Sjávarútvegsráðuneyti

345/2004

Reglugerð um lágmarksráðstafanir vegna eftirlits með tilteknum sjúkdómum sem herja á samlokur. - Brottfallin

1. gr.

Í reglugerð þessari er kveðið á um lágmarksráðstafanir til að verjast tilteknum sjúkdómum sem herja á samlokur er lifa í sjó.


2. gr.

Í reglugerð þessari er merking hugtaka sú sama og í reglugerð um skilyrði á sviði dýraheilbrigðis sem hafa áhrif á markaðssetningu eldisdýra og afurða þeirra, nr. 526, 16. júlí 2003, auk þess sem hér segir:
Mæld óeðlileg afföll: Skyndileg afföll sem lýsa sér í dauða um það bil 15% stofnsins á skömmum tíma milli tveggja skoðana (staðfest innan 15 daga). Í klakstöð teljast afföll óeðlileg ef lirfur hafa ekki klakist út á tímabili sem nær yfir margar hrygningar í röð hjá ólíkum klakstofnum. Í uppeldisstöð teljast afföll óeðlileg þegar þau aukast óvænt í mörgum eldiseiningum á skömmum tíma.


3. gr.

Fiskistofa skal í samráði við þar til bæran aðila gera eftirlits- og sýnatökuáætlun er nái til samlokueldisstöðva, eldissvæða og náttúrulegra veiðisvæða til að mæla hvort afföll séu óeðlileg og til að fylgjast með heilbrigðisástandi stofna. Framangreind áætlun skal ennfremur ná til hreinsunarstöðva og geyma sem vatni er hleypt úr í sjóinn.

Ef óeðlileg afföll mælast meðan á framkvæmd þessarar áætlunar stendur, eða þar til bær aðili hefur rökstuddan grun um að sjúkdómar séu til staðar, skal gera eftirtaldar ráðstafanir:

a) gera skrá yfir staði þar sem sjúkdómar greinast sem um getur í skrá II í viðauka A við reglugerð nr. 526 16. júlí 2003, svo fremi að slíkir sjúkdómar heyri ekki undir áætlun sem er samþykkt samkvæmt þeirri reglugerð,
b) gera skrá yfir staði þar sem óeðlileg afföll hafa mælst af völdum sjúkdómanna sem um getur í viðauka við reglugerð þessa, eða þá staði sem þar til bær aðili hefur rökstuddan grun um að sjúkdómar finnist,
c) hafa eftirlit með framvindu og landfræðilegri dreifingu sjúkdómanna sem um getur í lið a) og b).


4. gr.

1. Ef grunur vaknar um að einhver af sjúkdómunum sem um getur í 3. gr. hafi komið upp, eða óeðlileg afföll mælast meðal samloka í eldisstöðvum, á eldissvæði eða náttúrulegu veiðisvæði eða í hreinsunarstöðvum og geymum sem vatni er hleypt úr í sjóinn, skulu þeir sem reka eldisstöðvar eða aðrir sem hafa slíka vitneskju tilkynna það Fiskistofu eins skjótt og unnt er.

2. Fiskistofa skal þegar atvik sem getið er um í 1. mgr. sjá til þess að:

a) viðurkennd rannsóknastofa taki sýni til rannsóknar;
b) þar til niðurstöður rannsóknarinnar sem um getur í a-lið liggja fyrir, skuli engar samlokur fara út fyrir sýktu eldisstöðina, eldissvæðið, náttúrulegu veiðisvæðin, sýktu hreinsunarstöðvarnar eða geymana sem vatni er hleypt úr í sjóinn, til umlagningar eða endureldis í annarri eldisstöð eða í sjó, ám eða vötnum, nema með heimild hennar.

3. Ef lifandi smitefni greinist ekki við rannsóknina sem um getur í a-lið 2. mgr. skal afnema takmarkanirnar sem um getur í b-lið 2. mgr.

4. Ef rannsóknin sem um getur í 2. mgr. sýnir að lifandi smitefni er til staðar, sem veldur þeim óeðlilegu afföllum sem mælst hafa eða geti hafa valdið þeim, eða lifandi smitefni eins af sjúkdómunum sem um getur í 3. gr., skal Fiskistofa láta þar til bæran aðila framkvæma dýrafarsóttarfræðilega athugun til að finna mögulegar mengunarleiðir og til að athuga hvort samlokur hafi farið út fyrir eldisstöðina, eldissvæðið eða náttúrulega veiðisvæðið til umlagningar eða eldis annars staðar á liðnu tímabili áður en óeðlileg afföll mældust. Ef sú athugun leiðir í ljós að viðkomandi sjúkdómur hefur borist í eina eða fleiri eldisstöðvar, eldissvæði eða náttúruleg veiðisvæði, meðal annars vegna flutninga á samlokum, eiga ákvæði 2. mgr. við um þær stöðvar eða svæði.

Þrátt fyrirc-lið 1. mgr. 7. gr. reglugerðar nr. 526 16. júlí 2003, getur Fiskistofa í samráði við þar til bært yfirvald þó heimilað flutning innan yfirráðasvæðis síns á lifandi samlokum til annarra eldisstöðva, eldissvæða eða náttúrulegra veiðisvæða þar sem sami sjúkdómur herjar.

Fiskistofa skal í samráði við þar til bært yfirvald tilkynna Eftirlitsstofnun EFTA tafarlaust um öll tilfelli þar sem óeðlileg afföll hafa mælst af völdum lifandi smitefnis, um allar ráðstafanir til að greina og hafa eftirlit með ástandinu og um orsakir affallanna.


5. gr.

Starfsmönnum Eftirlitsstofnunar EFTA er heimilt í samráði við Fiskistofu að gera vettvangskannanir hjá þeim aðilum sem falla undir ákvæði reglugerðar þessarar til þess að ganga úr skugga um að ákvæði þeirra séu virt. Fiskistofa getur heimilað erlendum eftirlitsaðilum sambærilegar vettvangskannanir. Íslensk yfirvöld skulu veita þessum eftirlitsmönnum alla nauðsynlega aðstoð við að gegna skyldum sínum.


6. gr.

Við gerð þessarar reglugerðar var tekið mið af tilskipun ráðherraráðs Evrópusambandsins 95/70/EB, um lágmarksráðstafanir bandalagsins vegna eftirlits með tilteknum sjúkdómum sem herja á samlokur eins og henni hefur verið breytt með ákvörðunum framkvæmdastjórnarinnar 2001/293/EB og 2003/83/EB.


7. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 4. mgr. 7. gr. laga nr. 33, 16. apríl 2002, um eldi nytjastofna sjávar, með síðari breytingum til þess að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli.


Sjávarútvegsráðuneytinu, 26. apríl 2004.

F. h. r.
Vilhjálmur Egilsson.
Snorri Rúnar Pálmason.


VIÐAUKI

Sjúkdómar Lifandi smitefni Viðkvæmar tegundir
Bonamosis Bonamia exitiosus Tiostrea chilensis ogOstrea angasi
Mikocytos roughleyi Saccostrea (Crassotrea) commercialis
Marteiliosis Matreilia sydneyi Saccostrea (Crassotrea) commercialis
Microcytosis Mikrosytos mackini Crassotrea gigas (Risaostra), C virginica (Meyjarostra), Ostrea edulis (Ostra), O. conchaphilia
Perkinsosis Perkinsus marinus Crassotera virginica (Meyjarostra) ogC. gigas (Risaostra)
Perkinsus olseni/ atlanticus Haliotis ruber, H. cyclobates, H. scalaris, H. laevigata, Ruditapes philippinarum ogR. decussates
MSX Haplosporidium nelsoni Crassotrea virginica (Meyjarostra) ogC. gigas (Risaostra)
SSO Haplasporidium costale Crassotrea virginica (Meyjarostra)
Withering syndrome í sæeyrum Candidatus Xenohaliotis californiensis Dýr af undirtegundinni Haliotis, þ.m.t. H. cracherodii, H. rufecens (Sæeyra), H. corruguta, H. fulgens ogH. sorenseni
Athugasemd: Viðkvæmar tegundir eru einnig aðrar tegundir sem viðkvæmar eru fyrir tilgreindu smitefni og eru tilgreindar í nýjustu útgáfu OIE um "International Aquatic Animal Health Code".



Þetta vefsvæði byggir á Eplica