Fjármála- og efnahagsráðuneyti

223/2017

Reglugerð um brottfall reglugerða vegna vátryggingastarfsemi. - Brottfallin

1. gr.

Reglugerð nr. 646/1995, um jöfnun eigna á móti vátryggingaskuld vátryggingafélaga, ásamt síðari breytingum, fellur brott.

2. gr.

Reglugerð nr. 573/1995, um hámarksvexti í líftryggingasamningum í íslenskum krónum, fellur brott.

3. gr.

Reglugerð nr. 555/1997, um samstarf við önnur ríki Evrópska efnahagssvæðisins um eftirlit með gjaldþoli útibúa vátryggingafélags með aðalstöðvar utan þess, fellur brott.

4. gr.

Reglugerð nr. 954/2001, um útreikning á aðlöguðu gjaldþoli vátryggingafélaga, fellur brott.

5. gr.

Reglugerð nr. 459/2003, um útreikning gjaldþols vátryggingafélaga, fellur brott.

6. gr.

Reglugerð nr. 632/2003, um eignir sem telja má til gjaldþols vátryggingafélaga og útreikning lágmarksgjaldþols, fellur brott.

7. gr.

Reglugerð nr. 216/2011, um jöfnun eigna á móti vátryggingaskuld frumtryggingafélaga, ásamt síðari breytingum, fellur brott.

8. gr.

Reglugerð nr. 679/2014, um tilkynningu og birtingu ákvarðana vegna slita á vátryggingafélagi, fellur brott.

9. gr.

Reglugerð þessi öðlast þegar gildi.

Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 2. mars 2017.

F. h. r.

Guðrún Þorleifsdóttir.

Sóley Ragnarsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica