Velferðarráðuneyti

706/2012

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 13/2009, um nám og námskeið sem eru viðurkennd sem vinnumarkaðsúrræði, með síðari breytingum. - Brottfallin

1. gr.

Við reglugerðina bætist ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:

Þrátt fyrir 2. mgr. 1. gr. telst nám á verk- og starfsnámsbraut á framhaldsskólastigi og frumgreinanám sem boðið er á forsendum fullorðinsfræðslu sem er lánshæft samkvæmt reglum Lánasjóðs íslenskra námsmanna, hvort sem um er að ræða dag- eða kvöldskóla eða fjarnám, vera námsúrræði skv. d-lið 1. mgr. 12. gr. laga um vinnumarkaðsaðgerðir enda hafi Vinnumálastofnun viðurkennt námið sem lið í vinnumarkaðsúrræðinu Nám er vinnandi vegur.

Ákvæði þetta gildir til 31. desember 2012.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 12. gr. laga nr. 55/2006, um vinnu­markaðs­aðgerðir, með síðari breytingum, að fenginni umsögn stjórnar Vinnumála­stofn­unar, öðlast þegar gildi.

Velferðarráðuneytinu, 15. ágúst 2012.

Guðbjartur Hannesson.

Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica