Landbúnaðarráðuneyti

470/1995

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 260/1980 um útbúnað alifuglasláturhúsa, slátrun alifugla, verkun þeirra og heilbrigðisskoðun. - Brottfallin

Reglugerð

um stofnverndarsjóð íslenska hestakynsins.

1. gr.

Í stað 5. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar komi þrjár nýjar málsgreinar, er verði 5., 6. og 7. mgr., svohljóðandi:

Ófrystar sláturafurðir alifugla, sem boðnar eru til sölu, skulu vera af sláturfuglum þar sem staðfest hefur verið með sýnatöku, a.m.k. tvisvar á eldistímanum að ekki hafi greinst Salmonella í fuglunum.

Afurðir sem reynast mengaðar Salmonellu skulu einungis boðnar til sölu frystar eða eftir að hafa fengið hitameðferð samkvæmt reglum sem yfirdyralæknir setur.

Óheimilt er að bjóða til sölu afurðir alifugla sem eru án umbúða eða í ómerktum umbuðum. Einnig er óheimilt að pakka til sölu afurðum af sjálfdauðum fuglum eða fuglum par sem auðsæjar sjúklegar breytingar hafa fundist við slátrun. Hræ af slíkum fuglum skal eytt á tryggilegan hátt. Þá er óheimilt að bjóða til sölu alifugla þar sem innyfli hafa ekki verið fjarlægð. Um eftirlit með dreifingu og sölu fer samkvæmt ákvæðum laga nr. 93/1995 um matvæli og reglugerðum settum samkvæmt þeim.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í lögum nr. 30/1966 um meðferð, skoðun og mat á sláturafurðum, með síðari breytingum, og öðlast þegar gildi.

Landbúnaðarráðuneytið, 21. águst 1995.

Guðmundur Bjarnason.

Jón Höskuldsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica