Reglugerð
um breytingu á mengunarvarnareglugerð
nr. 48/1994, með áorðnum breytingum.
1. gr.
Ákvæði 50. gr. hljóði svo:
Hávaði skal vera undir þeim viðmiðunarmörkum sem fram koma í viðauka 5 með mengunarvarnareglugerð, sbr. þó 53. gr. Ennfremur skal leitast við að uppfylla þau leiðbeiningarmörk sem fram koma í viðauka 5. Ef um er að ræða nýbyggingarsvæði í eldri byggð eða svæði þar sem skipulag eða starfsemi er fyrir, má þó heimila frávik sem lýst er í viðauka 5.
2. gr.
Við 1. mgr. 1. gr. í viðauka 5 bætist nýr málsliður er orðist svo: Viðmiðunargildi fyrir hávaða _innanhúss" er að finna í töflu í 5. mgr. 5. gr.
3. gr.
Ákvæði 3. mgr. 1. gr. viðauka 5 hljóði svo:
Ef um er að ræða nýbyggingarsvæði í eldri byggð eða svæði þar sem skipulag eða starfsemi er fyrir, má heimila frávik varðandi umferðarhávaða, sem nánar er fjallað um í grein 5 í þessum viðauka. Um hávaða á iðnaðarsvæðum er fjallað í grein 4 í þessum viðauka.
4. gr.
Tafla 1 í 3. gr. viðauka 5 breytist þannig:
a) Í stað _utan við glugga" í 1. mgr. komi: utan við húsvegg á jarðhæð og utan við opnanlegan glugga.
b) Í stað fyrirsagnar _Mesta hljóðstig utan við glugga" komi: Mesta hljóðstig utan við húsvegg á jarðhæð og utan við opnanlegan glugga.
5. gr.
Í stað _utan við glugga" í 4. mgr. 5. gr. í viðauka 5 komi: utan við húsvegg á jarðhæð og utan við opnanlegan glugga.
6. gr.
6. mgr. 5. gr. í viðauka 5 orðist svo:
70/55 merkir að viðmiðunarkrafa um 55 dB (A) utan við opnanlegan glugga skal vera uppfyllt fyrir a.m.k. helming íveruherbergja í hverri íbúð. Annars er leyfilegt hljóðstig utan við opnanlega glugga allt að 70 dB (A).
7. gr.
Lokaákvæði 5. gr. viðauka 5 hljóði svo:
1) Frávik: I Veruleg breyting á umferðaræð í byggð sem fyrir er.
II Nýbyggingarsvæði í eldri byggð eða endurnýjun byggðar sem
fyrir er.
8. gr.
Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt 3. gr. laga nr. 81/1988 um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit, með áorðnum breytingum, öðlast þegar gildi.
Umhverfisráðuneytinu, 28. apríl 1997.
Guðmundur Bjarnason.
Ingimar Sigurðsson.