með því.

70.2 Skriflegar athugasemdir við starfsleyfistillögur skal senda til hlutaðeigandi heilbrigðisnefndar. Heilbrigðisnefnd kannar málið í ljósi þeirra athugasemda sem fram hafa komið og lætur í ljós álit sitt. Sætti aðilar málsins sig ekki við það álit og náist ekki málamiðlun, úrskurðar úrskurðarnefnd samkvæmt 30. gr. laga nr. 81/1988 um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit ef í hlut eiga opinberar eftirlitsstofnanir, sveitarstjórnir eða umsækjandi. Eigi aðrir í hlut er heimilt að vísa málinu til stjórnar Hollustuverndar ríkisins og, sætti aðilar sig ekki við úrskurð hennar, áfram til úrskurðarnefndar samkvæmt lögum nr. 81/1988.


Veiting starfsleyfa.

71. gr.


71.1

Hollustuvernd ríkisins gefur út starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem upp er talinn í viðauka 7 og ekki fellur undir ákvæði 57. gr.

71.2 Heilbrigðisnefnd gefur út starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem upp er talinn í viðauka 8 og ekki fellur undir ákvæði 57. gr.


72. gr.

72.1

Umhverfisráðherra gefur út starfsleyfi fyrir starfsemi þar sem krafist er mats á umhverfisröskun, sbr. 57. gr.

72.2 Hollustuvernd ríkisins afgreiðir endanlegar starfsleyfistillögur fyrir slíkan atvinnurekstur, sem upp er talinn í viðauka 7, til ráðuneytisins í samræmi við kynntar tillögur, úrskurð og/eða samkomulag vegna framkominna athugasemda, sbr. 62. - 65. gr.

72.3 Heilbrigðisnefnd afgreiðir endanlegar starfsleyfistillögur fyrir atvinnurekstur, sem upp er talinn í viðauka 8 og fellur undir ákvæði 57. gr., til ráðuneytisins í samræmi við kynntar tillögur, úrskurð og/eða samkomulag vegna framkominna athugasemda, sbr. 69. og 70. gr.


73. gr.

73.1

Heimilt er að gefa starfsleyfi út til tiltekins tíma.

73.2 Ef sérstaklega stendur á er heimilt að víkja frá ákvæðum 56., sbr. 63. og 70. gr. og gefa út bráðabirgðastarfsleyfi til starfandi atvinnurekstrar. Slík leyfi má einungis gefa út til þriggja mánaða í senn.

73.3 Starfsleyfi sem ráðherra gefur út samkvæmt reglugerð þessari skulu birt í B-deild Stjórnartíðinda í formi auglýsingar.

73.4 Hollustuvernd ríkisins skal senda afrit af útgefnum starfsleyfum til viðkomandi heilbrigðisnefnda.

Sérstök ákvæði varðandi starfsleyfi.

74. gr.


Tryggja skal við gerð starfsleyfa að ráðstafanir sem gerðar eru til þess að draga úr mengun umhverfis valdi ekki aukinni mengun annars staðar í umhverfinu.

75. gr.

Losun mengandi efna í vatn.


75.1 Í starfsleyfi skal setja viðmiðunarmörk um leyfilegan hámarksstyrk mengandi efna í fráveituvatni og leyfilegt hámarksmagn yfir tilgreind tímabil eða á framleiðslueiningu, sbr. viðauka 20.

75.2 Í undantekningartilvikum er hægt að beita reglum um gæðamarkmið í stað viðmiðunarmarka, sbr. viðauka 20, í samræmi við leiðbeiningarreglur Hollustuverndar ríkisins.

75.3 Í starfsleyfum fyrirtækja sem losa mengandi efni í vatn og talin eru upp í viðauka 10, skulu viðmiðunar- og gæðamarkmið vera í samræmi við það sem segir í viðauka 20.

75.4 Viðmiðunarmörk og gæðamarkmið fyrir losun kvikasilfurs frá rafgreiningu alkalíklóríða og annarri starfsemi en rafgreiningu alkalíklóríða skal vera í samræmi við viðauka 21. Sama á við um tilvísunaraðferðir við mælingar og tilhögun eftirlits.

75.5 Viðmiðunarmörk og gæðamarkmið fyrir losun á kadmíum og hexaklórsýklóhexani skal vera í samræmi við viðauka 21. Sama á við um tilvísunaraðferðir við mælingar og tilhögun eftirlits.

75.6 Heimilt er að beita öðrum tilvísunaraðferðum en vísað er til í 4. og 5. mgr. að fengnu samþykki Hollustuverndar ríkisins.


Húsaskólp.

76. gr.


Heilbrigðisnefnd veitir starfsleyfi vegna hreinsibúnaðar sem notaður er við hreinsun og losun á skólpi. Sjá að öðru leyti 14. gr. og önnur ákvæði 4. kafla.

Skólp frá iðnaðarstarfsemi sem losar meira en 4.000 p.e.

77. gr.


Iðnaðarstarfsemi, sbr. viðauka 12 (III. viðauki), sem losar meira en 4.000 p.e. af skólpi sem ekki er leitt í fráveitu fyrir þéttbýli og inniheldur efni sem eyðast auðveldlega í umhverfinu er háð ákvæðum starfsleyfa um hreinsibúnað.

Losun efna í andrúmsloft.

78. gr. .


78.1 Í starfsleyfum iðjuvera sem talin eru upp í viðauka 22 (I. viðauka) skulu vera ákvæði um varnir gegn loftmengun, sérstaklega af völdum efna sem talin eru upp í viðaukanum (II. viðauka). Jafnframt skulu vera ákvæði í starfsleyfum um útblásturs- og viðmiðunarmörk, sbr. önnur ákvæði reglugerðar þessarar, þegar við á.

78.2 Heimilt er að hafna útgáfu starfsleyfis fyrir iðjuver sem frá er greint í viðauka 22, sbr. og ákvæði 5. kafla um viðkvæm svæði, nema sérstökum skilyrðum um mengunarvarnir sé fullnægt, sbr. 25. gr.


Nýjar sorpbrennslustöðvar.

79. gr.


Í starfsleyfum nýrra sorpbrennslustöðva skal taka mið af kröfum þeim sem koma fram í viðauka 23 og öðrum kröfum reglugerðar þessarar eins og við á hverju sinni.

Starfandi sorpbrennslustöðvar.

80. gr.


Í starfsleyfum starfandi sorpbrennslustöðva skal taka mið af þeim kröfum sem fram koma í viðauka 24 og öðrum kröfum reglugerðar þessarar eins og við á hverju sinni.

Meðhöndlun úrgangs.

81. gr.


81.1 Meðhöndlun úrgangs er háð starfsleyfi eins og nánar segir í reglugerð þessari. Í starfsleyfi skulu vera ákvæði sem miða að því að vernda umhverfi og heilsu manna. Jafnframt skal tekið tillit til aðstæðna á viðkomandi stað. Heimilt er að synja um starfsleyfi ef förgunaraðferð samrýmist ekki sjónarmiðum umhverfis- og vatnsverndar.

81.2 Í starfsleyfi fyrirtækja, sbr. 1. mgr., skulu vera ákvæði um skrásetningu, magn, eðli, uppruna og, þar sem við á, áfangastað, söfnunartíðni, flutningsaðferð og meðferð úrgangs. Enn fremur skulu vera ákvæði í starfsleyfi sem varða tegund og magn úrgangs, tæknikröfur, varúðarráðstafanir, förgunarstað og meðferð úrgangs, í samræmi við ákvæði viðauka 18. Áður en starfsleyfi er veitt fyrir förgun úrgangs er skylt að láta fara fram rannsókn ,eins og við á hverju sinni á styrk eiturefna og hættulegra efna í vatni og grunnvatni sem hætta er á að geti mengast.

81.3 Heimilt er að veita starfsleyfisskyldum starfsstöðvum eða fyrirtækjum sem sjálf sjá um að farga eigin úrgangi á framleiðslustað og starfsstöðvum sem nýta úrgang, undanþágu frá ákvæðum 2. mgr. um skráningarskyldu. Undanþágunnar skal getið í starfsleyfi.

81.4 Óheimilt er að nota seyru í landbúnaði nema að uppfylltum þeim kröfum sem koma fram í viðauka 26. Hollustuvernd ríkisins gefur út leiðbeiningar um meðhöndlun seyru. Greina skal seyru og jarðveg sem hún er borin á samkvæmt ákvæðum í viðauka 26 (II. viðauki B). Jafnframt skal fara eftir tilvísunaraðferðum í viðauka 26 (II. viðauki C) við söfnun og greiningu.

81.5 Í starfsleyfi starfsleyfisskyldra fyrirtækja sem meðhöndla seyru skal setja ákvæði um skráningu á magni, samsetningu og eiginleikum seyru sem framleidd er og afhent. Jafnframt skulu fyrirtæki sem meðhöndla seyru skrá nöfn viðtakenda hennar og áætlaðan notkunarstað.


Meðhöndlun olíuúrgangs og annarra spilliefna.

82. gr.


82.1 Í starfsleyfum fyrirtækja, sbr. 47. gr., skulu vera ákvæði um gerð og magn úrgangs, tæknikröfur, varúðarráðstafanir, förgunarstað og förgunaraðferðir. Starfsleyfisskyldir aðilar sem framleiða spilliefni, hafa þau undir höndum, eða farga þeim, skulu halda skrár um magn, gerð, eðlis- og efnafræðilega eiginleika og uppruna efnanna, förgunaraðferðir og förgunarstaði ásamt upplýsingum um dagsetningar móttöku og förgunar. Að öðru leyti er vísað til 6. kafla hvað varðar meðhöndlun olíuúrgangs.

82.2 Þar sem úrgangi er fargað í því skyni að farga efnum sem getið er í viðauka 11 er skylt að rannsaka hvort óbein losun í grunnvatn eigi sér stað. Í ljósi þessara rannsókna skal banna þessar aðgerðir eða veita starfsleyfi með því skilyrði að allar tæknilegar varúðarráðstafanir séu gerðar til að koma í veg fyrir mengun af völdum þessara efna.


Um asbest.

83. gr.


83.1 Draga skal eins og unnt er úr notkun asbests. Þegar nauðsynlegt er að nota asbest skal beita fullkomnustu tækni sem völ er á að því tilskildu að kostnaðurinn við það sé ekki óhóflegur til þess að koma í veg fyrir umhverfismengun af völdum asbests.

83.2 Í útblæstri frá starfsemi þar sem asbest er notað má styrkur þess ekki fara yfir viðmiðunarmörk, sbr. viðauka 25. Í starfsleyfum atvinnurekstrar sem framleiðir eða meðhöndlar vörur úr asbesti skal einnig fara eftir þeim kröfum sem gerðar eru í viðauka 25 auk annarra krafna reglugerðar þessarar eins og við á hverju sinni.

83.3 Nýta skal fráveituvatn frá framleiðslu á asbestsementi ef unnt er. Þar sem slík endurnýting er ekki hagkvæm skal miða við viðmiðunarmörk í viðauka 25. Nýta skal fráveituvatn frá framleiðslu á asbestpappír eða asbestpappa. Heimilt er að losa fráveituvatn sem inniheldur asbest, sbr. viðmiðunarmörk í viðauka 25, meðan á reglulegri hreinsun eða viðhaldi stendur.


9. KAFLI

Gildistaka, undanþágur o. fl.

84. gr.


84.1 Um valdsvið, þvingunarúrræði, málsmeðferð, úrskurði og viðurlög fer samkvæmt ákvæðum laga nr. 81/1988 um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit, ásamt síðari breytingum.

84.2 Ef sérstaklega stendur á getur Hollustuvernd ríkisins eða Siglingamálastofnun ríkisins eftir því sem við á, veitt undanþágur frá einstökum ákvæðum reglugerðar þessarar, m. a. í samræmi við ákvæði EES-samningsins. Áður en undanþágur eru veittar skal leita umsagnar umhverfisráðuneytisins.


85. gr.

Ef aðili sinnir ekki fyrirmælum eftirlitsaðila innan tiltekins frests, getur eftirlitsaðilinn ákveðið honum dagsektir allt að kr. 100.000,- á dag, þar til úr er bætt.

86. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 3. gr. laga nr. 81/1988 um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit, ásamt síðari breytingum, og samkvæmt lögum nr. 32/ 1986 um varnir gegn mengun sjávar, ásamt síðari breytingum, einkum 9. og 10. gr. laganna. Reglugerðin er enn fremur sett með hliðsjón af 4., 6., 8. - 18., 20. - 22., 26.- 27., 29. og 32. tölul. XX. viðauka við EES-samninginn (tilskipanir nr. 76/464/EBE, 80/68/EBE, 82/176/EBE, 83/513/EBE, 84/156/EBE, 84/491/EBE, 86/280/EBE, ásamt síðari breytingum, 91/271/EBE, 80/779/EBE, ásamt síðari breytingum, 82/884/EBE, 84/360/EBE, 85/203/EBE, ásamt síðari breytingu, 87/217/EBE, 89/369/EBE, 89/429/EBE, 76/403/EBE, 75/439/EBE, ásamt síðari breytingu, 74/442/EBE, ásamt síðari breytingu, 78/319/EBE, ásamt síðari breytingum og 86/278/EBE).

Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið sem vísað er til í 28. og 30. tölul. XX. viðauka samningsins, skulu öðlast gildi með þeim breytingum og viðbótum sem leiða af bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans, og eru birt í sérstökum fylgiskjölum með reglugerð þessari (tilskipun 78/176/EBE frá 20. febrúar 1978 um úrgang frá títandíoxíðiðnaði, eins og henni var breytt með: tilskipun 82/883/EBE frá 3. desember 1982 um aðferðir við eftirlit og gæslu svæða þar sem úrgangur frá títandíoxíðiðnaði er settur og tilskipun 83/29/EBE frá 24. janúar 1983).


87. gr.

Reglugerð þessi öðlast þegar gildi. Frá sama tíma fellur úr gildi mengunarvarnareglugerð nr. 396/ 1992.

 


ÁKVÆÐI TIL BRÁÐABIRGÐA.

1. Starfandi atvinnurekstur, sem upp er talinn í viðaukum 7 og 8 og hefur ekki við gildistöku reglugerðar þessarar gilt starfsleyfi, skal sækja um það eigi síðar en 1. mars 1994. Ákvæði þetta á ekki við um atvinnurekstur sem þegar hefur sótt um starfsleyfi samkvæmt ákvæðum reglugerðar nr. 396/ 1992.

2. Þeir sem bera ábyrgð á atvinnurekstri samkvæmt reglugerð þessari skulu innan þriggja mánaða frá útgáfu eða endurskoðun starfsleyfis hafa lokið öllum almennum úrbótum vegna ákvæða þess. Heimilt er í starfsleyfi að veita lengri frest fyrir sértækum, flóknum og/eða kostnaðarsömum úrbótum.

3. Starfsleyfi starfandi sorpbrennslu skulu endurskoðuð fyrir 1. desember 1995. Þá skulu stöðvarnar uppfylla ákvæði viðauka 24. Frá 1. desember 2000 gilda sömu ákvæði fyrir nýjar og starfandi sorpbrennslustöðvar, sbr. viðauka 23.

4. Sveitarstjórnir skulu senda Hollustuvernd ríkisins áætlanir fyrir nýjar og endurbættar fráveitur sem ætlað er að uppfylla ákvæði 4. kafla reglugerðar þessarar og viðauka 12 fyrir 1, júlí 1994. Endurskoðun starfsleyfa vegna starfandi skólphreinsistöðva skal vera lokið fyrir 1. janúar 1995.

5. Almennri skilgreiningu á viðkvæmum og síður viðkvæmum svæðum skal vera lokið fyrir 1. maí 1994. Sveitarstjórnir skulu setja fram nákvæmari skilgreiningu á svæðum í viðkvæm og síður viðkvæm og skal því lokið fyrir 1. júlí 1994.

6. Iðnaðarstarfsemi, sbr. 77. gr., skal uppfylla ákvæði reglugerðar þessarar eigi síðar en 31. desember 2000.

7. Atvinnurekstur, þ. m. t. sorpbrennslustöðvar, sem fær útgefið starfsleyfi eftir gildistöku reglugerðar þessarar telst nýr atvinnurekstur enda hafi meginundirbúningur leyfisins farið fram eftir gildistöku hennar. Atvinnurekstur, þ. m. t. sorpbrennslustöðvar, sem fengið hefur útgefið starfsleyfi í fyrsta sinn fyrir gildistöku reglugerðar þessarar eða að undirbúningur starfsleyfis hefur að mestu leyti farið fram fyrir það tímamark telst starfandi atvinnurekstur.

8. Þrátt fyrir ákvæði 87. gr. taka viðaukar nr. 10, 16, 19, 20, 21, 22, 23 og 25 gildi 1. janúar 1995. Sama á við um viðmiðunarmörk fyrir blý í viðauka 3, 3. mgr. 26. gr. og 79. gr.

9. Reglugerð þessi skal endurskoðuð fyrir 1. júlí 1994.

 


Umhverfisráðuneytið, 27. janúar 1994.

F.h.r.

Magnús Jóhannesson.

Aðalheiður Jóhannsdóttir.

 

VIÐAUKAR
(sjá Stjórnartíðindi)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica