1. gr.
Almenn ákvæði.
Með reglugerð þessari eru sett ákvæði um þvingunaraðgerðir varðandi Mjanmar sem íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að framfylgja á grundvelli yfirlýsingar ríkisstjórna aðildarríkja Evrópusambandsins og Fríverslunarsamtaka Evrópu um pólitísk skoðanaskipti, sem er hluti samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, sbr. lög nr. 2/1993.
Þvingunaraðgerðir Evrópusambandsins varðandi Mjanmar byggja á sameiginlegri afstöðu ráðs Evrópusambandsins 2006/318/CFSP frá 27. apríl 2006 ásamt síðari breytingum, uppfærslum og viðbótum: sameiginleg afstaða 2007/750/CFSP, 2008/349/CFSP, 2009/351/CFSP og 2009/615/CFSP.
Gerðir Evrópusambandsins, þ.m.t. uppfærðir listar yfir aðila og hluti sem þvingunaraðgerðir beinast að eða varða, eftir því sem við á, eru birtar á vefsetri þess (http://ec.europa.eu/external_relations/cfsp/sanctions/index_en.htm).
Ákvæði reglugerðar nr. 119/2009 um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða skulu gilda um framkvæmd reglugerðar þessarar.
2. gr.
Vopnasölubann.
Vopnasölubann skal gilda gagnvart Mjanmar, sbr. 1. og 2. gr. 2006/318/CFSP og síðari breytingar, uppfærslur og viðbætur.
3. gr.
Viðskiptabann.
Bannað er að selja, útvega, yfirfæra eða flytja út búnað eða tækni til fyrirtækja í Mjanmar sem stunda eftirgreindan iðnað ef sá búnaður eða tækni tengist starfsemi þeirra:
a) |
skógarhögg og timburvinnslu, |
|
b) |
námuvinnslu gulls, tins, járns, kopars, volframs, silfurs, kola, blýs, mangans, nikkels og sinks, |
|
c) |
námuvinnslu og vinnslu eðal- eða hálfeðalsteina, þ.m.t. demanta, rúbínsteina, saffíra, jaðisteina og smaragða. |
Bannað er að kaupa, flytja inn eða flytja til landsins eftirgreindar vörur frá Mjanmar:
a) |
trjáboli, timbur og timburvörur, |
|
b) |
gull, tin, járn, kopar, volfram, silfur, kol, blý, mangan, nikkel og sink, |
|
c) |
eðal- eða hálfeðalsteina, þ.m.t. demanta, rúbínsteina, saffíra, jaðisteina og smaragða, |
sbr. 1. gr. 2007/750/CFSP og síðari breytingar, uppfærslur og viðbætur.
Bannað er, með vitund og ásetningi, að taka þátt í því að sniðganga ákvæði þessarar greinar, sbr. 1. gr. 2007/750/CFSP.
4. gr.
Bann við fjárfestingum, lánveitingum og tækniaðstoð.
Bannað er að:
a) |
veita fyrirtækjum í Mjanmar tækniaðstoð eða þjálfun í tengslum við búnað eða tækni skv. 1. mgr. 3. gr. |
|
b) |
fjármagna eða veita fjárstuðning í tengslum við sölu, útvegun, yfirfærslu eða útflutning á búnaði eða tækni til fyrirtækja í Mjanmar sem tilgreind eru í I. viðauka eða í tengslum við tækniaðstoð eða þjálfun sem tengist þeim búnaði eða tækni. |
Bannað er að:
a) |
veita fyrirtækjum sem tilgreind eru í I. eða III. viðauka peningalán eða lánsheimildir eða að kaupa skuldabréf, innlánsskírteini, ábyrgðir eða skuldaviðurkenningar sem fyrrnefnd fyrirtæki gefa út, |
|
b) |
eignast eða auka hlutdeild í fyrirtækjum sem tilgreind eru í I. eða III. viðauka, þ.m.t. er bannað að eignast slík fyrirtæki að fullu, hlutabréf í þeim eða hlutdeildarverðbréf, |
|
c) |
stofna til sameiginlegs reksturs með fyrirtækjum sem eru tilgreind í I. eða III. viðauka, dótturfyrirtækjum eða hlutdeildarfélögum þeirra, |
sbr. 5. gr. 2006/318/CFSP og síðari breytingar, uppfærslur og viðbætur.
Bannað er, með vitund og ásetningi, að taka þátt í því að sniðganga ákvæði þessarar greinar, sbr. 1. gr. 2007/750/CFSP.
5. gr.
Landgöngubann.
Einstaklingum, sem tilgreindir eru í II. viðauka, er óheimilt að koma til landsins eða hafa hér viðkomu, sbr. 4. gr. 2006/318/CFSP og síðari breytingar, uppfærslur og viðbætur.
6. gr.
Frysting fjármuna.
Frysta skal fjármuni og efnahagslegan auð í eigu aðila sem tilgreindir eru í II. viðauka, sbr. 5. gr. 2006/318/CFSP og síðari breytingar, uppfærslur og viðbætur.
7. gr.
Þróunaraðstoð.
Bannað er að veita Mjanmar þróunaraðstoð aðra en mannúðaraðstoð. Sú aðstoð skal undanþegin sem er ætlað að styðja við:
a) |
mannréttindi, lýðræði, góða stjórnarhætti, forvarnir gegn átökum og uppbyggingu hins borgaralega samfélags, |
|
b) |
heilsugæslu og menntun, baráttu gegn fátækt og einkum og sér í lagi viðleitni til þess að sjá þeim fátækustu og berskjölduðustu fyrir brýnustu nauðsynjum og lífsviðurværi, |
|
c) |
umhverfisvernd, einkum áætlanir um að takast á við vanda samfara ósjálfbæru og óhóflegu skógarhöggi sem leiðir til skógeyðingar, |
Þróunaraðstoð samkvæmt þessari grein skal framkvæmd með atbeina stofnana Sameinuðu þjóðanna, frjálsra félagasamtaka og dreifstýrðri samvinnu við staðbundin borgaraleg stjórnvöld. Hún skal, eftir því sem unnt er, vera skilgreind, háð eftirliti, framkvæmd og metin í samráði við borgaralegt samfélag og alla lýðræðislega hópa, þ.m.t. Lýðræðisbandalagið (NLD), sbr. 3. gr. 2006/318/CFSP og síðari breytingar, uppfærslur og viðbætur.
8. gr.
Undanþágur frá þvingunaraðgerð.
Ráðherra getur veitt undanþágur frá þvingunaraðgerðum sem gripið hefur verið til á grundvelli gerða Evrópusambandsins, af mannúðarástæðum eða öðrum ástæðum.
9. gr.
Viðurlög.
Hver sá sem brýtur gegn þvingunaraðgerðum skv. lögum nr. 93/2008 um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða skal sæta viðurlögum skv. 10. gr. laganna, nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum.
10. gr.
Heimild.
Reglugerð þessi er sett með heimild í 12. gr. laga um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008.
11. gr.
Gildistaka.
Reglugerð þessi öðlast þegar gildi.
Utanríkisráðuneytinu, 26. október 2009.
Össur Skarphéðinsson.
Einar Gunnarsson.
VIÐAUKAR
(sjá PDF-skjal)