1. gr.
Reglugerð þessi er sett í samræmi við ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 83/2013, frá 3. maí 2013, um að bæta við IX. viðauka EES-samningsins og taka upp í innlendan rétt framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 486/2012, um breytingu á reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 809/2004 að því er varðar framsetningu og innihald lýsingar, grunnlýsingar, samantektar og endanlegra skilmála og að því er varðar upplýsingaskyldu.
2. gr.
Með reglugerð þessari öðlast gildi hér á landi reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 486/2012 um breytingu á reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 809/2004 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2003/71/EB að því er varðar framsetningu og innihald lýsingar, grunnlýsingar, samantektar og endanlegra skilmála og að því er varðar upplýsingaskyldu. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 28, frá 10. október 2013, bls. 60.
3. gr.
Ef ósamræmi er á milli íslensks og ensks texta reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar nr. 486/2012 skal skýra íslenska textann með hliðsjón af enska textanum.
4. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 54. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.
Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 14. október 2013.
F. h. r.
Þórhallur Arason.
Guðbjörg Eva H. Baldursdóttir.