Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

1254/2008

Reglugerð um heilbrigðiskröfur vegna lagareldisdýra og afurða þeirra og um forvarnir og varnir gegn tilteknum sjúkdómum í lagardýrum. - Brottfallin

1. gr.

Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið sem vísað er til í I. kafla, I. viðauka, skulu öðlast gildi með breytingum og viðbótum sem leiðir af I. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Á grundvelli ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 99/2007 frá 28. september 2007 öðlast eftirfarandi EB-gerð gildi hér á landi:

Tilskipun ráðsins 2006/88/EB frá 24. október 2006 um heilbrigðiskröfur að því er varðar lagareldisdýr og afurðir þeirra og um forvarnir og varnir gegn tilteknum sjúkdómum í lagardýrum.

2. gr.

Ofangreind tilskipun ráðsins er birt sem fylgiskjal við reglugerð þessa.

3. gr.

Matvælasstofnun fer með eftirlit með því að ákvæðum þessarar reglugerðar sé framfylgt nema annað sé ákveðið samkvæmt lögum eða stjórnvaldsfyrirmælum. Til starfrækslu fiskeldisstöðva þarf rekstrarleyfi sem Fiskistofa veitir skv. III. kafla laga nr. 71/2008, um fiskeldi.

4. gr.

Brot gegn reglugerð þessari varðar sektum eða fangelsi. Með mál út af brotum á reglugerð þessari skal farið að hætti opinberra mála.

5. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 55/1998, um meðferð, vinnslu og dreifingu sjávarafurða, lögum nr. 71/2008, um fiskeldi, lögum nr. 54/1990 um innflutning dýra, lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim og lögum nr. 60/2006 um varnir gegn fisksjúkdómum. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Jafnframt falla úr gildi reglugerð nr. 345/2004, um lágmarksráðstafanir vegna eftirlits með tilteknum sjúkdómum sem herja á samlokur, reglugerð nr. 510/2005, um lágmarksráðstafanir innan Evrópska efnahagssvæðisins vegna eftirlits með tilteknum fisksjúkdómum, reglugerð nr. 511/2005, um skilyrði á sviði heilbrigðis dýra sem hafa áhrif á markaðssetningu sjávareldisdýra og afurða þeirra, reglugerð nr. 446/2005, um skilyrði á sviði heilbrigðis dýra sem hafa áhrif á markaðssetningu eldisdýra og afurða þeirra og reglugerð nr. 447/2005 um lágmarksráðstafanir innan EES-svæðisins vegna eftirlits með tilteknum fisksjúkdómum.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 22. desember 2008.

F. h. r.
Sigurgeir Þorgeirsson.

Baldur P. Erlingsson.

Fylgiskjal.
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica