Félagsmálaráðuneyti

977/2003

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 316/2003, um rétt sjálfstætt starfandi einstaklinga til greiðslna úr Atvinnuleysistryggingasjóði. - Brottfallin

977/2003

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 316/2003, um rétt sjálfstætt
starfandi einstaklinga til greiðslna úr Atvinnuleysistryggingasjóði.

1. gr.

Eftir orðunum "eru með heimild í" í B-lið 2. gr. reglugerðarinnar kemur: 58. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt, nr. 90/2003.


2. gr.

Ný málsgrein bætist við 5. gr. reglugerðarinnar, svohljóðandi:
Ákvörðun skattstjóra um að fallast á lægra endurgjald en viðmiðunarreglur fjármálaráðherra kveða á um, sbr. 58. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt, nr. 90/2003, hefur engin áhrif á matið skv. 1. mgr.


3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 2. mgr. 1. gr. og 27. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, nr. 12/1997, öðlast þegar gildi.


Félagsmálaráðuneytinu, 16. desember 2003.

Árni Magnússon.
Hermann Sæmundsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica