Félags- og tryggingamálaráðuneyti

13/2009

Reglugerð um nám og námskeið sem eru viðurkennd sem vinnumarkaðsúrræði. - Brottfallin

1. gr.

Eftirfarandi nám og námskeið teljast til vinnumarkaðsúrræða:

  1. Nám sem haldið er samkvæmt námskrá sem Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hefur viðurkennt.
  2. Nám sem haldið er á vegum fræðslustofnana atvinnulífsins.
  3. Önnur námskeið en þau sem talin eru í a. og b. liðum og haldin eru á vegum símenntunarmiðstöðva.
  4. Námskeið sem haldin eru á vegum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.
  5. Námskeið/nám sem haldið er á vegum endurmenntunarstofnana háskólanna.
  6. Nám á verk- og starfsnámsbrautum á framhaldsskólastigi og frumgreinanám sem boðið er á forsendum fullorðinsfræðslu, þ.e. námið og uppbygging þess tekur mið af og er sniðið að þörfum fólks sem hefur verið þátttakandi á vinnumarkaði.
  7. Námskeið á vegum endurhæfingarmiðstöðva.
  8. Önnur námskeið sem eru líkleg til að styrkja fólk á vinnumarkaði að mati ráðgjafa Vinnumálastofnunar.

Nám sem er lánshæft samkvæmt reglum Lánasjóðs íslenskra námsmanna, hvort sem um er að ræða dag- eða kvöldskóla eða fjarnám, telst þó ekki námsúrræði skv. d-lið 1. mgr. 12. gr. laga um vinnumarkaðsaðgerðir. Hið sama gildir um nám á námsbrautum sem leiða til stúdentsprófs hjá framhaldsskólum.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 3. mgr. 12. gr. laga nr. 55/2006, um vinnumarkaðsaðgerðir, að fenginni umsögn stjórnar Vinnumálastofnunar, öðlast þegar gildi.

Félags- og tryggingamálaráðuneytinu, 9. janúar 2009.

Jóhanna Sigurðardóttir.

Hanna Sigr. Gunnsteinsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica