Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

984/2000

Reglugerð um flutning á hættulegum farmi. - Brottfallin

I. SKILGREININGAR OG ALMENN ÁKVÆÐI
Skilgreiningar.
1. gr.

Í reglum þessum er merking eftirfarandi hugtaka sem hér segir:

ADR-reglur: Evrópusamningur um millilandaflutninga á hættulegum farmi á vegum sem undirritaður var í Genf 1957, sem með tilskipun nr. 94/55/EB gildir sem reglur um flutning á hættulegum farmi á vegum á öllu Evrópska efnahagssvæðinu, jafnt innanlands sem milli landa, ásamt viðaukum A og B við samkomulagið, eins og þeir hafa verið samþykktir hverju sinni af sameiginlegu EES-nefndinni.

Flutningseining: Ökutæki eins og það er skilgreint í reglugerð um gerð og búnað ökutækja. Um aðrar skilgreiningar varðandi t.d. farmgeyma, gámageyma og gáma vísast í ADR-reglurnar.

Flutningur: Hvers konar tilfærslu á hættulegum farmi með flutningseiningum, ásamt lestun, losun, geymslu og annarri meðhöndlun á honum sem er hluti af tilfærslu hans.

Flutningar á vegum: Akstur ökutækis til flutninga með hættulegan farm á vegum opnum fyrir almennri umferð.

Hættulegur farmur: Farmur sem inniheldur hættuleg efni sem um getur í ADR-reglunum.

Lögbær aðili: Stjórnvöld eða aðrir sem með reglugerðinni er falið að hafa eftirlit með framkvæmd hennar eða ráðuneytið felur að hafa eftirlit með framkvæmd einstakra greina. Með lögbærum aðila er átt við, ef svo ber undir, erlendan lögbæran aðila varðandi tilteknar viðurkenningar samkvæmt tilskipun nr. 94/55/EB sem þá skulu einnig gilda hér á landi.

Vottorð um starfsþjálfun: Vottorð sem kveðið er á um í viðbæti B.6 í ADR-reglunum.


Almenn ákvæði.
2. gr.

Við flutning á hættulegum farmi skal fara eftir ADR-reglunum, með viðaukum A og B, eins og þær eru í gildi hverju sinni hér á landi, sbr. ákvæði í EB-tilskipun nr. 94/55 um að ADR-reglurnar skuli gilda innan Evrópska efnahagssvæðisins, sem breytt hefur verið með EB-tilskipunum nr. 96/86 og nr. 1999/47.

Við eftirlit með flutningi á hættulegum farmi skal fara eftir EB-tilskipun nr. 95/50 og viðaukum við þá tilskipun.


II. HÆTTULEGUR FARMUR
Gildissvið.
3. gr.

Ákvæði um hættulegan farm gilda um flutning á hættulegum farmi á vegum og utan vega hér á landi. Þau gilda ekki um flutning innan afmarkaðs athafnasvæðis fyrirtækis eða stofnunar eða byggingarsvæðis þar sem almenningur hefur takmarkaðan aðgang.


Flokkun efna og vara.
4. gr.

Hættulegur farmur skiptist í eftirfarandi flokka hættulegra efna eða vara, í samræmi við tilmæli Sameinuðu þjóðanna nr. ST/SG/AC.10/1, sem bannað er eða aðeins leyft að flytja að uppfylltum skilyrðum á viðaukum A og B í ADR-reglunum:

1 Sprengifim efni.
2 Lofttegundir.
3 Eldfimir vökvar.
4.1 Eldfim föst efni.
4.2 Efni með hættu á sjálftendrun.
4.3 Efni sem mynda eldfimar lofttegundir við snertingu við vatn.
5.1 Eldnærandi efni.
5.2 Lífræn peroxíð.
6.1 Eitruð efni.
6.2 Smitefni.
7 Geislavirk efni.
8 Ætandi efni.
9 Önnur hættuleg efni.


5. gr.

Áður en efni eða vörur eru afhentar til flutnings skulu þær flokkaðar í samræmi við 4. gr.

Sendandi vöru ber ábyrgð á að efni og vörur séu rétt flokkaðar þegar þær eru afhentar til flutnings.


Umbúðir og merkingar þeirra.
6. gr.

Umbúðir um hættulegan farm skulu uppfylla kröfur ADR-reglnanna, m.a. í samræmi við viðbætur A.5 og A.6 í ADR-reglunum, eftir því sem við á.

Umbúðir skulu merktar með Sameinuðu þjóða númeri (SÞ-númeri) vörunnar og með einum eða fleiri varúðarmerkjum sem sýnd eru í viðauka I og í samræmi við ADR-reglurnar.

Sendandi efna eða vara ber ábyrgð á að umbúðir séu í samræmi við ákvæði ADR-reglnanna og að þær séu rétt merktar.


Flutningsskjöl.
7. gr.

Með flutningi á hættulegum farmi skulu fylgja eftirfarandi gögn:

a. farmbréf með eftirfarandi upplýsingum um vöruna, sbr. viðauka A í ADR-reglunum: SÞ-númer og heiti samkvæmt ADR-reglunum, flokkur, efnisnúmer, bókstafur, bókstafirnir "ADR", fjöldi eininga, gerð umbúða og þyngd eða rúmmál vörunnar. Fyrir sprengifim efni skal einnig rita söluheiti þegar það á við; einnig skal gefa upp nettóþyngd efnisins,
b. vottorð sendanda í samræmi við viðauka A í ADR-reglunum, þar sem hann vottar m.a. að flytja megi vöruna samkvæmt ADR-reglunum, að umbúðir séu viðurkenndar og rétt merktar og varan í þannig ástandi og hafi verið þannig meðhöndluð að hún sé tilbúin til flutnings,
c. flutningsslysablað með upplýsingum um varúðarráðstafanir og fyrstu viðbrögð við óhappi; sbr. ADR-reglurnar,
d. starfsþjálfunarvottorð til handa stjórnanda ökutækis sem flytur tiltekinn hættulegan farm, sbr. III. kafla og ADR-reglurnar,
e. vottorð um viðurkenningu þegar það á við samkvæmt ADR-reglunum.

Sendandi efna eða vara skal láta flytjanda í té farmbréf, flutningsslysablað og vottorð sendanda þegar hann afhendir efni eða vöru til flutnings. Flutningsaðila er óheimilt að taka til flutnings efni eða vöru nema fullnægandi gögn fylgi með henni.


Merking ökutækja.
8. gr.

Við flutning á hættulegum farmi skulu ökutæki merkt með tveimur ferhyrndum appelsínugulum hættuskiltum búnum endurskini í samræmi við viðauka II og ADR-reglurnar. Skiltin skulu vera 400 mm að lengd og 300 mm að hæð með 15 mm breiðri svartri umgjörð. Þeim skal komið fyrir þannig að þau sjáist vel að framan og aftan á flutningseiningunni. Ef stærð eða lögun flutningseiningarinnar er þannig að erfitt er að koma fyrir skiltum af þessari stærð er heimilt að hafa þau 300 mm að lengd, 120 mm að hæð og breidd umgerðar 10 mm. Þegar það á við samkvæmt ADR-reglunum skulu skiltin vera með SÞ-númer og viðeigandi hættunúmer úr viðauka III. Við flutning í farmgeymum, gámageymum, gámum og við flutning á lausri ósekkjaðri vöru skal merkja flutningseininguna í samræmi við ADR-reglurnar með einu eða fleiri varúðarmerkjum úr viðauka I og í samræmi við töflu I eða II í viðbæti B.5 í ADR-reglunum.


Fylgibúnaður.
9. gr.

Við flutning á hættulegum farmi skal eftirfarandi fylgibúnaður vera með:


Slökkvibúnaður:
Eitt a.m.k. 2 kg dufttæki eða sambærilegt fyrir bifreiðina og eitt a.m.k. 6 kg dufttæki eða sambærilegt fyrir farminn.


Annar búnaður:

a. a.m.k. einn stoppklossi fyrir bifreið og einn fyrir eftirvagn (sé slíkur með í för) af hæfilegri stærð miðað við þunga bifreiðar/eftirvagns og stærð (þvermál) hjólbarða,
b. nauðsynlegur búnaður fyrir almennar og sérstakar öryggisráðstafanir sem kveðið er á um í flutningsslysablaði (skriflegum leiðbeiningum) og þá sérstaklega:
- tvö frístandandi viðvörunarskilti (t.d. endurskinskeilur eða endurskinsþríhyrningar eða ljósker óháð rafkerfi bifreiðarinnar sem lýsa stöðugt eða blikkandi appelsínugulu ljósi),
- heppileg endurskinsvesti eða endurskinsklæðnaður (t.d. eins og lýst er í Evrópustaðli EN 471) fyrir sérhvern áhafnarmeðlim,
- vasaljós fyrir sérhvern áhafnarmeðlim.


Samlestun.
10. gr.

Óheimilt er að flytja saman sprengifim efni og annan hættulegan farm í eða á sama ökutæki. Heimilt er að flytja saman sprengifim efni í mismunandi aðskilnaðarflokkum í samræmi við töflu í viðauka IV. Ekki er heimilt að flytja fóðurvöru eða matvæli með hættulegum farmi sem merktur er með varúðarmerkjum 6.1 eða 6.2, sbr. viðauka I.


Viðurkenning flutningseininga.
11. gr.

Þegar það á við skulu flutningseiningar vera viðurkenndar af lögbærum aðila í samræmi við ADR-reglurnar.


Eftirlit, prófanir, viðurkenningar.
12. gr.

Eftirlit, prófanir eða viðurkenningar sem krafist er í ADR-reglunum skulu gerðar af lögbærum aðila.

Vinnueftirlit ríkisins hefur yfirumsjón með framkvæmd reglugerðarinnar hvað varðar flokkun efna, viðurkenningu umbúða, prófanir og viðurkenningar sem krafist er í ADR-reglunum.

Lögreglan hefur eftirlit með að farið sé eftir reglugerð þessari við sjálfan flutninginn á hættulegum farmi eins og hann er skilgreindur í reglugerðinni.

Skráningarstofa ökutækja hefur eftirlit með að ökutæki sem flytja hættulegan farm séu viðurkennd til slíkra flutninga samkvæmt ADR-reglunum.

Geislavarnir ríkisins hafa yfirumsjón með framkvæmd reglugerðarinnar hvað varðar flokkun efna, viðurkenningu umbúða, prófanir og viðurkenningar sem krafist er í ADR-reglunum varðandi geislavirk efni.

Hlutaðeigandi heilbrigðisnefnd veitir starfsleyfi til flutnings á spilliefnum í samræmi við reglugerð um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun.

Dómsmálaráðuneytið getur falið öðrum og viðurkennt aðra til að fara með afmarkað eftirlit eða viðurkenningar.


Flutningur á sprengifimum efnum.
13. gr.

Ökutæki sem flytja sprengifim efni skulu flokkuð og viðurkennd í annan af tveimur flokkum í samræmi við ADR-reglurnar. Ekki má flytja meira magn af sprengifimum efnum í einni flutningseiningu en fram kemur í töflu í viðauka V.


Sérstök ákvæði.
14. gr.

Lögbær aðili, sbr. 2. mgr. 81. gr. umferðarlaga, getur sett sérstakar reglur um flutning á hættulegum farmi um jarðgöng eða yfir brýr ef nauðsyn krefur. Lögreglan getur sett sérreglur um flutningsleiðir og fylgd ökutækja.

Óheimilt er að flytja milli staða meira en 50 kg af sprengifimu efni með sama ökutæki nema til komi leyfi lögreglustjóra á áfangastað samkvæmt reglugerð um sprengiefni. Við flutning á sprengifimu efni skal lögreglustjórum umdæma sem flutningurinn fer um tilkynnt um flutninginn.

Til að ferma eða afferma (umferma) ökutæki með hættulegan farm á almennu svæði í þéttbýli þarf sérstakt leyfi lögreglu. Ef til slíks kemur utan þéttbýlis skal láta lögregluna vita áður en ferming eða afferming (umferming) hefst. Þetta á við um efni samkvæmt viðauka B í ADR-reglunum og töflu í viðauka VI.

Vakta skal ökutæki sem flytur hættulegan farm í samræmi við viðauka B í ADR-reglunum og viðauka VII.

Ökumaður skal forðast að stöðva ökutæki með hættulegan farm nálægt íbúðarhúsnæði eða svæði sem almenningur á erindi um. Stöðvun ökutækis á slíkum stöðum má ekki vara lengur en lögreglan hefur gefið samþykki sitt fyrir. Þetta gildir um flutninga á hættulegum efnum í samræmi við viðauka B í ADR-reglunum og viðauka VIII.

Óheimilt er að flytja farþega með ökutæki sem flytur hættulegan farm við aðrar aðstæður en undanþága er veitt fyrir, sbr. viðauka B í ADR-reglunum og viðauka IX.


Undanþágur.
15. gr.

Við flutning á stykkjavöru í minna magni en fram kemur í viðauka IX er einungis krafist eftirfarandi gagna og búnaðar:

- farmbréfs (þar skal einnig koma fram að farmurinn sé fluttur samkvæmt undanþágum í ADR-reglunum),
- viðurkenndra umbúða,
- merktra umbúða,
- eins slökkvitækis (2 kg dufttæki),
- vottorðs sendanda.

Undanþeginn ákvæðum reglugerðarinnar er flutningur á hættulegum farmi sem greinir í viðauka X.


III. STARFSÞJÁLFUN
Starfsþjálfunarvottorð.
16. gr.

Við flutning á hættulegum farmi skal ökumaður hafa réttindi í samræmi við ADR-reglur sem staðfest eru með starfsþjálfunarvottorði. Undanþeginn er þó flutningur sem fellur undir 1. mgr. 15. gr. og viðauka IX.

Starfsþjálfunarvottorð gildir til handa ökumönnum sem annast innanlands- og millilandaflutninga með hættulegan farm á vegum með:

a. ökutækjum með leyfða heildarþyngd meiri en 3500 kg og ef krafa er um slíkt í hluta II í viðauka A með ADR-samningnum, svo og með öðrum ökutækjum.
b. bifreiðum með farmgeyma eða flutningseiningum sem samanstanda af föstum eða lausum farmgeymum eða geymasamstæðum með meira en 1000 lítra rými og með bifreiðum sem flytja gámageymi með meira en 3000 lítra rými. Þetta gildir bæði þegar bifreiðirnar eða flutningseiningarnar flytja hættulegan farm og þegar búið er að losa hinn hættulega farm áður en farmgeymarnir hafa verið hreinsaðir eða afgasaðir.

Við flutning á sprengifimum vörum skal vera aðstoðarmaður sem hefur sömu réttindi til slíks flutnings og ökumaðurinn og getur leyst hann af við flutninginn ef nauðsyn krefur, sbr. ADR-reglurnar.


Starfsþjálfun og nám.
17. gr.

Nám sem ökumaður þarf að stunda til að fá vottorð um starfsþjálfun skal vera bóklegt og verklegt og samþykkt af prófnefnd.

Starfsþjálfunin skal hafa að meginmarkmiði að gera stjórnendum ökutækja grein fyrir þeirri hættu sem fylgir flutningum með hættulegan farm og kenna þeim nauðsynleg grundvallaratriði til að draga sem verða má úr slysahættu, og beri slys að höndum að þeir bregðist rétt við til að verja sjálfa sig og umhverfið og draga úr áhrifum slyssins.

Við þjálfun til að öðlast starfsþjálfunarvottorð fyrir flutning á hættulegum farmi skv. a-lið 2. mgr. 16. gr. skal a.m.k. farið yfir það námsefni sem talið er upp í 1. tölul. viðauka XI.

Við þjálfun til að öðlast starfsþjálfunarvottorð fyrir flutning á hættulegum farmi skv. b-lið 2. mgr. 16. gr. skal a.m.k. farið yfir það námsefni sem talið er upp í 2. tölul. viðauka XI.

Við þjálfun til að öðlast starfsþjálfunarvottorð fyrir flutning á hættulegum farmi í flokki 1 (sprengifim efni), óháð heildarþyngd ökutækis, skal a.m.k. farið yfir það námsefni sem talið er upp í 3. tölul. viðauka XI.

Við þjálfun til að öðlast starfsþjálfunarvottorð fyrir flutning á hættulegum farmi í flokki 7 (geislavirk efni), óháð heildarþyngd ökutækis, sbr. og viðauka B í ADR-reglunum, skal a.m.k. farið yfir það námsefni sem talið er upp í 4. tölul. viðauka XI.

Til að fá vottorð um starfsþjálfun fyrir flutning á hættulegum farmi með bifreiðum með farmgeyma, geymasamstæðum eða gámageymi, fyrir flutning á sprengifimum farmi og fyrir flutning á geislavirkum farmi, sbr. 4., 5. og 6. mgr., skal ökumaður hafa gilt vottorð um starfsþjálfun fyrir flutning á hættulegum farmi skv. a-lið 2. mgr. 16. gr.

Náminu skal í öllum tilvikum ljúka með prófi.

Námstími fyrir bóklega og verklega hlutann skal vera í samræmi við viðauka XI.


Gildistími starfsþjálfunarvottorðs.
18. gr.

Gildistími starfsþjálfunarvottorðs ökumanns sem annast flutning á hættulegum farmi, sbr. 16. gr., er 5 ár.

Heimilt er að framlengja gildistíma vottorðs í fimm ár í senn enda hafi handhafi þess á síðustu tólf mánuðum og ekki síðar en þrem mánuðum eftir að gildistími vottorðsins rann út lokið endurmenntunarnámskeiði sem samþykkt er af prófnefnd og staðist próf.

Námsefni og lengd endurmenntunarnámskeiðs skal vera í samræmi við viðauka XII.


Prófnefnd.
19. gr.

Þriggja manna prófnefnd skal sjá um framkvæmd prófa og um undirbúning fyrir útgáfu og afgreiðslu vottorða um starfsþjálfun til handa stjórnendum ökutækja sem flytja hættulegan farm. Einn nefndarmanna skal tilnefndur af dómsmálaráðuneytinu, einn af samgönguráðuneytinu og einn af félagsmálaráðuneytinu og er hann formaður nefndarinnar.


20. gr.

Hlutverk prófnefndar er að gera námskrá fyrir nám til undirbúnings þess að öðlast vottorð um starfsþjálfun og hafa yfirumsjón með námskeiðum skv. 17. og 18. gr.


Framkvæmd námskeiða.
21. gr.

Vinnueftirlit ríkisins annast framkvæmd námskeiða í samvinnu við Hollustuvernd ríkisins og gefur út vottorð um starfsþjálfun til þeirra sem lokið hafa prófi undir yfirumsjón prófnefndar. Það sér um að útvega námsefni, innheimta námskeiðsgjöld og að greiða kostnað sem af námskeiðum og prófum hlýst.

Heimilt er atvinnurekendum, ökuskólum, Landvara, félagi íslenskra vöruflytjenda, og öðrum sem hafa ökumenn í vinnu við flutning á hættulegum farmi að halda námskeið til að undirbúa þá sem öðlast vilja vottorð um starfsþjálfun. Sá sem heldur námskeið skal greiða kostnað af prófi og útgáfu vottorðs um starfsþjálfun.


Sérstakt eftirlit á vegum.
22. gr.

Lögreglan skal hafa eftirlit með að stjórnandi ökutækis sem flytur hættulegan farm hafi meðferðis vottorð um starfsþjálfun. Vinnueftirlit ríkisins hefur eftirlit með að fyrirtæki sem flytja hættulegan farm hafi í sinni þjónustu ökumenn með gilt vottorð um starfsþjálfun.


IV. GILDISTAKA.
23. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt 2. mgr. 50. gr., 1. mgr. 60. gr. og 5. mgr. 73. gr. umferðarlaga, nr. 50 30. mars 1987, sbr. lög nr. 44 7. maí 1993, og með hliðsjón af XIII. viðauka við EES-samninginn (tölul. 17 d: tilskipun 95/50/EB, sbr. EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB, 23. hefti 1996, bls. 43-50; tölul. 17 e: tilskipun 94/55/EB, sbr. tilskipanir nr. 96/86/EB og nr. 1999/47/EB, sbr. EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB, 32. hefti 1996, bls. 1-8, 29. hefti 1997, bls. 27-29 og ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 176/99 frá 17. desember 1999), og að höfðu samráði við félagsmálaráðuneytið hvað varðar þátt Vinnueftirlits ríkisins, heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið hvað varðar þátt Geislavarna ríkisins og umhverfisráðuneytið hvað varðar þátt Hollustuverndar ríkisins og heilbrigðisnefnda sveitarfélaga, öðlast þegar gildi.

Jafnframt fellur úr gildi reglugerð um flutning á hættulegum farmi, nr. 192 27. mars 1998, sbr. reglugerð nr. 133 19. febrúar 1999, svo og reglugerð um starfsþjálfun stjórnenda ökutækja sem flytja tiltekinn hættulegan farm, nr. 139 3. mars 1995.

Ákvæði til bráðabirgða.

Til 31. desember 2009 er skráningarstofu ökutækja heimilt að undanþiggja ökutæki sem skráð voru fyrir 31. desember 1998 og notuð hafa verið til að flytja hættulegan farm ákvæðum um viðurkenningu samkvæmt ADR-reglum á farmgeymi og ákvæðum ADR-reglna um sérstaka vörn á rafleiðslum, sérstaka raftengingu við ökurita, vörn fyrir farmgeymi, læsivörn á hemlum og aukahemla (útblásturshemla og/eða drifskaftshemla), enda uppfylli ökutækið ákvæði reglugerðar um gerð og búnað ökutækja. Slíkum búnaði, sem fyrir er á ökutæki sem flytur hættulegan farm, skal haldið við þannig að hann sé í fullkomnu lagi.

Eftirvagn, sem ekki er búinn hemlum með læsivörn og er meira en 10.000 kg að leyfðri heildarþyngd, er óheimilt að tengja við bifreið sem búin er hemlum með læsivörn.

Ákvæði 1. mgr. gildir ekki um ökutæki sem eru í fjölþjóðlegri umferð.


Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 27. desember 2000.

Sólveig Pétursdóttir.
Björn Friðfinnsson.


VIÐAUKI III
Hættunúmer og merking þeirra.

Eftirfarandi gildir fyrir tölustafi í hættunúmeri:

0 Án merkingar.
1 Ekki notað.
2 Gas getur myndast vegna þrýstings eða efnahvarfs.
3 Eldfimur vökvi (gufa) eða gas eða vökvi sem hitnar af sjálfu sér.
4 Eldfimt fast efni eða fast efni sem hitnar af sjálfu sér.
5 Eldnærandi áhrif.
6 Hætta á eitrun eða smiti.
7 Hætta á geislavirkni.
8 Hætta á ætingu.
9 Hætta á skyndilegu öflugu efnahvarfi.
Ef sami tölustafur er tvítekinn merkir það aukna hættu, t.d. merkir 30 eldfimur vökvi (t.d. díselolía) en 33 merkir mjög eldfimur vökvi (t.d. bensín). Ef bókstafurinn X er fyrir framan tölurnar merkir það að ekki má nota vatn við slökkvistarf.

Eftirfarandi samsetningar hættunúmera eru notaðar:
*) merkir að aðeins má nota vatn með samþykki viðkomandi yfirvalda.

Varðandi merkingar við flutning einstakra efna, sjá töflu I og II, spássíunúmer 250 000 í ADR-reglum.

20 Kæfandi lofttegund eða óvirk lofttegund.
22 Djúpkæld lofttegund, kæfandi.
223 Djúpkæld, eldfim lofttegund.
225 Djúpkæld, eldnærandi lofttegund.
23 Eldfim lofttegund.
236 Eldfim, eitruð lofttegund.
239 Eldfim lofttegund, hætta á sjálfvöktu kröftugu efnahvarfi.
25 Eldnærandi lofttegund.
26 Eitruð lofttegund.
263 Eitruð, eldfim lofttegund.
268 Eitruð, ætandi lofttegund.
30 Eldfimur vökvi (blossamark 23ºC til og með 61ºC) eða eldfimur vökvi eða bráðið fast efni með blossamark yfir 61°C, upphitað í eða yfir blossamark eða vökvi sem hitnað getur af sjálfu sér.
323 Eldfimur vökvi sem hvarfast við vatn og myndar eldfimar lofttegundir.
X323 Eldfimur vökvi sem hvarfast kröftuglega við vatn og myndar eldfimar lofttegundir *).
33 Mjög eldfimur vökvi (blossamark undir 23ºC).
333 Vökvi sem kviknað getur í af sjálfu sér.
X333 Vökvi sem kviknað getur í af sjálfu sér og sem hvarfast kröftuglega við vatn *).
336 Mjög eldfimur, eitraður vökvi.
338 Mjög eldfimur, ætandi vökvi.
X338 Mjög eldfimur, ætandi vökvi sem hvarfast kröftuglega við vatn *).
339 Mjög eldfimur vökvi, hætta á sjálfvöktu kröftugu efnahvarfi.
36 Eldfimur vökvi (blossamark 23°C til og með 61°C) eða vökvi sem hitnað getur af sjálfu sér, eitraður.
362 Eldfimur, eitraður vökvi sem hvarfast við vatn og myndar eldfimar lofttegundir.
X362 Eldfimur, eitraður vökvi sem hvarfast við vatn og myndar eldfimar lofttegundir *).
38 Eldfimur vökvi (blossamark 23°C til og með 61°C), ætandi.
382 Eldfimur, ætandi vökvi sem hvarfast kröftuglega við vatn og myndar eldfimar lofttegundir.
X382 Eldfimur, ætandi vökvi sem hvarfast kröftuglega við vatn og myndar eldfimar lofttegundir *).
39 Eldfimur vökvi, hætta á sjálfvöktu og kröftugu efnahvarfi.
40 Eldfimt fast efni eða fast efni sem hvarfast getur eða hitnað af sjálfu sér.
423 Fast efni sem hvarfast við vatn og myndar eldfimar lofttegundir.
X423 Fast eldfimt efni, hvarfast kröftuglega við vatn og myndar eldfimar lofttegundir.
44 Bráðið, eldfimt fast efni, upphitað.
446 Bráðið, eldfimt fast efni, eitrað, upphitað.
46 Eldfimt fast efni eða fast efni sem hitnar af sjálfu sér, eitrað.
462 Eitrað fast efni sem hvarfast við vatn og myndar eldfimar lofttegundir.
X462 Fast efni sem hvarfast við vatn og myndar eitraðar lofttegundir.
48 Eldfimt fast efni eða fast efni sem hitnar af sjálfu sér, ætandi.
482 Ætandi fast efni sem hvarfast við vatn og myndar eldfimar lofttegundir.
X482 Fast efni sem hvarfast við vatn og myndar ætandi lofttegundir.
50 Eldnærandi efni.
539 Eldfim lífræn peroxíð.
55 Sterkt eldnærandi efni.
556 Sterkt eldnærandi efni, eitrað.
558 Sterkt eldnærandi efni, ætandi.
559 Sterkt eldnærandi efni, hætta á sjálfvöktu, kröftugu efnahvarfi.
56 Eldnærandi efni, eitrað.
568 Eldnærandi efni, eitrað, ætandi.
58 Eldnærandi efni, ætandi.
59 Eldnærandi efni, hætta á sjálfvöktu, kröftugu efnahvarfi.
60 Eitrað eða lítið eitrað efni.
606 Smitefni.
623 Eitraður vökvi sem hvarfast við vatn og myndar eitraðar lofttegundir.
63 Eitrað efni, eldfimt (blossamark 23ºC til og með 61ºC).
638 Eitrað efni, eldfimt (blossamark 23ºC til og með 61ºC), ætandi.
639 Eitrað efni, eldfimt (blossamark hámark 61ºC), hætta á sjálfvöktu, kröftugu efnahvarfi.
64 Eitrað fast efni, eldfimt eða sem getur hitnað af sjálfu sér.
642 Eitrað fast efni sem hvarfast við vatn og myndar eldfimar lofttegundir.
65 Eitrað, eldnærandi efni.
66 Mjög eitrað efni.
663 Mjög eitrað efni, eldfimt (blossamark hámark 61ºC).
664 Mjög eitrað fast efni, eldfimt eða getur hitnað af sjálfu sér.
665 Mjög eitrað, eldnærandi efni.
668 Mjög eitrað efni, ætandi.
669 Mjög eitrað efni, hætta á sjálfvöktu, kröftugu efnahvarfi.
68 Eitrað efni, ætandi.
69 Eitrað eða lítið eitrað efni, hætta á sjálfvöktu, kröftugu efnahvarfi.
70 Geislavirkt efni.
72 Geislavirk lofttegund.
723 Geislavirk lofttegund, eldfim.
73 Geislavirkur vökvi, eldfimur (blossamark hámark 61ºC).
74 Geislavirkt fast efni, eldfimt.
75 Geislavirkt efni, eldnærandi.
76 Geislavirkt efni, eitrað.
78 Geislavirkt efni, ætandi.
80 Ætandi eða veikt ætandi efni.
X80 Ætandi eða veikt ætandi efni sem hvarfast kröftuglega við vatn *).
83 Ætandi eða veikt ætandi efni, eldfimt (blossamark 23ºC til og með 61ºC).
X83 Ætandi eða veikt ætandi efni, eldfimt (blossamark 23ºC til og með 61ºC) sem hvarfast kröftuglega við vatn *).
839 Ætandi eða veikt ætandi efni, eldfimt (blossamark 23ºC til og með 61ºC), hætta á sjálfvöktu, kröftugu efnahvarfi *).
X839 Ætandi eða veikt ætandi, eldfimt efni (blossamark 23°C til og með 61°C), hætta á sjálfvöktu kröftugu efnahvarfi og hvarfast kröftuglega við vatn.
84 Ætandi fast efni, eldfimt eða getur hitnað af sjálfu sér.
842 Ætandi fast efni sem hvarfast við vatn og myndar eldfimar lofttegundir.
85 Ætandi eða veikt ætandi efni, eldnærandi.
856 Ætandi eða veikt ætandi efni, eldnærandi og eitrað.
86 Ætandi eða veikt ætandi efni, eitrað.
88 Mjög ætandi efni.
X88 Mjög ætandi efni sem hvarfast kröftuglega við vatn *).
883 Mjög ætandi efni, eldfimt (blossamark 23°C til og með 61°C).
884 Mjög ætandi fast efni, eldfimt eða sem getur hitnað af sjálfu sér.
885 Mjög ætandi efni, eldnærandi.
886 Mjög ætandi efni, eitrað.
X886 Mjög ætandi efni, eitrað, hvarfast kröftuglega við vatn *).
89 Ætandi eða veikt ætandi efni, hætta á sjálfvöktu, öflugu efnahvarfi.
90 Hættulegt efni gagnvart ytra umhverfi, ýmis hættuleg efni.
99 Ýmis hættuleg efni, upphituð.
VIÐAUKI IV
Aðskilnaðarflokkar sprengiefna segja til um hvaða efni megi geyma eða flytja saman án þess að hætta sé á að slysum og óhöppum fjölgi.
A
B
C
D
E
F
G
H
J
L
N
S
A
C
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
B
-
C
-
1)
-
-
-
-
-
-
-
C
C
-
-
C
C
C
-
C
-
-
-
2), 3)
C
D
-
1)
C
C
C
-
C
-
-
-
2), 3)
C
E
-
-
C
C
C
-
C
-
-
-
2), 3)
C
F
-
-
-
-
-
C
-
-
-
-
-
C
G
-
-
C
C
C
-
C
-
-
-
-
C
H
-
-
-
-
-
-
-
C
-
-
-
C
J
-
-
-
-
-
-
-
-
C
-
-
C
L
-
-
-
-
-
-
-
-
-
4)
-
-
N
-
-
2), 3)
2), 3)
2), 3)
-
-
-
-
-
2)
C
S
-
C
C
C
C
C
C
C
C
-
C
C

C Má flytja og geyma saman.


1) Pakka með hlutum úr aðskilnaðarflokki B og efni eða hluti úr aðskilnaðarflokki D má flytja í sama ökutæki ef varningurinn er í aðskildum hólfum eða hlutum ökutækisins og ökutækið hefur verið viðurkennt af lögbærum yfirvöldum eða aðilum sem þau viðurkenna þannig að ekki sé hætta á að sprenging í hlutum í aðskilnaðarflokki B geti flust yfir í efni eða hluti í aðskilnaðarflokki D.
2) Efni í flokki 1.6, aðskilnaðarflokki N, má einungis flytja með efnum í sama flokki og aðskilnaðarflokki ef fyrir liggur staðfesting á því að það skapi ekki hættu á sprengingu. Ef ekki skal meðhöndla efnið eins og það væri í flokki 1.1.
3) Ef flytja á efni í aðskilnaðarflokki N með efnum í aðskilnaðarflokkum C, D eða E skal meðhöndla það samkvæmt eiginleikum efna í aðskilnaðarflokki D.
4) Efni í aðskilnaðarflokki L má eingöngu flytja með efnum í sama aðskilnaðarflokki og af sömu tegund.


VIÐAUKI V
Hámarksmagn (kg nettóþyngd) sem flytja má af sprengifimu
efni (flokkur 1) á einni flutningseiningu.Ökutæki
Flokkur
1.1
1.2
1.3
1.4
1.5 og 1.6
Undirflokkur/
efnisnúmer
01
1 – 12
13 – 25
26 - 34
35 - 45
46 - 47
48 - 50
91
EX/II
EX/III
6,25
18,75
1 000
16 000
3 000
16 000
5 000
16 000
15 000
16 000
Ótakm.
Ótakm.
5 000
16 000
Ótakm
ÓtakmVIÐAUKI VI
Ferming og afferming á opnum svæðum.

Til að ferma eða afferma (umferma) ökutæki með hættulegan varning á almennu svæði í þéttbýli þarf sérstakt leyfi lögreglu.
Ef til slíks kemur utan þéttbýlis skal láta lögreglu vita áður en ferming eða afferming (umferming) hefst.

Aðskilja skal varning með hliðsjón af varúðarmerkjum á umbúðum.
Flokkur
Heiti Efni (efnisnúmer, bókstafur)
1
Sprengifim efni og hlutir Öll efni
Ef ökutæki sem flytur efni eða hluti í flokki 1 þarf að nema staðar vegna fermingar eða affermingar á almennu svæði verður fjarlægðin að næsta ökutæki með sprengifiman farm að vera a.m.k. 50 m
6.1
Eiturefni Efni með efnisnúmer 1 – 5
Auk þess öll efni í undirflokki (a)
9
Önnur hættuleg efni Efni í undirflokki (b) að undanteknum efnum með efnisnúmer 35

VIÐAUKI VII
Vöktun við lagningu ökutækis.
Ákvæði um vöktun ökutækja gilda um flutning efna sem talin eru upp í meðfylgjandi töflu þegar þau eru flutt í meira magni en þar kemur fram. Þó má leggja ökutæki án vöktunar í vörugeymslu eða á verksmiðjulóð þar sem fyllsta öryggis er gætt.

Séu slíkir staðir ekki fyrir hendi skal fylgja eftirfarandi, í þeirri röð sem talið er:

a. Vaktað stæði þar sem vörðurinn þekkir til farmsins og veit hvar hægt er að ná í ökumanninn.
b. Stæði þar sem ekki er hætta á að ökutækið skaðist af öðrum ökutækjum.
c. Heppilegt opið svæði þar sem engin umferð er yfirleitt eða almenningur á ekki erindi á.
Flokkur 1
Sprengifim efni
Nettóþyngd
Allur sprengifimur farmur
Tómar umbúðir með efnisnúmer 91 eru undanþegnar
50 kg
Sprengifiman farm, óháð magni, skal alltaf vakta þannig að koma megi í veg fyrir skemmdarverk og þannig að hægt sé að láta ökumann og lögbæran aðila vita um skemmdir eða bruna
Flokkur 2
Lofttegundir
Brúttóþyngd
Efni með efnisnúmer 1, fyrir utan 1A, 1O og 1F 1 000 kg
Efni með efnisnúmer 2, fyrir utan 2A, 2O og 2F 1 000 kg
Efni með efnisnúmer 3F 1 000 kg
Efni með efnnúmer 2F, 3A og 3O 10 000 kg
Flokkur 3
Eldfimir vökvar
Brúttóþyngd
Efni með efnisnúmer 1 - 5(a) og (b), 7(b) og 21 - 26 og efni með efnisnúmer 41 sem eru lítið eitruð 10 000 kg
Efni með efnisnúmer 6, 11 - 19, 27 og 28 og eitruð eða mjög eitruð efni með efnisnúmer 41 5 000 kg
Flokkur 4.1
Eldfim föst efni
Brúttóþyngd
Efni með efnisnúmer 21 – 25 1 000 kg
Efni með efnisnúmer 26 100 kg
Efni með efnisnúmer 31, 32, 43 og 44 1 000 kg
Efni með efnisnúmer 33, 34, 45 og 46 2 000 kg
Efni með efnisnúmer 35, 36, 47 og 48 5 000 kg
Efni með efnisnúmer 41 og 42
Þessi efni í meira magni en 500 kg skulu alltaf vera undir vöktun þannig að koma megi í veg fyrir skemmdarverk og þannig að hægt sé að láta ökumann og lögbæran aðila vita um skemmdir eða bruna.
500 kg
Flokkur 4.2
Efni með hættu á sjálftendrun
Brúttóþyngd
Efni í undirflokki (a) óháð efnisnúmeri 10 000 kg
Efni með efnisnúmer 22 10 000 kg
Flokkur 4.3
Efni sem mynda eldfimar lofttegundir við snertingu við vatn

Brúttóþyngd
Efni í undirflokki (a) óháð efnisnúmeri 10 000 kg
Flokkur 5.1
Eldnærandi efni
Brúttóþyngd
Efni í undirflokki (a) og efni með efnisnúmer 5 10 000 kg
Flokkur 5.2
Lífræn peroxíð
Brúttóþyngd
Efni með efnisnúmer 1, 2, 13 og 14 1 000 kg
Efni með efnisnúmer 3, 4, 15 og 16 2 000 kg
Efni með efnisnúmer 5, 6, 17 og 18 5 000 kg
Efni með efnisnúmer 11 og 12.
Efni með þessi efnisnr. Skal alltaf vakta þannig að koma megi í veg fyrir skemmdarverk og þannig að hægt sé að láta ökumann og lögbæran aðila vita um skemmdir eða bruna
500 kg
Flokkur 6.1
Eiturefni
Brúttóþyngd
Efni með efnisnúmer 1-5 og í undirflokki (a) með hvaða efnisnúmer sem er 1 000 kg
Efni í undirflokki (b) 5 000 kg
Flokkur 6.2
Smitefni
Brúttóþyngd
Efni með efnisnúmer 1 Alltaf, óháð magni
Efni með efnisnúmer 2 Alltaf yfir 100 kg
Flokkur 7
Geislavirk efni
Brúttóþyngd
a. Ökutæki sem flytur geislavirk efni skal alltaf vera undir eftirliti (vöktun).
Vöktunin skal vera innan lokaðs svæðis (girt af) og vaktmaður skal þekkja til farmsins.
b. Ekki er nauðsynlegt að fara eftir ofangreindum ákvæðum ef:
1. farmrýmið er læst og farmurinn varinn gegn losun án heimildar,
2. geislunin fer hvergi yfir 5 m Sv/klst á úthlið ökutækisins.
Flokkur 8
Ætandi efni
Brúttóþyngd
Efni í undirflokki (a) óháð efnisnúmeri 10 000 kg
Bróm með efnisnúmer 14 1 000 kg
Flokkur 9
Önnur hættuleg efni
Brúttóþyngd
Efni með efnisnúmer 13(b) 1 000 kg
Önnur efni í undirflokki (b) 5 000 kg

VIÐAUKI VIII
Stutt viðdvöl vegna eftirlits eða þjónustu við ökutækið.
Eftir því sem við verður komið skal ekki vinna við ökutæki nálægt íbúðarhúsnæði eða á svæði sem almenningur á erindi um. Viðdvöl á slíkum stöðum má ekki vara lengi nema lögregluyfirvöld hafi gefið samþykki sitt fyrir því. Þetta gildir um flutning á eftirfarandi efnum:


Flokkur
Heiti Efni/efnisnúmer
1
Sprengifim efni Öll efni
4.1
Eldfim föst efni Efni með efnisnúmer 31, 32, 41 og 42
Efni með efnisnúmer 33, 34, 43 og 44 í magni yfir 2 000 kg
5.2
Lífræn peroxíð Efni með efnisnúmer 1, 2, 11 og 12
Efni með efnisnúmer 3, 4, 13 og 14 í magni yfir 2 000 kg
6.1
Eiturefni Öll efni
6.2
Smitefni Efni með efnisnúmer 1 og 2

VIÐAUKI IX
Hámarksmagn hættulegs varnings í pökkuðum einingum sem flytja
má á einni flutningseiningu án vottorðs um starfsþjálfun
(byggt á spássíunúmeri 10 011 í ADR-samningnum).

Flutnings
flokkur

Efni eða hlutir (SÞ-flokkar, efnisnúmer)

Hámarksmagn á flutningseiningu
                  
 
 
 
 
 


0


Flokkur 1:

Flokkur 4.2:


Flokkur 4.3:

Flokkur 6.1:

Flokkur 6.2:

Flokkur 7:


Flokkur 9:

Tómar óhreinsaðar umbúðir sem hafa innihaldið efni í þessum flutningsflokkum


01, 11, 12, 24, 25, 33, 34, 44, 45 og 91

Efni með bókstafinn (a) eða í pökkunarflokki I

1 – 3 og 19 – 25

1 og 2

1 og 2

Efni í spássíunúmeri 2704 (ADR), liðir 5 – 13

2(b) og 3

 
 
 
  
 
 

0

1

Efni og hlutir með bókstafinn (a) eða pökkunarflokki I sem ekki eru í flutningsflokki 0 og eftirfarandi efni og hlutir:
20

Flokkur 1:

Flokkur 2:

Flokkur 4.1:

Flokkur 5.2:


1 - 101), 13 - 23, 26, 27, 29 og 30 - 32

T, TC1), TO, TF, TOC og TFC

31(b) - 34(b) og 41(b) - 50(b)

1(b) - 4(b) og 11(b) – 20(b)

2

Efni og hlutir með bókstafinn (b) eða pökkunarflokki II sem ekki eru í flutningsflokki 0, 1 eða 4 og eftirfarandi efni og hlutir:
300

Flokkur 1:

Flokkur 2:

Flokkur 6.1:

Flokkur 6.2:


35 - 43, 481), og 50

F

Efni og hlutir flokkaðir undir (c)

3

3

Efni og hlutir með bókstafinn (c) eða pökkunarflokki III sem ekki eru í flutningsflokki 2 eða 4 og eftirfarandi efni og hlutir:
1000

Flokkur 2:

Flokkur 9:


A og O

6 og 7

4

Flokkur 1:

Flokkur 4.1:

Flokkur 4.2:

Flokkur 7:

Flokkur 9:


46 og 47

1(b) og 2(c)

1(c)

Efni í spássíunúmeri 2704 (ADR), liðir 1 – 4

8(c)

Ótakmarkað

Tómar óhreinsaðar umbúðir sem hafa innihaldið hættuleg efni önnur en þau í flutningsflokki 0


1) Fyrir SÞ-númer 0081, 0082, 0084, 0241, 0331, 0332, 0482, 1005 og 1017 er hámarksmagn á flutningseiningu 50 kg.


Skýringar.
Hámarksmagn á flutningseiningu merkir:
- fyrir hluti: brúttóþunginn í kg (fyrir hluti í flokki 1; nettóþunginn í kg af sprengifima efninu),
- fyrir föst efni, lofttegundir í vökvaformi, þéttar eða kældar, og lofttegundir uppleystar undirþrýstingi: nettóþungi í kg,
- fyrir vökva og þjappaðar lofttegundir: rúmmál efnisins í lítrum.

Ef flutt eru saman efni og hlutir úr mismunandi flutningsflokkum í sömu flutningseiningu má útkoman úr
- magni efna og hluta í flutningflokki 1 margfölduðu með tölunni 50,
- að viðbættu magni efna og hluta í flutningsflokki 2 margfölduðu með tölunni 3, og
- að viðbættu magni efna og hluta í flutningsflokki 3
ekki fara yfir 1000.

Við flutning á hættulegum farmi undir hámarksmagni samkvæmt ofannefndum ákvæðum þarf eftirfarandi:
- farmbréf (þar skal koma fram að varningurinn falli undir takmarkað magn samkvæmt spássíunúmeri 10 011),
- eitt slökkvitæki, a.m.k. 2 kg dufttæki eða sambærilegt,
- vottorð sendanda,
- viðurkenndar umbúðir,
- merktar umbúðir,
- að fara eftir samlestunarákvæðum.

Við flutning á hættulegum farmi undir hámarksmagni samkvæmt ofannefndum ákvæðum þarf ekki eftirfarandi:
- vottorð um starfsþjálfun (ADR-skírteini),
- flutningsslysakort,
- fullkominn fylgibúnað,
- að merkja ökutækin.

VIÐAUKI X
Flutningur sem undanþeginn er ákvæðum reglugerðarinnar.

Ákvæði reglugerðarinnar gilda ekki um:

a. flutning einstaklinga á hættulegum efnum sem ætluð eru til eigin nota eða fyrir tómstunda- eða íþróttaiðkun. Efnin skulu vera í umbúðum sem ætlaðar eru fyrir smásölu.
b. flutning á vélum eða búnaði sem ekki er sérstaklega tilgreindur í viðauka A í ADR- reglunum, og inniheldur hættuleg efni í vélinni sjálfri eða búnaðinum eða hlutum þeirra sem nauðsynleg eru fyrir virkni þeirra.
c. flutning sem fyrirtæki annast í sambandi við verk sem er hluti af aðalstarfsemi þess, svo sem flutning á byggingar- eða framkvæmdastað eða í sambandi við skoðun, viðgerð eða viðhald. Magn í einingu má eigi fara fram úr 450 lítrum og hámarksmagn má ekki fara fram úr því sem greinir í viðauka IX. Flutningur sem fyrirtæki annast til eigin birgðageymslu eða við almenna dreifingu fellur þó ekki undir undanþáguna.
d. flutning sem framkvæmdur er af eða undir eftirliti björgunaraðila, einkum í sambandi við björgun ökutækis sem lent hefur í slysi eða bilun og inniheldur hættulegan farm.
e. neyðarflutning sem ætlað er að bjarga mannslífi eða vernda umhverfið enda séu allar ráðstafanir gerðar til að tryggja fyllsta öryggi við flutninginn.


VIÐAUKI XI
Námskeið til að öðlast vottorð um starfsþjálfun.
A. Námsefni:

Námskeiði til undirbúnings þess að öðlast vottorð um starfsþjálfun skal ljúka með prófi og skal próftaki a.m.k. kunna skil á þessu námsefni:

1. Til að öðlast starfsþjálfunarvottorð fyrir flutning á hættulegum farmi skv. a-lið 2. mgr. 16. gr.:
a. almennum fyrirmælum um flutning á hættulegum farmi,
b. helstu áhættuþáttum,
c. upplýsingum um umhverfisvernd sem lið í eftirliti með flutningi á spilliefnum og úrgangi,
d. forvörnum og öryggisráðstöfunum sem eiga við mismunandi áhættu,
e. hvað gera skal þegar slys eða óhapp ber að höndum (hjálp í viðlögum, umferðaröryggi, grundvallarþekking á notkun varnarbúnaðar, o.s.frv.),
f. hættumerkingum og viðvörunarskiltum til að gera áhættu við flutninginn sýnilega,
g. hvað stjórnanda ökutækis ber eða ber ekki að gera þegar hættulegur farmur er fluttur,
h. tilgangi og stjórnun tæknibúnaðar ökutækis sem notað er til að flytja hættulegan farm,
i. banni við að blanda tilteknum efnum í farmi í sama ökutæki eða gámi,
j. varúðarráðstöfunum sem huga ber að við fermingu og affermingu á hættulegum farmi,
k. almennum upplýsingum um hver ber ábyrgð við flutning á hættulegum farmi,
l. almennum upplýsingum um flutninga sem falla undir fleiri en eina tegund flutninga (t.d. land-, sjó- eða loftflutninga) og
m. meðhöndlun og fermingu á pökkum sem innihalda hættuleg efni.
2. Til að öðlast starfsþjálfunarvottorð fyrir flutning á hættulegum farmi skv. b-lið 2. mgr. 16. gr.:
a. eiginleikum ökutækis á vegum, þ.m.t. um áhrif hreyfingar ökutækis á farm,
b. sérstökum kröfum varðandi ökutæki,
c. undirstöðuatriðum varðandi mismunandi búnað við lestun og losun og
d. viðbótarákvæðum varðandi notkun slíkra ökutækja (viðurkenningarvottorð) og viðurkenningarmerkingar, hættumerkingar og merkingar með viðvörunarskiltum, o.s.frv.
3. Til að öðlast starfsþjálfunarvottorð til að flytja hættulegan farm í flokki 1, sprengifim efni:
a. sérstökum hættum tengdum sprengifimum efnum og flugeldum og tengdum varningi og
b. sérstökum kröfum varðandi samlestun efna og hluta í flokki 1.
4. Til að öðlast starfsþjálfunarvottorð til að flytja hættulegan farm í flokki 7:
a. sérstökum hættum varðandi jónandi geislun,
b. sérstökum kröfum varðandi umbúðir, meðhöndlun, samlestun og lestun á geislavirkum efnum og
c. sérstökum aðgerðum sem grípa skal til við óhapp við flutning á geislavirkum efnum.
B. Námstími.

Fjöldi kennslustunda fyrir bóklega kennslu á námskeiðum skal a.m.k. vera eftirfarandi:

- Grunnnámskeið, sbr. 3. mgr. 17. gr. 18 kennslustundir.
- Framhaldsnámskeið um flutninga með farmgeymum,
sbr. 4. mgr. 17. gr. 12 kennslustundir.
- Framhaldsnámskeið um flutning á sprengifimum
efnum í flokki 1, sbr. 5. mgr. 17. gr. 8 kennslustundir.
- Framhaldsnámskeið um flutning á geislavirkum
efnum í flokki 7, sbr. 6. mgr. 17. gr. 8 kennslustundir.

Gera skal ráð fyrir að hver kennslustund sé 45 mínútur.

Að jafnaði skal fjöldi kennslustunda ekki fara yfir 8 á einum degi.

Verkleg kennsla á grunnnámskeiði og námskeiði um flutninga með farmgeymum skal vera um hjálp í viðlögum, meðferð handslökkvibúnaðar og aðgerðir við slys eða óhapp.

VÐAUKI XII
Endurmenntunarnámskeið.
Á endurmenntunarnámskeiðum samkvæmt 18. gr. skal fara í ný tæknileg, lögfræðileg og efnisleg atriði í gildandi ADR-samningi og upprifjun á námsefni fyrri námskeiða.

Hvert endurmenntunarnámskeið skal vara a.m.k. einn dag og að jafnaði skal að hámarki kenna 8 kennslustundir yfir daginn.Word útgáfa af reglugerð


Þetta vefsvæði byggir á Eplica