Framkvæmdarvald í héraði

120/2006

Reglugerð um breyting á reglugerð um stjórnsýsluumdæmi sýslumanna, nr. 57 5. febrúar 1992, með síðari breytingum. - Brottfallin

1. gr.

1. gr. orðast svo:

Landinu er skipt í 26 stjórnsýsluumdæmi. Eiga sveitarfélög undir hvert þeirra, sem hér segir:

 1. Umdæmi sýslumannsins, lögreglustjórans og tollstjórans í Reykjavík:
  Reykjavíkurborg, Seltjarnarneskaupstaður, Mosfellsbær og Kjósarhreppur.
 2. Umdæmi sýslumannsins á Akranesi:
  Akranes.
 3. Umdæmi sýslumannsins í Borgarnesi:
  Hvalfjarðarstrandarhreppur, Skilmannahreppur, Innri-Akraneshreppur, Leirár- og Melahreppur, Skorradalshreppur, Borgarfjarðarsveit, Hvítársíðuhreppur og Borgarbyggð.
 4. Umdæmi sýslumannsins í Stykkishólmi:
  Kolbeinsstaðahreppur, Eyja- og Miklaholtshreppur, Snæfellsbær, Grundarfjarðarbær Helgafellssveit og Stykkishólmsbær.
 5. Umdæmi sýslumannsins í Búðardal:
  Dalabyggð og Saurbæjarhreppur.
 6. Umdæmi sýslumannsins á Patreksfirði:
  Reykhólahreppur, Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppur.
 7. Umdæmi sýslumannsins í Bolungarvík:
  Bolungarvíkurkaupstaður.
 8. Umdæmi sýslumannsins á Ísafirði:
  Ísafjarðarbær og Súðavíkurhreppur.
 9. Umdæmi sýslumannsins á Hólmavík:
  Árneshreppur, Kaldrananeshreppur, Hólmavíkurhreppur, Broddaneshreppur og Bæjarhreppur.
 10. Umdæmi sýslumannsins á Blönduósi:
  Húnaþing vestra, Áshreppur, Húnavatnshreppur, Blönduósbær, Höfðahreppur og Skagabyggð.
 11. Umdæmi sýslumannsins á Sauðárkróki:
  Sveitarfélagið Skagafjörður og Akrahreppur.
 12. Umdæmi sýslumannsins á Siglufirði:
  Siglufjarðarkaupstaður.
 13. Umdæmi sýslumannsins á Ólafsfirði:
  Ólafsfjarðarbær.
 14. Umdæmi sýslumannsins á Akureyri:
  Grímseyjarhreppur, Dalvíkurbyggð, Arnarneshreppur, Hörgárbyggð, Akureyrarkaupstaður, Eyjafjarðarsveit, Svalbarðsstrandarhreppur og Grýtubakkahreppur.
 15. Umdæmi sýslumannsins á Húsavík:
  Þingeyjarsveit, Skútustaðahreppur, Aðaldælahreppur, Húsavíkurbær, Tjörneshreppur, Kelduneshreppur, Öxarfjarðarhreppur, Raufarhafnarhreppur, Svalbarðshreppur og Þórshafnarhreppur.
 16. Umdæmi sýslumannsins á Seyðisfirði:
  Skeggjastaðahreppur, Vopnafjarðarhreppur, Fljótsdalshreppur, Fljótsdalshérað, Borgarfjarðarhreppur og Seyðisfjarðarkaupstaður.
 17. Umdæmi sýslumannsins á Eskifirði:
  Mjóafjarðarhreppur, Fjarðabyggð, Fáskrúðsfjarðarhreppur, Austurbyggð, Breiðdalshreppur og Djúpavogshreppur.
 18. Umdæmi sýslumannsins á Höfn:
  Sveitarfélagið Hornafjörður.
 19. Umdæmi sýslumannsins í Vík:
  Skaftárhreppur og Mýrdalshreppur.
 20. Umdæmi sýslumannsins á Hvolsvelli:
  Rangárþing eystra, Rangárþing ytra og Ásahreppur.
 21. Umdæmi sýslumannsins í Vestmannaeyjum:
  Vestmannaeyjar.
 22. Umdæmi sýslumannsins á Selfossi:
  Gaulverjabæjarhreppur, Sveitarfélagið Árborg, Hraungerðishreppur, Villingaholtshreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Hrunamannahreppur, Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hveragerðisbær og Sveitarfélagið Ölfus.
 23. Umdæmi sýslumannsins í Keflavík:
  Grindavíkurbær, Sandgerðisbær, Sveitarfélagið Garður, Reykjanesbær og Sveitarfélagið Vogar, þó ekki svæði sem falla undir lið 24.
 24. Umdæmi sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli:
  Svæði á Suðurnesjum sem eru varnarsvæði og varnarsamningur Íslands og Bandaríkjanna frá 5. maí 1951 tekur til og sýnd eru á uppdráttum er fylgja reglugerð þessari.
 25. Umdæmi sýslumannsins í Hafnarfirði:
  Hafnarfjarðarkaupstaður, Garðabær og Sveitarfélagið Álftanes.
 26. Umdæmi sýslumannsins í Kópavogi:
  Kópavogsbær.

2. gr.

Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt 1. mgr. 1. gr. laga um framkvæmdarvald ríkisins í héraði nr. 92 1. júní 1989, öðlast þegar gildi.

Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 3. febrúar 2006.

Björn Bjarnason.

Sandra Baldvinsdóttir.

Fylgiskjal.
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica