1. gr.
Aftan við reglugerðina komi ákvæði til bráðabirgða svohljóðandi:
Þrátt fyrir ákvæði 1. gr. er heimilt, frá og með 30. mars til 15. maí 2000, að stunda línuveiðar vestan línu sem dregin er um eftirgreinda punkta:
1. |
65°30´00 N - 24°14´00 V |
2. |
65°22´00 N - 24°19´00 V |
3. |
65°12´00 N - 24°30´00 V |
Þó er frá kl. 20.00 15. apríl bannað að stunda línuveiðar sunnan línu sem dregin er réttvísandi 250° frá Skorarvita.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands til þess að öðlast gildi 30. mars 2000.
Sjávarútvegsráðuneytinu, 29. mars 2000.
F. h. r.
Jón B. Jónasson.
Þórður Eyþórsson.