Félagsmálaráðuneyti

329/2001

Reglugerð um greiðslu atvinnuleysisbóta til útlendinga á tímabundnu atvinnuleyfi. - Brottfallin

329/2001

REGLUGERÐ
um greiðslu atvinnuleysisbóta til útlendinga á tímabundnu atvinnuleyfi.

1. gr.

Heimilt er að greiða atvinnuleysisbætur til útlendinga á tímabundnu atvinnuleyfi sem missa vinnu sína vegna verkfallsaðgerða annarra starfsstétta, enda hafi atvinnurekandi þeirra greitt tryggingargjald vegna starfa þeirra. Um ákvörðun bótaréttar þeirra fer að öðru leyti eftir lögum um atvinnuleysistryggingar nr. 12/1997, að undanskildri 13. gr. þeirra laga.

Þeir sem fá greiddar atvinnuleysisbætur skv. reglugerð þessari skulu á þeim tíma sækja námskeið í íslensku fyrir útlendinga, samfélagsfræðslu eða aðra þá fræðslu sem stendur til boða, er viðurkennd af svæðisvinnumiðlun og nýst getur sem starfsþjálfun.

Skilyrði fyrir greiðslu bóta skv. reglugerð þessari er að eftir umræddan tíma snúi bótaþegi til starfa hjá fyrri atvinnurekenda um leið og vinna hefst að nýju.


2. gr.

Vinnumálastofnun skal halda sérstaka skrá yfir þennan hóp útlendinga og skulu umsóknir um bætur berast til stofnunarinnar sem úthlutar bótum skv. reglugerð þessari.


3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 3. mgr. 1. gr. laga nr. 12/1997 um atvinnuleysistryggingar með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.


Félagsmálaráðuneytinu, 26. apríl 2001.

Páll Pétursson.
Berglind Ásgeirsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica