Sjávarútvegsráðuneyti

193/2007

Reglugerð um bann við línuveiðum á norðanverðum Breiðafirði. - Brottfallin

1. gr.

Frá og með 10. mars 2007 eru allar línuveiðar bannaðar á svæði í norðanverðum Breiða­firði, sem markast af línu, sem dregin er milli eftirgreindra punkta:

1.

Bjargtangar (grp. 33)

2.

65°23,00´ N - 24°44,00´ V

3.

65°20,00´ N - 24°31,00´ V

4.

65°20,00´ N - 24°16,50´ V

5.

65°10,00´ N - 23°56,00´ V

6.

65°11,38´ N - 23°47,90´ V

7.

SkorarvitiAð norðan markast svæðið af fjöruborði meginlandsins.

Þó eru á tímabilinu 15. mars til 15. maí heimilar línuveiðar vestan línu sem dregin er um eftirgreinda punkta:

1.

65°30,00´ N - 24°14,00´ V

2.

65°22,00´ N - 24°19,00´ V

3.

65°20,00´ N - 24°21,20´ V2. gr.

Brot á ákvæðum reglugerðar þessarar varða viðurlögum samkvæmt ákvæðum laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands með síðari breytingum. Með mál út af brotum skal farið að hætti opinberra mála.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands með síðari breytingum til þess að öðlast þegar gildi. Frá sama tíma er felld úr gildi reglugerð nr. 168, 2. mars 2006, um bann við línuveiðum í norðan­verðum Breiðafirði.

Sjávarútvegsráðuneytinu, 8. mars 2007.

F. h. r.

Árni Múli Jónasson.

Þórður Eyþórsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica