Utanríkisráðuneyti

870/2011

Reglugerð um þvingunaraðgerðir sem varða Búrma/Mýanmar, Egyptaland, Gíneu, Íran, Líbýu og Sýrland.

1. gr.

Almenn ákvæði.

Með reglugerð þessari eru sett ákvæði um þvingunaraðgerðir sem varða Búrma/Mýanmar, Egyptaland, Gíneu, Íran, Líbýu og Sýrland til að framfylgja ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, ákvörðunum framkvæmdanefnda þess um þvingunaraðgerðir og/eða sem íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að framfylgja á grundvelli yfirlýsingar ríkisstjórna aðildarríkja Evrópusambandsins og Fríverslunarsamtaka Evrópu um pólitísk skoðanaskipti, sem er hluti samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, sbr. lög nr. 2/1993.

Ákvæði reglugerðar nr. 119/2009 um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða eiga við um framkvæmd reglugerðar þessarar.

2. gr.

Þvingunaraðgerðir.

Eftirfarandi reglugerðir Evrópusambandsins um þvingunaraðgerðir skulu öðlast gildi hér á landi með þeirri aðlögun sem getið er um í 3. gr. Reglugerðirnar eru birtar sem fylgiskjöl 1-6 við reglugerð þessa:

a)

reglugerð ráðsins (EB) nr. 194/2008 frá 25. febrúar 2008 um að endurnýja og efla þvingunaraðgerðir vegna Búrma/Mýanmar og að fella úr gildi reglugerð (EB) nr. 817/2006, eins og henni var breytt með:

i.

reglugerð ráðsins (ESB) nr. 408/2010 frá 11. maí 2010 um breytingu á reglugerð ráðsins (EB) nr. 194/2008 um að endurnýja og efla þving­unaraðgerðir vegna Búrma/Mýanmar og eins og hún var uppfærð með:

ii.

framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 383/2011 frá 18. apríl 2011 um breytingu á reglugerð ráðsins (EB) nr. 194/2008 um að endurnýja og efla þvingunaraðgerðir vegna Búrma/Mýanmar (texti sem varðar EES), sbr. fylgiskjal 1, ásamt I.-VII. viðauka (Annex I-VII):

-

I. viðauki (Listi yfir vörur sem innflutnings- og kauptakmarkanir gilda um skv. 2. gr.);

-

II. viðauki (Listi yfir búnað sem mætti nota til bælingar innanlands skv. 4. og 7. gr.);

-

III. viðauki (Listi yfir tækjabúnað og tækni sem notaður er af fyrir­tækjum á listum í V. viðauka skv. 5., 7. og 8. gr.);

-

IV. viðauki (Vefsetur með upplýsingum um lögbær stjórnvöld skv. 5., 8., 9., 13. og 20. gr. og heimilisfang fyrir tilkynningar til fram­kvæmda­stjórnar Evrópubandalaganna);

-

V. viðauki (Listi yfir fyrirtæki í Búrma/Mýanmar skv. 7. og 15. gr. sem stunda iðnað sem tiltekinn er í 4. mgr. 7. gr.), eins og honum var breytt með 1. gr. framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 383/2011;

-

VI. viðauki (Listi yfir stjórnvöld Búrma/Mýanmar og aðila, rekstrar­einingar og stofnanir sem þeim tengjast, sbr. 11. gr.), eins og honum var breytt með 1. gr. framkvæmdarreglugerðar fram­kvæmda­stjórnarinnar (ESB) nr. 383/2011;

-

VII. viðauki (Listi yfir fyrirtæki sem eru í eigu eða undir stjórn ríkis­stjórnar Búrma/Mýanmar eða stjórnvalda þess eða aðila sem þeim tengjast, sbr. 15. gr.,) eins og honum var breytt með 1. gr. fram­kvæmdar­reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 383/2011;

b)

reglugerð ráðsins (ESB) nr. 270/2011 frá 21. mars 2011 um þvingunaraðgerðir gegn tilteknum aðilum, rekstrareiningum og stofnunum með tilliti til ástandsins í Egyptalandi, sbr. fylgiskjal 2, ásamt I. og II. viðauka (Annex I-II):

-

I. viðauki (Listi yfir einstaklinga og lögaðila, rekstrareiningar og stofnanir skv. 1. mgr. 2. gr.);

-

II. viðauki (Listi yfir lögbær stjórnvöld í aðildarríkjunum skv. 1. mgr. 4. gr., 1. mgr. 5. gr., 7. gr. og a-lið 1. mgr. 9. gr. og heimilisfang fyrir tilkynningar til framkvæmdastjórnarinnar);

c)

reglugerð ráðsins (ESB) nr. 1284/2009 frá 22. desember 2009 um sérstakar þvingunaraðgerðir gegn lýðveldinu Gíneu, eins og henni var breytt með reglugerð ráðsins (ESB) nr. 269/2011 frá 21. mars 2011 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 1284/2009 um sérstakar þvingunaraðgerðir gegn lýðveldinu Gíneu, sbr. fylgiskjal 3, ásamt I.-III. viðauka (Annex I-III):

-

I. viðauki (Listi yfir búnað sem mætti nota til bælingar innanlands skv. a-liðum 1. og 2. gr.);

-

II. viðauki (Listi yfir einstaklinga og lögaðila, rekstrareiningar og stofnanir skv. 6. gr.), eins og honum var breytt með 4. mgr. 1. gr. reglugerðar ráðsins (ESB) nr. 269/2011;

-

III. viðauki (Vefsetur með upplýsingum um lögbær stjórnvöld skv. 4., 8. og 9. gr., 1. mgr. 10. gr., 12. og 17. gr. og heimilisfang fyrir tilkynningar til framkvæmdastjórnarinnar);

d)

reglugerð ráðsins (ESB) nr. 359/2011 frá 12. apríl 2011 um þvingunaraðgerðir gegn tilteknum aðilum, rekstrareiningum og stofnunum með tilliti til ástandsins í Íran, sbr. fylgiskjal 4, ásamt I. og II. viðauka (Annex I-II):

-

I. viðauki (Listi yfir einstaklinga og lögaðila, rekstrareiningar og stofnanir skv. 1. mgr. 2. gr.);

-

II. viðauki (Listi yfir lögbær stjórnvöld í aðildarríkjunum skv. 1. mgr. 4. gr., 1. mgr. 5. gr., 7. gr. og 1. mgr. 9. gr. og heimilisfang fyrir tilkynningar til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins)

e)

reglugerð ráðsins (ESB) nr. 204/2011 frá 2. mars 2011 um þvingunaraðgerðir í ljósi ástandsins í Líbýu, eins og henni var breytt með:

i.

reglugerð ráðsins (ESB) nr. 296/2011 frá 25. mars 2011 um breytingu á reglugerð ráðsins (ESB) nr. 204/2011 um þvingunaraðgerðir í ljósi ástandsins í Líbýu og

ii.

reglugerð ráðsins (ESB) nr. 572/2011 frá 16. júní 2011 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 204/2011 um þvingunaraðgerðir í ljósi ástandsins í Líbýu og eins og hún var uppfærð með:

iii.

framkvæmdarreglugerð ráðsins (ESB) nr. 360/2011 frá 12. apríl 2011 um framkvæmd á 1. og 2. mgr. 16. gr. reglugerðar ráðsins (ESB) nr. 204/2011 um þvingunaraðgerðir í ljósi ástandsins í Líbýu,

iv.

framkvæmdarreglugerð ráðsins (ESB) nr. 502/2011 frá 23. maí 2011 um framkvæmd á reglugerð ráðsins (ESB) nr. 204/2011 um þvingunaraðgerðir í ljósi ástandsins í Líbýu og

v.

framkvæmdarreglugerð ráðsins (ESB) nr. 573/2011 frá 16. júní 2011 um framkvæmd á 2. mgr. 16. gr. reglugerðar ráðsins (ESB) nr. 204/2011 um þvingunaraðgerðir í ljósi ástandsins í Líbýu, sbr. fylgiskjal 5, ásamt I.-IV. viðauka (Annex I-IV):

-

I. viðauki (Listi yfir búnað sem mætti nota til bælingar innanlands skv. 2., 3. og 4. gr.);

-

II. viðauki (Listi yfir einstaklinga og lögaðila, rekstrareiningar og stofn­anir skv. 1. mgr. 6. gr.), eins og honum hefur verið breytt og hann uppfærður;

-

III. viðauki (Listi yfir einstaklinga og lögaðila, rekstrareiningar og stofn­anir skv. 2. mgr. 6. gr.), eins og honum hefur verið breytt og hann upp­færður;

-

IV. viðauki (Listi yfir lögbær stjórnvöld í aðildarríkjunum skv. 1. mgr. 7. gr., 1. mgr. 8. gr., 10. gr. og 1. mgr. 13. gr. og heimilisfang fyrir til­kynn­ingar til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins);

f)

reglugerð ráðsins (ESB) nr. 442/2011 frá 9. maí 2011 um þvingunaraðgerðir í ljósi ástandsins í Sýrlandi, eins og hún var uppfærð með:

i.

framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 504/2011 frá 23. maí 2011 um framkvæmd á reglugerð (ESB) nr. 442/2011 um þvingunaraðgerðir í ljósi ástandsins í Sýrlandi og

ii.

framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 611/2011 frá 23. júní 2011 um framkvæmd á reglugerð (ESB) nr. 442/2011 um þvingunaraðgerðir í ljósi ástandsins í Sýrlandi, sbr. fylgiskjal 6, ásamt I.-III. viðauka (Annex I-III):

-

I. viðauki (Listi yfir búnað sem mætti nota til bælingar innanlands skv. 2. og 3. gr.);

-

II. viðauki (Listi yfir einstaklinga og lögaðila, rekstrareiningar og stofn­anir skv. 4. gr.), eins og hann hefur verið uppfærður með 1. gr. fram­kvæmdar­reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 504/2011 og 1. gr. framkvæmdarreglugerðar framkvæmda­stjórnar­innar (ESB) nr. 611/2011;

-

III. viðauki (Listi yfir lögbær stjórnvöld í aðildarríkjunum skv. 2. mgr. 3. gr., 6., 7., 8. og 9. gr., 1. mgr. 11. gr. og 4. mgr. 13. gr. og heimilis­fang fyrir tilkynningar til framkvæmdastjórnar Evrópu­sambands­ins).3. gr.

Aðlögun.

Gerðir, er um getur í 2. gr., skulu aðlagaðar með eftirfarandi hætti:

a)

ákvæði varðandi ríkisborgara, einstaklinga, fyrirtæki, stjórnvöld, opinberar stofn­anir, tungumál, yfirráðasvæði eða aðildarríki Evrópusambandsins ("EB", ,,ESB", "banda­lagsins" eða "sameiginlega markaðarins") eiga við um íslenska ríkisborgara, ein­staklinga, fyrirtæki, stjórnvöld, opinberar stofnanir, tungumál, yfirráðasvæði eða Ísland, eftir því sem við á;

b)

ákvæði um tilkynningar eða skýrslugerðir til aðildarríkja Evrópusambandsins eða stofnana gilda ekki. Hið sama á við um ákvæði um gildistöku eða hvenær gerðir skuli koma til framkvæmdar;

c)

tilvísanir í gerðir, sem eru hluti samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES-samningsins), eiga við um þau ákvæði íslensks réttar sem innleiða þær gerðir, eftir því sem við á;

d)

tilvísanir í gerðir, sem eru ekki hluti EES-samningsins, eiga við um hliðstæð ákvæði íslensks réttar, eftir því sem við á, þ.m.t. ákvæði tollalaga nr. 88/2005;

e)

tilvísanir í eldri ákvæði um þvingunaraðgerðir Evrópusambandsins eiga við um eldri íslensk ákvæði, eftir því sem við á;

f)

vefsetur með upplýsingum um lögbær stjórnvöld á Íslandi er: www.utn.is/thvingunaradgerdir.4. gr.

Vopnabann.

Vopnasölubann skal gilda gagnvart:

a)

Búrma/Mýanmar, sbr. 1. og 2. gr. ákvörðunar ráðsins 2010/232/SSUÖ (sameiginleg stefna í utanríkis- og öryggismálum) frá 26. apríl 2010 um þvingunaraðgerðir gegn Búrma/Mýanmar;

b)

Gíneu, sbr. 1. og 2. gr. ákvörðunar ráðsins 2010/638/SSUÖ frá 25. október 2010 um þvingunaraðgerðir gegn lýðveldinu Gíneu;

c)

Sýrlandi, sbr. 1. og 2. gr. ákvörðunar ráðsins 2011/273/SSUÖ frá 9. maí 2011 um þvingunaraðgerðir gegn Sýrlandi;

Vopnaviðskiptabann skal gilda gagnvart:

d)

Líbýu, sbr. 1.-3. gr. ákvörðunar ráðsins 2011/137/SSUÖ frá 28. febrúar 2011 um þvingunaraðgerðir með tilliti til ástandsins í Líbýu.5. gr.

Landgöngubann.

Landgöngubann skal gilda gagnvart eftirgreindum aðilum frá:

a)

Búrma/Mýanmar, sbr. 9. gr. ákvörðunar ráðsins 2010/232/SSUÖ frá 26. apríl 2010 um þvingunaraðgerðir gegn Búrma/Mýanmar, sem tilgreindir eru í VI. viðauka í a-lið 2. gr. reglugerðar þessarar;

b)

Gíneu, sbr. 1. gr. ákvörðunar ráðsins 2011/69/SSUÖ frá 21. mars 2011, sem tilgreindir eru í II. viðauka í c-lið 2. gr. reglugerðar þessarar;

c)

Íran, sbr. 1. gr. ákvörðunar ráðsins 2011/235/SSUÖ frá 12. apríl 2011 um þvingunaraðgerðir gegn tilteknum aðilum og rekstrareiningum með tilliti til ástandsins í Íran, sem tilgreindir eru í I. viðauka í d-lið 2. gr.;

d)

Líbýu, sbr. 5. gr. ákvörðunar ráðsins 2011/137/SSUÖ frá 28. febrúar 2011 um þvingunaraðgerðir með tilliti til ástandsins í Líbýu, sem tilgreindir eru í II. og III. viðauka í e-lið 2. gr.;

e)

Sýrlandi, sbr. 3. gr. ákvörðunar ráðsins 2011/273/SSUÖ frá 9. maí 2011 um þvingunaraðgerðir gegn Sýrlandi, sem tilgreindir eru í II. viðauka í f-lið 2. gr.6. gr.

Þróunaraðstoð.

Bannað er að veita Búrma/Mýanmar þróunaraðstoð aðra en mannúðaraðstoð. Sú aðstoð skal undanþegin sem er ætlað að styðja við:

a)

mannréttindi, lýðræði, góða stjórnarhætti, forvarnir gegn átökum og uppbyggingu hins borgaralega samfélags;

b)

heilsugæslu og menntun, baráttu gegn fátækt og einkum og sér í lagi viðleitni til þess að sjá þeim fátækustu og berskjölduðustu fyrir brýnustu nauðsynjum og lífsviðurværi;

c)

umhverfisvernd, einkum áætlanir um að takast á við vanda samfara ósjálfbæru og óhóflegu skógarhöggi sem leiðir til skógeyðingar.Þróunaraðstoð samkvæmt þessari grein skal framkvæmd með atbeina stofnana Sameinuðu þjóðanna, frjálsra félagasamtaka og dreifstýrðri samvinnu við staðbundin borgaraleg stjórnvöld. Hún skal, eftir því sem unnt er, vera skilgreind, háð eftirliti, framkvæmd og metin í samráði við borgaralegt samfélag og alla lýðræðislega hópa, þ.m.t. Lýðræðisbandalagið (NLD), sbr. 1. gr. ákvörðunar ráðsins 2011/233/SSUÖ frá 12. apríl 2011 um breytingu á ákvörðun 2010/232/SSUÖ um endurnýjun þvingunaraðgerða gegn Búrma/Mýanmar.

7. gr.

Flugbann.

Ekkert loftfar má lenda, takast á loft eða fljúga yfir íslenskt yfirráðasvæði ef stjórnvöld hafa gilda ástæðu til að ætla að það geymi eitthvað það sem lagt er bann við samkvæmt reglugerð þessari gagnvart Líbýu, þ.m.t. vopnaðir málaliðar, nema um neyðarlendingu sé að ræða, sbr. 1. gr. ákvörðunar ráðsins 2011/178/SSUÖ frá 23. mars 2011 um breytingu á ákvörðun 2011/137/SSUÖ varðandi þvingunaraðgerðir með tilliti til ástandsins í Líbýu.

8. gr.

Eftirlit með farmi.

Nú hefur loftfar eða skip viðkomu á Íslandi með farm, sem er á leið til eða frá Líbýu, og er þá stjórnvöldum rétt að skoða farminn, enda sé gild ástæða til að ætla að loftfarið eða skipið flytji hluti sem bann er lagt við samkvæmt reglugerð þessari.

Nú kemur í ljós að loftfar eða skip flytur hluti, sem bann er lagt við skv. 1. mgr., og er þá heimilt að gera þá hluti upptæka og eyðileggja þá eða gera ónothæfa, sbr. 4. gr. ákvörðunar ráðsins 2011/137/SSUÖ frá 28. febrúar 2011 um þvingunaraðgerðir með tilliti til ástandsins í Líbýu.

9. gr.

Tilkynning.

Birting lista yfir aðila, er um getur í gerðum skv. 2. gr., skal skoðast sem tilkynning til þeirra um að þær þvingunaraðgerðir sem kveðið er á um í gerðunum beinist gegn þeim og er þeim bent á að þeir geti sótt um vissar undanþágur til utanríkisráðuneytisins eða óskað eftir afskráningu af listum, telji þeir sig ranglega skráða.

10. gr.

Undanþágur frá þvingunaraðgerð.

Ráðherra getur veitt undanþágur frá þvingunaraðgerðum, sem gripið hefur verið til, af mannúðarástæðum eða öðrum ástæðum. Hann getur m.a. heimilað að efndir séu samningar eða að fullnægt sé öðrum réttindum og skyldum sem fara í bága við reglugerð þessa en stofnuðust fyrir gildistöku hennar.

11. gr.

Viðurlög.

Hver sá sem brýtur gegn þvingunaraðgerðum samkvæmt lögum nr. 93/2008 um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða skal sæta viðurlögum skv. 10. gr. laganna, nema þyngri viðurlög liggi við samkvæmt öðrum lögum.

12. gr.

Gildistaka o.fl.

Reglugerð þessi, sem er sett með heimild í 12. gr. laga um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008, öðlast þegar gildi. Jafnframt falla úr gildi:

a)

reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Mjanmar (Búrma) nr. 911/2009;

b)

reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Gíneu nr. 995/2009 og

c)

reglugerð um alþjóðlegar þvingunaraðgerðir gagnvart Líbýu nr. 268/2011.

Utanríkisráðuneytinu, 16. ágúst 2011.

Össur Skarphéðinsson.

Einar Gunnarsson.

Fylgiskjöl.
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica