274/2001
Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 262, 18. maí 1994, um bann við línuveiðum á norðanverðum Breiðafirði. - Brottfallin
Stofnreglugerð:
Felld brott með:
1. gr.
Við 1. gr. reglugerðarinnar bætist ný mgr. sem orðist svo:
Þó eru á tímabilinu 4. apríl til 15. maí heimilar línuveiðar vestan línu sem dregin er um eftirgreinda punkta:
1. 65°30´00 N - 24°14´00 V
2. 65°22´00 N - 24°19´00 V
3. 65°12´00 N - 24°30´00 V
2. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands til þess að öðlast gildi 4. apríl 2001.
Sjávarútvegsráðuneytinu, 2. apríl 2001.
Árni M. Mathiesen.
Jón B. Jónasson.