Sjávarútvegsráðuneyti

168/2006

Reglugerð um bann við línuveiðum á norðanverðum Breiðafirði. - Brottfallin

1. gr.

Frá og með 6. mars 2006 eru allar línuveiðar bannaðar á svæði í norðanverðum Breiðafirði, sem markast af línu, sem dregin er milli eftirgreindra punkta:

1. Bjargtangar (grp. 33)
2. 65°23'00 N - 24°44'00 V
3. 65°15'20 N - 24°43'80 V
4. 65°07'17 N - 24°13'74 V
5. 65°11'38 N - 23°47'90 V
6. Skorarviti

Að norðan markast svæðið af fjöruborði meginlandsins.

Þó eru á tímabilinu 15. mars til 15. maí heimilar línuveiðar vestan línu sem dregin er um eftirgreinda punkta:

1. 65°30'00 N - 24°14'00 V
2. 65°22'00 N - 24°19'00 V
3. 65°12'00 N - 24°30'00 V

2. gr.

Brot á ákvæðum reglugerðar þessarar varða viðurlögum samkvæmt ákvæðum laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands. Með mál út af brotum skal farið að hætti opinberra mála.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands til þess að öðlast gildi 6. mars 2006. Frá sama tíma er felld úr gildi reglugerð nr. 262, 18. maí 1994, um bann við línuveiðum í norðanverðum Breiðafirði.

Sjávarútvegsráðuneytinu, 2. mars 2006.

F. h. r.

Jón B. Jónasson.

Þórður Eyþórsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica