Viðskiptaráðuneyti

699/2003

Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 646/1995 um jöfnun eigna á móti vátryggingaskuld vátryggingafélaga, með síðari breytingum. - Brottfallin

1. gr.

Við 1. tölul. 1. mgr. 3. gr. bætist:
Verðbréf útgefin af fjölþjóða þróunarbönkum, eins og þeir eru skilgreindir í 2. gr. reglugerðar nr. 530/2003 um eiginfjárhlutfall fjármálafyrirtækja, sem eitt eða fleiri aðildarríki samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eru aðilar að.


2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum 98. gr. laga nr. 60/1994 um vátryggingastarfsemi með síðari breytingum, sbr. og 3. mgr. 34. gr. sömu laga.

Reglugerð þessi öðlast þegar gildi.


Viðskiptaráðuneytinu, 9. september 2003.

Valgerður Sverrisdóttir.
Þóra M. Hjaltested.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica