Félagsmálaráðuneyti

548/2006

Reglugerð um fjárhæð atvinnuleysistrygginga. - Brottfallin

1. gr.

Hámarksfjárhæð tekjutengdra atvinnuleysisbóta í hverjum mánuði skv. 32. gr. laga um atvinnuleysistryggingar miðast við tryggingahlutfall hins tryggða þannig að þær nemi aldrei hærri fjárhæð en 185.400 kr. á mánuði miðað við óskerta atvinnuleysistryggingu, sbr. 15. eða 19. gr. laganna. Til að finna út atvinnuleysisbætur fyrir hvern dag skal miða við 21,67 daga.

2. gr.

Sá sem telst að fullu tryggður samkvæmt lögum um atvinnuleysistryggingar á rétt til óskertra grunnatvinnuleysisbóta sem skulu nema 5.123 kr. á dag. Lágmarksréttur til atvinnuleysistrygginga veitir rétt til ¼ hluta grunnatvinnuleysisbóta.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 3. mgr. 33. gr. laga nr. 54/2006, um atvinnuleysistryggingar, öðlast gildi 1. júlí 2006. Jafnframt falla úr gildi reglugerð nr. 524/1996, um greiðslu atvinnuleysisbóta, reglugerð nr. 545/1996, um greiðslu atvinnuleysisbóta, reglugerð nr. 329/2001, um greiðslu atvinnuleysisbóta til útlendinga á tímabundnu leyfi, reglugerð nr. 316/2003, um rétt sjálfstætt starfandi einstaklinga til greiðslna úr Atvinnuleysistryggingasjóði, sbr. einnig reglugerð nr. 977/2003, og reglugerð nr. 317/2003, um Tryggingasjóð sjálfstætt starfandi einstaklinga.

Félagsmálaráðuneytinu, 30. júní 2006.

Magnús Stefánsson.

Bjarnheiður Gautadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica