Umhverfisráðuneyti

26/1997

Reglugerð um breyting á mengunarvarnarreglugerð nr. 48/1994 með síðari breytingum. - Brottfallin

Stofnreglugerð:

REGLUGERÐ

um breyting á mengunarvarnareglugerð nr. 48/1994,

með síðari breytingum.

1.gr.

62. gr. orðist svo:

Telji umsækjandi starfsleyfis að krafist sé óeðlilegra athugana og/eða rannsókna, sbr. 57. gr. og/eða 3. mgr. 61. gr. getur hann skotið málinu til úrskurðarnefndar sem starfar samkvæmt 26. gr. laga nr. 81/1988, um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit, með síðari breytingum. Um málsmeðferð hjá nefndinni fer samkvæmt stjórnsýslulögum nr. 37/1993.

2. gr.

65. gr. orðist svo:

Skriflegar athugasemdir við starfsleyfistillögur skal senda Hollustuvernd ríksins. Stjórn stofnunarinnar kannar málið í ljósi þeirra athugasemda sem fram hafa komið og gerir aðilum málsins grein fyrir áliti sínu innan fimm vikna frá því frestur til að skila inn athugasemdum rann út. Sætta aðilar málsins sig ekki við það álit og náist ekki málamiðlun er heimilt að vísa málinu til úrskurðarnefndar sem starfar samkvæmt 26. gr. laga nr. 81/1988, um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit, með síðari breytingum. Skal nefndin kveða upp úrskurð svo fljótt sem auðið er og eigi síðar en þremur vikum eftir að málið barst til hennar. Um málsmeðferð hjá nefndinni fer samkvæmt stjórnsýslulögum nr. 37/1993.

3. gr.

2. mgr. 72. gr. orðist svo:

72.2.        Stjórn Hollustuverndar ríkisins afgreiðir starfsleyfistillögur fyrir atvinnurekstur sem fellur undir 1. mgr. og upp er talinn í viðauka 7, til umhverfisráðherra, sbr. 62. - 65. gr. innan fimm vikna frá því að frestur til að skila inn skriflegum athugasemdum við auglýsta starfsleyfistillögu rann út. Skal stjórn Hollustuverndar ríksins gera grein fyrir skriflegum athugasemdum við starfsleyfistillögur og hvernig tekið er á þeim hverri fyrir sig. Skal sérstaklega tiltaka þær athugasemdir sem ekki er tekið tillit til og færa rök fyrir því.

4. gr.

Reglugerð þessi sem sett er með stoð í 3. gr. laga nr. 81/1988, um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Umhverfisráðuneytinu, 22. janúar 1997.

Guðmundur Bjarnason.

Magnús Jóhannesson.

Stjórnartíðindi B 5, nr. 26. Útgáfudagur 26. janúar 1997.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica