Utanríkisráðuneyti

268/2011

Reglugerð um alþjóðlegar þvingunaraðgerðir gagnvart Líbýu. - Brottfallin

1. gr.

Almenn ákvæði.

Reglugerð þessi er sett til þess að framfylgja ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um þvingunaraðgerðir gagnvart Líbýu nr. 1970 (2011) og ákvörðunum framkvæmda­nefndarinnar um þvingunaraðgerðir gagnvart Líbýu, sbr. sömu ályktun.

Ákvarðanir framkvæmdanefndarinnar, þ.m.t. uppfærðir listar yfir aðila og hluti sem þvingunaraðgerðir beinast að eða varða, eftir því sem við á, eru birtar á vefsetri öryggisráðsins (http://www.un.org/sc/committees/index.shtml).

Ákvæði reglugerðar nr. 119/2009 um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða eiga við um framkvæmd reglugerðar þessarar.

2. gr.

Vopnaviðskiptabann.

Vopnaviðskiptabann skal gilda gagnvart Líbýu, sbr. 9. og 10. mgr. ályktunar nr. 1970 (2011).

3. gr.

Eftirlit með farmi.

Nú hefur loftfar eða skip viðkomu á Íslandi með farm, sem er á leið til eða frá Líbýu, og er þá bærum stjórnvöldum heimilt að skoða farminn, enda sé gild ástæða til að ætla að loftfarið eða skipið flytji hluti sem bann er lagt við samkvæmt reglugerð þessari, sbr. 11. mgr. ályktunar nr. 1970 (2011).

Nú kemur í ljós að loftfar eða skip flytur hluti, sem bann er lagt við samkvæmt 1. mgr., og er þá heimilt að gera þá hluti upptæka og eyðileggja þá eða gera ónothæfa, sbr. 12. mgr. ályktunar öryggisráðsins nr. 1970 (2011).

4. gr.

Landgöngubann.

Einstaklingum, sem öryggisráðið eða framkvæmdanefndin tilgreinir, sbr. I. viðauka við reglugerð þessa, er óheimilt að koma til landsins eða hafa hér viðkomu, sbr. 15. og 16. mgr. ályktunar nr. 1970 (2011).

5. gr.

Frysting fjármuna.

Frysta skal fjármuni og efnahagslegan auð í eigu aðila sem öryggisráðið eða framkvæmdanefndin tilgreinir, sbr. II. viðauka við reglugerð þessa, sbr. 17. - 21. mgr. ályktunar nr. 1970 (2011).

6. gr.

Undanþágur frá þvingunaraðgerð.

Ráðherra getur veitt undanþágur frá þvingunaraðgerðum, sem gripið hefur verið til, af mannúðarástæðum eða öðrum ástæðum. Hann getur m.a. heimilað að efndir séu samningar eða að fullnægt sé öðrum réttindum og skyldum, sem fara í bága við reglugerð þessa, en stofnuðust fyrir gildistöku hennar.

7. gr.

Viðurlög.

Hver sá sem brýtur gegn þvingunaraðgerðum skv. lögum nr. 93/2008 um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða skal sæta viðurlögum skv. 10. gr. laganna, nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum.

8. gr.

Gildistaka o.fl.

Reglugerð þessi, sem er sett með heimild í 12. gr. laga um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008, öðlast þegar gildi.

Utanríkisráðuneytinu, 3. mars 2011.

Össur Skarphéðinsson.

Einar Gunnarsson.

VIÐAUKAR
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica