Utanríkisráðuneyti

581/2012

Reglugerð um breytingu á reglugerð um þvingunaraðgerðir sem varða Búrma/Mýanmar, Egyptaland, Gíneu, Íran, Líbýu og Sýrland nr. 870/2011. - Brottfallin

1. gr.

Almenn ákvæði.

Á eftir ii. lið a-liðar 2. gr. komi eftirfarandi:

iii.

reglugerð ráðsins (ESB) nr. 1083/2011 frá 27. október 2011 um breytingu á reglu­gerð ráðsins (EB) nr. 194/2008 um að endurnýja og efla þvingunaraðgerðir vegna Búrma/Mýanmar, sbr. fylgiskjal 7;

iv.

reglugerð ráðsins (ESB) nr. 409/2012 frá 14. maí 2012 um að fresta tilteknum þvingunaraðgerðum sem mælt er fyrir um í reglugerð ráðsins (EB) nr. 194/2008 um að endurnýja og efla þvingunaragerðir vegna Búrma/Mýanmar, sbr. fylgiskjal 8.Í stað V. og VI. viðauka komi nýir viðaukar, sbr. framkvæmdarreglugerð framkvæmda­stjórnar­innar (ESB) nr. 891/2011, sem eru birtir í fylgiskjali 9, með eftirfarandi breyt­ingum:

(1)

Í V. viðauka skal færslunni Mayar (H.K) Ltd breytt í:

"Mayar India Ltd (Yangon Branch)

37, Rm (703/4), Level (7), Alanpya Pagoda Rd, La Pyayt Wun

Plaza, Dagon, Yangon.", sbr. framkvæmdarreglugerð ráðsins (ESB) nr. 1345/2011.

(2)

VI. viðauki breytist í samræmi við 2. gr. reglugerðar ráðsins (ESB) nr. 1083/2011 að ofan.

Fylgiskjöl 7-9 við reglugerð nr. 870/2011 að ofan eru birt sem fylgiskjöl 1-3 við reglugerð þessa.

2. gr.

Frestun framkvæmdar.

Auk þeirrar frestunar á framkvæmd þvingunaraðgerða, sem kveðið er á um í reglugerð ráðsins nr. 409/2012 að ofan, skal fresta framkvæmd ákvæða 5. og 6. gr. um landgöngubann og þróunaraðstoð hvað Búrma/Mýanmar varðar til 30. apríl 2013, sbr. ákvörðun ráðsins 2012/225/SSUÖ frá 26. apríl 2012 um breytingu á ákvörðun 2010/232/SSUÖ um að endurnýja þvingunaraðgerðir gegn Búrma/Mýanmar.

3. gr.

Gildistaka o.fl.

Reglugerð þessi, sem er sett með heimild í 12. gr. laga um framkvæmd alþjóðlegra þving­unar­aðgerða nr. 93/2008, öðlast þegar gildi.

Utanríkisráðuneytinu, 26. júní 2012.

Össur Skarphéðinsson.

Einar Gunnarsson.

Fylgiskjöl.
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica