Landbúnaðarráðuneyti

260/1980

Reglugerð um útbúnað alifuglasláturhúsa, slátrun alifugla, verkun þeirra og heilbrigðisskoðun, - Brottfallin

Felld brott með:

Breytingareglugerðir:

I. KAFLI

Um alifuglasláturhús.

1. gr.

Alifuglum (hænsnum, kalkúnum, gæsum og öndum) sem slátrað er í þeim tilgangi að selja sláturafurðir þeirra á almennum markaði, frosnar, saltaðar, reyktar eða verkaðar á annan hátt, skal slátra í löggiltum sláturhúsum.

Pökkun afurða sem hér um ræðir, vinnsla og verkun þeirra, kæling, frysting og geymsla skal fara fram í viðurkenndu húsnæði og viðurkenndum kæli- og frystigeymslum.

Landbúnaðarráðuneytið viðurkennir sláturhús, pökkunar- og geymsluhús að fengnum meðmælum yfirdýralæknis viðkomandi héraðsdýralæknis, og heilbrigðisnefndar og úthlutar húsinu sérstöku númeri.

Sláturhús sem starfrækt eru við gildistöku þessarar reglugerðar skulu sækja um sérstaka löggildingu, vilji þau halda starfsemi áfram. Getur ráðuneytið þá veitt ákveðinn frest til úrbóta til að koma málum í viðunandi horf, ef þess er kostur.

Í alifuglasláturhúsum má eingöngu slátra fuglum, og ekki má nota húsin eða hluta þeirra til annarrar óskyldrar starfsemi, eða slátrunar á öðrum dýrategundum.

2. gr.

Hver sá sem hyggst slátra alifuglum í þeim tilgangi að selja afurðir þeirra eða afhenda þær á almennum markaði til neyslu fyrir almenning skal senda landbúnaðarráðuneytinu teikningar af fyrirhuguðu sláturhúsi ásamt ítarlegri lýsingu á fyrirkomulagi hússins, útbúnaði og vinnutilhögun og magni því sem fyrirhugað er að slátra þar daglega. Ennfremur upplýsingar um staðsetningu hússins, vatnsból, vatnsmagn, skolplögn og frárennsli, fyrirhugaða ráðstöfun á úrgangi og annað sem máli skiptir. Óheimilt er að hefja framkvæmdir áður en fyrir liggur samþykkt landbúnaðarráðuneytis, yfirdýralæknis og viðkomandi héraðsdýralæknis á teikningum sláturhússins, og öðrum þáttum er máli skipta.

3. gr.

Landbúnaðarráðuneytið viðurkennir og löggildir alifuglasláturhús og frystihús þar sem slátrun, verkun, vinnsla, pökkun og geymsla afurða fer fram að fengnum meðmælum yfirdýralæknis og viðkomandi héraðsdýralæknis og heilbrigðisnefndar, ef skoðun og úttekt hefur leitt í ljós að sláturhúsið fullnægi kröfum þessarar reglugerðar. Löggilding gildir til ákveðins tíma og skal miðuð við ákveðna hámarksslátrun dag hvern, í samræmi við stærð hússins og vinnuaðstöðu.

Ef sláturleyfishafi óskar eftir að slátra gæsum, öndum og dúfum í alifuglasláturhúsi, skal fá til þess sérstakt leyfi viðkomandi héraðsdýralæknis. Gæta skal þess að slátra sundfuglum í lok vinnudags eða á dögum þegar ekki er slátrað öðrum alifuglum.

Að loknum öllum meiri háttar breytingum skal viðkomandi dýralæknir skaða húsnæðið og viðurkenna það hæft til notkunar áður en rekstur er hafinn að nýju. Ráðuneytinu er heimilt við veitingu sláturleyfa, samkvæmt reglugerð þessari, að setja sem skilyrði, að leyfishafa sé skylt að annast slátrun fyrir þá alifuglabændur sem þess óska, enda þótt þeir eigi ekki aðild að viðkomandi sláturhúsi.

Héraðsdýralæknir eða sérstakur fulltrúi hans, sem yfirdýralæknir hefur viðurkennt, skal fylgjast með því að ákvæði þau, sem reglugerð þessi mælir fyrir um séu virt. Nú fullnægir alifuglasláturhús eða starfsemi þar ekki þeim kröfum sem reglugerð þessi mælir fyrir um, og skal þá viðkomandi dýralæknir tilkynna það bréflega forsvarsmönnum hússins og viðkomandi heilbrigðisnefnd og jafnframt setja þeim hæfilegan frest til úrbóta. Sama máli gegnir ef vinnubrögðum og hreinlæti eða búnaði í húsinu er svo áfátt að eigi er viðhlítandi. Ef endurbótum er ekki lokið fyrir tilskilinn tíma, getur landbúnaðarráðuneytið svipt viðkomandi aðila rétti til slátrunar um stundarsakir eða að fullu ef eigi fæst úr bætt.

4. gr.

Alifuglasláturhús skulu staðsett utan þéttbýlis og þannig að þangað berist ekki ódaunn frá gripahúsum, mykjuhaugum, sorpi, verksmiðjum o. s. frv. Umhverfi hússins skal vera þurrt og þrifalegt, svo að óhreinindi berist ekki inn í húsið. Umhverfis lóð sláturhúss skal vera vönduð girðing, eftir því sem aðstæður leyfa, til að girða fyrir óþarfa og óæskilega umferð.

5. gr.

Vinnusa1ir í alifuglasláturhúsum skulu aðgreindir með heilum þéttum veggjum svo sem við verður komið. Gólf og veggir, hurðir og leiðslur og búnaður skulu gerð úr efni sem auðvelt er að hreinsa og sótthreinsa. Gólfhalli skal vera hæfilegur að niðurföllum og flórum svo að vatn safnist aldrei fyrir á gólfi. Birta og lýsing skal vera góð (Ds 700, 540 lux) og loftræsting svo fullkomin að hvergi myndist gufa eða ódaunn.

a) Móttökusalur: Þar er tekið á móti alifuglum til slátrunar. Þar skal vera aðstaða til að geyma fugla sem bíða slátrunar þannig að vel fari um þá og til að brynna þeim og fóðra, dragist slátrun úr hömlu. Að öllu jöfnu skal svelta fugla 12 klst. fyrir förgun. Einnig skal þar vera aðstaða til að hreinsa og sótthreinsa flutningskassa og skulu allir flutningskassar gerðir úr efni sem auðvelt er að sótthreinsa. Þeir skulu vera svo rúmgóðir að fuglar geti staðið í þeim. Vinnutilhögun í móttökuherbergi skal við það miðuð að vel fari um fuglana meðan þeir bíða slátrunar. Aðgreina skal sjúka, veikburða eða mjög horaða fugla frá heilbrigðum og geyma þá í sérstökum kössum. Óheimilt er að fjarlægja fugla til lífs úr móttökusal sláturhúss. Þess skal gætt, að smitdreifing eigi sér ekki stað með flutningskössum eða öðru, sem geymt hefur verið í móttökuaal sláturhússins.

b) Banasalur: Í banasal fer fram aflífun, blóðgun og "kalonering" og þar eru fuglar reyttir.

Þar skulu gólf og veggir gerðir úr steinsteypu og klæddir varanlegu vatnsþéttu efni sem

auðvelt er að hreinsa og sótthreinsa.

Gólfhalli skal vera hæfilegur að niðurföllum eða flór svo vatn safnist aldrei fyrir á gólfi.

Banasalur skal vera rúmgóður svo að viðunandi rými sé fyrir búnað og áhöld sem þar eru staðsett og góð vinnuaðstaða til þeirra starfa sem þar eru unnin miðað við áætluð vinnuafköst.

Loftræsting skal vera góð svo þar myndist ekki gufa eða ódaunn meðan á slátrun stendur.

Strax og lokið er við að reyta fuglinn er hann færður yfir í slátursal.

c) Slátursalur: Í slátursal og pökkunarsal skal vera greiður aðgangur að nægu heilnæmu,

heitu og köldu vatni til allra sláturstarfa. Veggir og gólf skulu gerð úr varanlegu vatnsþéttu

efni sem auðvelt er að þrífa og sótthreina.

Í slátursal og pökkunarsal skal vera haganleg aðstaða til handþvotta fyrir allt starfsfólk og útbúnaður til að skola og, sótthreinsa hnífa og önnur áhöld. í slátursal skal fara fram innanúrtaka, háls og hausar og lappir fjarlægðar;

þar fer fram snyrting á skrokk og líffærum og þar fer fram heilbrigðisskoðun, áður en líffæri og skrokkur hafa verið skilin að.

Meðan á slátrun og snyrtingu stendur skal þess gætt að fiður, lappir, hausar garnir eða annar iírgangur safnist ekki saman á gólfi, heldur sé fjarlægt jafnóðum í lokuð ílát ásamt afurðum sem dæmdar eru óhæfar til manneldis.

Jafnan þegar hlé verður á sláturstörfum skal þrífa slátursal svo sem við verður komið.

d) Kælingar- og pökkunarsalur: Jafnskjótt og slátrun og snyrtingu skrokka og innyfla er

lokið skulu þau færð til kælingar. Þar sem því verður við komið skal kæling fara fram í hreinu

köldu (4-8° C) rennandi vatni. Skal vatnið ískælt ef þörf krefur. Útbúnaður skal vera tiltækur

til þess að fylgjast með vatnsrennsli og vatnsnotkun miðað við hvern fugl sem kæla þarf. Við

lok vatnskælingar skal vatnshiti ekki vera yfir 4° C.

Jafnskjótt og vatnskælingu er lokið skal koma skrokkunum fyrir á rist eða grindum, svo vatn geti sigið greiðlega af þeim. Rist og grindur skulu gerðar úr ryðfríum málmi sem auðvelt er að hreinsa og sótthreinsa.

Þar sem vatnskæling er notuð mega fuglar ekki taka í sig meira vatn en svarar til 6% af þyngd þeirra, og skal fylgjast með því jafnaðarlega.

Ef eigi er völ á kælingu í rennandi vatni skulu fuglar kældir í kældum loftstraum.

Pökkun afurða skal hefja jafnóðum og kælingu er lokið og kælivatn hefur sigið vel af þeim. Varast skal að kasa afurðum saman meðan á vigtun, flokkun og pökkun stendur.

Frysting afurða skal hafin eigi síðar en tveim klukkustundum eftir að slátrun er lokið.Frysting skal ávallt fara fram í frystiklefum í sjálfu sláturhúsinu.

Frystigeta þeirra skal miðuð við vörumagn það sem ætlunin er að frysta dag hvern og vera svo mikilvirk að afurðir hafi náð - 20° C innan 12 klukkustunda hið minnsta.

Frystiklefar og frystigeymslur, þar sem afurðir alifugla eru geymdar skulu vera rúmgóð og þannig útbúin að frysting og geymsla afurða sé í samræmi við fyllstu kröfur um hreinlæti og þrifnað. Bannað er að geyma þar ópakkaðar afurðir eða vörur, sem geta valdið óþrifnaði eða mengun svo sem af fiski, óreyttum fugli, reyktu kjöti o. fl. Einangrun í frystigeymslum skal vönduð og dyrabúnaður traustur og þéttur og vélakostur slíkur að unnt sé að halda - 24° C að staðaldri.

Í öllum frystigeymslum skulu vera fullgildir hita- og rakamælar. Fylgjast skal með hitastigi daglega og rita í sérstaka bók. Þar skal og getið um rekstrartruflanir, hreinsun, afhrímun og annað er máli skiptir. Tvífrysting fugla er óheimil.

6. gr.

Strax að lokinni slátrun dag hvern skal þrífa og þvo vinnusali hússins, sótthreinsa áhöld, vélar, borð, ker og annan búnað svo sem á við og nauðsyn krefur. Skulu tiltæk hentug áhöld og nægilegt heitt vatn og sótthreinsunarefni til verksins.

Sótthreinsunarefni mega ekki með lykt eða bragði eða á annan hátt hafa skaðleg áhrif á afurðir.

Óheimilt er að nota vinnusali sláturhúss til geymslu á vörum eða áhöldum, þar á meðal vinnuvélum, sem eru óviðkomandi þeirri starfsemi sem þar fer fram. Kapp skal lagt á það að öll umgengni í sláturhúsi í vinnusölum jafnt og annars

staðar sé ávallt sem snyrtilegust og hreinlegust.

Hundum og köttum skal meinaður aðgangur að sláturhúsum og girt skal fyrir svo sem kostur er að þangað komist meindýr.

Öll óþarfa umferð í alifuglasláturhúsum er bönnuð. Þeir sem eiga erindi í vinnusali sláturhúss eða frystigeymslur skulu klæðast sams konar hlífðarfötum og skófatnaði og starfsfólk hússins.

7 . gr.

Til pökkunar á afurðum má eingöngu nota hreinar, nýjar og hentugar umbúðir, sem hvorki spilla eða lýta vörua en sem verja afurðir óhreinindum og hvers konar mengun við geymslu og flutninga. Geymsla fyrir umbúðir skal vera hrein og þær má ekki geyma á gólfi.

Umbúðir skulu vera úr efni sem engin hætta stafar af, þær skulu auðkenndar nafni sláturhúss og framleiðanda eða auðkenni hans. Áletrun skal glögg á umbúðum og varanleg.

Á umbúðunum skal greina sláturmánuð og ár og hvaða tegund alifugla eða afurða umbúðir hafi að geyma, flokkun, magn eða þyngd, og heppilega meðferð vörunnar fyrir matreiðslu.

Ef fleiri einingum er pakkað saman í kassa eða öskjur, skal ávallt pakka saman sömu tegund í hvern kassa eða öskju og auðkenna á umbúðum hvað þær hafa að geyma og önnur þau atriði er að framan greinir.

Óheimilt e: að bjóða til sölu ófrystar sláturafurðir af alifuglum, og óheimilt er að bjóða til sölu afurðir alifugla sem eru án umbúða eða í ómerktum umbúðum. Einnig er óheimilt að pakka til sölumeðferðar afurðum af sjálfdauðum fuglum eða fuglum þar sem auðsæjar sjúklegar breytingar hafa fundist við slátrun. Hræ af slíkum fuglum skulu fjarlægð á tryggilegan hátt með greftri ásamt öðrum sláturafurðum, ef ekki eru tök á því að eyða þeim í eldi. Óheimilt er að bjóða til sölu alifugla, þar sem innyfli hafa ekki verið fjarlægð. Með eftirliti á dreifingu og sölu fer samkv. ákvæðum laga nr. 24 1936 og lögum nr. 12 1969 og reglugerðum settum samkvæmt þeim.

II. KAFLI

Um starfsfólk í alifuglasláturhúsum.

8. gr.

Hver sá, sem stjórnar eða ræður fólk til starfa við sláturhús, skal gæta þess svo sem föng eru á, að starfsfólk sé eigi haldið smitsjúkdómum. Skal leita aðstoðar viðkomandi héraðlæknis til að tryggja það að starfsfólk sé ekki haldið berklaveiki, salmonellasýkli, skarlatssótt, smitandi lifrarbólgu, smitandi hálsbólgu, slæmum húðkvillum eða ígerðum á höndum og handleggjum eða öðrum kvillum sem varhugaverðir eru taldir. Læknisskoðun á starfsfólki skal fara fram tvisvar sinnum á ári að minnsta kosti, og auk þess, þegar sérstakt tilefni er til að mati héraðslæknis eða ósk kjötskoðunarlæknis eða verkstjóra. Upplýsa skal starfsfólk um það hvaða hættur geta verið samfara því ef fólk, sem haldið er tilteknum sjúkdómum, handleikur sláturrafurðir.

9. gr.

Starfsfólk skal ætíð gæta fyllsta hreinlætis við öll störf í sláturhúsum. Það skal klætt heppilegum og hreinlegum vinnufatnaði ásamt höfuðbúnaði sem auðvelt er að þvo. Skipta skal um vinnufatnað svo oft að viðhlítandi hreinlætis sé gætt. Við vinnu skal starfsfólk auk þess klæðast hlifðarsvuntum úr gúmmí eða öðru líku vatnsþéttu efni. Sláturleyfishafi skal leggja fólki til vinnufatnað og sjá um þvotta á honum.

Starfsfólk skal hafa til umráða rúmgóða, bjarta fatageymslu, með hentugum fataskápum- Þar skal vera haganleg aðstaða til að skipta um föt og skófatnað. Matstofa fyrir starfsfólk skal vera upphituð, björt, rúmgóð og þrifaleg. Greiður aðgangur skal vera að vatnssalernum og snyrtiherbergi með handlaugum, heitu og köldu rennandi vatni, sápu og handþurrkum, sem aðeins skal nota einu sinni. Snyrtiherbergjum skal ávallt halda hreinum og snyrtilegum og áhöld skulu í fullkomnu lagi. Þau skulu þannig staðsett að ekki sé beinn gangur úr þeim í vinnusali. Um fjölda salerna og þvagskála fyrir starfsfólk fer samkvæmt IV. kafla heilbrigðisreglugerðar nr. 45 1972.

10. gr.

Starfsfólk skal gæta þess að öll meðferð afurða við slátrun, pökkun og geymslu sé í samræmi

við fyllstu kröfur um hreinlæti og þrifnað.

Öllum vinnustöðum skal að staðaldri haldið hreinum og öll tæki og búnaður skal vera í fullkomnu lagi. Þvo skal og sótthreinsa hnífa, brýni, borð o. s. frv. hvenær sem þau óhreinkast eða koma í snertingu við drit, garnainniha1d eða afurðir af sjúkum fuglum.

Til sótthreinsunar má eingöngu nota efni sem eru hættulaus og spilla ekki afurðum með lykt eða bragði, að mati yfirdýralæknis.

Við vinnu má ekki nota aðra vinnuvettlinga en úr gúmmí eða öðru hliðstæðu efni. Járnvarða hanska má þó nota þar sem nauðsyn krefur, enda skal vera auðvelt að hreinsa þá á viðhlítandi hátt.

Tóbaksnotkun við vinnu er óheimil. Starfsfólk skal gæta þess að alifuglar verði ekki fyrir ómannúðlegri meðferð meðan þeir bíða slátrunar. Aflífun og blóðtæming skal fara fram með eins skjótum hætti og föng eru á.

III. KAFLI

Um slátrun alifugla.

11. gr.

Þegar alifuglar eru færðir til slátrunar skal þess gætt að þeir verði fyrir sem minnstu hnjaski og óþægindum meðan á flutningi stendur og hraða skal flutningi svo sem kostur er. Velja skal fugla saman í kassa sem jafnasta að stærð og þroska. Flytja skal fugla í lokuðum hreinlegum

kössum sem auðvelt er að sótthreinsa. Kössum skal raða í móttökusal sláturhúss, jafnóðum og þeir berast að og skal þess gætt að loftræsting í kössum sé næg meðan fuglar bíða slátrunar. Aðgæta skal fugla strax og þeir berast til hússins og taka frá alla fugla sem sýnilega eru sjúkir, mjög veikburða eða horaðir, sem og þá fugla sem drepist hafa í flutningum. Auðkenna skal þessa fugla og skrá nafn búsins sem þeir koma frá. Skoða skal þá sérstaklega enda þótt þeir dæmist. óhæfir til slátrunar og manneldis. Skoðun skal ávallt fara fram við góða birtu.

Strax og flutningskassar hafa verið tæmdir skulu þeir vélþegnir og sótthreinsaðir. Skulu vera til þess haganleg tæki og aðstaða. Óhreina kassa má ekki nota til flutninga á sláturfuglum.

12. gr.

Fuglar skulu hengdir upp á báðum fótum á sérstakt færiband sem flytur þá sjálfkrafa milli starfsfólks hússins. Svo skal um búa að ekki sé hætta á því að fuglar óhreinkist af olíu eða á annan hátt frá færibandi. Unnt skal vera að ráða hraða færibands, og stöðva það þegar þörf krefur.

Fuglar skulu sviptir meðvitund með rothöggi eða með raflosti, með sérstökum viðurkenndum rafbúnaði. Skal hann þann veg útbúinn að af honum stafi ekki hætta fyrir starfsfólk, og að stöðugt sé unnt að fylgjast með rafspennu hans. Strax og fuglar hafa verið sviptir meðvitund skulu hálsæðar opnaðar með beittum hníf. Fuglinum skal blæða út í tvær og hálfa mínútu hið skemmsta áður en byrjað er að reyta hann.

Til að losa fjaðrir skal fuglinum dýft í ker með vatni sem er 59-62° C heitt í 1 1/2 - 3- mínútur. Þess skal gætt að vatninu sé að staðaldri haldið innan framangreindra hitamarka með sjálfstilli og skipta skal um vatn jafnaðarlega. Strax að lokinni hitameðferð skulu allar fjaðrir reyttar og stroknar af, eða reyttar af með sérstökum vélum. Sarpinn skal fjarlægja ásamt vélinda og barka. Endagörn er tæmd með því að þrýsta á kviðinn, eða með sérstakri sogvél.

Síðan er hamurinn skolaður vel með vatni, til að fjarlægja óhreinindi og lausar fjaðrir. Bregða má gasloga á haminn ef nauðsynlegt er að eyða leifum af dún eða fjöðrum á þann hátt.

Rist er fyrir endagörn og kviðarholið opnað með gumpristu. Þess skal gætt að skadda ekki garnir og að hamurinn losni ekki frá við ristuna.

Síðan eru innyfli tekin út í einu lagi, án þess að skadda garnir svo innihald þeirra mengi ekki skrokkinn. Lifur losuð frá og gallblaðra fjarlægð, innihald úr fóarni og slímhúð þess er fjarlægð. Hjarta er losað frá aðalæðum og hreinsað. Haus og efsti hluti af hálsinum, sem er blóðhlaupinn er losaður frá skrokknum, lappir eru skornar af.

Að lokum er skrokkurinn allur skolaður vandlega með volgu rennandi vatni til að fjarlægja blóð. lausar fjaðrir og óhreinindi. Ef þess er krafist vegna heilbrigðisskoðunar skal taka öll innyfli úr kviðarholi út í einu lagi svo hægt sé að skoða þau í samhengi við skrokkinn.

13. gr.

Jafnskjótt og slátrun og snyrtingu fugla er lokið skal innmatur og skrokkur færður til kælingar. Kæling skal fara fram í köldu rennandi vatni og skal kæla vatnið með ís ef þörf krefur. Þess skal gætt að vatnsmagn sé nægilegt miðað við það magn sem kæla á, svo hiti þess fari ekki yfir 4° C í lok kælingar.

Ef nauðsyn er talin skal klórblanda kælivatnið að fyrirsögn dýralæknis. Einnig er yfirdýralækni heimilt að fyrirskipa sérstaka hitameðferð á sláturafurðum ef alvarleg hætta er talin á smitmengun.

Að lokinni kælingu skal leggja afurðir á borð eða grindur, þar sem vatn getur sigið greiðlega af skrokknum. Aldrei má kasta fuglum saman að lokinni kælingu. Ef eigi, er völ á nægu kælivatni, skulu fuglar kældir í kældum loftstraumi.

Pökkun afurða skal fara fram jafnóðum og skulu afurðir færðar til frystingar innan 2 klukkustunda eftir slátrun.

IV. KAFLI

Um heilbrigðiaskoðun.

14. gr.

Landbúnaðarráðuneytið felur samkvæmt tillögum yfirdýralæknis, dýralækni eftirlit með alifuglasláturhúsi og starfsemi þess. Dýralæknir eða fulltrúi hans skal hafa eftirlit með því að reglusemi, þrifnaður og hreinlætis sé gætt við öll störf í húsinu að sláturafurðir óhreinkist ekki eða sóttmengist. Skulu verkstjórar og starfsfólk hlíta fyrirsögn hans um þau atriði.

Dýralæknir skal sjálfur vera hreinlátur við störf og koma í hvívetna fram þannig að til fyrirmyndar sé þeim sem sláturstörf vinna. Dýralæknir skal eiga greiðan aðgang að öllum geymslum og vinnustöðum hússins, hvenær sem er.

Ætla skal dýralækni eða trúnaðarmanni hans sérstakt herbergi, með læstum skáp til geymslu á áhöldum, eyðublöðum, merkimiðum og ílátum fyrir sýni og öðru er varðar heilbrigðiseftirlitið. Dýralæknir ber ábyrgð á að ekki eigi sér stað misnotkun á þeim merkingum sem heilbrigðisskoðun einni er ætlað að nota.

15. gr.

Daglega skal færa bók um fjölda fugla sem slátrað hefur verið og hverjar afurðir hafa verið dæmdar óhæfar, af hvaða orsökum og frá hvaða framleiðendum þær eru; sem og annað sem heilbrigðisskoðun aðhefst t, d. vegna ónógs hreinlætis, eða vegna þess að reglur hafa ekki verð virtar. Leiki grunur á að heilbrigði fugla í tilteknu búi sé ábótavant eða ef þar hefur verið staðfestur smitsjúkdómur, skal dýralæknir hlutast til um að fuglum frá þeim búum sé slátrað með sérstakri aðgát í lok vinnudags. Strax að lokinni slíkri slátrun skal fara fram sérstök gagngerð hreinsun og sótthreinsun á öllum áhöldum og búnaði í slátursal. Þyki sérstök ástæða til getur dýralæknir fyrirskipað klórblöndun á vatni því sem notað er í húsinu og einnig má fyrirskipa sérstaka hitameðferð í vatni á skrokknum að lokinni slátrun, til að girða fyrir smitdreifingu með afurðum.

Dýralækni ber að áminna verkstjóra hússins fari eitthvað verulega úrskeiðis varðandi nauðsynlegt hreinlæti í sambandi við slátrun eða búnað hússins. Ef eigi er úr bætt að liðnum hæfilegum fresti er dýralækni heimilt til að stöðva slátrun um stundarsakir uns úrbætur hafa verið gerðar.

Yfirlit um störf heilbrigðiseftirlits skal senda í ,janúar ár hvert til yfirdýralæknis. Sláturleyfishafi skal greiða dýralækni eða fulltrúa hans þóknun fyrir störf hans samkvæmt nánari ákvörðun landbúnaðarráðuneytisins.

16. gr.

Dýralæknir eða fulltrúi hans skal fylgjast með því að fylgt sé reglum þeim sem settar eru um

alifuglisláturhús og starfsemi þar. Sá starfsmaður sem hengir fugla á færiband til aflífunar skal gæta þess að taka frá alla fugla sem hafa orðið fyrir áverkum, eru horaðir, eru með gömul sár, ígerðir, niðurgang, andþrengsli, útferð úr nösum. eða á annan hátt greinilega sjúkir. Dýralæknir eða fulltrúi hans skal skera úr um það hvort þeim skuli slátrað á venjulegan hátt eða hvort þeir skulu aflífaðir og krufðir. Við slátrun skal þess gætt svo sem kostur er að unnt sé að skoða líffæri og fugl í samhengi. Heimilt er dýralækni að skera í líffæri og skrokk svo sem nauðsyn krefur vegna skoðunar, og taka frá til síðari skoðunar.

17. gr.

Við skoðun á alifuglum skal fyrst skoða skrokkinn að utan, haus, háls, vængi og, lappir. Sérstaklega skal beina athygli að því hvort merki um húðkvilla séu sýnileg, hvort um húðblæðingar, sár. ígerðir, beinbrot, beinasjúkdóma, vöðvarýrnun, liða- og sinaskeiðabólgu, æxli eða sníkjudýr sé að ræða. Enn fremur hvort skrokkur hafi óhreinkast, hamur rifnað eða hitaverpst við sláturverkun.

Aðgæta skal hjarta, lifur, milti, fóarn, maga og garnir. Ennfremur skal skoða lífhimnu og loftpoka og hvort nokkurs staðar sé að finna óeðlilega lykt af skrokk og líffærum eða merki um bólgur, blæðingar. eða annað sem gæti gefið til kynna að um sjúklegt ástand væri að ræða.

18. gr.

Ef dýralæknir eða fulltrúi hans telur ástæðu til er skylt að taka sýni til sýkla eða efnarannsóknar. Best er að senda grunsamlega fugla í heilu lagi eða hluta af þeim ásamt líffærum ef heppilegra er talið. Öll sýni skulu vera vandlega kæld og pökkuð, greinilega merkt ásamt upplýsingum um sjúkdóm eða grun um sjúkdóm.

Til að fá fyllri vitneskju um hreinsun og hreinlæti er heimilt að taka sýni af vinnuborðum, áhöldum, vatni og öðru sem ástæða er til hverju sinni.

Áður en slík sýni eru send, skal hafa samráð við Tilraunastöð Háskólans að Keldum um fyrirhugaða rannsókn og haga töku sýna í samræmi við leiðbeiningar rannsóknarmanns.

Ganga skal frá öllum sendingum á þann veg að þær spillist ekki í flutningi og þess skal gætt að ekki sé hætta á smitdreifingu frá slíkum sendingum vegna vanbúnaðar.

Sláturleyfishafa ber að greiða þann kostnað, sem sýnatöku og rannsókn kann að fylgja.

19. gr.

Við heilbrigðisskoðun á alifuglum skal beina athygli að því hvort fuglar hafi óhreinkast eða skaddast við sláturmeðferð, holdafari þeirra og útliti en þó einkum að því hvort sjúklegar breytingar sé að finna á skrokk eða líffærum.

Afurðir af vel útlítandi, heilbrigðum fuglum, sem fengið hafa hreinlega meðferð við slátrun og sem eru án verulegra galla, skal dæma hæfa til manneldis og frjálsrar sölumeðferðar. Á umbúðum skal ávallt koma fram að afurðir hafi verið heilbrigðisskoðaðar.

Afurðir af fuglum sem við skoðun reynast haldnir sjúkdómum, sem hafa haft skaðleg áhrif á hollustu, gæði og útlit afurða, skulu dæmdar óhæfar til manneldis. Sama máli gegnir þó að um staðbundna sjúkdóma sé að ræða, ef eigi er unnt að fjarlægja hina sjúku hluta eða líffæri á tryggilegan hátt. Fugla sem óhreinkast hafa verulega eða mengast við slátrun þannig að varhugavert verður að teljast, skal einnig dæma óhæfa til manneldis. Afurðir fugla sem eru mjög horaðir eða vita holdlausir, þó að ástæðan til þess sé ekki ljós, skal einnig dæma óhæfa til manneldis. Við úrskurð heilbrigðiseftirlits skulu eftirfarandi ákvæði höfð í huga:

20. gr.

Smitsjúkdómar.

Afurðir af fuglum, höldnum eftirtöldum smitsjúkdómum, skulu dæmdar óhæfar til manneldis: Miltisbruni, hænsnabóla, hænsnapest (Fowl Plaque og Newcastle Disease), smitandi laryngotracheitis, kjúklingasótt (Salmonellosis pullorum og og gallinarium), berklaveiki, salmonella sýki, rauð sýki, listeria sýki, ornitosis, botulismus, toxoplasmosis, coryza, loftpokabólga (CRD), veirusjúkdómar í öndunarfærum, trichomoniasis, leucosis og mycosis. Coligranulomatosis á háu stigi, enda sjúkdómurinn valdið vanþrifum.

21. gr.

Æxli.

Afurðir af fuglum sem þjást af æxlissjúkdómum hvort sem æxlin eru illkynja eða ekki, skal dæma óhæfa til manneldis.

22. gr.

Efnaröskunar- og hörgulsjúkdómar, eitranir o. fl.

Afurðir af fuglum, sem orðið hafa fyrir sjúkdómum af ofangreindum völdum skulu dæmdar óhæfar til manneldis ef eftirfarandi finnst: Hor, vökvasöfnun í kviðarholi, eitranir, þvagsýrugigt, rachitis, perosis, óeðlilegt litarfar (gulur, blárauður hamur), monocytosis.

23. gr.

Annarleg lykt og bragð, óhreinindi o. s. frv.

Afurðir skulu dæmdar óhæfar til manneldis ef eftirfarandi finnst: Annarleg lykt vegna langvinnra sjúkdóma, lyfjameðferðar, eða óheppilegrar fóðrunar. Engin eða ófullkomin blóðtæming. Veruleg óhreinkun af völdum málningar, smurolíu, fugladrits eða garnainnihalds. Ef afurðir hafa spillst vegna slæmrar sláturverkunar eða of mikils vatnshita við "kaloneringu". Afurðir af fuglum, sem fengið hafa sýklalyf hverskonar síðustu sex daga fyrir slátrun skal dæma óhæfar til manneldis.

24. gr.

Sjúkdómar í einstökum líffærum.

Afurðir af fuglum höldnum sjúkdómum bundnum einstökum líffærum skal dæma sem hér segir:

a) Sjúkdómar í miðtaugakerfi: óhæft.

b) Áköf bólga í gollurshúsi eða hjarta: óhæft.

c) Bandvefskenndar breytingar eftir langvinnar bólgur í gollurshúsi og hjartavöðva: Innyfli óhæf. Skrokkur hæfur, enda sé hann vel útlítandi og holdafar sæmilegt. Annars óhæft.

d) Sjúkdómar í öndunarfærum, lungum og loftpokum: óhæft. e) Sjúkdómar í brjóst- og lífhimnu: óhæft.

f) Líffæri úr fullorðnum hænsnum: óhæft.

25. gr.

Sjúkdómar í meltingarvegi.

a) Stífla í sarpi: Óhæft ef stíflan hefur valdið megurð eða annarlegri lykt; ella: skrokkur hæfur en innyfli óhæf.

b) Stífla í maga, fóarni eða görnum: óhæft.

c) Áköf bólga í maga, fóarni eða görnum: óhæft.

d) Langvinn væg bólga í meltingarvegi, sem ekki hefur haft áhrif á holdafar eða útlit

skrokksins: hæft til manneldis, en innyfli óhæf. Ef sjúkdómurinn hefur valdið vanþrifum:

óhæft.

Sjúkdómar í lifur.

a) Áköf bólga í lifur (hepatitis): óhæft.

b) Langvinn lifrarbólga, blöðrumyndun o. fl.: Skrokkur hæfur ef bólgan hefur ekki leitt til vanþrifa, en innyfli óhæf.

26. gr.

Sjúkdómar í þvagfærum.

a) Áköf nýrnabólga (nephritis) : óhæft.

b) Blöðrumyndun eða útfelling í nýrum: Skrokkur hæfur ef bólgan hefur ekki valdið vanþrifum eða megurð. Innyfli óhæf.

27. gr.

Sjúkdómar í æxlunarfærum.

a) Bólgur í eggjagöngum (salpingitis): óhæft. Ef um lítilsháttar, langvinna bólgu er að ræða,

sem ekki hefur haft áhrif á holdafar og þrif: Skrokkur hæfur; innyfli óhæf.

b) Áköf bólga við endaþarmsop: óhæft.

c) Hnattfrumuíferð (leucosis) í eggjakerfi, eistum, eða bursa fabricii: óhæft.

 

28. gr.

Sjúkdómar í beinum, liðum sinaslíðrum og slímpokum.

a.) Beinbrot. Beinbrot opin eða sóttmenguð: óhæft.

b.) Beinbrot gróin eða ný: Hæft ef blóðhlaupið hold og brotin bein eru fjarlægð.

c) Bólgur í liðum og sinaslíðrum: óhæft ef um ákafar bólgur er að ræða eða ef bólgan hefur valdið vanþrifum. Annars hæft ef hinir sjúku hlutar eru numdir brott.

d) Bólgur í slímpokum (Bursitis): óhæft, ef bólgan er mikil og hefur dreifst út, eða haft áhrif á þrif og holdafar. Annars hæft, ef sjúkir hlutar eru numdir brott.

e) Beinagildnun (Osteopetrosis): óhæft.

29. gr.

Sjúkdómar í vöðvum og húð.

a) Hnattfrumuíferð í vöðva eða húð (leucosis): óhæft.

b) Vöðvarýrnun: óhæft ef um verulega rýrnun er að ræða, eða ef rýrnunin er af völdum

sjúkdóms, sem veldur því að fuglinn er óhæfur til manneldis.

c) Sár, ígerð, mar: Hæft, ef um minniháttar staðbundna áverka er að ræða, sem auðvelt er að

nema burtu. Annars óhæft.

d) Bólgur í húð, exem eða bólgur af völdum sníkjudýra: Hæft ef um minniháttar staðbundnar

breytingar cr að ræða, sem ekki hafa haft áhrif á holdafar eða þrif og sem auðvelt er að

nema burt. Annars óhæft.

30. gr.

Hænsfuglar, sem dæmdir eru hæfir til manneldis, skulu við sölu á almennum markaði aðgreindir eftir aldri, holdafari og þyngd.

Aldursflokkun þessi, skal koma fram á umbúðum og skal vera sem hér segir:

1 ) Kjúklingar: alifuglar sem eru 14 vikna eða yngri þegar þeim er slátrað, lágmarksþyngd 500 gr. eftir sláturverkun.

2) Ungfuglar: Alifuglar sem eru á aldrinum 15-30 vikna, þegar þeim er slátrað. hágmarksþyngd 1000 gr. eftir sláturverkun.

3) Unghænsni: Fuglar sem eru á aldrinum 8-20 mánaða, þegar þeim er slátrað. Lágmarksþyngd 1000 gr. eftir sláturverkun.

4) Hænsni: Fuglar sem eru eldri en 20 mánaða, þegar þeim er slátrað.

Heimilt er framleiðendum að flokka sláturfugla nánar innan framangreindra þriggja aldursflokka, t. d. eftir þyngd, kyni, holdafari o. s. frv.

Á umbúðir skal tilgreina (samanber 7. gr.) : Nafn framleiðanda eða auðkenni, nafn sláturhúss, sláturmánuð og ár, innihald umbúða og að slátrun og meðferð hafi verið samkvæmt ákvæðum heilbrigðisskoðunar.

Óheimilt er að bjóða til sölu alifugla, sem ekki eru frystir og ekki eru í tilhlýðilega merktum umbúðum. Afurðum sem dæmdar eru óhæfar, skal eyða með eldi eða fjarlægja þær ásamt öðrum úrgangi, svo tryggt sé að þær verði ekki notaðar til manneldis.

31. gr.

Um refsingar og viðurlög fyrir brot gegn reglugerð þessari fer samkvæmt ákvæðum laga nr. 30 28. apríl 1966.

32. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt lögum nr. 30 frá 28. apríl 1966 um meðferð, skoðun og mat á sláturafurðum, og öðlast þegar gildi. Jafnframt er felld úr gildi reglugerð nr. 286 28, september 1973, um meðferð og merkingu sláturafurða af alifuglum, 25. gr. reglugerðar nr. 205 29. desember 1967 um útbúnað sláturhúsa m. m., og önnur ákvæði er kunna að brjóta í bága við reglugerð þessa.

Landbúnaðarráðuneytið, 6. maí 1980.

Pálmi Jónsson.

Sveinbjörn Dagfinnsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica