Sjávarútvegsráðuneyti

620/2006

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 510, 26. maí 2005, um lágmarksráðstafanir innan Evrópska efnahagssvæðisins vegna eftirlits með tilteknum fisksjúkdómum. - Brottfallin

1. gr.

1. mgr. 16. gr. verður svohljóðandi: Sérfræðingar ESA og aðrir sérfræðingar sem til þess eru bærir skv. EES-samningnum geta, í samvinnu við Fiskistofu og Landbúnaðarstofnun, og að svo miklu leyti sem þörf er á til að tryggja að þessari reglugerð sé beitt á samræmdan hátt, gert vettvangskönnun.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í lögum nr. 55, 10. júní 1998, um meðferð, vinnslu og dreifingu sjávarafurða, með síðari breytingum og lögum nr. 33/2002 um eldi nytja­stofna sjávar, með síðari breytingum. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Sjávarútvegsráðuneytinu, 30. júní 2006.

F. h. r.
Jón B. Jónasson.

Ásta Einarsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica