Landbúnaðarráðuneyti

434/2000

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 260/1980 um útbúnað alifuglasláturhúsa, slátrun alifugla, verkun þeirra og heilbrigðisskoðun, með síðari breytingum. - Brottfallin

434/2000

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 260/1980 um útbúnað alifuglasláturhúsa, slátrun alifugla, verkun þeirra og heilbrigðisskoðun, með síðari breytingum.

1. gr.

Við 7. gr. bætast eftirfarandi málsgreinar:
Sláturleyfishafi skal ekki taka eldishóp til slátrunar, nema honum fylgi sérstakt rekjanleikanúmer í samræmi við ákvæði 1. gr. reglugerðar nr. 433/2000 um breytingu á reglugerð nr. 251/1995 um aðbúnað og sjúkdómavarnir á alifuglabúum og útungunarstöðvum með síðari breytingum.

Sláturleyfishöfum og framleiðendum er skylt að merkja á öruggan hátt allar afurðir alifugla sem pakkaðar eru í neytendaumbúðir með rekjanleikanúmeri eldishópsins. Afurðir sem fara úr sláturhúsi eða kjötvinnslu til frekari vinnslu eða matreiðsluskulu auðkenndar rekjanleikanúmeri eldishópsins með öruggum hætti. Ekki er skylt að merkja með rekjanleikanúmeri afurðir sem hlotið hafa hitameðhöndlun þar sem kjarnhiti hefur náð 72°C. Rekjanleikanúmer skal vera minnst átta tölustafir og skal auðkennt með skammstöfuninni, Rlnr., á undan tölustöfunum og skulu bæði bókstafir og tölustafir vera greinilegir og í minnst 9 punkta letri. Bók- og tölustafir skulu vera annaðhvort dökkir á ljósum grunni eða ljósir á dökkum grunni.


2. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 96/1997 um eldi og heilbrigði sláturdýra, slátrun, vinnslu, heilbrigðisskoðun og gæðamat á sláturafurðum og öðlast þegar gildi.


Landbúnaðarráðuneytinu, 20. júní 2000.

Guðni Ágústsson.
Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica