Fjármála- og efnahagsráðuneyti

1539/2020

Reglugerð um brottfall reglugerða á sviði fjármálamarkaðar. - Brottfallin

1. gr.

Eftirtaldar reglugerðir falla brott:

  1. Reglugerð um almenn útboð verðbréfa að verðmæti jafnvirðis 100.000 evra til 5.000.000 evra í íslenskum krónum, nr. 836/2013, með síðari breytingum.
  2. Reglugerð um almenn útboð verðbréfa að verðmæti jafnvirðis 5.000.000 evra í íslenskum krónum eða meira og töku verðbréfa til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði, nr. 837/2013, með síðari breytingum.
  3. Reglugerð um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar nr. 809/2004 um fram­kvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2003/71/EB að því er varðar upplýsingar í lýsingum, svo og framsetningu þeirra, upplýsingar felldar inn með tilvísun, og birtingu lýsinganna, svo og dreifingu auglýsinga, nr. 243/2006, með síðari breytingum.

 

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 19. gr. laga um lýsingu verðbréfa sem boðin eru í almennu útboði eða tekin til viðskipta á skipulegum markaði, nr. 14/2020, öðlast þegar gildi.

 

Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 18. desember 2020.

 

F. h. r.

Guðrún Þorleifsdóttir.

Benedikt Hallgrímsson.

Reglugerðir sem falla brott:


Þetta vefsvæði byggir á Eplica